Morgunblaðið - 26.03.2020, Qupperneq 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020
Látinn er góður
vinur minn, jafn-
aldri og vinnufélagi
til margra áratuga,
Gunnar Þór Krist-
jánsson vélfræðingur.
Ég kynntist Gunnari Þór fyrst
sumarið 1972 þegar ég hóf störf
sem vaktstjóri hjá Áburðarverk-
smiðjunni í Gufunesi.
Gunnar hóf störf sem vakt-
stjóri hjá verksmiðjunni strax að
loknu námi í Vélskóla Íslands
sumarið 1969. Á áðurnefndu ári
(1972) urðu mikil þáttaskil í
framleiðslu tilbúins áburðar og
ný blöndunarverksmiðja, NPK-
verksmiðjan, tekin í notkun. Við
Gunnar tókum þátt í þessari
byltingu og komu mannkostir
Gunnars strax fram í því hversu
frábær hann var í mannlegum
samskiptum og í raun hvers
manns hugljúfi og sem dæmi
þess var að hann heilsaði mönn-
um alltaf með handabandi í byrj-
un vinnudags. Við Gunnar fylgd-
umst að í störfum hjá
áburðarverksmiðjunni allt til
haustsins 2001, þegar starfsemi
verksmiðjunnar lauk.
Segja má að Gunnar hafi alist
upp í Gufunesi, í fyrstu sem „úti-
vinnumaður“ við ýmis tilfallandi
störf, þá 15 til 16 ára gamall. Ár-
ið 1963 lauk hann vélvirkjanámi
á vélaverkstæði áburðarverk-
smiðjunnar og námi sem vél-
fræðingur frá Vélskóla Íslands
1969. Milli bekkja í námi vann
Gunnar yfirleitt hjá áburðar-
verksmiðjunni, utan þess sem
hann vann hjá Hval hf. við hval-
veiðar eitt sumar.
Þegar starfsemi áburðarverk-
smiðjunnar var hætt haustið
2001 hófum við Gunnar Þór störf
Gunnar Þór
Kristjánsson
✝ Gunnar ÞórKristjánsson
fæddist 26. ágúst
1942. Hann lést 9.
mars 2020.
Útförin fór fram
17. mars 2020.
hjá Delta ehf.,
seinna Actavis, í
Hafnarfirði sama
dag, 1. nóvember
2001. Í lyfjaverk-
smiðjunni þar sem
Gunnar vann við
töfluslátt og húðun
taflna kom strax í
ljós hve vel þessi
vinna átti við hann
vegna snyrti-
mennsku hans og
nákvæmni í störfum. Til þess var
tekið hversu fallega rithönd
Gunnar hafði.
Allan tímann sem Gunnar Þór
starfaði hjá Actavis ferðaðist
hann yfirleitt á reiðhjóli í og úr
vinnu árið um kring, en heimili
hans var í Efra-Breiðholti.
Gunnar Þór hafði yndi af
stangveiðum og fórum við oft
saman í veiðitúra. Geta má þess
að Gunnar söng 2. bassa í karla-
kór sem starfræktur var um
tíma í áburðarverksmiðjunni
undir stjórn Lárusar Sveinsson-
ar heitins.
Um leið og ég kveð góðan vin
votta ég aðstandendum og öðr-
um ástvinum Gunnars Þórs inni-
lega samúð.
Guðmundur Kristinn
Þórmundsson.
Anna Júlíusdóttir, tengda-
móðir mín, hefur kvatt okkur.
Kynni okkar hófust fyrir
nokkrum áratugum, þegar ég
kom inn í fjölskyldu Bjarna
Jörundssonar og Önnu Júl-
íusdóttur, en Bjarni féll frá árið
1990.
Það var alltaf notalegt að
koma á heimili Bjarna og Önnu
en eftir andlát hans bjó Anna
allan sinn tíma á Seljabraut-
inni. Síðustu árin dvaldi hún á
hjúkrunarheimilinu Ísafold.
Anna var á margan hátt lit-
rík persóna. Hún var föst fyrir
og hafði ákveðnar skoðanir á
hlutunum. Undir niðri var hún
hlý og nærgætin og það reynd-
ist enginn betur en hún, þegar
krakkarnir voru ungir, og við
þurftum aðstoð við pössun eða
annað. Þá kom Anna alla leið
úr Breiðholti í Vesturbæ
Reykjavíkur með strætó og
Anna
Júlíusdóttir
✝ Anna Júl-íusdóttir fædd-
ist að Dynjanda í
Arnarfirði þann 26.
júlí árið 1930. Hún
lést 28. febrúar
2020.
Foreldar hennar
voru Júlíus Pálsson
og Ragnhildur
Jónsdóttir.
Anna átti átta al-
systkini og tvö hálf-
systkini samfeðra.
Fjölskyldan bjó síðar að
Gljúfurá og Kalstöðum.
Útför hennar fór fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
aldrei kvartaði
hún.
Það eru margar
minningar sem
leita á hugann við
fráfall Önnu. Ilm-
andi pönnukökur
og hvergi betra
lambalæri á jóla-
dag að ónefndum
bestu kleinum sem
hægt er að steikja.
Það var mikill hlý-
leiki á heimilinu, brúnkökur á
borðum og sjóðheitt kaffi. Hún
hafði sterka tengingu við ræt-
ur sínar á Bíldudal og það
leyndi sér ekki hvað hún var
ávallt stolt þegar við fjölskyld-
an heimsóttum æskuslóðir
hennar.
Á Gautaborgarárum fjöl-
skyldunnar dvöldum við Sigga
alltaf með krakkana hjá henni
þegar við vorum hér heima í
fríi. Þá kynntist ég Önnu betur
og ennþá betur þegar ég bjó
hjá henni í stuttum ferðum
hingað heim á þessum árum.
Skipti þá ekki máli hvort það
væri að fá bílinn lánaðan eða
eitthvað annað. Það var meira
en sjálfsagt.
Nú er komið að leiðarlokum.
Minningin um Önnu, tengda-
móður mína, mun lifa með okk-
ur um ókomna framtíð.
Eftir sitja minningar um
heilsteypta konu sem markaði
sín spor í uppeldi barna sinna
og barnabarna og er hennar
sárt saknað.
Hvíl í friði.
Magnús Heimisson.
Tengdamóðir mín Anna lést
á afmælisdegi mínum, 28. febr-
úar síðastliðinn, eftir snörp og
erfið veikindi, tæplega níræð að
aldri.
Kynni mín af Önnu og eig-
inmanni hennar Bjarna Jör-
undssyni hófust 1967 er ég fór
að vera með Mary, dóttur
þeirra. Þau bjuggu á Bíldudal
þegar ég kynntist þeim. Fáum
hef ég kynnst sem jafnast á við
Bjarna í mannkostum.
Margs er að minnast frá
Bíldudal og tjaldferðum í Húsa-
fell, Þjórsárdal og að Flúðum.
Anna var hörkudugleg kona
gift sjómanni og hélt vel utan
um börn og heimili. Kleinurnar
hennar og pönnukökurnar voru
ómótstæðilegar.
Anna fæddist á bænum
Dynjanda í Arnarfirði. Hún
tengdist þeim stað alltaf sterk-
um tilfinningaböndum og þegar
hún varð fertug fóru þau hjónin
að Dynjanda í tjaldútilegu. Ég
og Mary ásamt drengjunum
okkar mættum á staðinn með
tertur og annað meðlæti. Það
voru góðir dagar.
Fáeinum árum síðar fluttu
þau frá Bíldudal til Reykjavík-
ur. Fyrst bjuggu þau í Gnoð-
arvogi 60 og síðar Seljabraut
22. Við Mary bjuggum þar
nærri og var alltaf mikill sam-
gangur á milli heimilanna.
Seinni árin átti hún einstakan
vin, Jón Bárðarson. Jón var öð-
lingur í alla staði og leið þeim
vel saman, bæði erlendis og hér
heima.
Nú er Anna komin til síns
kæra Bjarna.
Að lokum vil ég þakka fyrir
öll árin sem við höfum verið
samferða.
Börnum og barnabörnum
sendi ég samúðarkveðjur.
Ragnar Austmar.
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Birting
minningagreina
Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að
útfarir eru nú með breyttu sniði.
Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur um birtingu á
minningargreinum.
Minningagreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim sem vilja minnast
ástvina eða sýna aðstandendum samúð og samhug.
Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum hvað varðar útfarir
í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að birta minningargreinar sama dag og
útför einstaklings er gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða
gerð í kyrrþey.
Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið að aðstoða þá sem
hafa spurningar um ritun minningargreina eða hvernig skuli senda þær til
blaðsins.
Ég var á A7,
hraðbrautinni í
Þýskalandi, langt
yfir íslenskum há-
markshraða þegar síminn minn
hringdi. Ég svaraði auðvitað og í
bílnum hljómaði rödd Samúels
sem sagði mér frá andláti móður
sinnar, Gerðu, eins og hún var
alltaf kölluð. Hún var komin á
leiðarenda en ég á eitthvað eftir
á minni leið.
En símtalið talaði til mín.
Hraðbrautin er eins og ævi-
brautin, við getum valið leiðina
og þá förum við til lokastaðar
sem væntanlega við stefnum á.
En við ekki viss um hvert leiðin
liggur, aðeins að henni lýkur.
Ég man fyrst eftir Gerðu þeg-
ar hún bjó með eiginmanni sín-
um í Heiðardal í Vestmannaeyj-
um. Gísli vann þar sem
klæðskeri um tíma og þá voru
þau hjón meðlimir í Betelsöfn-
uðinum meðan þau bjuggu í
Vestmannaeyjum. En dvöl
þeirra í Eyjum var upphaf að
ævilangri vináttu.
Gerða var eiginmanni sínum
mikill stuðningur. Hún átti ekki
von á að fá með honum langt
Ástgerður
Guðnadóttir
✝ ÁstgerðurGuðnadóttir,
Gerða, fæddist 25.
júní 1934. Hún lést
7. mars 2020.
Útför Ástgerðar
fór fram 18. mars
2020.
hjónaband. Gísli
fékk áfall og lamað-
ist. Hann hefur ver-
ið bundinn við
hjólastól í rúm 30 ár
og Gerða hefur sýnt
frábæra fórnarlund
og vináttu eigin-
manni sínum. Per-
sónuleiki Gerðu var
svo ljúfur, traust-
vekjandi og raun-
góður. Það mátti
hver maður sjá hvaða gæði
bjuggu í þessari konu. Gísli, eig-
inmaður hennar, fékk að njóta
þess út í æsar.
Undanfarin ár hafa þau dvalið
á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ég hef
á stundum heimsótt þau og boðið
þeim upp á söng, Guðsorð og
heilaga kvöldmáltíð. Ævinlega
voru þau þakklát fyrir þá þjón-
ustu og þar kom trúfesti Gerðu
svo glöggt fram. Trúin á Jesú
var henni svo kær og mikils
virði. Hún valdi þessa lífs braut á
unga aldri og vék aldrei af veg-
inum. Hún hélt sér við mjóa
örugga veginn. Nú er hún komin
á leiðarenda og hefur fullnað
skeiðið. Sjálfsagt hefur hún
heyrt rödd Jesú Krists við þessi
jarðnesku leiðarlok: „Gott þú
góði og trúi þjónn, gakk þú inn
til fagnaðar Herrans!“
Ég votta eiginmanni, syni,
barnabörnum og tengdadóttur
mína innilegustu samúð við frá-
fall Gerðu.
Snorri í Betel.
Ívar Örn
Hlynsson
✝ Ívar ÖrnHlynsson
fæddist 2.
október 1990.
Hann lést í
Reykjavík 11.
mars 2020.
Útför Ívars
Arnar fór fram 24. mars 2020.
Meira: mbl.is/andlat
Minningar á mbl.is
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar