Morgunblaðið - 26.03.2020, Page 54

Morgunblaðið - 26.03.2020, Page 54
FRJÁLSAR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Paralympics, Ólympíumót fatlaðra, er eina stórmótið í frjálsum íþróttum sem spjótkastarinn Helgi Sveinsson hefur ekki unnið til verðlauna á. Helgi ætlaði sér því stóra hluti í Tók- ýó í Japan í ágúst á þessu ári. Nú er ljóst að ekkert verður úr því að leik- arnir fari fram dagana 25. ágúst til 6. september, þar sem þeim var frestað í síðasta lagi fram á næsta sumar vegna kórónuveirunnar. Spjótkastarinn öflugi verður 41 árs í júní en hann keppir í fötlunarflokki F63. Hann hefur tvívegis unnið til gullverðlauna á Evrópumeistaramóti og þá varð hann heimsmeistari í spjótkasti í Lyon í Frakklandi árið 2013. Hans besti árangur á Para- lympics er fimmta sæti en þeim ár- angri náði hann bæði í London 2012 og Ríó 2016, en leikarnir í Tókýó í sumar hefðu verið hans þriðju leikar. „Maður var svo sem búinn að gera sér grein fyrir því að þetta myndi enda svona, miðað við hvernig hlut- irnir hafa þróast, síðustu vikur og daga,“ sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið í gær. „Að sjálfsögðu er mjög leiðinlegt að þetta skuli hafa farið svona. Maður er búinn að vera að fókusa mjög lengi á einhvern ákveðinn enda- punkt og maður veit í raun ekkert hvernig eða hvenær maður kemst aftur af stað í átt að sínum mark- miðum. Ég er hins vegar ekki einn í þessu og það eru allir íþróttamenn á sama stað, þannig lagað, og því á þetta ekki eingöngu við um mig. Ég er hins vegar sannfærður um að það muni birta til einn daginn en stóra spurningin er í raun bara hvenær það verður.“ Alltaf að læra eitthvað nýtt Helgi var að glíma við meiðsli á síð- asta ári en byrjaði að æfa af fullum krafti fyrir hinar ýmsu undankeppnir fyrir Paralympics í nóvember á síð- asta ári. Hann var kominn á gott skrið þegar kórónuveirufaraldurinn blossaði upp í heiminum og ákveðið var að aflýsa hverju mótinu á fætur öðru sem hefði getað tryggt honum þátttökurétt á Paralympics. „Ég er búinn að vera að æfa mjög vel að undanförnu og ég er í góðum gír, æfingalega séð. Ég tel mig vera orðinn nokkuð góðan af meiðslunum þótt ég finni ennþá fyrir verkjum öðru hverju hér og þar. Ég tel mig líka hafa tekið miklum framförum frá því síðasta haust. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt í þessu og planið var alltaf að ná einhverjum mótum til þess að ná settu lágmarki. Fyrst var hætt við Grand Prix-mótið í Dubai og síðan hrundi þetta bara koll af kolli. Maður fór þá að reyna að hugsa upp einhverjar aðrar leiðir til þess að ná þessum lágmörkum en það hefur ekkert heyrst með þessar und- ankeppnir ennþá. Þetta var mikill skellur enda ruglað dæmi sem er í gangi í heiminum í dag.“ Mikið álag á líkamann Margir hafa gagnrýnt Alþjóða ól- ympíunefndina, Alþjóðasamband fatlaðra og forráðamenn leikanna í Japan fyrir það hversu langan tíma það tók að fresta þessum viðburðum. Ólympíusamband Kanada ætlaði ekki að senda keppendur á leikana ef þeir færu fram í júlí og þá skoruðu bæði Ástralar og Pólverjar á Alþjóða ólympíunefndina að fresta leikunum til eins árs. „Maður skilur alveg að þetta er ekkert lítil ákvörðun sem þeir eru að taka með því að fresta leikunum. Það er gríðarlega mikið undir hjá Japan og öllu batteríinu í kringum leikana í heild sinni. Þess vegna sýnir maður því ákveðinn skilning að það sé reynt að halda eins lengi og hægt er í upp- runalegar dagsetningar. Á móti kemur að það hefði líka verið fínt fyrir okkur íþróttamennina að fá þessar upplýsingar fyrr því óvissan er manns versti óvinur. Að æfa í óvissu hefur bæði mikil áhrif á mann sjálfan og hvatningin fyrir því að æfa er allt önnur en undir eðlilegum kringumstæðum. Verður eitthvað af mótinu eða ekki og það er fljótt að koma upp í hugann þegar á móti blæs. Að vera spjótkastari er létt geggjun og þetta er engin grín grein. Maður er að klessa líkamann hægri vinstri og óneitanlega fer maður að spá í það af hverju maður er að hanga í þessu ef maður hefur ekkert til þess að stefna að. Þess vegna var frábært að fá að vita þetta í gær (fyrradag) og maður getur þá lengt í öllum plönum og mætt tvíefldur til leiks þegar nær dregur móti.“ Hefur áhuga á þjálfun Eins og áður sagði hefur Helgi aldrei unnið til verðlauna á Para- lympics en hann greindi frá því í samtali við Morgunblaðið í október á síðasta ári að draumurinn væri að geta hætt á toppnum. Þrátt fyrir að hann verði 41 árs gamall í sumar er hann ekki farinn að leiða hugann að því að hætta og stefnir ótrauður á sína þriðju Paralympics. „Ég er búinn að vera í þessu í góð- an tíma og orðinn gamall. Maður er farinn að finna lengur fyrir verkj- unum núna en þegar maður var að byrja í þessu fyrir tæpum áratug og það er ekki að hjálpa manni, ég skal alveg viðurkenna það. Svo nær mað- ur kannski einhverjum árangri og fyllist miklum eldmóði. Þá geta hlut- irnir breyst og manni finnst maður allt í einu eiga nóg inni. Ég tek næsta tímabil og negli á það eins og staðan er í dag með það að markmiði að fara á leikana og gera mitt allra besta. Svo bara sjáum við til hvað gerist eftir það. Ég sé ekki fyrir mér að hætta í bráð, eins og staðan er í dag í það minnsta, því ég hef bara svo gaman af þessu. Til lengri tíma litið sé ég svo alveg fyrir mér að leggja þjálfun fyrir mig eða eitthvað í þeim dúr, þannig að maður er ekk- ert að fara kveðja sportið neitt,“ bætti spjótkastarinn við. Ekki tilbúinn að hætta  Helgi Sveinsson stefnir áfram á sitt þriðja Ólympíumót  Ekkert grín að vera spjótkastari enda létt geggjuð íþrótt  Aldurinn loksins farinn að segja til sín Ljósmynd/ÍF Sigursæll Helgi Sveinsson hefur tvívegis orðið Evrópumeistari og einu sinni heimsmeistari en hann bíður eftir sínum fyrstu verðlaunum á Paralympics. 54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 26. mars 1947 Knattspyrnusamband Íslands er stofnað í Vonarstræti í Reykjavík en fjórtán félög og íþróttabandalög eiga aðild að sambandinu frá byrjun. Þau eru í Reykjavík (4), Hafnarfirði (2), Akranesi (2), Akureyri (2), Vestmannaeyjum (2), Ísafirði og Siglufirði. Agnar Klemens Jónsson er kjörinn fyrsti formaður KSÍ. 26. mars 1980 Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik spilar 100. leik sinn í sögunni og heldur upp á það með því að vinna Armeníu, 77:67, í vináttu- leik í Laug- ardalshöll. Pét- ur Guðmunds- son skorar 21 stig fyrir Ísland. 26. mars 1983 Kringlukastarinn Vésteinn Hafsteinsson kastar yfir 60 metra í fyrsta skipti á ferl- inum þegar hann kastar 60,14 á háskólamóti í Austin í Texas í Bandaríkjunum. 26. mars 2003 Hermann Hreiðarsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, gengur í raðir enska úrvals- deildarliðsins Charlton frá Ipswich. Charlton greiddi 900 þúsund pund fyrir Hermann. 26. mars 2003 Guðni Bergsson mætir á fyrstu landsliðsæfingu sína í hálft sjötta ár á þegar lands- liðið undirbjó sig fyrir leik gegn Skotlandi í Glasgow í undankeppni EM í knatt- spyrnu. Guðni spilaði síðan fyrsta landsleik sinn eftir langt hlé en Skotar unnu 2:1. 26. mars 2006 Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson sigra í svigi á Skíðamóti Ís- lands á Dalvík. Bæði urðu tvö- faldir Íslandsmeistarar í þetta skiptið. 26. mars 2006 Bjarni Fritzson skorar 10 mörk fyrir franska liðið Cré- teil og var markahæstur þeg- ar liðið vann Göppingen 30:26 í fyrri undanúrslitaleik lið- anna í EHF-bikarnum í hand- knattleik. 26. mars 2008 Eiður Smári Guðjohnsen leik- ur 50. A-landsleik sinn þegar Ísland vinnur Slóvakíu 2:1 á útivelli í vináttuleik í knatt- spyrnu. Eiður skoraði síðara mark Íslands í leiknum. 26. mars 2009 Birgir Leifur Hafþórsson leik- ur fyrsta hringinn á Opna Andalúsíumótinu á Evrópu- mótaröðinni í golfi á 69 högg- um. Var hann þá í 12.-17 sæti á þremur undir pari. 26. mars 2010 Kári Steinn Karlsson bætir eigið Íslandsmet í 5.000 metra hlaupi um tæpar fimm sek- úndur þegar hann endar í 7. sæti á sterku boðsmóti í Stan- ford í Bandaríkjunum. Kári hleypur á 14:01,99 mínútum. Á ÞESSUM DEGI Falur Harðarson hefur ákveðið að láta af störfum sem þjálfari karla- liðs Fjölnis í körfuknattleik. Falur greindi frá því í gær að hann hefði komist að samkomulagi við körfuknattleiksdeild Fjölnis um að hætta þjálfun meistaraflokks karla eftir þriggja ára starf og hafði hann frumkvæði að starfslok- unum. Fjölnir hafnaði í neðsta sæti úrvalsdeildar karla á keppnis- tímabilinu sem blásið var af á dög- unum og er liðið fallið í næstefstu deild. Liðið komst í undanúrslit bikarkeppninnar í Laugardalshöll. Lætur af störfum að eigin ósk Morgunblaðið/Eggert Á förum Falur Harðarson er hættur hjá Fjölni eftir þriggja ára starf. Kári Kristján Kristjánsson, lands- liðsmaður í handknattleik og leik- maður bikarmeistara ÍBV, er smit- aður af kórónuveirunni. Frá þessu greindi hann í þættinum Sportið á Stöð 2. Kári segist hafa fengið það stað- fest á þriðjudag að hann væri smit- aður og væri því á leiðinni í tveggja vikna einangrun. Hann segist ekki vita til þess að aðrir leikmenn ÍBV séu með veiruna og telur ólíklegt að hann hafi smitast af liðsfélaga. ÍBV lék síðast hinn 11. mars áður en hlé var gert á deildinni. Landsliðsmaður smitaður Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Einangrun Kári Kristjánsson tekur því rólega á næstunni. Bjarni Fritzson mun hætta sem þjálf- ari karlaliðs ÍR í handknattleik að tímabilinu loknu og við tekur aðstoð- arþjálfari liðsins, Kristinn Björgúlfs- son. Vegna breytinga í efnahagslífinu hefur ÍR neyðst til að draga saman kostnað, endurskipuleggja og koma jafnvægi á rekstur deildarinnar, eins og fram kom í tilkynningu frá hand- knattleiksdeildinni í vikunni. Þrír leikmenn virðast vera á förum frá fé- laginu eftir tímabilið, Bergvin Þór Gíslason, Sveinn Andri Sveinsson og Þrándur Gíslason Roth. Bjarni hefur stýrt ÍR frá árinu 2014 og skrifaði nýlega undir tveggja ára samning en forsendur hafa nú breyst. ÍR er í 6. sæti Íslandsmótsins sem stendur með 24 stig að tveimur umferðum óloknum en óvíst er með framhald mótsins vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Kvennaliðið lagt niður Að óbreyttu mun ÍR hvorki tefla fram meistaraflokki kvenna í hand- knattleiknum á næsta tímabili né ungmennaliði karla nema auknar tekjur muni koma til sem ekki eru fyrirsjáanlegar. Leikmenn kvenna- liðsins fengu bréf frá stjórn hand- knattleiksdeildar í vikunni þar sem þetta kom fram. Starfsemi yngri flokka verður áfram haldið úti eftir því sem næst verður komist. sport@mbl.is Ýmsar breytingar hjá ÍR Bjarni Fritzson Kristinn Björgúlfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.