Morgunblaðið - 26.03.2020, Side 55
ÍÞRÓTTIR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020
Skiljanleg var sú ákvörðun
að fresta Ólympíuleikunum og
Paralympics. Ekki var neinn ann-
ar leikur í stöðunni, en mörgum
þótti ólympíuhreyfingin vera
lengi að taka ákvörðun. Gest-
gjafarnir í Japan voru býsna
brattir í yfirlýsingum. Nánast
þar til yfirlýsingin barst.
Ef veiran verður enn að gera
íbúum á plánetunni lífið leitt er
auðvitað augljóst að stemningin
fyrir því að mæta á heims-
viðburð er takmörkuð.
En jafnvel þótt staðan verði
orðin önnur og betri er einfald-
lega mikilvægur tími farinn til
spillis. Gefum okkur að veiran
verði svo gott sem dauð þegar
24. júlí rennur upp, en þá stóð
til að setja Ólympíuleikana í
Tókýó. Þá hefði staðan samt
sem áður verið sú að fjöldinn
allur af íþróttafólki hefði misst
úr dýrmætan tíma í aðdraganda
leikanna. Tíma sem margir
höfðu ætlað sér að nota til að
ná lágmörkum fyrir leikana. Á
það bæði við um ÓL og Para-
lympics en ekki er síður erfitt að
komast á Paralympics. Flokka-
skiptingarnar gera það að verk-
um að mjög fáir komast inn í
hverjum fötlunarflokki.
Þar af leiðandi má segja að út
frá sanngirnissjónarmiðum hefði
verið erfitt að halda sig við að
halda þessa tvo stórviðburði í
ljósi þess sem nú gengur á í
heiminum.
Höggið er vafalaust mikið fyrir
Japani. Dæmin sýna að það er
nógu dýrt spaug fyrir skatt-
greiðendur þegar kjörnir fulltrú-
ar þeirra bjóðast til að halda Ól-
ympíuleikana fyrir heims-
byggðina. Hvað þá þegar áætlað
mótshald fer svo allt úr skorðum
út af veiru........ eins og kunningi
minn kallar hana en ekki er
hægt að hafa eftir í virðulegu
dagblaði.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
VIÐHORF
Gunnar Valgeirsson
Los Angeles
Heimspekingar og félagsfræðingar
hafa deilt um hlutverk trúarbragða í
samfélögum, allt frá því að vera sú
samfélagsstofnun sem bindur þjóð-
félagið saman (Frakkinn Emilé
Durkheim) til þess að vera „ópíum
fólksins“ (Karl Marx). Fyrir Marx
voru trúarbrögð notuð af valdastétt-
inni og kapítalistum til að réttlæta
hrikalega meðferð á verkafólki (s.s.
barnaþrælkun) í upphafi iðnbylt-
ingarinnar í Englandi.
Margir félagsfræðingar hafa bent
á að kannski hafi íþróttir tekið við af
trúarbrögðum í nútímaþjóðfélögum
sem „ópíum fólksins“, það er, sem
tæki valdastéttarinnar til að láta okk-
ur gleyma því sem mikilvægara er í
þjóðfélaginu en úrslit kappleikja.
Þetta er að sjálfsögðu umdeild stað-
hæfing, en ég hef verið að hugsa um
þessa hluti eftir að íþróttaheimurinn
var settur í þjóðfélagslega sóttkví út
af COVID-19 veirunni.
Þeir sem rýna í þjóðfélagslegt hlut-
verk íþrótta sjá þær sem ekki aðeins
hluta af þjóðfélaginu, heldur sem
samfélagsstofnun sem tengist öðrum
og kannski mikilvægari stofnunum
þjóðfélagsins, s.s. efnahagnum, fjöl-
miðlum, menntun, stjórnmálum, vís-
indum og trúarbrögðum. Ekki bara
afþreying, heldur er litið á þær sem
mikilvægan hluta af þjóðfélaginu
sjálfu.
Íþróttir eru sérstakar
Íþróttir tengja okkur oft saman á
ólíkan hátt í þjóðfélögum – til að
mynda hefur Viðar Halldórsson í HÍ
gert athyglisverðar rannsóknir á því
hversu jákvæð áhrif góður árangur
íslenska karlalandsliðsins í knatt-
spyrnu hafði á félagslega og andlega
heilsu þjóðarinnar þá. Þær hafa áhrif
á sambönd fólks á heimilum, tengja
vini og kunningja á leikdögum og
taka stundum yfir WhatsApp og aðra
samfélagsmiðla.
Kannski meira en önnur fjölda-
skemmtun, því ég hef ekki séð fólk
deila opinberlega jafn harðlega í hví-
vetna um bíómyndir, skáldsögur eða
tónleika eins og um íþróttir. Ég kenni
háskólanemendum hér í Los Angeles
í starfi mínu og það getur verið erfitt
að fá þá til að sýna viðbrögð um alls
konar þjóðmál. Ef ég hins vegar nefni
eitthvað um íþróttir er ávallt einhver
tilbúinn að láta í sér heyra.
Það er eitthvað við íþróttir sem ýtir
við tilfinningunum. Kannski vegna
þess að við sjáum íþróttir úti um allt í
fjölmiðlum og í íbúðahverfum okkar,
eða að spennan í kappleikjum er ólík
öðru því sem við sjáum annars staðar
í þjóðfélaginu. Í nútímaþjóðfélagi er
allt endalaust skýrt út fyrir okkur og
„greint af sérfræðingum“. Ekkert
kemur á óvart lengur.
Íþróttir eru öðruvísi. Ástæðan fyrir
því að margt íþróttafólkið er hjá-
trúarfullt er að þrátt fyrir bestu æf-
ingar og streð er útkoma íþrótta-
keppni aldrei gefin í hvert sinn. Jú,
vissulega teljum við að eitthvert lið
eða einstaklingur séu best þegar litið
er á leiktímabil – við getum séð það af
stöðunni – en í hvert sinn sem lið eða
einstaklingar keppir er aldrei að vita
hvað gerist. Watford vann Liverpool
3:0 um daginn. Hver spáði því þann
morgun?
Þetta er það sem heillar um íþrótt-
irnar fyrir mörg okkar. Þær geta ver-
ið þetta lítið spennandi.
Söknuður
Nú hefur allt þetta verið tekið frá
okkur íþróttaeðjótum.
Hvernig hefurðu það? Ertu á You-
tube að horfa á gamla kappleiki? Far-
inn að finna fyrir söknuði? Var liðið
þitt tveimur sigrum frá fyrsta meist-
aratitlinum í þrjá áratugi? Er allt í
einu nægur tími til að gera hluti, en
ekkert sem gefur þér sömu ánægju
og íþróttir?
Ef ég vissi svörin við þessum
spurningum væri ég búinn að setja
upp vefsíðu og farinn að taka greiðslu
fyrir.
Það eina sem ég persónulega veit
er að þetta er allt horfið. Við erum öll
í þessu saman. Ekki bara íþróttirnar.
Allar okkar samkomur. Allar. Fólk er
farið út í matvörubúð bara til að geta
séð framan í annað fólk! Við erum jú
félagsverur.
Í gegnum árin hef ég haft minni og
minni áhuga á spádómum svokallaðra
„talandi höfða“ um leikmenn, lið eða
keppni á skjánum. Fyrir mér eru það
leikirnir eða keppnin sjálf, ekki allt
umstangið eða pælingarnar, sem enn
vekja áhuga minn á íþróttum. Geta og
leikgleði íþróttafólksins, og skák
þjálfara í leikjum, er hlutur sem enn
er gaman að fylgjast með.
Ég sakna þess þó mest hér þar sem
ég bý í Los Angeles að fara vestur í
Staples Center að horfa á spennandi
toppleik í NBA-deildinni eða aðra
íþróttaviðburði hér í bæ. Nóg er
venjulega af þeim.
Við erum öll á einn eða annan hátt
að eiga við félagslegan missi. Fjöl-
skylduveislur, bókaklúbbur, fundir,
tónleikar, jóga, leikur FH og Breiða-
bliks í þriðja flokki stúlkna, Man-
chester City – Real Madrid. Allt
stöðvað.
Við erum úti í kuldanum. Það er
búið að þagga í íþróttaheiminum og
sérfræðingar um útbreiðslu veira
segja að það verði mánuðir þar til það
verði læknisfræðilega skynsamlegt
að leyfa opinbera íþróttakeppni, jafn-
vel án áhorfenda. Ef þeir hafa rétt
fyrir sér eru vonir forráðamanna at-
vinnudeilda og liða um að geta klárað
körfuknattleiks- eða knattspyrnu-
deildir í upphafi sumars ekki raun-
hæfar. Það á eftir að koma í ljós eins
og margt annað.
Ef þú ert stuðningsmanneskja liðs
í dag, við hverju ættirðu að vera búin
núna? Það verða víst nokkrar vikur
eða mánuðir þar til keppni hefst að
nýju. Það verður víst ekkert skilorð
úr þessu fangelsi á næstunni. Undir
það ættirðu að búa þig.
Á þessum tímum kórónuveirunnar
er fólk að leita að afþreyingu, en hún
er oft víðsfjarri. Ég get ekki annað en
ímyndað mér að þessi skortur á fé-
lagslegri afþreyingu muni hafa sálar-
leg áhrif á marga.
Gleymum ekki þeim sem
gera okkur kleift að keppa
Ef Marx hafði rétt fyrir sér og það
er í raun heil samfélagsstofnun sem
er eins og ópíum í að deyfa okkur fyr-
ir harðindum þjóðfélagsins, þá er
pakkinn tómur núna.
Hvað eiga hörðustu íþróttaeðjót-
arnir að gera? Þeim finnst sjálfsagt
eins og vinstri handleggurinn sé horf-
inn, því veiran hefur tekið alla keppni
frá okkur. Ekki bara stuðningsfólkið,
heldur og foreldrar og börn þeirra
sem hafa ekki lengur þetta á dag-
skránni, svo ekki sé talandi um alla þá
sem laun hafa af öllum þeim störfum
sem íþróttirnar skapa.
Við ættum að hugsa mest um það
fólk. Fólkið sem sér um að æf-
ingasvæðin séu opin daglega, fólkið
sem ekur börnum sínum í keppni,
þjálfarar, fólkið sem dæmir og form-
lega skráir úrslit. Ekki bara stjörnu-
leikmenn í fótbolta og körfubolta,
heldur alla þá sem daglega sjá um að
keppnin fari fram. Jafnvel íþrótta-
fréttafólk. Við leikum öll okkar hlut-
verk.
Við héldum að við myndum geta
reitt okkur á íþróttirnar í þessum far-
aldri – jafnvel án áhorfenda. Því vor-
um við tilbúin að fórna. Íþróttirnar
eru hins vegar veikar eins og restin af
þjóðfélaginu, og við verðum að leyfa
hvorum tveggja að læknast áður en
að við getum snúið til fyrra lífs.
gval@mbl.is
Föst í íþróttafangelsi
AFP
Galtómur leikvangur Dodger Stadium í Los Angeles í gær en upphaflega stóð til að hefja leik í hafnaboltadeildinni
MLB hinn 25. mars en svo varð ekki vegna kórónaveirunnar sem sett hefur mótshald í íþróttum úr skorðum.
Viðbrigði fyrir íþróttaunnendur Þjóðfélagslegt mikilvægi er margþætt
Andrésarleikunum í skíðaíþróttum
hefur verið frestað vegna út-
breiðslu kórónuveirunnar, en
undirbúningsnefnd leikanna
greindi frá ákvörðuninni í frétta-
tilkynningu sem send var út í gær.
Löng og mikil hefð er fyrir þessu
fjölmenna barna- og unglingamóti í
Hlíðarfjalli á Akureyri. „Leikarnir
hafa verið haldnir óslitið síðan 1976
og hafa aldrei fallið niður, jafnvel
þó að snjómagn hafi ekki alltaf ver-
ið mikið. Leikarnir í ár ættu því að
vera 45 ára afmælisleikar,“ kom
fram í tilkynningunni.
Leikarnir falla
niður í fyrsta sinn
Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson
Stórsvig Hrafnhildur Salka Pálma-
dóttir á leikunum árið 2017.
Handknattleikssamband Evrópu
hefur teiknað upp nýtt plan með
þeim fyrirvörum sem fylgja út-
breiðslu kórónuveirunnar.
Er gert ráð fyrir að undankeppni
EM kvenna, 3.-6. umferð, fari öll
fram á einum stað frá 1. til 7. júní.
Ísland er í riðli með Króatíu,
Frökkum og Tyrklandi en eitt þess-
ara landa myndi hýsa alla leikina.
Þá yrðu 8-liða úrslit í Áskorenda-
bikar karla haldin á sama tíma, en
Valur mætir gegn Halden frá Nor-
egi. Er úrslitahelgi áætluð dagana
22.-28. júní. kristofer@mbl.is
Úrslitahelgi hjá
Val í sumar?
Morgunblaðið/Hari
Sumarverkefni? Snorri Steinn
Guðjónsson, þjálfari Valsmanna.
Fyrrverandi
körfubolta-
maðurinn David
Edwards, sem
lék eitt tímabil
með KR hér á Ís-
landi, er látinn
eftir að hafa
veikst af kórónu-
veirunni.
Hann lést á
heimili sínu í New
York, 48 ára gamall, en Edwards sló
fjöldann allan af skólametum fyrir
Texas A&M í háskólaboltanum í
Bandaríkjunum á árunum 1991 til
1994. Hann gekk svo til liðs við KR í
október 1996 og spilaði með liðinu
fram að áramótum.
Á Vísi er fullyrt að Edwards hafi
sett met á Íslandsmótinu þegar
hann gaf 18 stoðsendingar á sam-
herja sína í leik KR og ÍR á Sel-
tjarnarnesi, en þar lék KR heima-
leiki sína um tíma.
Í vetur gaf Pavel Ermolinskij 17
stoðsendingar fyrir Val gegn Fjölni
samkvæmt tölum KKÍ og hjó því
ansi nærri metinu.
Á þeim tíma sem Edwards lék
með KR skoraði hann tæplega 21
stig að meðaltali í leik og var því
mjög atkvæðamikill í sóknarlotum
KR-liðsins. Í vörninni náði hann
boltanum að meðaltali fjórum sinn-
um í leik. sport@mbl.is
Veiran felldi
fyrrverandi
leikmann KR
David
Edwards