Morgunblaðið - 26.03.2020, Side 64
Hljómahöll og Rokksafn Ís-
lands bjóða landsmönnum
upp á tónlistartengda við-
burði í gegnum streymi á
netinu næstu vikur undir
yfirskriftinni Látum okkur
streyma á Facebook-síðu
Hljómahallar. Verður m.a.
boðið upp á útsendingar frá
tónleikum í Hljómahöll og
Rokksafn Íslands fær í heim-
sókn þá Pál Óskar og Björg-
vin Halldórsson. Einnig verð-
ur boðið upp á að taka þátt í
Popppunkti um popp- og
rokksögu Íslands með Dr.
Gunna í gegnum Kahoot í
beinni á netinu. Í kvöld verða
tónleikar í beinni með Ásgeiri, 2. apríl með Moses
Hightower, 7. apríl með GDRN og 16. apríl með Hjálmum
en allir hefjast þeir kl. 20. Popppunktur með Dr. Gunna
verður á morgun og 3. apríl kl. 14.
Látum okkur streyma í Hljómahöll
FIMMTUDAGUR 26. MARS 86. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Að æfa í óvissu hefur bæði mikil áhrif á mann sjálfan
og hvatningin fyrir því að æfa er allt önnur en undir
eðlilegum kringumstæðum. Verður eitthvað af mótinu
eða ekki og það er fljótt að koma upp í hugann þegar á
móti blæs,“ segir spjótkastarinn Helgi Sveinsson, sem
var með Paralympics í Japan í sigtinu en leikunum hef-
ur nú verið frestað um eitt ár. Rætt er við Helga á
íþróttasíðum blaðsins í dag. Hann horfir til þess að
reyna við Paralympics á næsta ári, en Helgi keppti í
London 2012 og í Ríó 2016. »54
Óvissan er versti óvinur íþrótta-
mannsins að sögn Helga Sveins
ÍÞRÓTTIR MENNING
ingum sem leiða til streituástands og
draga úr ónæmisviðbrögðum. Já-
kvæðar hugsanir losa hins vegar
taugaboðefni sem stuðla
að streituminnkun og
vörnum gegn ýmsum
sjúkdómum“.“
Hann leggur áherslu
á að ekki sé hægt að
ætlast til þess að allir
brosi eða hlæi sig í
gegnum farsóttina,
vegna þess að við
áhyggjur af farsóttinni
bætist við áhyggjur af
afkomunni, en það sé til
bóta að losna við neikvæðar hugs-
anir. „Þeir sem er tamt að líta á já-
kvæðu hliðarnar geta talið kjark í
hin, í fjölskyldu, vinahópi eða á
vinnustað.“
Í fyrra kom út sögulega skáldsag-
an Urðarmáni eftir Ara. Þar fjallar
hann um spánsku veikina 1918 og
lýsir farsótt í nútímanum. „Kannski
var það einhver framtíðarsýn,“ segir
hann, en bendir á að ljóðið Smit-
berar, sem er í ljóðabók hans, Ösku-
dagar, og kom út 2007 passi vel við
atburði líðandi stundar.
Ari vekur athygli á að það sé
skylda heilbrigðisyfirvalda og við-
bragðsaðila að gera ráð fyrir því í
viðbúnaði sínum að hlutirnir geti
farið á verri veg, en ekki sé þar með
sagt að þeir geri það. Það sé undir
okkur sjálfum komið að brynja okk-
ur gegn neikvæðum hugsunum. Oft
hefur verið haft á orði að hláturinn
lengi lífið. „Hlátur er smitandi og öf-
ugt við COVID-19 er best að kúrfan
sé sem bröttust!“ segir Ari. „Aðal-
atriðið er að fyllast ekki örvæntingu
heldur reyna að hugsa jákvætt og
einblína á það sem við getum haft
áhrif á. Þar skiptir öllu að hlíta fyr-
irmælum sóttvarnalæknis og ann-
arra yfirvalda.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kórónuveiran er mál málanna um
allan heim. Ari Jóhannesson, lyf-
læknir og rithöfundur, leggur sitt af
mörkum á Facebook og segir miklu
skipta að hugsa jákvætt. Og helst að
hlæja svolítið vegna þess að margt
bendi til þess að slíkt styrki varnir
líkamans.
„Margir hafa tilhneigingu til þess
að fyllast kvíða og bölsýni gagnvart
óvissu,“ segir Ari við Morgunblaðið
og bætir við að skiljanlegt sé að
kvíða setji að fólki við þær aðstæður
sem nú eru uppi. „Óvissa um eðli far-
sóttarinnar, að hluta vegna misvís-
andi upplýsinga frá útlöndum um
dánartíðni, veldur kvíða. Og gagn-
vart óvissu hafa margir tilhneigingu
til að búast við því versta. Það er
bara í mannlegu eðli. Og kvíðinn er
smitandi, það er staðreynd. Lang-
varandi neikvæðar hugsanir orsaka
og fóðra síðan streituástand þar sem
kortisól og fleiri hormón geta með
tímanum veiklað ónæmiskerfið og
minnkað mótstöðu gegn sýklum.“
Hlátur mikilvægur
Fólki hefur verið bent á að liggja
ekki yfir fréttum af kórónuveirunni
og Ari tekur undir að það beri að
varast vegna þess að
það hafi sýnt sig að slík
yfirlega auki oft á
áhyggjur fólks og dragi
úr því kjark. „Við ætt-
um til dæmis ekki að
einblína á ástandið á
Ítalíu. Ekkert bendir
til þess að staðan hér
verði neitt í líkingu við
það.“
Ari vekur athygli á
mikilvægi hláturs og
vísar á heimasíðu Mayo-klíníkur í
Bandaríkjunum. „Þar er þessi máls-
grein, í lauslegri þýðingu:
„Hlátur bætir súrefnisupptöku,
örvar hjarta, lungu og vöðva og eyk-
ur losun á vellíðunarhormóninu en-
dorfíni í líkamanum. Neikvæðar
hugsanir koma af stað efnabreyt-
Mikilvægt að hugsa
jákvætt og hlæja
„Best að kúrfan sé sem bröttust,“ segir Ari Jóhannesson læknir
Morgunblaðið/RAX
Jákvæðni Ari Jóhannesson leggur áherslu á björtu hliðarnar.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
Frí heimsending
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
FYRIR ÞÁ SEM VERSLA
FYRIR 5.000 EÐA MEIRA
WWW.ILVA.IS
GILDIR Í VEFVERSLUN ILVA
TIL OG MEÐ 31. MARS
25-40%
Sparadu-
af öllum ljósum
og 20% af allri smávöru*
26. mars - 13. apríl
UMAGE EOS fjaðurskermur. Ýmsir litir. Ø45 cm. Áður 18.995 kr.
NÚ 14.245 kr. SPARAÐU 4.750 kr. Perustæði selt sér.
*Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði.