Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Page 4
HEIMURINN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2020
Þar kom að því, við erum öll Siggi
Hefurðu heyrt um hannSigga? Hann sest bara uppí rúminu og þá er hann
kominn í vinnuna.“
Þessi merku tíðindi færði vinur
minn mér fyrir meira en tuttugu ár-
um. Ég vissi auðvitað að Siggi bindur
ekki bagga sína sömu hnútum og
samferðarmennirnir en á þessum
tíma var þetta eigi að síður með
nokkrum ólíkindum, meira að segja á
hans mælikvarða.
Og við hvað skyldi Siggi hafa
starfað? Jú, hann var grafískur
hönnuður og þurfti fyrir vikið ekkert
nema frambærilega fartölvu til að
geta leyst sín verkefni í vinnunni.
Ekki fylgdi sögunni hvort Siggi
klæddi sig og færi á ról eða hvort
hann legðist bara aftur til hvílu að
vinnudegi loknum. Þín ágiskun er
eins góð og mín, kæri lesandi.
Á þessum undarlegu tímum sem
við nú lifum erum við meira og minna
öll orðin Siggi. Flest okkar, sem á
annað borð geta það, eru farin að
vinna heima. Veit að vísu ekki með
bifvélavirkja og vörubílstjóra en all-
tént mjög margir sem eiga tölvu að
sínu helsta vinnutæki. Auðvitað eru
það engin viðbrigði fyrir suma, rithöf-
undar koma til dæmis strax upp í
hugann. Okkur blaðamönnum er
einnig lítið að vanbúnaði að vinna
heima. Þannig lagað. Þeir sem standa
fréttavaktina þurfa að vísu að vera í
góðu sambandi við sína yfirmenn yfir
daginn en nú gera þeir það bara fyrir
atbeina tölvupósts eða samfélags-
miðla. Sumum gæti meira að segja
flogið í hug að taka upp tólið. Þótt það
sé auðvitað óttalega 2019.
Við Íslendingar erum vitaskuld
ekki einir á þessum báti; þetta á
meira og minna við um alla vinnandi
menn á byggðu bóli um þessar
mundir. Ekki vantar því umfjöll-
unina og hollræðin þegar maður fer
að fletta fjölmiðlum og ráðgefandi
síðum á netinu.
Flestum ber saman um grunn-
atriðin. Þau þurfa að vera í lagi. Að
sofa vel, borða vel og hreyfa sig.
Þetta þekkjum við svo sem öll.
Svefn, næring, hreyfing
Ástandið í heiminum er streituvald-
andi, fólk hefur áhyggjur af eigin
heilsu og sinna nánustu og fylgist af
vanmætti með faraldrinum fara eins
og eldur í sinu um samfélög, ekki síst
hér í Evrópu. Á hollræðasíðunni The
Leapers Little Guide to ... sem finna
má á netinu er lögð áhersla á, að þetta
þrennt, svefn, næring og hreyfing,
hafi aldrei verið eins mikilvægt. Bæði
fyrir andlega og líkamlega heilsu
fólks. Leapers nefnir hreyfinguna
sérstaklega enda fylgi heimavinnu
alla jafna meiri kyrrseta.
Fólk þurfi ekki lengur að
koma sér í vinnuna,
hvort sem það gerir það
fótgangandi, hjólandi,
með strætó eða á bíl.
Hvetur síðan fólk til að
kynna sér einfaldar æf-
ingar sem gera megi
heima í stofu en mikið
framboð mun vera af
þeim í netheimum.
Þegar fólk yfirgefur
ekki lengur heimili sín til að fara í
vinnuna geta skilin milli vinnu og
heimilis orðið þokukennd, sér-
staklega ef fólk vinnur mikið í sama
rýminu og það ver sínum frítíma og
nýtur samveru með fjölskyldu.
Leapers hvetur fólk til að halda sig
við sömu rútínuna og áður; vakna á
sama tíma, klæða sig, snæða morg-
unverð, lesa blöðin, hlusta á útvarp
eða hlaðvarp og hreyfa sig, eigi menn
því að venjast, áður en þeir „fara“ í
vinnuna. Að sama skapi sé mikilvægt
í lok vinnudags að hætta alveg að
vinna á tilsettum tíma, slökkva á
tölvunni og lesa ekki vinnutengda
tölvupósta.
Teygja reglulega úr sér
Að dómi ráðgjafa Leapers er brýnt
að halda sig við hádegiverðarhlé,
hversu langt sem það vanalega er, fá
sér kaffi- eða tesopa og teygja reglu-
lega úr sér og taka sér eðlilegar pás-
ur. „Sumum finnst þeir örugglega
þurfa að sýna að þeir séu stöðugt að
þegar menn vinna að heiman en hafið
í huga að vinna snýst um að koma
hlutum í verk en ekki að vera bara til
staðar. Þess vegna er mikilvægt að
slaka á inn á milli, tékka á Facebook,
skipuleggja sumarfríið eða spjalla
við Hjördísi í bókhaldinu. Gerðu allt
sem þú ert vön/vanur að gera í
vinnunni.“
Varðandi samskipti við aðra er
fólk varað við að halda sig alfarið við
textaskilaboð í tölvupósti eða á sam-
félagsmiðlum. Þar vanti upp á blæ-
brigði samtals sem fer fram augliti til
auglitis – og sumt kann þess utan að
misskiljast. Þess vegna ætti fólk að
taka upp símann reglu-
lega til tilbreytingar og
nýta sér netspjalls-
leiðir, jafnvel hópspjall.
Ekkert jafnast á við að
horfa framan í við-
mælandann.
Síðast en ekki síst
leggja ráðgjafarnir
áherslu á að fólk haldi
áfram að tilheyra hópn-
um, hlusta á aðra og
deila hugsunum sínum.
„Gefðu þér tíma til að spyrja
hvernig kollegarnir hafi það – og
hlustaðu eftir svarinu. Gefðu fólki
tækifæri til að deila eigi það erfitt
uppdráttar. Og talið út um málið.
Deildu líka hvernig þú hefur það og
vertu einlæg/ur spyrji einhver um
það. Sértu með böggum hildar, við-
urkenndu það þá. Það eitt og sér að
segja slíkt upphátt getur oftar en
ekki skipt sköpum, auk þess sem það
hjálpar öðrum að vera opnir og ær-
legir, eigi þeir líka á brattann að
sækja. Sé einangrunin að bera þig of-
urliði er mikilvægt að láta aðra vita,
svo þeir geti rétt fram hjálparhönd.“
Engin algild handbók
Það er auðvitað of snemmt að segja
til um hvaða einstaklingsbundin og
samfélagsleg áhrif sóttkví, ein-
angrun, útgöngubönn og sam-
komubönn koma til með hafa, sér-
staklega til lengri tíma. Fáir ef
nokkur sem nú er á lífi hefur upplifað
aðstæður sem þessar, allra síst á
friðartímum, og því miður er engin
algild handbók til um viðbrögð og al-
menna hegðun.
Þess heldur er full ástæða til að
taka undir með Leapers og öðrum
sem eru reyna að létta fólki lífið
þessa dagana þegar þeir minna á að
kórónuveiran mun á endanum víkja
og lífið færast í eðlilegt horf.
Það kemur aftur sumar. Það koma
aftur jól.
Í öllum bænum hættið
ekki að taka til á
heimilinu þótt þið séu
að vinna heima.
Margir eru að upplifa
það í fyrsta sinn á þess-
um afbrigðilegu tímum
að vinna sína launuðu
vinnu heima. Við-
brigðin eru væntanlega
mikil og rútínan getur
raskast. Að hverju er
einna helst að hyggja
við þær aðstæður?
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is