Morgunblaðið - 01.04.2020, Page 6

Morgunblaðið - 01.04.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020 Sveinn Björnsson, sendiherra og fyrrver- andi forsetaritari, lést hinn 23. mars síð- astliðinn á Sóltúni í Reykjavík, 77 ára að aldri. Sveinn fæddist í Washington 12. des- ember 1942. Foreldrar hans voru Henrik Sv. Björnsson sendiherra og Gróa Torf- hildur (Gígja) Björnsson fiðluleikari. Syst- ur hans hans eru Helga Björnsson fata- hönnuður og Guðný Hrafnhildur (Níní) Björnsson. Sveinn ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann var með cand. phil-gráðu í heimspeki úr Háskóla Íslands og lærði stjórnmálafræði í Manchester og við Sor- bonne-háskólann í París. Árið 1968 varð hann sendiráðs- fulltrúi við sendiráð Íslands í París, ár síðar fulltrúi í ut- anríkisráðuneytinu og síðan sendiráðsfulltrúi við sendiráð Íslands í Stokkhólmi 1970, þar sem hann varð sendiráðsritari 1971. Árið 1974 varð Sveinn sendiráðsrit- ari við sendiráð Íslands í Bonn í Þýskalandi og jafnframt varafastafulltrúi hjá Evrópuráðinu. Árið 1978 varð hann sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu á Íslandi en árið 1983 varð hann sendifulltrúi við sendiráð Íslands í London. Árið 1987 varð Sveinn sendiherra og prótókollstjóri hjá utanríkisráðuneytinu og árið 1990 varð hann skrifstofustjóri og alþjóðaskrif- stofustjóri í ráðuneytinu. Sveinn varð for- setaritari árið 1991 og var síðan sendiherra Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg árið 1997. Árið 2001 varð Sveinn prótókollstjóri í utanríkisráðuneytinu. Árið 2004 varð hann sendiherra Íslands í Vínarborg. Sveinn flutti til Íslands í lok árs 2009, en fékk heilablóðfall árið 2010 og bjó á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni í Reykjavík eftir það. Útför Sveins fór fram í kyrrþey í ljósi sérstakra að- stæðna í samfélaginu en minningarstund verður til- kynnt síðar. Börn Sveins með fyrri eiginkonu hans, Sig- rúnu Dungal, eru Anna Margrét Björnsson blaðamaður og Henrik Baldvin Björnsson tónlistarmaður. Sveinn kvæntist 1997 Sigríði Hrafnhildi Jónsdóttur sem lést 2014. Börn hennar eru Signý Vala og Unnur Edda. Andlát Sveinn Björnsson Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður Við erum hér til að aðstoða þig! -- • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Aðgerðir sem Alþingi samþykkti í fyrrakvöld til að vinna gegn sam- drætti vegna heimsfaraldurs kórón- uveirunnar eru víðfeðmar og hlaupa á tugum milljarða. Með samþykkt fjáraukalaga eru útgjöld, tilfærslur og framlög til fjárfestinga á fjárlög- um hækkuð um tæplega 25,6 millj- arða kr. og hækkuðu þau um hálfan fjórða milljarð við meðferð þingsins. Að stærstum hluta er þar um að ræða tímabundið fjárfestingarátak sem verður tæpir 18 milljarðar en meirihluti fjárlaganefndar lagði til tæplega þriggja milljarða hækkun þess og munar þar mest um 1.250 milljóna kr. framlag sem ætlað er að styrkja rannsóknir, nýsköpun og skapandi greinar með því að auka úthlutunarfé nokkurra sjóða, á borð við Rannsóknasjóð, Tækniþróunar- sjóð og Innviðasjóð, og hækka fram- lög til menningar, lista og íþrótta. Fjárfrekustu verkefnin sem ráðist verður í eru í samgöngumálum alls fyrir um 6,5 milljarða kr. Ráðast á í tímabundnu fjárfestingarverkefnin í síðasta lagi 1. september næstkom- andi og þeim á að vera að fullu lokið 1. apríl 2021. Alþingi samþykkti fimm laga- frumvörp auk þingsályktunar um fjárfestingarátakið til að mæta þeim áföllum sem heimsfaraldurinn hefur í för með sér. Meðal fjölda aðgerða sem samþykktar voru er heimild til að auka hlutafé ríkisfyrirtækja um allt að átta milljarða til að styrkja fjárfestingargetu þeirra og er tekið fram að þar sé sérstaklega horft til Isavia ohf. og Farice ehf. Líkt og ríkisstjórnin hafði kynnt verður fyrirtækjum í rekstrarvanda sem hafa orðið fyrir verulegu tekju- tapi vegna faraldursins auðveldað að fá viðbótarlán eða brúarlán og varð niðurstaðan á Alþingi sú að ábyrgð ríkissjóðs gæti verið á bilinu 50-70% af höfuðstól slíkra lána. Einnig var samþykkt heimild til að flýta lækk- un bankaskattsins. Þá samþykkti þingið að hækka lánsfjárheimild rík- issjóðs úr 45 milljörðum í 140 millj- arða. Örorku- og endurhæfingarlíf- eyrisþegar fái 20 þúsund Tillaga um greiðslu sérstaks barnabótaauka 1. júní breyttist í meðförum þingsins og varð niður- staðan sú að foreldrar sem fá nú þegar barnabætur skuli til viðbótar fá sérstakan 42 þús. kr. barnabóta- auka með hverju barni og auk þess var samþykkt að þeir sem ekki hafa fengið barnabætur vegna tekju- skerðingar fái 30 þúsund kr. sér- stakan barnabótaauka með hverju barni. Einnig var samþykkt að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fái 20 þúsund kr. greiðslu sem verði skatta- og skerðingarlaus. 100 millj- ónum verður varið til að styrkja úr- ræði vegna heimilislausra og sam- þykkt var 40 milljóna króna framlag til að vinna gegn kvíða og einmana- leika. Er félagsmálaráðuneytinu fal- ið að nýta þá til að styrkja frjáls fé- lagasamtök sem sinna þjónustu og ráðgjöf vegna faraldursins. Samþykkt var 350 milljóna kr. framlag til að koma til móts við við- bótarkostnað í heilbrigðiskerfinu vegna veirufaraldursins sem skiptist þannig að 250 millj. kr. renna til Landspítalans og 100 millj. kr. til Sjúkrahússins á Akureyri. Jafn- framt renna 200 milljónir til heilsu- gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og 50 milljónir til Læknavaktarinnar. Með samþykkt laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum faraldursins hefur m.a. verið lögfest heimild launagreiðenda til að fresta allt að þremur gjalddögum stað- greiðsluskila og frestun gjalddaga tryggingagjalds og fasteignaskatts. Heimilað verður að fá endur- greiddan virðisaukaskatt vegna vinnu við húsnæði og bílaviðgerðir. Hækkun launa þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna sem átti að óbreyttu að koma til 1. júlí hefur verið frestað til 1. janúar svo dæmi séu nefnd úr aðgerðapakkanum. Mæta áfallinu með aðgerðum Aðgerðir ríkisstjórnar á tímum kórónuveirunnar Framlög úr ríkissjóði eftir málefnasviðum Fjölskyldumál m.kr. 3.240 Ferðaþjónusta 3.000 Örorka og málefni fatlaðs fólks 400 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála 400 Sjúkrahúsþjónusta 350 Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa 250 Tímabundið fjárfestingarátak 17.936 Samtals m.kr. 25.576 Brúarlán til atvinnulífsins ■ Stuðningur til að veita fyrirtækjum í rekstrarvanda viðbótarlán ■ Lánastofnunum veitt ábyrgð ríkissjóðs á 50-70% höfuðstóls viðbótarlána fyr- irtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna kórónuveiru, heildarábyrgð ríkis 35-50 ma.kr. ■ Hraðari lækkun bankaskatts Tímabundið fjárfestingarátak 17.936 m.kr. í fram-kvæmdir og endurbætur innviða, samgöngu- mannvirki, viðhald fasteigna, rannsóknir, nýsköpun, skapandi greinar, stafrænt Ísland og upplýsingatækni Frestun skattgreiðslna ■ Frestanir þriggja gjalddaga staðgreiðslu og tryggingagjalds til 2021 ■ Frestun fyrirframgreidds tekjuskatts fyrirtækja til október 2020 Styrkir til heimila ■ Barnabótaauki 1. júní, 42.000 kr. með hverju barni ef greiddar eru tekjutengdar bætur og 30.000 kr. með hverju barni fram- færenda sem ekki fá barnabætur vegna tekju- skerðingar: 3.100 m.kr. ■ 20 þúsund kr. greiðsla til örorku- og endurhæfi ngarlífeyr- isþega: 400 m.kr. ■ 100 m.kr. til að styrkja úrræði heimilislausra ■ 40 m.kr. framlag til að vinna gegn kvíða og ein- manaleika Styrking ferðaþjónustu ■ Gistináttagjald afnumið til 31. desember 2021 ■ Alþjóðlegt markaðsátak í ferðaþjónustu: 1,5 ma.kr. Útvíkun á ,,Allir vinna“ ■ VSK endurgreiddur vegna vinnu við íbúðar- hús og sumarhús til 31. desember 2020 ■ Félagasamtök s.s. líknarfélög, íþróttafélög og björgunarsveitir geta fengið endurgreiddan VSK vegna vinnu við byggingar og endurbætur ■ VSK endurgreiddur vegna bílaviðgerða sem kosta að lágmarki 25 þús. kr. Greiðari vörufl utningar ■ Niðurfelling toll- afgreiðslugjalda til 31. des. 2021 og frestun aðfl utningsgjalda Aukið hlutafé ríkisfyrirtækja M.a. Isavia, Farice o.fl ., 8 ma.kr. Heilbrigðiskerfi ð vegna kórónuveiru 400 m.kr. framlag til að fjármagna veiruskimunarpróf (100 m.kr.) og hlífðarbúnað (300 m.kr.) 250 m.kr. til Landspítala og 100 m.kr. til Sjúkra- hússins á Akureyri 250 m.kr. vegna viðbótarkostnaðar á heilsugæslustöðvum 390 m.kr. til endur-byggingar bráðavaktar í Fossvogi og 120 m.kr. til breytinga á húsnæði hjá sjúkrahúsinu á Akureyri Stafrænt gjafabréf ■ Allir 18 ára og eldri fá gjafabréf til ferðalaga innanlands: 1,5 ma.kr. Úttekt séreignarsparnaðar ■ Heimilt að taka úr séreignarsparnað á 15 mánaða tímabili að hámarki 12 m.kr. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjárfestingarátak Verja á tæplega 1,2 milljörðum í nýbyggingar og meiri háttar endurbætur.  Framlög hækka um 25, 6 milljarða  Barnabótaauki til fleiri foreldra  6,5 milljarðar í samgöngur  Auka hlutafé ríkisfyrirtækja um allt að 8 milljarða  100 milljónir í úrræði fyrir heimilislausa Ýmis framlög » 390 milljónir í breytingar á húsnæði Landspítala » 3 milljarðar í markaðsátak ferðaþjónustu, þar af 1,5 millj- arðar sem hvetji til ferðalaga innanlands. » Heimilt að taka út séreign- arsparnað á 15 mánaða tíma- bili. » 350 millj. kr í flughlað á Ak- ureyri og akbraut á Egilsstaða- flugvelli » 700 millj. kr. í breikkun brúa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.