Morgunblaðið - 01.04.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.04.2020, Blaðsíða 11
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020 Líney Sigurðardóttir Þórshöfn „Það þýðir ekkert að leggja árar í bát heldur hugsa í lausnum og halda sínu striki,“ sögðu hjónin Kristín Heimisdóttir og Kristján Úlfarsson sem útbjuggu sína eigin æfingaað- stöðu heima í stofunni. Á Þórshöfn, líkt og annars stað- ar, er íþrótta- húsið nú lokað og því ekki hægt að halda þar áfram æf- ingum. Kristín var komin í ágæta þjálfun við lyftingar og sagðist því ekki hafa getað hugsað sér að hætta að lyfta og vildi gera eitthvað í málinu. „Ég finn hvað þessar æfingar og stífar lyftingar gera mikið fyrir bak- ið á mér svo það var slæmt að þurfa að hætta og ekki endilega ósk- astaðan að kaupa sér dýr lyfting- artæki þar sem frábær aðstaða er til staðar í íþróttahúsinu. Maðurinn minn er jú húsasmíðameistari og þegar ég nefndi við hann að búa hreinlega til lyftingagræjur og riss- aði upp mynd þá keypti hann auðvit- að hugmyndina!“ segir Kristín og hlær. Gamalt vatnsrör úr járni og reka- viðardrumbur var efniviðurinn en góður lerkidrumbur fannst á Brekknasandi, sem tilheyrir jörð fjölskyldunnar. Harður og þéttur viður er bestur í lóðin svo þessi drumbur hentaði vel. Kristján fékk í lið með sér góðan vin sinn, þúsund- þjalasmiðinn Guðjón í næsta húsi, og þarna úti á sandinum söguðu þeir drumbinn með keðjusög í hæfilegar stærðir á stöngina. Þeir félagar hafa margt brallað saman og þykir engin hugmynd of vitlaus til að fram- kvæma hana, enda er Kristín hæst- ánægð með smíðina. „Núna eru 80 kg á stönginni en ég hef farið yfir 100 kg og mun halda áfram að styrkja mig,“ sagði krafta- konan Kristín. Hún byrjaði að lyfta fyrir tæpum tveimur árum og segir það form líkamsræktar henta sér vel. Hjónin eru samtaka í þeirri þjálfun en taka einnig langar göngu- ferðir úti í náttúrunni þegar til þess viðrar. „Gönguferðir og útivera gera sálinni gott svo við blöndum þessu saman,“ sagði Kristín sem horfir á björtu hliðarnar í lífinu og er tamt að leita lausna, rétt eins og hún gerir í vinnu sinni í daglegu lífi sem sál- fræðingur. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Lóðunum má lyfta á ýmsa vegu og hér styrkir Kristján Úlfarsson bakvöðvana heima í stofu. Lyftir lerkilóðum heima  Bjuggu til eigin æfingaaðstöðu heima í stofu  Lerki- drumbur af Brekknasandi sagaður niður með keðjusög Kraftar Kristín hefur krafta í kögglum og leikur sér að 80 kg. Álag er á velferðarþjónustu Reykja- víkurborgar vegna kórónuveiru- faraldursins og þá mest í íbúða- kjörnum og sambýlum fyrir fatlað fólk, að sögn Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs. Veita þarf meiri þjónustu en venjulega þar eð skert þjónusta er hjá starfsstöðum fatlaðra og tómstundatilboð af skornum skammti í samkomu- banninu. „Velferðarsvið Reykjavíkur rekur samþætta félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun samkvæmt samn- ingi við Sjúkra- tryggingar Ís- lands. Við erum með starfs- stöðvar á þremur stöðum í borg- inni, í Árbænum, í Efstaleiti og á Vitatorgi. Við þjónustum 3.700 einstaklinga eða heimili með heima- þjónustu eða heimahjúkrun,“ sagði Regína. Flestir notendur eru með und- irliggjandi sjúkdóma eða aldraðir. Öll vinna inni á heimilum miðar að því að lágmarka möguleika á út- breiðslu Covid-19. Fylgt er aðferð- um sem embætti landlæknis hefur ráðlagt. Stjórnendur og starfsfólk velferðarsviðs hafa lagt allt kapp á að finna lausnir og leiðir til að tryggja öryggi og heilbrigði þeirra íbúa sem þurfa á þjónustu velferð- arsviðs að halda. Regína sagði að viðbragðsáætlun sviðsins hafi verið virkjuð í byrjun febrúar. Öll heimaþjónustan starfar nú á neyðarstigi. Neyðarstjórn vel- ferðarsviðs heldur daglega fundi og fer eftir öllum tilmælum almanna- varna og landlæknis. Sérstakt Co- vid-19-teymi heimahjúkrunar og fé- lagslegrar heimaþjónustu var myndað til að uppfæra allar áætlanir á neyðarstig. Innan þess er tengilið- ur í neyðarstjórn og allar meiri hátt- ar ákvarðanir varðandi Covid-19 teknar þar. Heimaþjónustan skipti starfsfólki í hópa sem koma og fara á mismun- andi tímum svo þeir hittist ekki. Teymisstjórar fengu búnað til að geta unnið að heiman. Engin röskun hefur orðið á þjónustu heimahjúkr- unar. Einhverjir notendur félags- legu heimaþjónustunnar hafa af- þakkað þrif tímabundið. Allir sem nota þjónustuna fengu bréf frá velferðarsviði með leiðbein- ingum og upplýsingum um helstu tengiliði þegar neyðarstigi var lýst yfir. Heimaþjónustan hefur útbúið skýrt verklag varðandi umönnun skjólstæðinga í sóttkví og einangrun og notkun hlífðarbúnaðar. Þá hefur starfsfólk verið upplýst um smitleið- ir og sérstök áhersla lögð á mik- ilvægi aukins hreinlætis. Daglega er fylgst með því hvað margir starfsmenn eru í sóttkví eða einangrun. Í gær voru 95 í sóttkví og í fyrradag höfðu 85 lokið sóttkví. Níu voru í einangrun í gær. Þá var 61 notandi í sóttkví og tveir í ein- angrun. gudni@mbl.is Álag hjá velferð- arþjónustu Reykjavíkur  Meiri þjónusta vegna faraldursins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Efstaleiti Starfsfólk heimahjúkr- unar fer víða á bláu bílunum. Regína Ásvaldsdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við höfum víðast hvar fengið góð viðbrögð frá neytendum þar sem Ísey skyr hefur verið sett í sölu. Það hefur fallið neytendum vel í geð. Það er sérstakt í Japan hvað dreifingin er gríðarlega umfangsmikil strax í upp- hafi,“ segir Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, um upphaf markaðssetningar á Ísey skyri í Jap- an. Það var boðið til sölu í um 50 þús- und verslunum á fyrsta degi og seld- ist upp í mörgum þeirra. Skyrið var boðið fram í öllum helstu matvöruverslunum Japans, meðal annars í verslunum 7-11, Fa- mily Mart, Lawson, Aeon, Itokyo- kado og Seijo-Ishi. Telur Ari að þetta sé líklega ein víðtækasta dreifing sem um getur á íslenskri smásölu. Þrátt fyrir að vera ein dýrasta mjólkurvaran í Japan hefur Ísey skyr fengið góða uppstillingu og staðsetningu í mörgum þessara verslana, við hlið mest seldu mjólk- urafurða Japans og það telur MS að sýni trú verslananna á Ísey skyri. Varan hefur einnig fengið góðar viðtökum hjá blaðamönnum og skrif- að hefur verið um íslenska skyrið í stærsta viðskiptablaði heims og einu útbreiddasta dagblaði Japans. Skyrið er framleitt í mjólkursam- lagi japönsku samstarfsaðilanna, Nikkel Luna, í Kyoto eftir uppskrift og framleiðsluaðferð MS. Kynning blásin af Til stóð að vera með blaðamann- fund og kynningu í íslenska sendi- ráðinu í Tókýó af þessu tilefni. Sú samkoma var blásin af vegna kórónuveirunnar. Ari vonast til að faraldurinn hafi ekki áhrif á söluna í framhaldinu. Dregið hafi úr sölu á skyri á sumum mörkuðum en ekki hér á landi. Skyrið seldist upp í mörgum búðum  Ísey skyr í 50 þús. verslunum í Japan Ljósmynd/Aðsend Japan Ísey skyr er stillt upp á góðum stöðum í hillum verslana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.