Morgunblaðið - 01.04.2020, Page 12
12 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Stjórnvöld á Spáni, Bretlandi og
Frakklandi tilkynntu öll í gær um
mestu fjölgun dauðsfalla af völdum
kórónuveirunnar á einum sólar-
hring. Hafa nú rúmlega 41.000
manns látist í heimsfaraldrinum og
er áætlað að nærri helmingur mann-
kyns búi nú við útgöngubann eða
svipaðar ráðstafanir sem ætlað er að
hægja á framgangi veirunnar.
Á Spáni létust 849 manns á einum
sólarhring, og hafa nú rúmlega 8.200
farist þar í landi. Slógu tíðindin á
vonir stjórnvalda um að landið væri
komið yfir versta kúfinn, en síðustu
daga hafði hægt nokkuð á nýjum
staðfestum tilfellum.
Á Ítalíu voru fánar dregnir í hálfa
stöng og mínútuþögn virt til að
minnast fórnarlamba faraldursins og
heiðra heilbrigðisstarfsfólk, en rúm-
lega 12.500 manns hafa dáið þar í
landi frá upphafi faraldurins. Stjórn-
völd þar framlengdu í byrjun vik-
unnar útgöngubann sitt fram yfir
páska, en mjög líklegt þykir að bann-
ið verði þá framlengt á ný.
Sama gildir um flest önnur ríki
heims nema Kína, sem farið er að af-
létta þeim ströngu hömlum sem sett
voru á í janúarmánuði á Hubei-hérað
og Wuhan-borg. Íbúum þar gafst í
gær í fyrsta sinn í tvo mánuði kostur
á að fara út úr húsi, og þurftu margir
að sinna útförum nánustu ættingja
sinna.
3.309 staðfest dauðsföll hafa orðið
í Kína vegna kórónuveirunnar, þar
sem faraldurinn kom fyrst upp, og
rúmlega 82.000 tilfelli. Faraldurinn
hefur hins vegar verið í rénun sam-
kvæmt opinberum tölum síðustu
daga. Stjórnvöld í Kína óttast hins
vegar að önnur bylgja tilfella gæti
riðið yfir landið nú þegar slakað er á
klónni, og tilkynntu þau því einnig í
gær, að íþróttaviðburðir og deildar-
keppni í helstu hópíþróttum færi
ekki af stað aftur á næstunni.
Sjúkrahús í Central Park
Í Bandaríkjunum verður útlitið sí-
fellt svartara, og voru rúmlega
177.000 staðfest tilfelli í gær. Þá
höfðu rúmlega 3.900 manns týnt lífi í
Bandaríkjunum af völdum kórónu-
veirunnar, og er fjöldi dauðsfalla þar
í landi nú meiri en í Kína.
New York-borg er nú miðpunktur
faraldursins, og var tímabundið
sjúkrahús sett upp í Central Park til
þess að mæta álaginu á heilbrigðis-
kerfi borgarinnar. Þá hefur ásókn í
matargjafir og fjölskylduaðstoð þar
stóraukist á síðustu dögum enda
hafa margir misst atvinnu sína
vegna kórónuveirufaraldursins.
Þrír fjórðu Bandaríkjamanna eru
nú undir útgöngu- eða samkomu-
banni og bættist Washington, höfuð-
borg landsins, á þann lista í gær.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
varaði þjóð sína við því að næstu 30
dagar gætu orðið mjög erfiðir, og að
líkur væru á að setja þyrfti á út-
göngubann um allt land. Líkti hann
baráttunni við veiruna við stríð, og
hét því að allt yrði gert til þess að
tryggja aukna framleiðslu á öndun-
argrímum og öðrum búnaði sem
sjúkrahús landsins þyrftu til að
vinna það stríð.
59.000 manns bjargað?
Ný rannsókn á vegum Imperial
College í Lundúnum sem birt var í
gær gaf til kynna að harðar aðgerðir
í 11 Evrópuríkjum hafi nú þegar
bjargað allt að 59.000 mannslífum,
miðað við það sem hefði orðið ef ekk-
ert hefði verið að gert.
Sögðu vísindamennirnir sem
stóðu að rannsókninni að flest ríkin
11 hefðu náð að hefta útbreiðslu
sjúkdómsins þó nokkuð, en að áfram
þyrfti að viðhalda þeim ráðstöfunum
sem hafa verið gerðar til þess að
draga úr framgangi veirunnar.
Ályktuðu vísindamennirnir að út-
göngubann ítölsku stjórnarinnar
hefði bjargað um 38.000 mannslífum,
og þannig afstýrt jafnvel enn meiri
skaða en þegar hefur orðið þar í
landi. Þá hefðu aðgerðir stjórnvalda
á Spáni bjargað um 16.000 manns.
Í niðurstöðum þeirra sagði hins
vegar að enn væri of snemmt að
segja til hvort að núverandi aðgerðir
hafi náð tökum á faraldrinum. Hins
vegar væri ástæða til bjartsýni ef
þróunin héldi áfram á sömu braut.
AFP
Central Park Verið er að reisa tímabundið sjúkrahús í Central Park-lystigarðinum í New York-borg til þess að mæta álaginu á heilbrigðiskerfið þar.
Dauðsföllum fjölgar mjög
Rúmlega 41.000 hafa látist af völdum kórónuveirunnar Flest dauðsföll á ein-
um sólarhring á Spáni, Frakklandi og í Bretlandi Harðar aðgerðir að skila sér?
Washington Útgöngubann var sett á höfuðborg Bandaríkjanna í gær.
Ursula von der
Leyen, forseti
framkvæmda-
stjórnar Evrópu-
sambandsins,
sagði í gær að
allar þær neyðar-
ráðstafanir sem
aðildarríki sam-
bandsins gera
vegna kórónu-
veirufaraldursins
yrðu að vera „takmarkaðar“ og
með skýran tímaramma. Ummæli
hennar féllu degi eftir að ungverska
þingið samþykkti neyðarlög sem
færa Viktor Orban, forsætisráð-
herra Ungverjalands, umtalsverð
völd til að stýra landinu án aðkomu
þingsins, svo lengi sem ungversk
stjórnvöld meta að um neyðar-
ástand sé að ræða.
Von der Leyen nefndi Ungverja
eða Orban ekki berum orðum, en
talsmaður Orbans sagði að Ung-
verjar væru sammála henni og þær
óvenjulegu ráðstafanir sem ráðist
hefði verið í væru í fullu samræmi
við alþjóðlegar skuldbindingar
Ungverjalands og stjórnarskrá
þess.
Neyðarlög
hafi skýran
tímaramma
Neyðarlög Ung-
verja valda ugg
Ursula
von der Leyen
Ríkissaksókn-
arar í Venesúela
hafa kallað Juan
Guaido, leiðtoga
stjórnarandstöð-
unnar, til yf-
irheyrslu á morg-
un, fimmtudag,
vegna meintrar
tilraunar til að
ræna völdum og
morðtilræði.
Guaido hefur verið viðurkenndur
sem sitjandi forseti Venesúela af
rúmlega 50 ríkjum, Íslandi með-
töldu, sem neita að viðurkenna kjör
Nicolas Maduro, forseta landsins.
Málið á rætur að rekja til ólög-
legrar vopnasendingar sem stöðvuð
var í Kólumbíu í síðustu viku, og
vilja saksóknarar meina að Guaido
hafi ætlað sér að nota vopnin.
Guaido kallaði eftir myndun
þjóðstjórnar á sunnudaginn, meðal
annars vegna þess að Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn hefur nú þegar
hafnað beiðni Maduros um aðstoð,
þar sem sjóðurinn taldi ekki næga
alþjóðlega viðurkenningu á stjórn
hans til að hægt væri að veita lán.
Rannsaka meinta
valdaránstilraun
Juan Guaido
VENESÚELA