Morgunblaðið - 01.04.2020, Side 16

Morgunblaðið - 01.04.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020 H andþvottur og sprittun, bil á milli fólks og lokanir fyr- irtækja eru til að tryggja sem besta sjúkdómavörn. Þetta er tími varna gegn vírusnum. Við vöndum okkur í samskiptum. Hvaða varnir eru mikilvægar og hver eru grunn- atriðin? Börnin mín og fjölskyldur þeirra eru dýrmæti lífsins. Þegar yngstu drengir mínir, tvíburar, fæddust uppgötvaði ég að börn breyta heiminum. Fyrstu vikurnar eftir fæðingu þeirra hleyptum við, eldra fólkið á heim- ilinu, engri streitu að okkur. Válegum tíðindum og vondum fréttum var haldið utan húss. Löngunin að kveikja á sjón- varpsfréttum þvarr og útvarpsfréttir hljómuðu lág- stemmt. Það var helst að ég fletti net- miðlum á skjánum til að skima yfir fréttayfirlitin, þó ekki væri nema til að fylgjast með gengi minna manna í boltanum. Magnea Þorkels- dóttir var helg kona. Hún kom í mitt hús til að fagna nýfædd- um drengjum og blessa þá. Hún sagði þessa setningu: „Þar sem er engill í húsi er ekki hægt að hugsa neitt vont.“ Þessi kyrrláta speki hefur lifað með mér æ síðan. Hið vonda og skelfilega fær ekki sama aðgang að lífi manna þegar englar búa í húsi. Þau, sem eiga að vernda aðra, verða að hafa hlutverk sitt á hreinu og vera heil í afstöðu verndarinnar. Illar hugsanir, ill tíð- indi og streituvaldar eiga ekki að ná til barna. Raunar erum við öll börn hið innra og höfum sömu grunnþarfir. Við njót- um hins hreina og friðsamlega. Á máli trúarinnar heitir það helgi eða heilagleiki. Í ævintýrum er oft sagt frá álögum í tengslum við smá- börn. Til að forðast ill álög þarf að rækta innri mann. Trú hefur um aldir verið besta heimavörnin í þeim efnum. Grikkir töluðu forðum um kaþarsis, sem varðar hreinsun og tæmingu. Í trú- ræktarsamhengi er kaþarsis þegar ein- staklingur losnar undan álögum, vondum minningum og illum hugs- unum. Tvíburarnir mínir urðu mér tilefni endurmats. Að baki var og er þrá að vanda umönnun hins unga lífs, að leyfa ekki vonsku að seytla um sálir heimilisfólksins, sí- ast í sængurföt barna og spilla lífi þeirra. Litlum börnum fylgja vitaskuld álag, missvefn og oft áhyggjur. Al- tækt varnarleysi barna brýnir okkur, sem eldri erum, að gæta að hreinlæti og sóttvörnum. Hindra að félagsleg, líkamleg og tilfinn- ingaleg mengun komist inn á heimilið og í fólkið í fjölskyldunni. Fjölþættar sóttvarnir eru til verndar hinu varnarlitla lífi. Börn koma, vaxa, þroskast og fara síðan út í heim. En lífshvatar þeirra mega lifa í öllum húsum. Vitundin um átök lífsins hverfur ekki, heldur aðeins streitan. Nú sinnum við ytri sóttvörnum, en þurfum líka að sinna andlegum sóttvörnum. Engill í húsi er eft- irsóknarverður og englar í húsum eru guðsgjöf. Handspritt notum við og virðum góðar samskipta- reglur. En grunnvörn okkar varð- ar frið, öryggi og trú. Kirkjan til fólksins Ljósmynd/Sigurður Árni Þórðarson Sóttvarnir og engill í húsi Hugvekja Sigurður Árni Þórðarson Höfundur er sóknarprestur Hallgrímskirkju. s@hallgrimskirkja.is Á tímum plág- unnar er mik- ilvægt að sinna vírusvörnum en við þurfum líka að sinna and- legum sótt- vörnum Sigurður Árni Þórðarson Hallgrímskirkja og Keilir. Aðgerðir ríkisstjórn- arinnar vegna COVID-19 eru jákvæð- ar og hafa mikið að segja til að halda fyr- irtækjum og fjöl- skyldum gangandi. Við vitum öll að þetta mun taka enda en verður erfitt næstu vikurnar. Ef við stöndum saman tekst okkur að komast í gegnum skaflinn. Einn hóp vil ég hér nefna sem má alls ekki gleymast í öllum aðgerð- unum en það eru eldri borgarar. Því miður hefur maður ekki heyrt minnst á eldri borgara í öllu því já- kvæða sem er verið að gera. Það hefur orðið mikil breyting hjá mörg- um í okkar hópi. Eldri borgarar eiga erfiðara með alla aðdrætti og getur það falið í sér verulegan aukakostn- að t.d. með því að fá matvörur og lyf heimsend. Sveitarfélögin þurfa að stíga myndarlega inn í og bjóða upp á gjaldfríar heimsendingar á mat þegar mötuneytin eru lokuð. Sveitarfélögin ættu einnig að huga að því í þessu ástandi að stíga mynd- arlegt skref og lækka fast- eignagjöldin. Það kæmi öllum til góða. Rétt væri að Tryggingastofn- un hækkaði nú greiðslur til sinna skjólstæðinga tíma- bundið á meðan það versta gengur yfir. Einnig tel ég nauðsyn- legt að nú verði al- menna frítekjumarkið strax hækkað í 50 þús- und krónur á mánuði. Það myndi auka ráð- stöfunartekjur eldri borgara í hjónabandi eða sambúð um 7.094 kr. á mánuði eftir skatt. Hjá þeim sem búa einir myndu ráð- stöfunartekjur hækka um 8.970 kr. á mánuði. Kostnaður ríkisins yrði kr. 3.256 m.kr. eftir skatta á ári. Alþingi má ekki gleyma kjörum eldri borgara. Með þessu væri stigið mjög jákvætt skref og stjórnvöld myndu sýna að þau muna eftir eldri borgurum. Ekki gleyma eldri borgurum Eftir Sigurð Jónsson » Almenna frítekju- markið þarf að hækka strax í 50 þúsund krónur á mánuði. Það myndi auka ráðstöfunartekjur. Sigurður Jónsson Höfundur er formaður kjaranefndar Landssambands eldri borgara. Ég skrifaði grein í Morgunblaðið nú í byrj- un mars þar sem ég hvatti sjávarútvegs- ráðherra Kristján Þór til að leyfa veiðar (upp á sitt eindæmi) á 30-40 þús. tonnum af loðnu þar sem allir fræðing- arnir hjá Hafró treystu sér ekki til að leyfa neinar loðnuveiðar en ráðherrann virðist ekki hafa haft kjark í sér til slíkrar ákvörðunar. Mér er skylt að taka fram að ég er ekki fiskifræðingur en var hér á árum áð- ur í mörg ár á sjó, fyrst á síðutog- urum og síðar á vertíðar- og síld- arbátum og við sjómenn a.m.k. þá fylgdumst vel með öllu lífríki í sjónum og hegðunarmynstri hinna ýmsu fiska og sjávardýra og þar á meðal loðnunnar, sem kemur upp á grunnið til að hrygna og síðan drepst hún og rekur upp í fjörur. Þetta sýndu m.a. mynd- ir sem Morgunblaðið birti nú á dögunum og var löngu vitað. Mann- skapurinn á Hafró virð- ist viðhafa þá stefnu eða stefnuleysi að minnst 400 þús. tonn verði að mælast svo gefinn sé út kvóti til að veiða en engar veiðar hafa verið leyfðar nú tvö síðustu ár, en í vetur fundust þó 250 þús. tonn og hefði því augljóslega verið hægt að koma eitthvað til móts við fisk- vinnslu- og útgerðarfyrirtækin. Eða eins og hinn aflasæli skipstjóri Bjarni Bjarnason, sem kenndur er við Súl- una EA og búinn að stunda loðnu- veiðar í 36 ár, sagði við mig í stuttu samtali, að hann væri viss um að mið- að við síðustu mælingar og hegð- unarmynstur loðnunnar hefði aug- ljóslega verið hægt að leyfa veiðar á a.m.k. 50 þúsund tonnum af loðnu nú. En ekkert gerðist og það er nöturlegt til þess að vita að hátt í 200 manns vinna hjá Hafrannsóknastofnun og eru vísindin á þeim bæ ekki burðugri þegar kemur að loðnunni, sem menn virðast vita misjafnlega lítið um. E.t.v. væri ráð að fækka í liðinu því það væri stór sparnaður fyrir Bjarna Ben. en ég veit þó án þess að vera fræðingur að 2+2 eru 4. Það var trúlega rangt hjá mér í fyrri grein minni að minnast á að sá afrakstur, sem ríkissjóður fengi af loðnuveiðunum, gengi til ellilífeyr- isþega, sem í tugþúsunda tali lifa und- ir fátæktarmörkum án þess að góð- vinur Kristjáns Þórs, þ.e. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem ber ábyrgð þar á, beri kinnroða fyrir því. Loðnan dauð um allar fjörur í veiðibanni Eftir Hjörleif Hallgríms »Hefði ekki verið nær að leyfa að lágmarki 50 þúsund tonn af loðnunni í slíku árferði? Hjörleifur Hallgríms Höfundur er ellilífeyrisþegi. Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Passamyndir Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Tryggjum tveggja metra fjarlægð og gætum ítrustu ráðstafana. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Allt um sjávarútveg Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.