Morgunblaðið - 01.04.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.04.2020, Qupperneq 26
HOLLAND Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Keflvíkingurinn Elías Már Óm- arsson var í miklu stuði með Ex- celsior í hollensku B-deildinni í knattspyrnu áður en öllum leikjum var frestað vegna kórónuveirunnar. Var hann búinn að skora níu mörk í síðustu átta leikjum og fjórar tvenn- ur á skömmum tíma. Alls hefur hann skorað 12 mörk í 28 leikjum á tímabilinu, en liðið var í sjöunda sæti deildarinnar og í baráttu um að fara upp um deild þegar veiran skall á. Líkt og á Íslandi er samko- mubann í Hollandi og æfir liðið ekki. „Það er ekkert æft núna og það eru komnar reglur um að ekki megi fleiri en þrjár manneskjur koma saman, nema þær búi saman. Ef fleiri en þrír koma saman geturðu fengið sekt. Þetta eru stórfurðu- legir tímar,“ sagði Elías við Morgunblaðið. Framherjinn býr með kærustu og tveimur ungum sonum og er mikið heima um þessar mundir þó svo að ekki sé búið að setja útgöngubann í Hollandi. „Ég er mikið með strákunum mínum og reyni að fara út að ganga við og við en annars reyni ég að vera eins mikið heima og ég get til öryggis.“ Búið er að fresta öllum fótbolta í Hollandi til 1. júní og hafa ein- hverjir hollenskir miðlar greint frá því að afar ólíklegt sé að yfirstand- andi tímabil verði klárað. Ekki er búið að aflýsa tímabilinu en Elíasi finnst líklegt að sú verði nið- urstaðan. „Ég er farinn að halda það. Ég hef verið að spyrjast fyrir um þetta og mér heyrist á flestum að þeim finnst líklegast að tímabilið verði flautað af. Það er ekki komin endaleg niðurstaða samt sem áður,“ sagði Elías. Kom á versta tíma Hann viðurkennir að frestunin hafi komið á slæmum tíma fyrir hann persónulega, þar sem hann var í banastuði og raðaði inn mörk- um. „Þetta er auðvitað frekar svekkjandi en það er ekkert sem er hægt að gera í þessu núna. Þetta kom eiginlega á versta tíma fyrir mig persónulega. Ég náði að pota inn einhverjum mörkum áður en þetta byrjaði og var í góðu formi og að spila vel. Það væri leiðinlegt ef tímabilið væri búið núna. Maður væri til í að halda áfram og reyna að fara sjálfur upp í 20 mörk á tíma- bilinu.“ Elíasi gekk töluvert verr að skora framan af tímabilinu og gerði hann aðeins þrjú mörk í fyrstu 20 leikj- unum. Um leið og Marinus Dijkhui- zen tók við af Ricardo Moniz sem knattspyrnustjóri Excelsior, fór framherjinn að raða inn mörk- unum. „Það var skipt um þjálfara og ég fékk meira frelsi. Fyrri hlutann af tímabilinu var öðruvísi leikstíll og ég sem framherji þurfti að hlaupa ansi mikið. Ég átti að taka allar skyndisóknir og svo þurfti ég að taka á sprett til baka alla leið í okk- ar vítateig í hvert skipti. Ég var svolítið mikið í því að bara hlaupa en undanfarið hef ég fengið meira að vera í sókninni bara. Það er minn styrkleiki og þá koma mörkin, þar sem maður hefur meiri orku í að klára og vera á réttum stað,“ sagði Elías. Eitt ár eftir af samningi Keflvíkingurinn er opinn fyrir því að róa á önnur mið eftir tímabilið þar sem hann vill spila í sterkari deild en hollensku B-deildinni. „Eftir þetta tímabil á ég eitt ár eftir af samningnum. Ég er hrein- skilinn með að ég vilji vera í sterk- ari deild. Ég vil spila í efstu deild, eða annarri sterkri deild,“ sagði Elí- as, sem hefur ekki heyrt af áhuga annarra félaga. „Ég hef ekki heyrt neitt sjálfur en umboðsmaðurinn er að sjá um þetta. Ég leyfi honum í að fá frið og skoða í kringum sig. Við bíðum og sjáum. Það er erfitt að spá í þetta þegar ástandið er svona í heiminum og það væri erfitt að komast burt. Maður veit eiginlega ekki neitt,“ sagði Elías Már. „Reyni að vera eins mikið heima og ég get“  Ekki útgöngubann í Hollandi  Ekki mega þó fleiri en þrír koma saman Ljósmynd/@excelsiorrdam Mörk Elías Már Ómarsson hefur raðað inn mörkum eftir áramót. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020 1. apríl 1978 Skúli Óskarsson, kraftlyft- ingamaður frá Fáskrúðsfirði, hreppir silf- urverðlaun í sín- um flokki á Evrópu- meistaramótinu í Birmingham á Englandi, og er skammt frá því að krækja í gullið þegar hann gerir tilraun við heimsmet í réttstöðulyftu í lokin. Hann þríbætir um leið Norð- urlandametið í hnébeygju. 1. apríl 1986 Morgunblaðið greinir frá því að landsliðsmarkvörðurinn í handknattleik, Einar Þorvarð- arson, hafi fengið allsérstakt viðurnefni hjá spænskum blaðamönnum en hann leikur með Tres de Mayo á Tenerife. Eftir að hafa fengið hæstu ein- kunn í öllum fjölmiðlum eftir sigurleik gegn Michelin er Einar kallaður „Girðingin“ í spænskum blöðum. 1. apríl 1986 Ísland sigrar Lúxemborg í vináttulands- leik á útivelli, 78:71. Guðni Guðnason skorar 15 stig og Símon Ólafsson 13 fyrir íslenska liðið sem spilar þarna sinn áttunda leik á níu dögum á ferðalagi um Evr- ópu. 1. apríl 1993 Daníel Jakobsson sigrar með fádæma yfirburðum í 30 km göngu á fyrsta keppnisdegi Skíðalandsmóts Íslands að sögn Morgunblaðsins og var rúmlega átta mínútum á und- an Hauki Eiríkssyni sem kom næstur. Daníel er 19 ára gam- all og þurfti fyrir mótið að sækja um sérstaka undanþágu til Skíðasambandsins til að fá að taka þátt í greininni því hann er of ungur til að keppa í þeirri vegalengd samkvæmt reglum sambandsins. 1. apríl 2001 Ragnar Óskarsson skorar sig- urmarkið á lokasekúndum leiksins þegar lið hans Dun- kerque vinnur óvæntan sigur 24:23 á meisturunum í Mont- pellier sem eru með sjö heims- meistara innanborðs. Ragnar sem er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku skorar fimm mörk í leiknum. 1. apríl 2006 ÍBV tryggir sér Íslandsmeist- aratitilinn í handknattleik kvenna með sigri á HK í Digranesi 31:27. Varnarjaxl- inn Ingibjörg Jónsdóttir lýsir því yfir að leiknum loknum að hún sé hætt í boltanum. „Ég byrjaði 15 ára í meistaraflokki þannig að það eru komin tutt- ugu og tvö ár síðan,“ sagði Ingibjörg við Morgunblaðið. 1.apríl 2012 Ragna Ingólfsdóttir slær met Elsu Nielsen þegar hún verð- ur Íslands- meistari í ein- liðaleik í badminton í ní- unda sinn á tíu árum en Elsa varð átta sinn- um meistari. Er þetta síðasta Íslandsmót Rögnu því hún leggur spað- ann á hilluna að Ólympíu- leikunum loknum um sumarið. Á ÞESSUM DEGI Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins FCK, hefur þurft að taka á sig 20% launa- lækkun vegna kórónuveirufaralds- ins sem nú geisar en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Ragnar gekk til liðs við FCK í janúar. Samningurinn gildir út tímabilið og því gæti vel farið svo að Ragnar verði samningslaus á miðju tíma- bili. FIFA vinnur að því að samn- ingar sem eiga að renna út í sumar framlengist þangað til tímabilið klárast. bjarnih@mbl.is Launalækkun í Kaupmannahöfn Morgunblaðið/Eggert Köben Spurning hvort Ragnar verði áfram í gamla höfuðstaðnum. Úrslit Meistaradeildarinnar í körfuknattleik gætu ráðust í lok september á þessu ári. Deildin hef- ur verið í dvala eftir að kór- ónuveirufaraldurinn blossaði upp í Evrópu en nú á að stefna að því að klára keppnina í lok september eða byrjun október. Íslenski landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason og liðs- félagar hans í spænska liðinu Zara- goza eru komnir áfram í átta liða úrslit keppninnar þar sem liðið mætir annaðhvort Oostende eða Tenerife. bjarnih@mbl.is Stefnt að því að spila í september Ljósmynd/KKÍ/Jónas Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason leikur í í 8-liða úrslitum. SÖGUSTUND Kristján Jónsson kris@mbl.is Þegar Vetrarólympíuleikar standa yfir beinist kastljósið yfirleitt mest að keppninni í íshokkí eða alpagreinum. Allir viðburðir á slíkum leikum fá at- hygli en kastljósið beinist yfirleitt mest að þessum greinum. Á Vetraról- ympíuleikunum í Calgary í Kanada varð raunin þó önnur en samkvæmt upprifjunum fjölmiðlafólks við ýmis tækifæri var einna mest athygli á keppni í kvennaflokki í listdansi á skautum. Beðið var með mikilli eft- irvæntingu eftir baráttu þeirra Kat- arinu Witt og Debi Thomas. Þessir keppinautar gátu vart komið frá ólík- ari ríkjum. Witt frá AÞýskalandi og Thomas frá Bandaríkjunum. Katarina Witt sló í gegn fyrir al- vöru þegar hún varð Ólympíu- meistari í Sarajevo í Bosníu árið 1984 sem þá hét Júgóslavía. Hafði hún þá betur gegn Rosalyn Sumners frá Bandaríkjunum sem fyrir fram var talin sigurstranglegust. Árið 1984 var Witt handhafi allra stóru titlanna. Var Ólympíu-, Evrópu- og heims- meistari í greininni. Í lok árs var hún kjörin íþróttakona ársins í A- Þýskalandi sem var talsverður heiður því A-Þjóðverjar áttu fjölda heimsk- lassaíþróttakvenna í mörgum grein- um, til dæmis í frjálsum. Enda var lagt upp með að ná árangri í íþróttum á alþjóðvettvangi í A-Þýskalandi. Ástæða þess að Debi Thomas var talin eiga möguleika á gullinu í Calg- ary var sú að sú bandaríska hafði slegið Witt við á heimsmeist- aramótinu í Genf í Sviss árið 1986. Bandaríkin tefla oft fram sterku fólki í skautadansinum og því var vafalaust pressa á Thomas þótt meiri kröfur hafi verið gerðar til Witt eftir mikla velgengni árin á undan. Fjölmiðlaum- fjöllunin um þær tók einnig mið af því að þær notuðust báðar við tónlist í æf- ingum sínum úr óperunni Carmen eftir Bizet. Fyrir vikið fjölluðu fjöl- miðlar í enskumælandi löndum um samkeppnina á milli þeirra sem Battle of the Carmens fyrir leikana í Calgary. Evrópumeistari sex ár í röð Katarina Witt fæddist hinn 3. des- ember 1965 og ólst upp í Karl Marx Stadt í austurhluta Þýskalands sem í dag heitir Chemnitz. Hún byrjaði að skauta 5 ára gömul og gekk í fram- haldinu í skóla sem ætlaður var börn- um sem hefðu mikla íþróttahæfileika. Þar tók við henni reyndur þjálfari, Jutta Müller, sem sjálf hafði keppt á skautum. Hún átti eftir að fylgja Witt Vann 12 af 13 stórmótum  Katarina Witt sló í gegn í Sarajevo en áratug síðar geisaði þar borgarastyrjöld Sögustundin Áður hefur verið fjallað um: John Daly, Wayne Gretzky, Mike Powell, Mark Spitz, Nadiu Comaneci, Hermann Maier, Önu Fideliu Quirot, Ben John- son, Charles Austin, Alberto Juantorena, Helmuth Ducka- dam, Matti Nykänen, Jack Nicklaus, Heysel-harmleikinn, Ben Crenshaw, David Beck- ham, Milfred „Babe“ Didrik- son, knattspyrnulandslið N- Kóreu 1966 og Alsírs 1982, Ed- die Eagan, Roberto Clemente, Larisu Latininu, Tórínó- flugslysið, Jarmilu Kratochví- lóvá , Martinu Navratilovu og Wilt Chamberlain.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.