Morgunblaðið - 11.04.2020, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020
KÓRÓNUVEIRUSMIT Á ÍSLANDI
Ragnhildur Þrastardóttir
Teitur Gissurarson
Alexander Gunnar Kristjánsson
Freyr Bjarnason
Kona úr bakvarðasveit Heilbrigðis-
stofnunar Vestfjarða (HVEST), sem
starfað hefur í vikunni á hjúkrunar-
heimilinu Bergi í Bolungarvík, var
handtekin í gærmorgun. Hún er
grunuð um að hafa falsað skjöl um
menntun og sjúkraliðastarfsleyfi
sitt. Þá er hún grunuð um að hafa
stolið eða reynt að stela lyfjum. Kon-
an var færð í fangageymslur á Ísa-
firði þar sem tekið var stroksýni
vegna mögulegs Covid-19 smits.
Henni hefur nú verið sleppt en
rannsókn málsins er í fullum gangi.
Mikið hefur mætt á Vestfirðingum
undanfarið vegna fjölda kórónu-
veirusmita.
„Þetta er auðvitað hörmulegt at-
vik. Okkur fannst við vera að ná
vopnum okkar en svo kemur þetta
ofan í allt sem á undan er gengið.
Skjölum um menntun og starfs-
reynslu var safnað þegar bakvarða-
sveitin var sett saman, en við höfum
því miður ástæðu til að halda að hún
hafi framvísað fölsuðum gögnum,“
segir Gylfi Ólafsson, forstjóri
HVEST, í tilkynningu.
Nokkrar ábendingar bárust á
fimmtudagskvöld og aðfaranótt
föstudags um að ekki væri allt með
felldu og var strax gripið til aðgerða.
Lögreglunni á Vestfjörðum barst
kæra frá forstöðumanni Heilbrigðis-
stofnunar Vestfjarða fyrir hádegi í
gær. Konan var handtekin í kjölfarið
og var húsleit framkvæmd á dvalar-
stað hennar.
Aðspurður segir Gylfi að atvikið
hafi komið honum í opna skjöldu og
svona lagað eigi ekki að geta gerst.
Starfsemi LSH umbylt
Alma Möller landlæknir var á
blaðamannafundi almannavarna í
gær innt eftir svörum um það hvort
atvikið gæfi tilefni til að endurskoða
þá verkferla sem til staðar væru
vegna inngöngu í bakvarðasveitirn-
ar. „Það skiptir mestu máli að vera á
varðbergi og læra af þessu og sjá
hvað kemur út úr rannsókn til að
tryggja að svona gerist ekki aftur,“
sagði Alma þá.
Hún sagði einnig að allt liti út fyrir
það að toppi í smitum kórónuveiru
hefði nú þegar verið náð hérlendis.
Þó eiga Íslendingar eftir að sjá topp
innlagna á spítala og gjörgæslu.
Þá er ekki útlit fyrir að faraldur-
inn gangi jafn hratt niður og hann
fór upp, að sögn Ölmu.
Páll Matthíasson, forstjóri Land-
spítalans, talaði einnig á fundinum
og sagði að starfsemi Landspítala
hefði verið umbylt á síðastliðnum
mánuði.
Hann var sérstaklega spurður út í
það hvort biðlistar væru að lengjast
vegna veirunnar en öllum valkvæð-
um aðgerðum á spítalanum var
frestað fyrir nokkru.
„Okkar biðlistar eru að lengjast.
Það er engin spurning,“ sagði Páll
sem bætti því við að það yrði ærið
verkefni, þegar um hægðist, að vinna
á biðlistum í aðgerðir sem hefur ver-
ið frestað vegna kórónuveirunnar.
Hann sagði einnig að væntanlega
yrði aukinn kraftur settur í valkvæð-
ar aðgerðir þegar faraldurinn væri
genginn yfir og því myndu biðlist-
arnir vonandi ekki fylgja Landspít-
alanum of lengi.
Grímur standast ekki kröfur
Í gær kom til landsins flugvél á
vegum Icelandair frá Kína sem flutti
tæp sautján tonn af varningi fyrir
Landspítala. Þar á meðal voru and-
litsgrímur og hlífðargallar.
Páll sagði að þó mestallur búnað-
urinn uppfyllti allar ströngustu kröf-
ur Landspítalans gerðu grímurnar
það ekki. Spítalinn hefur ekki áður
verslað við þá birgja sem spítalinn
verslaði við nú.
„Þegar verið er að kaupa varning
frá framleiðendum sem hafa ekki
verið notaðir áður, þá veit maður
ekki alveg fyrr en maður fær vörurn-
ar í hendurnar hversu hentugar þær
eru,“ sagði Páll um málið.
65 smit hafa verið staðfest á Vest-
fjörðum til þessa og er 321 í sóttkví.
Mikill kraftur hefur áfram verið í
sýnatöku, að sögn Gylfa, þá sérstak-
lega á norðanverðum Vestfjörðum.
Spurður hvort heilbrigðiskerfið á
Vestfjörðum ráði við stöðuna segir
Gylfi: „Við leggjum allt kapp á að
veita góða og örugga þjónustu og
höfum notið liðsinnis bæði Vestfirð-
inga og heilbrigðiskerfisins á lands-
vísu við það.“
Vestfirðingar hrintu af stað söfn-
un fyrir HVEST nýverið svo hægt
væri að fara í tækjakaup. Nokkrum
milljónum var safnað en stofnunina
hefur langað að kaupa fleiri súrefn-
issíur, svæfingavél, ytri öndunarvél-
ar og akútvagn um langa hríð.
„Þetta eru tæki sem okkur hefur
langað í um hríð. Vestfirðingar tóku
svona svakalega vel við sér að safna
fyrir þessu á svona stuttum tíma.“
Í gærmorgun lést kona á níræðis-
aldri á Landspítalanum af völdum
veirunnar. Því eru alls sjö látin hér á
landi.
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 48 277
Útlönd 1 0
Austurland 7 42
Höfuðborgarsvæði 1.200 2.272
Suðurnes 75 145
Norðurland vestra 35 31
Norðurland eystra 47 161
Suðurland 167 337
Vestfirðir 65 321
Vesturland 30 92
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands
Óþekktur
Erlendis
34.125 sýni hafa verið tekin
751 einstaklingar hafa náð bata
7 einstaklingar eru látnir
40 eru á sjúkrahúsi 11 á gjör-gæslu
918 eru í einangrun
Fjöldi smita frá 28. febrúar til 9. apríl
Heimild: covid.is og landspitali.is
1.675 smit voru staðfest
í gær kl. 13.00
1.675
924
28. 29. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9.
1.500
1.250
1.000
750
500
250
þeirra sem
hafa greinst
voru í sóttkví
80%
54%
11,2% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,75% sýna tekin hjá ÍE
14.846 hafa lokið sóttkví3.678 manns eru í sóttkví
Staðfest smit
Virk smit
Grunuð um að hafa falsað skjöl
Kona úr bakvarðasveit Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða handtekin Grunuð um að hafa reitt fram
fölsuð skjöl um sjúkraliðamenntun og starfsleyfi Sjö eru látin vegna kórónuveirunnar hér á landi
Ljósmynd/Lögreglan
Fundur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma Möller landlæknir og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Brot Konan hafði starfað á hjúkr-
unarheimilinu Bergi í Bolungarvík.
Síðustu þrjá
sólarhringa
hefur ekkert
nýtt smit
COVID-19
greinst í
Vestmanna-
eyjum og er
heildarfjöldi
staðfestra
smita sem
tengjast
Vestmannaeyjum því 102 talsins,
að sögn Hjartar Kristjánssonar,
umdæmislæknis sóttvarna á
Suðurlandi.
„Ég hef litla trú á því að þetta
sé búið. Það hefur hitt þannig á
að við höfum ekki greint nein til-
felli síðustu sólarhringa. Stóra
skimunin í síðustu viku leikur lík-
lega stórt hlutverk í því. Tilfelli
hafa fundist þá sem annars væru
að koma upp seinna og það hef-
ur líka hindrað dreifingu smits.“
Þrátt fyrir að toppi í fjölda til-
fella í Eyjum hafi líklega verið
náð segir Hjörtur að fólk þurfi
enn að vera á varðbergi til að
koma í veg fyrir að annar kúfur
birtist í fjölda smita í Eyjum.
„Ég hef áhyggjur af því að fólk
verði of værukært núna þegar
tölurnar fara að lækka og gæti
ekki eins að sér í því að fara að
reglum og ráðum. Það gæti þýtt
það að faraldurinn næði sér á
strik aftur. […] Þetta er lang-
hlaup og það er ekki búið.“
Nokkrir tugir sýna eru teknir á
Suðurlandi daglega. Þegar mest
var voru 84 í einangrun í Eyjum
en eins og staðan var eftir laug-
ardaginn höfðu 39 samtals út-
skrifast og því 63 í einangrun.
Talsvert færri eru nú í sóttkví en
þegar mest var. Tveir ein-
staklingar hafa þurft að leggjast
inn á Landspítala en eru báðir
útskrifaðir og komnir aftur til
Vestmannaeyja.
Faraldrinum
ekki lokið
ENGIN NÝ SMIT Í EYJUM
Hjörtur
Kristjánsson