Morgunblaðið - 11.04.2020, Side 10
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Sílamáfar Stundum er talað um sílamáfinn sem „vorboðann hrjúfa“. Hann er líklega ekki vin-
sælasti farfuglinn en heldur tryggð við landið og varpstöðvarnar.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Grágæs Þorri grágæsastofnsins hverfur af landinu yfir veturinn, en sá hluti stofnsins sem hefur
hér vetursetu hefur stækkað ár frá ári. Aukið fæðuframboð á líklega sinn þátt í því.
þetta gerist, grágæsin Skúli sem
einnig átti vetrarstöðvar sínar á
Orkneyjum kom til landsins vorin
2017 og 2018 og lagði hann af stað 18.
apríl bæði árin til varpstöðvanna við
Egilsstaðaflugvöll,“ skrifaði Arnór.
Sjókallinn var merktur með sendi-
tæki á Norðfirði og er sendirinn
styrktur af Multitask í Neskaupstað,
sem framleiðir Sjókallinn. Það er
staðsetningartæki sem fest er við
björgunarvesti og virkjast ef vestið
lendir í sjó. Gæsin Sjókallinn hefur
haft vetursetu á stærstu eyju Orkn-
eyja undanfarna vetur. Hann hefur
yfirleitt náttað sig á eynni Wyre (Vig-
ur) en varið dögunum á beit á túnum
og ökrum nálægt Tingwall (Þingvöll-
um).
Sjókallinn var 36 klukkustundir á
heimleiðinni að þessu sinni og þar af
dvaldi hann 18 klukkustundir á Suð-
urey í Færeyjum. Hann er einn af
fimm grágæsum sem bera virka
senda. Hægt er að fylgjast með gæs-
unum á slóðinni: https://gps.verkis.is/
gaesir19/.
Gæsin Þór hvíldi lúin bein í Fær-
eyjum á miðvikudaginn var áður en
hún hélt áfram til Íslands. Gæsin
Anna dvaldi nálægt Aberdeen í vetur
og var lögð af stað en sneri við, lík-
lega vegna veðurs. Hún var í Orkn-
eyjum á miðvikudag. Arnór sagði að
gæsirnar tækju mið af veðri og vind-
um fyrir farflugið. „Um leið og kemur
sunnanátt þá hellast þær inn. Maður
sá það fyrr í vikunni þegar kom mikið
af heiðagæsum,“ sagði Arnór.
Stefnumót á Skíðbakkavatni
Hann sagði sögu af blesgæsapari
og báru báðar gæsirnar senda sem er
óvenjulegt.
„Þær lentu í svolitlu basli á leiðinni
til Íslands. Annar fuglinn skellti sér
niður í Vestmannaeyjum og hvíldi sig
þar en hinn hélt áfram upp í Land-
eyjar. Fuglinn sem áði í Vestmanna-
eyjum fór svo upp í Landeyjar og þar
hittist parið aftur á Skíðbakkavatni.
Ef þær hefðu ekki náð saman þar
hefðu þær líklega hist á varpstöðv-
unum,“ sagði Arnór.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Farfuglarnir hafa flykkst til landsins
undanfarna daga. Fuglaáhugamenn
fylgjast með farfluginu og miðla nýj-
ustu fréttum sín á milli. Undanfarna
daga hafa sést stórir hópar skógar-
þrasta. Þá fjölgar heiðlóum, hrossa-
gaukum, stelkum og tjöldum dag frá
degi.
Stórir hópar af ritu eru einnig
komnir upp að ströndinni og „vorboð-
inn hrjúfi“, eins og sílamáfurinn er
stundum nefndur, er farinn að sýna
sig í nánd við varpstöðvarnar.
Andfuglar af ýmsu tagi hópast
einnig til landsins, álftir, grágæsir,
heiðagæsir og margæsir. Fyrr í vik-
unni tyllti stór hópur heiðagæsa í
bland við nokkrar grágæsir sér niður
á sunnanverðri Heimaey. Þar er alla
jafna ekki mikið um villtar gæsir.
Líklega hefur snjóleysið í Eyjum lað-
að gæsirnar að en þær höfðu nokkra
viðdvöl og gæddu sér á nýgræðingi
sem aðeins var farinn að stinga upp
kollinum.
Stundvísar grágæsir ár eftir ár
Dr. Arnór Þórir Sigfússon, dýra-
vistfræðingur hjá Verkís og gæsa-
sérfræðingur, sagði frá því á Face-
book í vikunni hvað grágæsir sem
bera GPS/GSM-senda hefðu reynst
stundvísar í farflugi sínu til landsins.
Hann nefndi fyrst grágæs sem kölluð
er Sjókallinn. Fyrir ári lagði hún af
stað til Íslands frá vetrarstöðvum á
Orkneyjum þann 5. apríl. Nú endur-
tók Sjókallinn leikinn og lagði einnig
af stað 5. apríl í ár.
„Það er eins og hann hafi litið á
dagatalið og séð að nú væri kominn
tími til að halda í vorið á Íslandi.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem
Farfuglarnir flykkjast nú heim
Ljósmynd/Mikael Sigurðsson
Skógarþröstur Þrestirnir eru kærkomnir vorboðar og gleðja mannfólkið
með fjölbreyttum söng sínum. Þeir hafa nú hópast heim í sumarið.
Fuglaáhugamenn fylgjast með farfluginu sem stendur nú sem hæst Nokkrar grágæsir bera
tæki sem skrá ferðir þeirra Skráningin sýnir að gæsirnar eru mjög reglusamar með farflugið
Heimflugið Grágæs sem kölluð er Sjókallinn lagði upp í farflugið 5. apríl eða sama mánaðardag og 2019. Gæsin
flaug frá Orkneyjum og til Norðfjarðar, með viðkomu í Færeyjum. Sex klukkustundir eru á milli punkta í ferlinum.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020
o e s i e m .is
Útboð verkefna
Uppbyggingarsjóðs EES
á sviði loftlags-, umhverfis-
og orkumála í Póllandi
Tækifæri á samstarfi pólskra
og íslenskra fyrirtækja
Sjá nánari upplýsingar á os.is
Auglýst eru fyrstu átta útboð verkefna sem kynnt
voru á ráðstefnu í Póllandi 3. mars sl.,
en áherslur útboðanna eru:
Betri orkunýtni og hagkvæmni í iðnaði,
hitaveitukerfi sveitarfélaga og skólabygginga.
Minni losun gróðurhúsalofttegunda og aðlögun
að loftslagsbreytingum, staðbundnar aðgerðir
og vitundarvakning um loftlagsmál í skólum.
Loftslagsbreytingar og stjórnun vistkerfa,
aðgerðir gegn framandi tegundum
og kortlagning og mat á
vistkerfisaðgerðum.