Morgunblaðið - 11.04.2020, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020
Reykjavíkurborg auglýsir eftir tillögum að útilistaverki sem sett verður upp í almannarými
Vesturbæjarins. Tilefnið er íbúakosningin Hverfið mitt 2019 og verkinu er ætlað að auðga
mannlíf í hverfinu, fegra eða virkja vannýtt svæði og skapa spennandi umhverfi.
Frestur til að skila tillögum rennur út kl. 17, fimmtudaginn 21. maí n.k.
Allar nánari upplýsingar er að finna á
reykjavik.is/listaverk
verður boðin út framkvæmd við nýj-
an flóðvarnargarð til varnar hugs-
anlegum flóðum úr Kötlu, niður und-
ir Víkurkletti, og lagning slitlags á
veginn þar yfir. Einnig á að búa til
hringtorg austan megin við Icewear-
húsið sem verður fyrsta skrefið í
lagningu á nýjum þjóðvegi sunnan
við þorpið.
Einnig hefur sveitarstjórn
ákveðið að leggja tvær miljónir til
markaðsátaks í samstarfi við Visit
Vík. Þó að sveitarstjórinn Þorbjörg
Gísladóttir hafi mælst til þess að
þeir sem eiga hús af einhverju tagi í
Mýrdalnum en búa ekki í þeim að
staðaldri sleppi því að heimsækja
Mýrdalinn þessa páskahelgi til að
verja íbúana smiti, þá eru engir til-
búnari en Mýrdælingar til að taka á
móti bæði innlendum og erlendum
gestum þegar þessum hamförum
lýkur.
Það eina sem ekki hefur breyst
er að það styttist í sauðburð. Þeir
fáu sauðfjárbændur sem eftir eru í
Mýrdalnum eru á fullu að undirbúa
hann, en reyna jafnframt að verjast
smiti. Íslendingar eiga eitt besta
lambakjöt í heimi hvað varðar hrein-
leika. Sýklalyfja- og önnur lyfjanotk-
un í sauðfé á Íslandi er ótrúlega lítil.
Vonandi vekur þessi veira almenn-
ing til umhugsunar um að standa
með sínum bændum og kaupa þeirra
vöru í stað innfluttrar vöru.
Veiran hefur mikil áhrif í Vík
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Reynisfjara Þessi annars fjölsótti ferðamannastaður er fámennur þessa dagana vegna kórónuveirunnar.
ÚR BÆJARLÍFINU
Jónas Erlendsson
Vík í Mýrdal
Mýrdalurinn hefur farið afar illa út
úr áhrifum kórónuveirunnar, þó að
við höfum sem betur fer enn sem
komið er losnað við smit af hennar
völdum. Mýrdalurinn er alla jafnan
afar vinsælt ferðamannasvæði,
ferðamenn alls staðar, og á seinni
árum allt árið. Uppbygging í kring-
um þessa ferðamenn hefur verið
mjög mikil og mörg hótel og alls-
konar gistimöguleikar risið.
Nú eru öll þessi hótel tóm og
starfsmenn þeirra margir komnir í
minna starfshlutfall eða í kringum
30 prósent íbúanna. Eins og staðan
er núna er líklegt að þetta ástand
vari fram á sumarið og jafnvel leng-
ur.
Mýrdalshreppur er þó að fara
af stað með nokkur verkefni til að
reyna að bæta ástandið. Skrifað hef-
ur verið undir viljayfirlýsingu við
Bjarg íbúðafélag um byggingu fjöl-
býlishúss við Sléttuveg. Í húsinu
verða tólf tveggja til fjögurra her-
bergja leiguíbúðir. Lagfæra á Leik-
skála, ljúka við gluggaskipti í grunn-
skólanum. Laga á fráveitu sem
byrjað var á á síðasta ári við Vík-
urbraut og leggja slitlag á götur í
Vík.
Að auki stendur til að Vegagerð-
in bjóði út verk við endurbætur á
Austurvegi en fjarlægja á hellulögn
og leggja slitlag í staðinn. Einnig
Starfsmenn Eimskips, sem fóru til
Kína í síðasta mánuði til að sækja
hið nýja skip Dettifoss, losnuðu úr
14 daga sóttkví um síðustu helgi.
Þeir héldu þá til skipasmíða-
stöðvarinnar til að undirbúa prufu-
siglingu Dettifoss, sem hófst strax á
mánudaginn. Þegar allt verður
tilbúið mun Eimskip taka formlega
við skipinu og heimsigling hefst.
Bragi Björgvinsson skipstjóri og
áhöfn hans munu sigla skipinu
heim.
Það var í ársbyrjun 2017 að Eim-
skip tilkynnti að félagið hefði und-
irritað samninga við skipasmíða-
stöðvar í Kína um smíði á tveimur
2.150 gámaeininga skipum, sem
yrðu í siglingum milli Íslands og
Evrópu. Þetta verða stærstu kaup-
skip flotans, rúmlega 26 þúsund
brúttótonn.
Grænlenska skipafélagið Royal
Arctic Line lét smíða sams konar
skip í Kína og fékk það nafnið Tuk-
uma Arctica. Skipið er væntanlegt í
fyrsta sinn til Reykjavíkur annan í
páskum klukkan 8 að morgni.
sisi@mbl.is
Dettifoss fór í
fyrstu reynslu-
siglinguna
Ljósmynd/Eimskip
Dettifoss Hið nýja skip hélt af stað í
reynslusiglingu síðastliðinn mánudag.