Morgunblaðið - 11.04.2020, Side 20

Morgunblaðið - 11.04.2020, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 Rafnar ehf. og Björgunarsveitin Ársæll hafa undirritað kaupsamn- ing um nýjan 11 metra Rafnar 1100 SAR björgunarbát. Björgunarbáturinn verður stað- settur í Reykjavíkurhöfn og er ætl- aður fyrir skjót viðbrögð í Faxa- flóa, að því er segir í tilkynningu frá Rafnari. Mun viðvera hans auka öryggi sjófarenda á svæðinu. Bát- um frá Rafnari hefur fjölgað und- anfarið þar sem framleiðsla er einnig hafin í Grikklandi og Bret- landi. Bátarnir eru byggðir á hug- mynd Össurar Kristinssonar sem er einkaleyfisvarin. „Þetta eru einstakir bátar sem hafa reynst vel og fengið mikið lof. Skrokklagið, botnlagið á bátnum og hönnunin í heild gerir það að verk- um að báturinn er mun mýkri í öldu en aðrir bátar. Það fer betur með fólk í bátunum og þar með tækjabúnað,“ segir Haukur Al- freðsson, framkvæmdastjóri Rafn- ars, við Morgunblaðið. Báturinn er sá þriðji sinnar gerð- ar sem Rafnar smíðar fyrir björg- unarsveitir Landsbjargar hér á landi. Nú þegar er einn bátur stað- settur í Kópavogi og annar á Fá- skrúðsfirði. Þá er Landhelgis- gæslan með bát af sömu gerð og annan af gerðinni Rafnar 850. „Við erum einnig að vinna með björgunarsveitunum á Tortóla og reiknum með að gera annan sölu- samning fljótlega,“ segir Haukur. Hann bætir við að annar stærri bátur sé í þróun hjá fyrirtækinu. Sá bátur er töluvert stærri og ætl- aður fyrir úthafssiglingar og erf- iðar aðstæður. Báturinn hefur verið hannaður í samstarfi við Lands- björg. „Smíði á mótum er hafin og við stefnum að því að hefja smíði á sjálfum bátnum núna í haust. Við erum nú þegar að fá fyrirspurnir erlendis frá,“ sagði Haukur enn- fremur. veronika@mbl.is Nýr bátur í flota björgunarsveitar  Ársæll gerði samning við Rafnar Ljósmynd/Rafnar Maritime Glænýr Björgunarbáturinn er sá þriðji sinnar gerðar hér á landi. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Undirbúningur fyrir friðlýsingu Urriðavatnsdala sem fólkvangs er langt kominn. Hún verður vænt- anlega gerð með þeim skilmálum að Styrktar- og líknarsjóði Odd- fellowa verði heimilt að ráðstafa hluti af Urriðakotshrauni undir stækkun golfvallarins og útbúa jafnframt gönguleiðir fyrir al- menning. Hraunin friðuð Garðabær hefur markað þá stefnu í aðalskipulagi að friðlýsa hraunin frá Búrfelli og niður í gegnum bæinn. Búið er að friðlýsa stóran hluta hraunanna, Gálga- hraun, Garðahraun, Vífilsstaða- hraun og Maríuhella. Verið er að endurtaka friðlýsingu á Búrfelli sjálfu vegna hnökra sem komu upp við fyrri atrennu að því. Eftir stendur Urriðakotshraun. Það er í eigu Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og fellur undir hverfisvernd samkvæmt aðalskipulagi þó með þeim skil- málum að mögulegt sé að leggja golfbrautir um lægð í hrauninu, í nágrenni golfvallarins. Nú vinna Styrktar- og líknar- sjóðurinn og Garðabær að því að ganga alla leið í friðlýsingu úti- vistarsvæðisins í Urriðavatns- dölum með þessum formerkjum. Geti vel farið saman Ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur gert skýrslu um friðlýsingu hraunsins og stækkun golfvall- arins um níu holur þannig að hann verði 27 hola völlur. Þrjár golf- brautir verða inni í hrauninu, í lægð sem þar er og kölluð er Flatahraun. Þar eru grenitré sem plantað var fyrir nærri 70 árum og sjálfsáin fura. Tekið er fram að ekki verði farið inn á úfið eða óraskað hraun. Niðurstaða skýrslunnar er að golfbrautir og friðlýstur fólkvang- ur geti geti vel farið saman. Því til stuðnings er vísað til faglegs mats Náttúrufræðistofnunar Íslands og jarðfræðinga hjá Íslenskum orku- rannsóknum. Einnig er vísað til bréfs Umhverfisstofnunar til Garðabæjar þar sem fram kemur að skíði og golf geti vel rúmast innan friðlýstra fólkvanga en tryggja þurfi við hönnun að mis- munandi hagsmunir útivistar rek- ist ekki á, svo sem gönguleiðir og golfvöllur. Almenningur fái að njóta „Við viljum að svæðið sé opnað og almenningur fái að njóta þess. Þess vegna eru þessar fólkvangs- hugmyndir ofarlega á baugi,“ seg- ir Steindór Gunnlaugsson, formað- ur Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa, og bætir við: „Við er- um búnir að sýna fram á að það er hægt að leggja golfbrautir þarna án þess að skemma hraun enda er það ekki ætlun okkar. Við bendum á hvernig hefur verið gengið frá núverandi golfvelli þar sem braut- irnar eru lagðar alveg að hraun- jaðrinum.“ Við undirbúning málsins hafa einnig verið settar fram tillögur um göngu- og reiðleið um hraunið. Skýrslan hefur verið lögð fram í skipulagsnefnd og bæjarráði Garðabæjar og verður tekin fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar. Arinbjörn Vilhjálmsson skipu- lagsstjóri segir að málið fari að því búnu til Umhverfisstofnunar. Þar starfar friðlýsingarteymi sem kveða mun upp úr um það hvort hugmyndir um stækkun golfvall- arins geti samrýmst friðlýsing- unni. Allt unnið samhliða Stefnt er að því að fara nýjar leiðir í friðlýsingarferlinu. Unnið verði samhliða að deiliskipulagi, stjórnunar- og verndaráætlun og friðlýsingarákvæði. Þannig verði tryggt samræmi í stefnu og að- gerðum náttúru og samfélagi til heilla, eins og tekið er til orða í skýrslu Alta. Golfbrautir í friðlýstum fólkvangi  Unnið að friðlýsingu Urriðavatnsdala sem fólkvangs  Rök eru færð fyrir því að vel fari á því að hluti stækkunar golfvallar Oddfellowa verði inni í friðlýstu hrauni  Málið fer til Umhverfisstofnunar Möguleg stækkun í gömlu námunni við Dyngjuhól Möguleg stækkun í Flatahrauni Möguleg stækkun Urriðavallar Möguleg stækkun til suðurs U R R I Ð A V Ö L L U R Ell i ðavatn svegu r Heiðmerkurvegur Fyrirliggjandi stígar Nýir stígar Núverandi tengingar Nýjar tengingar Þróunarsvæði Þróunarsvæði Þróunarsvæði Heimild: Styrktar- sjóður Oddfellowa. Ljósmynd/Árni Geirsson Urriðakotshraun Vel er gengið frá brautum Urriðavatnsvallar við hraunjaðarinn. Stefnt er að því að setja 3 brautir inn í lágina í hrauninu, þar sem barrtrén eru, en sá hluti hraunsins er nefndur Flatahraun. Trén mynda góða umgjörð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.