Morgunblaðið - 11.04.2020, Side 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020
MOKKAKÖNNUR
SMÁRALIND – KRINGLAN
DÚKA.IS
Frí heimsending á duka.is
Sendum um allt land
HA
PPATALA
•
D
AG SIN S
ER
•
TIL HAMINGJU – ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA!
Farðu inn á mbl.is/happatala og gefðu upp töluna til að komast í pottinn.
Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 á þriðjudagsmorgun.
Þú gætir unnið glænýjan Samsung Galaxy S20+.
23
Franskir vísindaamenn greina frá
því í nýjasta hefti tímaritsins Nat-
ure, að þeir hafi uppgötvað stökk-
breyttan lífhvata sem geti á aðeins
nokkrum klukkustundum brotið nið-
ur PET-plastefni og breytt því í hrá-
efni.
Í tilraunum franska líftæknifyrir-
tækisins Carbios brutu ensímin nið-
ur nær tonn af úrgangsplasti á tíu
klukkustundum. Það sem til féll var
síðan brúkað til að skapa nýjar flösk-
ur úr gæðaplasti.
Fyrirtækið stefnir að stórtækri
endurvinnslu með lífhvatann að
vopni innan næstu fimm ára. Til að
gera það að veruleika hefur Carbios
fengið fyrirtækin Suntory, Food Eu-
rope og Nestle Waters til samstarfs.
Carbios hefur þróað ensímið nýja í
samstarfi við líftæknistofnun háskól-
ans í Toulouse (TBI) og er gerð grein
fyrir því í Nature hvernig brjóta
megi stórsameind plastsins niður svo
úr verði nýtt hráefni. Eigi þar sér
stað afar skilvirk endurvinnsla plasts
í nýjar flöskur. Úr PET-plasti eru
framleiddar flöskur, flísfataefni,
matvælabox og margt annað. Við
endurvinnsluaðferð Carbios verður
til raunveruleg notkunar- og vinnslu-
hringrás plasts sem gæti átt eftir að
draga úr plastmengun í höfunum og
gera jörðina hreinni. agas@mbl.is
AFP
Endurvinnsla Plast hreinsað úr sjónum við Dakar í Senegal. Gríðarlegir
möguleikar á endurnýtingu plasts eru taldir felast í nýrri hreinsitækni.
Hægt að breyta
plasti aftur í hráefni
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Hundruð milljóna manna um heim
allan verða að halda sig innandyra á
heimilum sínum um páskahelgina
vegna kórónuveirunnar og verða af
þeim sið að sækja messur á páskum.
Ríki heims freista þess með marg-
víslegum hætti að stöðva framgang
veirunnar en dauðsföll af hennar
völdum eru komin yfir 100.000
manna múrinn.
Fyrirtækjum hefur verið lokað og
ferðalög helmings mannkynsins hafa
verið takmörkuð, allt með þeim af-
leiðingum að efnahagslífið hefur nær
stöðvast. Hefur Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn (IMF) varað við því að við
blasi heimskreppa á borð við krepp-
una miklu á fjórða áratug síðustu ald-
ar.
Mestu áhrifin í Bandaríkjunum
Um 17 milljónir Bandaríkjamanna
hafa misst atvinnuna frá því veiran
hóf herför sína. Í þeim tilgangi að
reisa efnahagslífið við hafa stjórnvöld
samþykkt að verja til þess 2,3 bilj-
ónum dollara. Bandaríkin eru á góðri
leið að vera helsta athafnasvæði kór-
ónuveirunnar. Rúmlega 1.700 manns
létust á skírdag og 1.973 daginn áður.
Þá hafa um 500.000 manns smitast af
veirunni. Aðeins eru dauðsföll í einu
ríki fleiri, á Ítalíu, enn sem komið er.
Hvergi hafa jafn margir smitast og í
Bandaríkjunum. Samkvæmt útreikn-
ingum AFP hefur kórónuveiran smit-
að 1,6 milljónir manna.
Staðfest var í gær, föstudaginn
langa, að rúmlega 100.000 manns
væru látnir af völdum veirunnar. Til-
kynnt var um tæpan helming þessara
smita síðustu átta dagana.
Bretum létti í gær er forsætisráð-
herrann Boris Johnson var fluttur á
venjulega legudeild eftir að hafa ver-
ið í gjörgæslu þar í þrjá sólarhringa.
„Baráttuandi hans er einkar ánægju-
legur,“ sagði talsmaður ríkisstjórnar-
innar.
Embættis- og ráðamenn í Evrópu
og Bandaríkjunum sögðu vissan létti
vera í nýrri tölfræði sem var betri en
dagana þar á undan. Dauðsföll á ein-
um sólarhring í fyrradag voru þau
fæstu í 17 daga. Varð það Pedro
Sanchez forsætisráðherra ástæða til
að lýsa því yfir að „við höfum náð
undirtökum í bardaganum við eldana
sem faraldurinn kveikti“.
Frakkar skýrðu einnig frá því í
gær að sjúklingum í gjörgæslu hefði
fækkað í fyrsta sinn frá því farald-
urinn hóf innreið sína þar í landi.
Hafa 12.210 manns dáið af völdum
veirunnar í Frakklandi, þar af 4.166 á
elliheimilum. Kórónuveirufaraldur-
inn eirir engum því hann hefur lagst
á 50 sjóliða á hinu einkar fullkomna
flugmóðurskipi Charles-de-Gaulle.
Er skipið á leið til lands með hópinn
til innlagnar á sjúkrahús í Nouvelle-
Aquitaine við Biscayaflóa.
Anthony Fauci, helsti sérfræðing-
ur bandarískra stjórnvalda í farald-
ursfræðum, kvaðst bjartsýnn á að
þar í landi færi þróunin að „stefna í
rétta átt“.
Veiran spillir helgihaldinu
Dauðsföll vegna kórónuveirunnar rjúfa 100.000 manna múrinn Heimskreppa
blasir við að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1,6 milljónir manna hafa smitast
AFP
París Frúarkirkjan var vettvangur helgiathafnar í gær, rétt tæpu ári eftir
að hún laskaðist í eldsvoða. Aðgangur að helgihaldinu var takmarkaður.
Hálf öld var í gær liðin frá því
bresku Bítlarnir, The Beatles, liðu
endanlega undir lok sem hljóm-
sveit. Olli það aðdáendum sveit-
arinnar um heim allan miklu hug-
arangri. Losarabragur var kominn
á samstarf sveitarinnar sem gjör-
breytti popptónlistinni. Paul
McCartney rak svo smiðshöggið á
það með fréttatilkynningu sem
fylgdi útgáfu fyrstu plötu sólóferils
hans. Birti götublaðið Daily Mirror
hana 10. apríl 1970, um viku fyrir
plötuútkomu McCartneys.
Eins og þruma úr heiðskíru lofti
kom sú yfirlýsing hans að hann sæi
ekki fyrir sér að þeir John Lennon
myndu semja fleiri lög saman og
eins að Bítlarnir væru ekki lengur
til sem starfandi sjálfstæð hljóm-
sveit.
Mörgum virtist ljóst hvert
stefndi. Um mitt árið 1968 struns-
aði Ringo Starr út úr hljóðverum
þegar Bítlarnir unnu að Hvíta al-
búminu svonefnda. George Harr-
ison hætti um skeið í janúar 1969 og
John Lennon staðfesti í september
1969 að hann hygðist hætta í Bítl-
unum. agas@mbl.is
BRETLAND
Bítlarnir hættu
fyrir hálfri öld
AFP
Tónlist Unnendur Bítlanna lögðu mikið
á sig til að komast í kynni við goðin.
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, sagði björgunarpakka
ESB vegna kórónuveirunnar
„mikilvægt skref“ sem hrinda
þyrfti í framkvæmd „eins fljótt
og auðið er“. Eftir langar og erf-
iðar viðræður náðu ESB-ríkin í
fyrrakvöld samkomulagi um
500 milljarða björgunarsjóð til
aðstoðar þeim aðildarríkjum
sem verst verða úti. „Þetta er
mikilvægur áfangi til sameig-
inlegra viðbragða og evrópskrar
samstöðu,“ sagði Merkel.
Pakki ESB
mikilvægur
ÞÝSKALANDSKANSLARI