Morgunblaðið - 11.04.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 11.04.2020, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020 Hlíðarvegur 54, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Um er að ræða 4ra til 5 herbergja raðhús ásamt bílskúr, húsið hefur verið mikið endurnýjað á undanförnum mánuðum. Myndir og lýsing á eignasala.is Verð kr. 42.900.000 145,2 m2 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Það hefur myndast einhvers konar baðstofumenning í samfélaginusíðustu vikurnar. Núna vinnum við heima, skemmtum okkur, les-um og jafnvel borðum kvöldmatinn á sama staðnum. Börnunumer líka kennt á heimilinu, þó að farkennarinn eða heimakennarinn sé nú orðinn að fjarkennara á skjá. Og þessu breytta ástandi veldur veira sem geisar án þekktrar bólusetningar og lyfja, rétt eins og á öldum áður. Það er ekki langt síðan fólk var varnarlaust og máttvana gagnvart pest- um og flensum. Stutt síðan lyf urðu sú lækning sem okkur finnst sjálfsögð. Nú rifjum við upp sögur af spænsku veikinni og berklunum illskeyttu, sem herjuðu grimmt á mannfólkið fyrir aðeins nokkrum áratugum, og finnst tímarnir endurtaka sig. Náttúran að minna á sig. Því að við lifum ekki for- dæmalausa tíma. Vísindin henda til okkar líflínu og það er magnað að upp- lifa samstarf vísindamanna í leit að lækningu þvert á rammlæst landamæri, varn- arbaráttu sóttvarnayfirvalda og þau kraftaverk sem unnin eru á sjúkrahúsum á hverj- um degi. Það hefur hægst á tímanum. Tíminn fyrir kófið er svo langt langt í burtu og hver veit nú hvað tekur við. Við sjáum baðstofuna í hillingum sem vöggu ritmenningar um aldir, en lífið í torfbæjum á fyrri öldum var víðast harðneskjulegt og heimilisfólk með bænir og guðsorð á vörum kvölds og morgna til huggunar. Pestin lífs- hættulegur gestur. Fyrir okkur er ómögulegt að hugsa okkur að eiga ekk- ert einkarými, ekki einu sinni rúmið okkar. Torfbæirnir voru vitaskuld af ýmsu tagi, hreinlætið upp og ofan. Enginn vaskur með heitu rennandi vatni til að þvo hendur með freyðandi sápu í 20 sekúndur. Lýsingin léleg og fáar bækur eða handrit til dægrastyttingar – hin munnlega menning allt um kring. Ein mesta byltingin í menntun í landinu varð mögulega þegar olíu- lamparnir tóku við af lýsislömpunum í lok nítjándu aldar og lýstu almenni- lega upp myrkrið svo að lestur varð almennur. Reglubundinn lestur Passíusálmanna í útvarpinu á föstunni minnir á gamlan tíma, þegar heimilisfólkið sat á rúmum sínum og hlustaði saman á húslesturinn. Sálmarnir voru lesnir en ekki síður sungnir á seinni öldum á lönguföstunni, hver á eftir öðrum allt frá upphafi föstunnar þar til komið var að páskum. Síðasti sálmurinn lýsir vaktmönnunum við gröf Krists á hvíldardeginum, á sabbath, á laugardegi fyrir páska. Við getum rétt ímynd- að okkur hve djúp áhrif sálmarnir höfðu á tungutak fólks og hugsun. En nú er tímarnir breyttir. Við erum öll inni í sömu baðstofunni, ef svo má að orði komast. Við hlustum á sömu fréttirnar, nú um stundir á upplýs- ingafund þríeykisins kl. 2 á hverjum degi, höfum aðgang að ljóðum, sögum og tónlist eins og okkur lystir – og svörum um leið og guðað er á rafmagn- aða skjáinn. Öll tengd, örlög okkar á jörðinni samofin. Heima í baðstofunni Tungutak Guðrún Nordal gnordal@hi.is Nútímabaðstofustemning Sannkölluð baðstofustemning hefur myndast á mörgum heimilum þegar Helgi Björnsson og reiðmenn vindanna halda stofutónleika til stytta fólki stundir á tímum kórónuveirunnar. Þegar kosningar til Alþingis fara fram á næstaári, hvort sem það verður snemma sumarseða um haust, mun mikið hafa gengið á í okk-ar samfélagi, ekkert síður en í öðrum löndum, vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirunnar þótt vonandi verði veirunnar sjálfrar minna vart en nú. Þá munum við hafa búið við mikið atvinnuleysi í langan tíma. Við slíkar aðstæður fyrr á tíð fóru margir Íslendingar í atvinnuleit til annarra landa, aðallega til Norðurlanda en a.m.k. einu sinni alla leið til Ástralíu. Nú verður þess tæpast kostur vegna þess að ástandið verður svipað í þeim efnum nánast um heimsbyggðina alla. Hins vegar er hugsanlegt að einhverjir af þeim stóra hópi útlendinga, sem hafa flutt hingað síðustu árin vegna atvinnu, snúi til sinna heimalanda þegar enga vinnu er að fá hér. Miklu atvinnuleysi fylgir ákveðin ókyrrð í samfélag- inu. Verkalýðsfélögin eru líkleg til að efna til mót- mælafunda til þess að veita reiði félagsmanna sinna út- rás og knýja á um aðgerðir þótt öllum sé auðvitað ljóst að sú djúpa kreppa sem er að birtast við bæjardyr okkar um þessar mundir á sér allt aðrar ástæður en mikið atvinnuleysi fyrr á árum. En atvinnuleysi mun setja svip sinn á samfélagið þegar gengið verður til kosninga á næsta ári og jafnframt á úrslit þeirra kosninga. Ekki er ólíklegt að það verði jafnframt til þess að beina athyglinni meira en áður að þeim þjóðfélagshópum sem búa við lakastan hag. Í þeim hópum eru, auk þeirra sem verða atvinnulausir, öryrkjar, ákveðinn hópur aldraðra, einstæðir foreldrar og fleiri. Svo er ekki fráleitt að ætla að nýtt vandamál skjóti upp kollinum á næstu misserum. Unga fólkið sem hef- ur verið og er að ljúka háskólanámi, bæði hér heima og erlendis, kann að standa frammi fyrir því að það verði ekki auðvelt að fá vinnu, hvorki hér né í nálæg- um löndum. Kannski verður það í svipuðum sporum og langafar og langömmur þess voru snemma á fjórða áratug síðustu aldar á tímum heimskreppunnar miklu. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir jafnvel vel menntað fólk að fá vinnu við þær aðstæður sem þá ríktu í heim- inum. Öll þessi vandamál munu vafalaust setja svip sinn á kosningabaráttuna á næsta ári og kjósendur munu taka eftir því hvort flokkar og frambjóðendur hafa eitthvað um þau að segja sem kjósendum í þessari að- stöðu finnst einhverju máli skipta. Það mun sem sagt skipta máli fyrir frambjóðendur að vanda sig að þessu sinni. Gaspri af því tagi sem set- ur of mikið svip sinn á stjórnmálabaráttuna verður ekki vel tekið. Síðustu vikur höfum við fengið í örmynd forsmekk af þeim umræðum sem búast má við af miklum þunga fyrir kosningar á næsta ári þegar það var orðað að erfitt væri fyrir vinnuveitendur að borga við þessar aðstæður launahækkanir samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. Og þær ábendingar hafa orðið til þess að opinbera alvarlegan ágreining innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Hvernig urðu svonefndir „lífskjarasamningar“ til? Þeir urðu til í framhaldi af nánast ótrúlegum kjara- bótum sem svokallað Kjararáð, sem nú er ekki leng- ur til, tók ákvarðanir um í þágu æðstu embættis- manna og stjórnenda í opinbera kerfinu svo og þingmanna og ráðherra. Þær ákvarðanir Kjararáðs mótuðu lífskjarasamn- ingana að efni til. Ábendingar um að atvinnulífið gæti ekki við núver- andi aðstæður staðið undir gildandi kjarasamningum eru áreiðanlega réttar. Við sjáum hvað er að gerast. Ferðaþjónustan er í rúst. Lokun álversins í Straums- vík gæti verið á næsta leiti. Fiskverð fer lækkandi á erlendum mörkuðum. Við erum á hraðri siglingu inn í djúpa kreppu. Það er hins vegar athyglisvert að á sama tíma og atvinnurekendur, af skilj- anlegum ástæðum, hafa orð á framangreindu er enginn sem orðar það að þeir sem tóku við launahækkunum úr hendi Kjararáðs þurfi kannski að sætta sig við launalækkanir líka. Hvað veldur? Er sjálfsagt að almennir launþegar taki á sig skerðingu á umsömdum launum en að þeir í opinbera kerfinu sem hrintu þeirri öldu af stað haldi öllu sínu? Og þá er komið að efni fyrirsagnar þessarar grein- ar: Hvað er „samfélagssáttmáli“? Í því orði felst ekki undirritaður sáttmáli þjóðfélagsþegnanna heldur samstaða um viss grundvallarsjónarmið. Á Viðreisnarárunum var það almennur skilningur að slíkur óundirritaður sáttmáli væri til staðar um launamun í okkar fámenna samfélagi. Það var víð- tækur skilningur á því að í svo litlu samfélagi sem okkar skipti máli að launamunur væri ekki of mikill. Þá var talið að viðunandi væri að hæstu laun væru þreföld lægstu laun. Á erfiðleikaárunum 1967-1969 kröfðust kaupmenn þess að takmörkun á álagningu yrði afnumin. Á eft- irminnilegum fundi skammaði Bjarni heitinn Bene- diktsson, þá forsætisráðherra, kaupmennina og sagði þeim að þeir yrðu að taka á sig kjaraskerðingar eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. (Greinarhöfundur var sem blaðamaður Morgunblaðsins á þeim fundi). Það liggur í augum uppi að tilmælum atvinnurek- enda vegna umsaminna launahækkana hefði verið betur tekið af ASÍ ef þeim hefðu fylgt að auðvitað yrðu þeir sem nutu góðs af ákvörðunum Kjararáðs á sínum tíma að taka líka á sig skerðingar eins og aðr- ir. Það er kominn tími á nýjan „samfélagssáttmála“ um launamun í samfélagi okkar. Hann fór algerlega úr böndum á síðustu árunum fyrir hrun og hefur ekki verið endurnýjaður. Við þurfum nýjan „samfélagssáttmála“ Kjaraskerðing verður að ná til allra – ekki bara sumra. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Eitt frægasta málverk Rem-brandts er Næturverðirnir. Það sýnir nokkra næturverði ganga fylktu liði um hollenska borg. Þetta málverk er táknrænt um eðlilegt hlutverk ríkisins. Það á eins og næturverðir Rembrandts að vernda okkur gegn of- beldisseggjum, sem læðast að okkur í skjóli myrkurs, hvort sem þeir koma frá öðrum löndum eins og innrásar- herir eða úr okkar eigin röðum eins og innbrotsþjófar. Að vísu reyndu sósíal- istar nítjándu aldar að gera lágmarks- ríki frjálshyggjumanna hlægilegt með því að kalla það næturvarðarríkið. En það er sómi að því heiti, ekki skömm. Merkir það, að eina hlutverk ríkis- ins sé að halda uppi landvörnum og löggæslu? Þótt þetta hlutverk sé vissulega mikilvægt, er svarið neit- andi. Kjarni málsins er, hvers vegna við erum sammála um, að ríkið skuli vernda okkur fyrir innrásarherjum og innbrotsþjófum. Það er vegna þess, að þessar boðflennur birtast óvænt og raska högum okkar stórkostlega. Þær ógna frelsi okkar og öryggi. Hið sama er að segja um náttúruhamfarir eins og eldgos, jarðskjálfta og snjóflóð og líka um drepsóttir eins og veirufar- aldurinn nú á útmánuðum 2020. Við hljótum sjálf að bera ábyrgð á gerðum okkar. Ef við hegðum okkur skynsamlega, þá græðum við. Ef við hegðum okkur óskynsamlega, þá töpum við. Við þurfum jafnframt að sætta okkur við, að sumt í lífinu er ekki komið undir hegðun okkar sjálfra, heldur undirorpið tilviljun. Ef við viljum njóta heppninnar, þá þurf- um við líka að gjalda óheppninnar. Ólán er ekki nauðsynlega óréttlæti, og það þarf ekki undir venjulegum kringumstæðum að vera hlutverk ríkisins að bæta okkur upp ólán. En náttúruhamfarir og drepsóttir eru ekki aðeins óheppni, heldur stórkost- leg áföll, sem öll þjóðin verður fyrir. Hér á hugtakið samábyrgð við. Þetta endurspeglaðist í Þjóðveld- inu, sem sett var saman úr tveimur einingum, goðorðinu og hreppnum. Menn sóttu vernd gegn hugsan- legum óvinum til goðanna og gátu valið um þá, en þeim var skylt að vera í hreppnum, en hann var til þess að stjórna samnýtingu beitar á fjöll- um og hlaupa undir bagga með einstökum bændum, ef fé þeirra féll eða hús þeirra brann. Og ekkert er eðlilegra en að ríkið í umboði þjóð- arinnar hlaupi nú undir bagga með þeim, sem veirufaraldurinn hefur leikið grátt. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Farsóttir og samábyrgð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.