Morgunblaðið - 11.04.2020, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.04.2020, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020 S vona er íslenska þjóð- arsálin, sameinuð og samstiga,“ hugsaði ég þegar ég horfði á hið frábæra myndaband með laginu Góða ferð þar sem fjöldi þekktra listamanna söng og spilaði að viðbættri ógleymanlegri innkomu þríeykisins góða, Ölmu, Þórólfs og Víðis. Allir tilbúnir, all- ir til í að vera með, leggja sitt af mörkum. Það er ekki í starfslýs- ingum landlæknis, sóttvarnalæknis eða yfirlögregluþjóns að syngja inn á tónlist- armyndband. Þau, eins og svo ótal- margir aðrir í sam- félaginu okkar, eru að ganga auka- míluna eins og segir í fjallræðu Jesú: „Og neyði einhver þig með sér eina mílu þá far með hon- um tvær.“ Við horf- um með aðdáun til starfsfólks heilbrigðiskerfisins sem leggur allt sitt til hliðar og setur þjón- ustuna við náungann í algjöran forgang. Ein- angrar sig jafnvel milli vakta til að geta verið visst um að komast á næstu vakt án þess að hafa orðið fyrir smiti. Þetta heitir að ganga auka- míluna. Að gera meira en ætlast er til, að leggja líf og sál í að þjóna náunganum. Og hvað höfum við séð hjá listafólk- inu okkar, sem margt hefur í einu vetfangi misst framfærslu sína um óákveðinn tíma? Hver á fætur öðrum stígur fram, gefur af sér, leitar leiða til að gera öðrum lífið bærilegra, hjálpar til við að rjúfa einangrun, gleðja, auðga. Svona getur íslenska þjóðarsálin verið þegar á reynir. Allir standa sam- an, reyna að vanda sig, reyna að gera það sem á þeirra valdi er til að bæta aðstæður annarra, draga úr útbreiðslu veirunnar og lág- marka þannig tjónið. Það er ekki annað hægt en að vera stoltur af þjóð sinni á slíkum tímum. Ég er stoltur og þakklátur fyrir að vera Íslendingur. Við erum kölluð til að láta gott af okkur leiða. Í fjallræðu Jesú, sem ég vísaði til hér að ofan, segir Jesús einnig: „ Þér eruð salt jarð- ar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum. Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dul- ist. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker heldur á ljósastiku og þá lýsir það öllum í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar með- al mannanna að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum.“ Við erum kölluð til að láta muna um okkur, til að hafa áhrif, til að láta gott af okkur leiða. Þessu kalli er öll þjóðin að svara um þessar mundir. Sumir svara þessu kalli með því að skrá sig í bak- varðasveitina, standa vaktina í framlínunni, vinna langa vinnu- daga. Aðrir svara þessu kalli með því að gera ekki neitt, með því að vera sem mest heima, með því að lágmarka samgang við aðra. Þetta hljómar e.t.v. öfugsnúið en þetta skiptir ekki síð- ur máli. Hvaða áletrun var á mynd af heilgöll- uðum heilbrigð- isstarfsmönnum á dögunum? Eitthvað á þessa leið: „Við erum hér fyrir ykkur, verið þið heima fyrir okk- ur“. Það er hjálp fólgin í því að gera ekki neitt, að hlýða Víði, að fylgja fyrirmælum. Það er hjálp fyrir alla hina. Óháð aldri okkar, líkamlegum burðum og heilsu þá getum við hvert með okkar hætti lagt okkar lóð á þess- ar vogarskálar. Sumir upplifa að sönnu kvíða og áhyggj- ur í þessu ástandi og aðstæður fólks eru vit- anlega misjafnar. En þá skiptir líka máli að leita í bænina. Bænin sem bætir okkar eigið geð og sál og skiptir máli fyrir þá sem njóta fyrirbæn- arinnar. Við höfum öll sama að- gang að bæninni sem sam- skiptamáta við sjálfan Guð, höfund lífs og heims. Skapara okkar og frelsara. Í öllum þessum aðstæðum gildir að eiga von og standa vörð um hana. Páskahá- tíðin minnir okkur svo sterkt á sigur lífsins yfir dauðanum, hún er margföld uppfylling vona sem voru í raun ekki til. Engan gat ór- að fyrir að hinn krossfesti og nið- urlægði Kristur á krossinum myndi á þriðja degi rísa upp frá dauðum, gera hið óhugsandi, hið ómögulega, hið yfirnáttúrulega. En það játar samt hin kristna kirkja og hefur gert í tvö þúsund ár. Þess vegna skiptir vonin svo miklu máli þegar ógn steðjar að heimsbyggðinni. Við sjáum ríku- legan árangur, við sjáum áföll og sorg en við sjáum líka sigra, bænasvör, vonir rætast, óskir verða að veruleika. Kirkjan vill styðja þig, lesandi góður. Þér er velkomið að leita til kirkjunnar, til presta hennar og djákna og eiga samtal um það sem á hjarta þínu hvílir. Við sjáum hve miklu máli hálparsími Rauða krossins hefur skipt þessar vikurnar. Þröskuldurinn er lágur, eitt símtal eða tölvupóstur og þú ert kominn í samband við kirkj- una þína. Það eru vitanlega engar töfralausnir en orð eru til alls fyrst. Við erum í þessu saman eins og margoft hefur verið minnt á. Þjóðin er að sýna styrkleika sína eins og þeir gerast bestir. Þú ert hér, hvaðan sem þú kemur. Þú ert með. Þér er ekki gleymt. Guð blessi ykkur öll. Kirkjan til fólksins Altaristaflan í Nord Sel kirkju í Noregi. Íslenska þjóðarsálin Hugvekja Sigurður Grétar Sigurðsson Höfundur er sóknarprestur í Útskála- og Hvalsnessókn. srsgs@simnet.is Sigurður Grétar Sigurðsson Þjóðin er að sýna styrkleika sína eins og þeir gerast bestir. Þú ert hér, hvaðan sem þú kemur. Eftir Vilhjálm Bjarnason »Eg lyfti mínum augum til fjallanna, hvaðan mín hjálp mun koma. Mín hjálp kemur frá Drottni, sem gjörði himin og jörð. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Þegar páskar nálgast verða mér Davíðssálmar umhugsunarefni. Það er 121. Davíðssálmur, sem ég reyni að fjalla um. „Sagt hefur verið að boðskapur þessa sálms nái að dýpstu hjartarót- um fólks á öllum tímum og veiti því hvatningu og styrk til að bera hita og þunga dagsins og leggjast til hvíldar í rósemd.“ Þetta segir í „Áhrifasögu saltarans“ eftir dr. Gunnlaug A. Jónsson. Þar segir jafnframt að sálminum hafi verið lýst með orð- unum „huggun guðlegar verndar“. Jafnt fjalla ég um dulúð og töfra Snæfellsjökuls í skáldsögum. Tvær þýðingar Það er áhugavert að skoða tvær þýðingar á 121. Davíðsálmi í mismun- andi biblíuútgáfum. Fyrri þýðingin er í biblíu Guð- brands Þorlákssonar: Stígandi sálmur. Eg lyfti mínum augum til fjallanna, hvaðan mín hjálp mun koma. Mín hjálp kemur frá Drottni, sem gjörði himin og jörð. Hann mun ekki láta þinn fót rasa, hann þinn vaktara syfjar ekki, sjá! hann sofnar ekki, Ísraels vaktari sefur ekki. Drottinn er sá sem vaktar þig, Drottinn er þín hlíf, hann er þér til hægri handar. Á daginn mun sólin ekki ljósta þig, og ekki tunglið á nóttunni. Drottinn mun varðveita þig frá öllu illu, hann mun geyma þína sál. Drottinn mun varðveita þinn inngang og útgang frá því nú er og til eilífrar tíðar! Í biblíu 21. aldar er þýðingin: Helgigönguljóð. Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hann mun ekki láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn ekki vinna þér mein né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. Í „Áhrifasögu saltarans“ segir um 121. Davíðssálm: „Sálmurinn er mjög skipulega uppbyggður. Þungamiðjan í sálm- inum er tvímælalaust setningin „Drottinn er þinn vörður“ (v.5). Bent hefur verið á að í hebreska textanum sé þessi setning nákvæmlega miðja sálmsins, 58 atkvæði á undan og 58 á eftir. Þannig haldist í hendur stað- setning setningar og efnisleg þunga- miðja.“ Það er einnig athyglisvert að Guð- brandur biskup er sannfærður um að hjálpræðið komi frá fjöllunum. Þá horfir hann til himins, fullur lotn- ingar fyrir hinu æðsta. Nútímamað- urinn er ekki eins sannfærður og spyr „hvaðan kemur mér hjálp?“ Í þýðingu Guðbrands er áréttað hvað- an hjálpin kemur en í nýju þýðing- unni er spurningunni svarað: „Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara him- ins og jarðar.“ Eftir stendur spurn- ingin hvort ekki sé ástæða til að ótt- ast fjöllin. Eða klífa fjöllin og sigrast á efiðleikunum. Þingstaðurinn og fjöllin Oft verður mér hugsað til hins forna þingstaðar á Þingvöllum, sem var helgaður fyrir kristnitöku. Helgi þingstaðarins verður hverjum manni ljós í lotningu Kjarvals andspænis Skjaldbreiði í morgunhúmi. Þannig verða fjöllin umhverfis Þingvelli jafn- stæð fjöllum umhverfis Jerúsalem í Sálminum. Snæfellsjökull í skáldskap Sennilega hefur ekkert íslenskt fjall náð eins langt í bókmenntum og Snæfellsjökull. Þannig segir biskup- inn í Kristnihaldinu: „Finst yður ekki skrýtið að mestu höfundar frakka hafa skrifað um Ís- land bækur sem hafa gert þá ódauð- lega?“ Og heldur svo áfram og nefnir þrjá franska rithöfunda og lýkur ræð- unni „og Jules Verne rak á það rembihnútinn með þessu ógurlega meistaraverki af Snæfellsjökli Voyage au Centre de la Terre“. Seinna segir biskup: „Hvað segið þér um að bregða und- ir yður betri fætinum vestrundir Jök- ul og gera á þessu veraldarfjalli þá rannsókn sem mest hafi orðið síðan Jules Verne á vorum dögum?“ Þessa rannsókn átti að borga eftir embættismannataxta. Það er eftirtektarvert á hvern veg nálgunin við jökulinn er orðuð; „vestrundir“. Alltaf er fjallað um mannlífið „undir Jökli“. Í lotningunni er maðurinn undirgefinn, undir hinu æðsta. Jökullinn verður hlutgerving hins æðsta. Kristnihaldið fjallar um dulúð og kraftaverk nærri Jöklinum. Í „Fegurð himinsins“ er Jökullinn helgaður dulúð, töfrum og fegurð. Þannig hefst bókin: „Þar sem jökulinn ber við loft hætt- ir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess- vegna er gleðin ekki nauðsynleg. Þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu.“ Jökullinn fer með hlutverk fegurð- ar og lotningar í sögunni. Þannig verður Jökullinn það eina sem unga máttlausa stúlkan sér. „Dóttir okkar misti máttinn þegar hún var fimtán ára, sagði gamla kon- an. En guð hefur gefið henni þolin- mæðina, og þolinmæðin er sigursælli en mátturinn. Speglinum er hagað þannig að hún geti séð í honum jökul- inn. Hún horfir stundum allan daginn á jökulinn í speglinum. Jökullinn, það er hennar líf.“ Töfrarnir og goðsögnin er í fegurð- inni. Nóbelsskáldið heldur áfram og segir um Jökulinn: „Jökullinn var ekki nema í seiling- arfjarlægð yfir skógarásnum, ímynd- arhreinnar goðveru, sannfagurrar og án miskunn. Skáldinu fanst þeir ekki einhamir sem lifðu í nánd svo alhvítra töfra, heldur væri hér ríki goðsagnar- innar.“ Fjöll um páska Þessir páskar eru haldnir hátíðleg- ir við sérkennilegar aðstæður. Hver og einn verður að leita sinnar lotning- ar, hins æðsta, og hefja augu sín til fjallanna, hefja augu sín til himinsins og vona að hjálpin komi. Og sigrast á efiðleikunum. Lotningin verður alltaf óttabland- in. Fegurð himinsins er okkar líf á þessum páskum! Davíðssálmur 121 „Huggun guðlegrar verndar“ W.G. Collingwood Muggur Kjarval Emanuel Larsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.