Morgunblaðið - 11.04.2020, Side 31

Morgunblaðið - 11.04.2020, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020 Góður vinur og gjöfull samferðamað- ur, Páll Skúlason rit- stjóri, hefur nú fallið frá allskyndilega á tímum skæðr- ar plágu sem kemur í veg fyrir að aðrir en náin skyldmenni geti fylgt honum til grafar. Meira að segja veldur faraldurinn því að fólk ruglast í ríminu og var ég því höndum seinni að biðja Morgun- blaðið fyrir örstutta kveðju í tilefni af útför Páls á morgun, 7. apríl. Kynni okkar tókust fyrir um það vil þremur áratugum er við gerðumst fylgjendur hins hvor á annars vettvangi. Hann gekk í Oddafélagið, félag áhugamanna um endurreisn Odda á Rangár- völlum, þar sem ég var formaður, en ég gerðist áskrifandi að Skildi, tímariti um menningarmál og „málgagni Páls Skúlasonar“. Var ég þar einnig í ritnefnd um hríð. Páll var að sönnu gagnmennt- aður maður með áhuga á þjóðlífi, bókmenntum og sögu. Um ára- tugaskeið hélt hann úti forvitni- legu tímariti um allt sem nöfnum tjáir að nefna, en helst þó um ís- lensk málefni, bókmenntir, sögu og ævi manna lifandi og látinna. Tímaritið kallaðist í fyrstu Bóka- ormurinn en síðar og lengst af Skjöldur. Nánasti samstarfsmað- ur hans, ráðgjafi, prófarkalesari og einnig stoð og stytta við útgáfu Skjaldar var sem í öðru lífsföru- nautur hans, Elísabet. Páll Skúlason ✝ Páll Skúlasonfæddist 30. júlí 1940. Hann lést 25. mars 2020. Útför Páls fór fram í kyrrþey. Minningarathöfn verður haldin síðar. Hún lést fyrir lið- lega tveimur árum og var þá sem sólin gengi til viðar í lífi Páls. Áskrifendur að hinum nýstárlega og myndum prýdda Skildi voru fjölmargir og þótti að vonum flestum hann góð sending þegar hann barst plastpakkaður heim í pósthólfið. En finna mátti þá sem kunnu ekki gott að meta eins og gengur og gerist. Margir höfundar greina eru þakklátir fyrir það tækifæri að hafa fengið að birta í Skildi fróð- leik og minningar sem ella hefðu farið hjá garði í tímans rás. Páll var einarður ritstjóri og hleypti ekki öllu að. Ritnefnd bókafólks var honum til halds og trausts og ætlað að stinga upp á viðfangsefnum og höfundum en það var einvaldur ritstjórinn sem dæmdi að lokum og tók af skarið. Sættu menn sig við rök ritstjórans og valið með glöðu geði enda var ritið „málgagn Páls Skúlasonar“. Þegar fram líða stundir verður talinn fengur að þeim rúmlega 100 tölublöðum sem komu út áður en yfir lauk. Hinn sögufróði Sunnlendingur Páll var einlægur áhugamaður um Odda á Rangárvöllum og stuðn- ingsmaður Oddafélagsins. Sótti hann fundi og málþing félagsins austur í Rangárþing, hélt erindi og birti fróðlega grein í Goða- steini, félagsriti Rangæinga. Með ánægju minnist ég ferðar okkar eitt sinn austur í Odda sem Páll stakk upp á að við færum til að líta á leiði forföður hans og for- móður í kirkjugarðinum. Tók ég af honum mynd þar sem hann frakkaklæddur og beinvax- inn lýtur höfði yfir gömlum út- skornum legsteininum skammt fyrir framan útidyr Oddakirkju. Við Jóhanna kona mín vottum ættmennum Páls samúð okkar við fráfall góðs drengs. Blessuð sé minning Páls Skúlasonar. Þór Jakobsson. Kynni okkar Páls hófust haust- ið 1956 þegar við settumst í 1. bekk Menntaskólans á Laugar- vatni (ML) ásamt rúmlega 20 öðr- um. Tvo vetur deildum við Páll herbergi með tveimur félögum, en þegar stúdentsveturinn gekk í garð var Páll skipaður stallari skólans og fluttist hann þá í tveggja manna herbergi ásamt ár- manni skólans. Páll var dagfarsprúður maður. Hann átti létt með nám og var menningarlega sinnaður. Það var því að vonum að hann var kosinn formaður menningarnefndar skól- ans. Sem slíkur tók hann upp á því að fara með mig við annan mann til Böðvars Magnússonar, sem lát- ið hafði land undir skólana á sínum tíma og sat nú í hárri elli á staðn- um, og fá hann til að kenna okkur rímnalög (stemmur). Síðan var rímnakveðskapur uppistaðan í einni kvöldvöku skólans. Að loknu stúdentsprófi urðu samskipti okkar lítil um skeið, enda dvaldist ég mest erlendis næstu 11 árin. En þegar Páll tók að sér formennsku í Dansk-ís- lenska félaginu fékk hann mig til að setjast í stjórn þess. Þetta sam- starf stóð með stuttu hléi í tugi ára. Páll sinnti þessu starfi af lífi og sál. Voru á þessum árum haldn- ir margir viðburðir tengdir sam- skiptum landanna í fortíð og nútíð og fjallað um dvöl íslenskra fræði- manna, listamanna og stúdenta í Danmörku fyrr og síðar. Átti Páll hugmyndina að nánast öllum þessum atburðum, og okkar hinna í stjórninni var að fallast á þær, með örfáum ábendingum, og taka þátt í framkvæmd þeirra. Lokaspretturinn í starfi Páls sem formanns var svo þegar félag- ið varð 100 ára. Á því ári voru haldnir viðburðir í samvinnu við önnur félög svo sem Verkfræð- ingafélag Íslands og í Listasafni Íslands var haldin sýning á mál- verkum listamanna sem höfðu numið eða dvalist í Danmörku. Vegleg hátíðarsamkoma var svo haldin í Norræna húsinu. Með stuðningi íslenska sendiherrans í Danmörku kom Páll því til leiðar að Jóakim Danaprins kæmi á há- tíðina ásamt spúsu sinni, Marie. Ég hygg að áhugi Páls á lögum hafi miklu fremur verið fræðilegs eðlis en að hann hafi haft gaman af að standa í málarekstri. Allt fram undir það síðasta var hann að fást við þessi fræði. Hinn 23. janúar sl. flutti hann erindi á vegum öld- ungadeildar Lögfræðingafélags Íslands um rannsóknir sínar á 15. grein mannhelgisbálks Jónsbókar. Páll hafði metnað en ófram- færni hans var honum fjötur um fót. Hann átti í fórum sínum efni sem var vel fallið til doktorsrit- gerðar. Þegar lagt var að honum að láta verða af ritun slíkrar var svar hans: Gaukur (Jörundsson) sagði: Þú hefur allt nema kjarkinn. Svo var það ekki rætt frekar. Þótt bannað væri að hafa vín um hönd í ML fór það svo að þar drakk ég fyrsta sopann. Þá þegar held ég að Páll hafi verið kominn á bragðið og síðan áttu hann og Bakkus skap saman. Það var gam- an að gleðjast með Páli á góðri stundu og flugu þá mörg snjallyrð- in. Síðar varð Bakkus þó fullað- gangsharður í samskiptum þeirra og kom æ oftar fyrir að Páll naut sín varla nema í fylgd hans. Þá komst andinn oft á flug og gat hann stundum ekki á sér setið að veita honum símleiðis til vina og kunningja. Voru þá sögð deili á mönnum og málefnum og rifjuð upp gömul atvik frá skólaárunum, sem sum hver lágu í þagnargildi þess utan. “En á ég að segja þér svolítið?“ var þá oft viðkvæðið. Allt var þetta í góðu og aldrei var mér álasað, miklu fremur átti hann það til að hrósa mér í hástert og gat ég ekki að því gert að þykja lofið gott, vissi að það var fölskvalaust. Og reyndi að gjalda líku líkt; sem var auðvelt. Ég mun sakna Páls Skúlasonar. Meira: mbl.is/andlat Eysteinn Pétursson. Elsku Jóna æsku- vinkona. Ég man þegar ég hitti þig fyrst. Þá vorum við fimm að verða sex ára. Dyrabjöllu var hringt í Heiðargerðinu, mamma fór til dyra og kallaði svo á mig: Það er einhver stelpa hérna að spyrja hvort hún megi leika við „hún“. Ég stökk til og sá þar káta stelpu með undurfagurt jarpt hár og risastórt bros og hún hélt út- réttum höndum á einum grænum bolta og öðrum rauðum. Spurði mig hvort ég vildi leika með bolta og hló sínum dillandi hlátri sem allir þekkja. Jóna var þá nýflutt í hverfið frá Skotlandi, bjargaði sér á sinni íslensku í leit að leikfélaga. Upp frá því urðum við bestu vin- konur. Brölluðum svo margt sam- an. Lékum okkur í móunum þar sem Kringlan er núna og í steypt- um byggingargrunni Borgarleik- hússins hvar við bökuðum leirkök- ur og styttur. Ýmis sérkennileg uppátæki og ég átti örugglega frumkvæðið í þeim efnum. Vorum börn þar sem ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og tókum upp á kassettur og vídeó- spólur og héldum auðvitað með Duran Duran. Vorum með herða- púða í síðum eiturappelsínugulum glansandi skyrtum og stífa hár- lakksspreyjaða hliðarvængi í hárinu. Keyptum hálsmenskeðjur í byggingarvöruverslun. Man hvað við gátum oft setið saman og spjallað um það hvað við ætluðum að verða í framtíðinni. Man eftir ömmu, nöfnu þinni, með Jóna Ann Pétursdóttir ✝ Jóna Ann Pét-ursdóttir fædd- ist 20. september 1971. Hún lést 20. mars 2020. Útför hennar fór fram í kyrrþey. pípuna sína við litla eldhúsgluggann í Heiðó prjónandi lopapeysur og það var alltaf til möndlu- kaka með bleikum glassúr. Svo breytt- ist vinahópurinn á unglings- og fullorð- insárum eins og ger- ist og gengur. Full- orðnar urðum við svo aftur nágrannar í Þingholtunum báðar með strák- ana okkar fædda 2005. Þegar ég frétti að þú værir far- in Jóna rótaði ég með tárin í aug- unum í gömlum ljósmyndum af okkur og handskrifuðum sendi- bréfum í umslagi með frímerki. Rifjaði upp tímaskeið sem við átt- um saman sem bestu og óaðskilj- anlegar vinkonur. Það var dýr- mætt að kynnast þér Jóna og eiga þig sem vinkonu og þú lifir áfram í hjarta mínu. Takk fyrir að spyrja eftir mér til að leika með boltana þína grænu og rauðu. Hugur minn er hjá mömmu þinni Öldu, dásamlegu börnunum þínum þeim Pétri Snæ, Öldu Lín, Þorsteini Gauta og Nönnu Helgu, og manninum þínum Magnúsi. Hvíl í friði, elsku Jóna. Helga Bjarnadóttir. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Helga Guðmundsdóttir, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Okkar ástkæri ÖRN GUÐMUNDSSON Trönuhjalla 8, Kópavogi, lést á Landspítalanum sunnudaginn 29. mars. Útför hefur farið fram en minnigarathöfn verður haldin í haust og auglýst síðar. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Ásdís Bragadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn Elín Lind Arnardóttir Trevor Hodgson Arndís Dögg Arnardóttir Tinna Björk Arnardóttir Peter Clark Esja May Hodgson og Sóla May Hodgson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DANIEL G. BJÖRNSSON löggiltur leigumiðlari, Mávatjörn 17, Njarðvík, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 8. apríl. Útför verður auglýst síðar. Jórunn J. Guðmundsdóttir Margrét Danielsdóttir Kristinn Þór Einarsson Guðrún Berta Danielsdóttir Anna María Danielsdóttir barnabörn og langafabörn Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, GEIR HALLDÓR GUNNARSSON, bankamaður í Kanada, lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 31. mars. Útför fór fram frá Fossvogskapellu 8. apríl. Edda Heiðrún Geirsdóttir Aðalsteinn Ingvason Aron Kári Aðalsteinsson Arnar Daníel Aðalsteinsson Stefán Ragnar Aðalsteinsson Ástkær eiginmaður og faðir okkar, KJARTAN L. PÁLSSON, sem lést 3. apríl, verður jarðsunginn 16. apríl klukkan 15. Sökum samkomubanns verður eingöngu nánasta fjölskylda hins látna viðstödd athöfnina. Hins vegar verður henni streymt á netinu á slóðinni https://livest ream.com/accounts/11153656/events/9078628/player. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Samtök lungnasjúklinga. Fyrir hönd aðstandenda, Jónína Sigurlaug Kristófersdóttir Dagbjört Lilja Kjartansdóttir Bergmann Jón Bergmann Kjartansson Ransu Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.