Morgunblaðið - 11.04.2020, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020
✝ Snjáfríður Sig-urjónsdóttir
fæddist á Ísafirði 14.
janúar 1922. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni 20. mars 2020.
Foreldrar Snjáfríð-
ar voru Sigurjón Guð-
mundsson verkamað-
ur frá Litlu-Sandvík í
Flóa, f. 1885, d. 1963,
og Kristjana Guð-
mundsdóttir hús-
móðir f. í Ísafjarðarsýslu 1901, d.
1981.
Systkini Snjáfríðar samfeðra
voru: Árni Sigurður, f. 1911,
Guðmundur Kristinn, f. 1913,
Sigurjón, f. 1915, og Svanhildur,
f. 1917, d. 1922. Alsystkini henn-
ar voru Kristmundur Friðgeir, f.
1923, Svanhildur Árný, f. 1927,
Guðmunda Erla, f. 1928, og
Kristín Jónína, f. 1932. Þau eru
öll látin.
og Rakel. c) Hildur, f. 1993. Maki
Sverrir Eðvald Jónsson, dóttir
þeirra: Birta Kolbrún. 2) Erna
sjúkraþjálfari og lýðheilsufræð-
ingur, f. 1956. Maki Ísleifur
Ólafsson læknir, f. 1956. Börn
þeirra: a) Atli, f. 1981. Maki
Katrín Gústavsdóttir, börn
þeirra: Magnús (barnsmóðir
Karen Pálsdóttir), Kári og Matt-
hildur. b) Drífa, f. 1984. Maki
Kato Kuylen, synir þeirra:
Ámundi og Ýmir c) Ásrún, f.
1991.
Snjáfríður lauk gagnfræða-
prófi. Hún vann við verslunar-
störf á sínum yngri árum en
helgaði sig húsmóðurstörfum
eftir að hún gifti sig. Um miðjan
aldur réð hún sig til starfa hjá
skrifstofu SÍS við Holtagarða og
vann þar til starfsloka.
Útför Snjáfríðar hefur þegar
farið fram í kyrrþey að ósk hinn-
ar látnu.
Snjáfríður ólst
upp í Dýrafirði til
sjö ára aldurs og
síðan í Reykjavík.
Árið 1950 giftist
Snjáfríður Kristjáni
Gísla Hákonarsyni,
útvarpsvirkjameist-
ara, f. 6. maí 1921,
d. 5. desember 1995.
Foreldrar hans
voru Hákon Krist-
jánsson bóndi á
Rauðkollsstöðum á Snæfellsnesi,
f. 1884, d. 1971, og Elísabet Jóns-
dóttir húsmóðir, f. 1885, d. 1963.
Snjáfríður og Kristján eign-
uðust tvær dætur. 1) Sigrún
hjúkrunarfræðingur, f. 1953.
Maki Sveinbjörn Jónsson verk-
fræðingur, f. 1954. Börn þeirra:
a) Helga, f. 1985. Maki Bragi
Kárason, dætur þeirra: Hrefna og
Lóa. b) Hjördís, f. 1990. Maki Kári
Einarsson, dætur þeirra: Harpa
Elsku amma var mér svo kær
og minningarnar mun ég varð-
veita að eilífu.
Amma var alltaf til í að kenna
manni nýja hluti, hvort sem það
var að sauma, baka eða elda.
Nokkrar uppskriftir sem við syst-
urnar bökum eru kenndar við
hana ömmu, sem hún kenndi okk-
ur þegar við vorum yngri. Þegar
ég var orðin eldri og farin að búa
með Sverri kenndi amma mér
hvernig ætti að elda hrygg og
brúna kartöflur.
Við amma héldum saman Evró-
visjón-partí á hverju ári þegar ég
var yngri og það var alltaf svo
gaman að fá að gista hjá ömmu.
Amma vildi spila við mann fram á
nótt og maður fékk alltaf að velja
hvað var í matinn.
Við amma vorum perluvinkon-
ur og það var alltaf svo notalegt að
tala við hana, hún var svo góð í að
hlusta á allar sögurnar manns.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem við áttum saman amma mín
og að þú fékkst að hitta hana Birtu
mína.
Hildur Sveinbjörnsdóttir.
Amma var ótrúlega góð við okk-
ur barnabörnin. Ég var mikið hjá
ömmu og afa á Hjarðarhaganum.
Við spiluðum mikið. Það sem hún
nennti að spila, mér fannst það al-
veg frábært og reyni að halda í það
með mínum stelpum.
Svo varð ég eldri og þau afi
fluttu á Þorragötuna. Eitt sumar-
ið hjólaði ég næstum daglega
(a.m.k. í minningunni) í skóla-
garðana við blokkina þeirra og
kíkti oftar en ekki við hjá þeim í
leiðinni.
Það var gott að kíkja til ömmu
með hádegismat þegar ég var í há-
skólanum og svo þegar við Bragi
kíktum við með stelpurnar eftir að
þær komu til. Henni fannst svo
gaman að sjá þær og fylgjast með
þeim stækka.
Amma mín. Ég ætla að halda í
minningarnar um þig frá því þú
varst ennþá hress, en ég trúi því
að þú hafir alveg verið tilbúin og
afi taki vel á móti þér í sumarland-
inu.
Helga Sveinbjörnsdóttir.
Fríða amma var alltaf ótrúlega
góð. Maður man það að hún nennti
alltaf að spila við mann, bakaði oft
fyrir mann pönnukökur, lummur
eða ömmuköku og kenndi manni
ýmislegt varðandi baksturinn.
Fórum í göngutúra meðfram
sjónum og komum oft við í bak-
aríinu á leiðinni heim. Hjá henni
þurfti ekki að stelast í mysinginn í
ísskápnum heldur átti hún litla
skeið sem var sérstaklega notuð í
hann.
Síðan þegar ég var eldri fór ég
stundum og eldaði fyrir okkur. Í
eitt sinn þegar ég fór að elda fyrir
hana kynnti ég hana fyrir Kára.
Hún var ótrúlega hrifin af honum
og var svo ánægð með að hann
nennti að hlusta á allar sögurnar
hennar um þegar hún spilaði golf
og hún sýndi honum svo stolt alla
verðlaunagripina sína úr golfinu.
Hún kynntist Hörpu aðeins, en
náði aldrei að hitta Rakel mína.
En hún sá þær mest á myndum og
vissi alltaf hvað var í gangi hverju
sinni hjá okkur.
Ég trúi því að amma sé komin
núna á góðan stað, en ég mun allt-
af varðveita þann tíma sem að við
áttum saman.
Hjördís Sveinbjörnsdóttir.
Fríða amma hefur nú kvatt
okkur.
Ég minnist hennar með mikilli
hlýju og söknuði – hugsa um eft-
irminnilegar heimsóknir æskuár-
anna til ömmu og afa á Íslandi á
þeim tíma sem við fjölskyldan
bjuggum í Svíþjóð. Þá var sko
dekrað við mann – farið á púttvöll-
inn úti á Nesi, spilað lúdó og fleira
langt fram á kvöld. Fríða amma
og Kristján afi gáfu sér alltaf tíma.
Sömuleiðis hugsa ég til heim-
sóknanna á Þorragötuna síðar
meir og loks í Sóltún þar sem við
amma ræddum um daginn og veg-
inn. Hún var áhugasöm um fréttir
af mér og mínum. Hún naut þess
að fá fréttir af langömmubörnun-
um sínum, utanlandsferðum og
hvað væri framundan. Þó að
amma hafi ekki endilega viljað
deila með manni öllu því sem gerð-
ist á hennar ævi þá voru það mikil
forréttindi að geta leitað til henn-
ar til að ræða um sögu lands og
þjóðar – gamla tíma – enda breyt-
ingarnar ótrúlegar sem urðu á
tæplega hundrað ára æviskeiði
hennar.
Og það sem amma las. Hún
fékk reglulega í hendurnar kassa
fulla af bókum frá bókasafninu og
gleypti í sig hverja bókina á fætur
annarri. Ævisögur voru í uppá-
haldi, en með sendingunni fylgdu
svo jafnan einhver Hello-blöð,
enda fylgdist hún vel með gangi
mála í lífi evrópska kóngafólksins.
Þó að aldurinn hafi farið að
segja til sín undir lokin þá förl-
aðist ömmu aldrei hvað minni
varðaði.
Hún mundi minnstu smáatriði
frá veislum og heimsóknum sem
áttu sér stað fyrir mörgum árum –
hlutum sem maður var sjálfur
löngu búinn að gleyma. Við systk-
inin höfum oft rætt þennan eig-
inleika ömmu og brosað að því
hvernig við sjáum hann hafa skil-
að sér til mömmu.
Heimsóknirnar til Fríðu ömmu
verða ekki fleiri en minningin um
yndislega ömmu lifir.
Atli.
Elsku Fríða amma okkar náði
98 ára aldri.
George R.R. Martin skrifaði:
„Sá sem les hefur lifað þúsund
æviskeið áður en hann deyr. Sá
sem aldrei les lifir aðeins eitt.“
Þetta fannst okkur eiga svo vel við
hana ömmu okkar. Amma hafði
svo gaman af lestri góðra bóka og
var hún ekki lengi að klára heilu
bunkana af bókum sem voru alltaf
nálægt. Amma var mjög fróðleiks-
fús og svolgraði í sig allt frá skáld-
sögum, mannkynssögum og æviá-
gripum niður í slúðurblöð á
þremur tungumálum, auk íslensk-
unnar. Hún hafði góð tök á ís-
lensku, ensku, dönsku og sænsku
en sá eftir að hafa ekki lært þýsku
sem henni þótti svo falleg. Því var
amma einstaklega ánægð að Ás-
rún byggi nú í Berlín og væri að
læra þetta fallega tungumál.
Amma fylgdist alltaf strangt
með ævintýrum kóngafólksins í
Danmörku, Noregi, Svíþjóð og
Englandi og undraðist áhugaleysi
okkar systra á því. Við náðum þó
alltaf vel saman á sviðum mennt-
unar, yndislesturs og ferðalaga.
Hún hafði alltaf gaman af því að
heyra af ferðalögum okkar og dró
undantekningalaust fram sömu
landakortabókina sína, frá árinu
1962, og rakti staðina sem við
höfðum verið á, ásamt því að segja
okkur frá sínum eigin ferðalögum.
Fríða amma var eldklár og skýr
alveg fram á sinn síðasta dag og
minni hennar alveg ótrúlegt. Þrátt
fyrir háan aldur treystum við syst-
ur minni ömmu okkar alltaf fram
yfir okkar eigin.
Við eigum góðar minningar af
Þorragötunni, þar sem amma bjó
til ársins 2016. Þegar við vorum
yngri fengum við oft að gista þar
og var það mikið tilhlökkunarefni.
Amma var alltaf til í að grípa í
spilastokkinn og spiluðum við til
að mynda „lönguvitleysu“ og
„þjóf“ oftar en flestir myndu
nenna. Einnig lumaði amma alltaf
á Nutella í skápnum sem við feng-
um annars aldrei heima. Amma
hafði einnig mikinn áhuga á alls
kyns saumaskap og vakti það með
henni mikla gleði að fá að kenna
Kato að prjóna og dást svo að
hverri flíkinni sem Kato fram-
leiddi.
Á Þorragötu leið ömmu vel þar
sem hún hafði sína góðu göngu-
túra við Ægisíðu, félagsstarfið í
Þorraseli og útsýni yfir skóla-
garðana og Reykjavíkurflugvöll.
Ekki þótti langömmubörnum leið-
inlegt að sitja á svölunum í stúku-
sæti og fylgjast með flugvélunum
taka á loft og lenda.
Nú verða heimsóknirnar á Sól-
tún ekki fleiri og kveðjum við
ömmu okkar með söknuði. Við
viljum þakka starfsfólkinu sem
aðstoðaði Fríðu ömmu okkar við
að ganga síðasta spölinn kærlega
fyrir.
Ásrún og Drífa.
Snjáfríður Sigurjónsdóttir lést
á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í
hárri elli hinn 20. mars. Hún
fæddist á Ísafirði 1922, en á æsku-
árum átti hún heima í Haukadal í
Dýrafirði. Þegar hún var sjö ára
flutti fjölskyldan til Reykjavíkur.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá
Ingimarsskólanum en vann síðan
við afgreiðslu í verslun og á
saumastofu. Árið 1950 gekk hún í
hjónaband með Kristjáni Há-
konarsyni útvarpsvirkja. Þau hjón
fluttu á Höfn í Hornafirði 1953, en
Kristján var þá ráðinn stöðvar-
stjóri við endurvarpsstöðina í
Hornafirði. Árið 1958 fluttu þau
aftur til Reykjavíkur í nýja íbúð á
Hjarðarhaga, en þá höfðu þau
eignast tvær dætur, þær Sigrúnu
og Ernu. Fríða og Kristján lögðu
alla áherslu á að byggja dætrum
sínum öruggt og gott umhverfi og
styðja þær á allan hátt. Snemma á
áttunda áratugnum hóf Fríða
skrifstofustörf hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga í Holta-
görðum og vann þar til starfsloka.
Erfið unglingsár og það að vera
elst í systkinahóp mótaði skap-
gerð Fríðu. Hún var ábyrgðarfull
og hæglát, lét verkin tala og var
ekki að flíka sjálfri sér.
Með árunum kynntist ég betur
þeim mörgu kostum sem Fríða
bar. Hún var miklum gáfum
gædd, var afar minnug, iðin og
námfús. Aðstæður hennar á þeim
tíma sem ungt fólk aflar sér
menntunar komu hins vegar í veg
fyrir að hún gæti nýtt sér þessa
eiginleika til fullnustu. Á miðjum
aldri fór hún að sækja ýmiss kon-
ar námskeið, sérstaklega í tungu-
málum svo sem ensku, dönsku og
sænsku. Áhugamál hennar voru
hannyrðir af ýmsu tagi og bóka-
lestur og þá sérstaklega ævisögur.
Hún hafði einnig mikinn áhuga á
golfíþróttinni og spilaði oft með
eiginmanninum úti á Seltjarnar-
nesi. Því miður varð slæm liðagigt
til þess að draga úr golfinu og dró
gigtin smám saman úr hreyfiget-
unni. Þau Fríða og Kristján höfðu
einnig sérstaka ánægju af ferða-
lögum og fóru allmargar ferðir til
Spánar og annarra Evrópulanda.
Árið 1995 fluttu Kristján og Fríða
í fallega íbúð við Þorragötu með
góðu útsýni yfir Skerjafjörðinn og
vel staðsetta með tilliti til göngu-
ferða um Ægisíðuna og Skerja-
fjörð. Því miður náðu þau hjón
ekki að njóta saman tilverunnar
þar nema nokkra mánuði en
Kristján lést árið 1995. Eftir frá-
fall Kristjáns tók Fríða virkan
þátt í félagsþjónustu aldraðra í
Vesturbænum. Hún var sem fyrr
dugleg við lestur og hannyrðir og
naut þess að fá heimsóknir ungra
afkomenda. Síðustu þrjú árin bjó
Fríða á Sóltúni og þar hélt hún
áfram með hannyrðir og bóklestur
þó að sjónin væri aðeins farin að
versna.
Athygli hennar og minni var
óskert alveg fram í andlátið. Megi
minningin um Snjáfríði lifa.
Ísleifur Ólafsson.
Snjáfríður Sigurjónsdóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 13-16 virka daga
Elsku maðurinn minn, pabbi okkar
og sonur,
ÞÓRÐUR VIÐAR MAGNÚSSON,
er látinn.
Kirsten Kummerfeld
Telse Björk Þórðardóttir
Tinna Björk Þórðardóttir
Kjarval Thor Þórðarson
Sverrir Þórðarson
Otto Örn Þórðarson
Magnús Fjeldsted og Gyða Guðjónsdóttir
✝
Ástkærir foreldrar okkar, tengdaforeldrar, amma, afi, langamma
og langafi,
FRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
sem lést 23. febrúar
og
AUÐUNN KARLSSON
sem lést 9. mars
Kríulandi 8, Garði
voru jarðsungin í kyrrþey í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.
Sigurjón Haraldsson, Guðný Anna Annasdóttir,
Anna Þór Auðunsdóttir, Hanna Rún Þór,
Guðfinna Auðunsdóttir, Sveinbjörn Hauksson,
Auður Auðunsdóttir, Sigurvin Heiðar Sigurvinsson
Bjarni Auðunsson, Sigurrós Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
TRYGGVI PÁLL FRIÐRIKSSON
listmunasali,
Grænahjalla 23, Kópavogi,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
þriðjudaginn 7. apríl.
Bálför verður að lokinni kistulagningu en vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu verður útför auglýst síðar.
Elínbjört Jónsdóttir
Margrét Tryggvadóttir Jóhann Ágúst Hansen
Elín Tryggvadóttir Guðjón Guðmundsson
Friðrik Tryggvason Katrín Sóley Bjarnadóttir
og barnabörn
Elsku sonur okkar, bróðir og barnabarn,
FRÓÐI PLODER,
Einarsnesi 66,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
þriðjudaginn 7. apríl.
Útför mun fara fram í kyrrþey en
minningarstund verður auglýst síðar.
Svafa Arnardóttir
Björgvin Ploder
Sindri Ploder
Örn Karlsson
Rósa Hilmarsdóttir
Jóhanna Kristín Jónmundsdóttir