Morgunblaðið - 11.04.2020, Síða 40

Morgunblaðið - 11.04.2020, Síða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020 NBA Kristján Jónsson kris@mbl.is Þegar keppnisferli er lokið hjá heimsfrægum íþróttakempum þá geta viðtölin orðið safaríkari en með- an á ferlinum stóð. Þegar kempurnar eru í fullu fjöri eru ýmsir hagsmunir sem hafa áhrif á hvað þær láta frá sér fara. Stórir samningar við samstarfs- aðila og félögin eru í húfi ef viðkom- andi er í liðsíþrótt. Ímyndin og orð- sporið á sinn þátt í fjárhagslegu öryggi þeirra. Í kringum NBA-deildina hefur það gerst í ríkari mæli að frægar kempur, sem hættar eru að spila, segja sögur frá ferlinum í alls kyns þáttum í sjón- varpi, útvarpi og á netinu. Í ein- hverjum tilfellum eru þetta leikmenn sem eru nánast horfnir úr kastljósi fjölmiðlanna og eru þá tilbúnir að gefa sér tíma og rifja upp eitt og ann- að. Þegar menn eru spurðir út í þekkta leikmenn þá er mjög áhuga- vert að heyra sögur af Michael Jor- dan sem gjarnan er nefndur til sög- unnar sem besti körfuknattleiks- maður heims frá upphafi. Frábærir leikmenn hafa sagt ýmsar magnaðar sögur af Jordan síðustu árin, löngu eftir að hann hætti að spila. Þessar frásagnir veita fólki meiri innsýn og fara með hinn almenna áhugamann á bak við tjöldin og inn á völlinn í mörg- um tilfellum. Frásagnirnar lýsa gjarnan keppnisskapinu sem bjó í Jordan en benda einnig til þess að maðurinn hafi haft algera yfirburði gegn samtímamönnum sínum í körf- unni. Hann virðist hafa getað skorað nánast að vild í NBA-deildinni eins og margir benda á. Þar sem Jordan var ekki eigingjarn leikmaður sem ekkert afrekaði, þá eru þessar frá- sagnir enn athyglisverðari. Hann varð jú sex sinnum NBA-meistari og tvívegis ólympíumeistari. Morgunblaðið tíndi til nokkrar sögur af Jordan þar sem skemmt- anagildið er einnig gott. Jordan er frægur fyrir sálfræðihernað á vell- inum sem vestan hafs er iðulega kall- að „trash-talk“. Hann lét dæluna ganga inni á vellinum og gat komið mönnum úr jafnvægi. Hins vegar er merkilegt að þegar hann varð sjálfur reiður þá bitnaði það ekki á hans frammistöðu. Þá virtist hann tæta andstæðingana í sig. „Fimmtíu“ Sá fyrsti sem vitnað er í er Byron Scott, fyrrverandi samherji Péturs Guðmundssonar hjá LA Lakers. Margfaldur meistari með Lakers á níunda áratugnum og maður sem þurfti að gæta Jordan í vörninni þeg- ar liðið mætti Chicago Bulls. Scott lýsti samtali við Jordan í The Dan Patrick Show. Liðin mættust í Los Angeles og Scott var ekki leik- fær og lenti á sjúkralistanum. Jordan gaf sig á tal við hann fyrir leik þegar hann sá að Scott var borgaralega klæddur. „Hver á þá að gæta mín í leiknum? Ég sagði honum að það yrði Anthony Peeler [sem þá var nýliði.] Oo- ooohhhh. Fimmtíu, svaraði Jordan.“ Scott áttaði sig á því að Jordan hefði átt við að þetta þýddi að hann myndi skora 50 stig í leiknum gegn Lakers. Sjálfur sagðist Scott aldrei hafa sagt eða gert neitt sem myndi æsa Jordan upp. Það væri heimsku- legt. Afleiðingarnar af því væru þær að Jordan gæti þá tekið upp á því að skora 60 stig. Hann reyndi því að halda honum niðri með vinsemd eins og hann orðaði það. Scott fór til Pee- ler og sagði honum að Jordan myndi líklega reyna að skora 50 stig. Bað Peeler vinsamlegast um að reita Jor- dan ekki til reiði. Reyna að vera ró- legur. Svo fór að Jordan skoraði 54 stig. „Maðurinn gat gert nokkurn veginn það sem honum sýndist á körfubolta- vellinum,“ bætti Scott við. Sýndi Kidd nærgætni Þegar Jordan var orðinn besti leik- maður deildarinnar, og tekinn við af Larry Bird og Magic Johnson sem aðalmaðurinn, þá gerðu hrokafullir nýliðar stundum þau mistök að láta hafa eitthvað eftir sér opinberlega áður en þeir mættu Jordan í fyrsta skipti. Ef ummælin bentu til þess á einhvern hátt að þeir teldu sig eiga einhverja möguleika gegn Jordan þá endaði það með ósköpum þegar að leiknum kom. Þegar Jordan fékk slíka hvatningu þá valtaði hann yfir menn. Jason Kidd kom inn í deildina með nokkrum látum sem nýliði en gætti þess að segja aldrei neitt neikvætt um Jordan. Hann sagði skemmtilega frá sinni fyrstu viðureign gegn Jor- dan þegar Kidd var nýliði hjá Dallas Mavericks. „Í fyrsta skipti sem ég þurfti að gæta hans í Dallas þá var ég tauga- óstyrkur og Jordan tók sennilega eft- ir því. Hann kom alla vega til mín og sagði: Ekki hafa neinar áhyggjur. Ég kann vel við þig og mun því ekki nið- urlægja þig. Flott, svaraði ég en spurði hvort niðurlæging þýddi að hann skoraði 50 stig. Nei nei, sagði Jordan. Ég mun taka það rólega gegn þér. Svo gerist það í leiknum að hann snýr sér frá mér og fer meðfram endalínunni. Stekkur upp að körfunni og gat auðveldlega troðið með látum. Ekki troða, hugsaði ég með mér. Þá hékk hann í loftinu, fór undir körfuna, og lagði boltann mjúklega ofan í hin- um megin við hringinn. Þegar hann hljóp til baka sagði hann við mig: Ég sagði þér að ég myndi ekki niðurlægja þig. Þegar upp var staðið skoraði hann 35 stig í leiknum og þar af voru ekki nema 20 þegar ég var að gæta hans,“ sagði Kidd og hló. Garnett gekk í gildruna Isaiah Rider og Kevin Garnett hafa báðir sagt frá magnaðri atburðarás þegar þeir léku með Minnesota Tim- berwolves gegn hinu frábæra liði Bulls árið 1996. Minnesota var yfir þegar 3. leik- hluta lauk og það í Chicago. Rider þurfti að glíma við Jordan og hafði gert það nokkrum sinnum áður. Rider hafði vit á því að æsa ekki Jordan upp að óþörfu og honum gekk mjög vel fram að þessu. Hafði skorað 24 stig og Jordan var með um 18 stig. Á sama tíma gekk hinum kornunga Garnett vel gegn Scottie Pippen og skoraði um 30 stig þegar upp var staðið. Þegar menn gengu af velli að lokn- um þriðja leikhluta var Garnett mjög hátt uppi og fór að hvetja Rider áfram. Sagði ýmislegt á þá leið að Jor- dan ætti ekki möguleika gegn honum. Rider væri of líkamlega sterkur fyrir Jordan og þess háttar. Sagði samherj- anum að halda áfram að sækja á Jor- dan. Rider verður vandræðalegur og bendir Garnett á að Jordan standi nú bara nánast við hliðina á þeim. Gar- nett segist vera alveg sama. Jordan ráði ekkert við Rider. Isiah Rider reyndi strax að minnka skaðann sem strákurinn hafði valdið og segir við Jordan: „Þetta er bara hvolpur. Hann veit ekki neitt. Hann skilur ekki „regl- urnar.““ Jordan horfði hvasst á þá báða og sagði bara „ókei.“ Rider segir við Garnett í leikhléinu á milli leikhluta: „Ég þarf að gæta hans á vellinum en ekki þú.“ En Gar- nett skildi bara ekki að svona töluðu menn ekki við Jordan. Ekki var langt liðið á fjórða leikhluta þegar Jordan hafði bætt við 17 stigum og horfði til skiptis á Rider og Garnett. Tvívegis gerðist það að Minnesota náði ekki „Svona talarðu ekki við hinn svarta Jesú“  Öfugt við marga aðra virtist Michael Jordan spila betur ef hann reiddist  Ýmsar kempur hafa sagt athyglisverðar sögur af Jordan á síðustu árum REUTERS Kveður Snillingurinn Michael Jordan þakkar fyrir sig að loknum síðasta heimaleik sínum með Washington Wizards í NBA-deildinni vorið 2003. Hin bandaríska Simone Biles, besta fimleikakona heims og fjórfaldur ól- ympíumeistari, gæti verið hætt keppni. Viðurkenndi hún í samtali við Wall Street Journal að þátttaka henn- ar á Ólympíuleikunum í Tókýó væri í óvissu, nú þegar þeim hefur verið frestað um eitt ár. Biles hefur æft stíft síðustu mánuði í undirbúningi fyrir leikana, en þeir áttu að fara fram í sumar. Ætlaði Bi- les að hætta eftir leikana, en nú er óljóst hvort hún mætir til keppni í Tókýó. Hefur hún gefið í skyn að lík- aminn hafi fengið nóg. Verður Biles með á Ólympíuleikunum? AFP Sigursæl Simone Biles skríður undir feld á næstunni. Nágrannarnir sigursælu í Reykja- nesbæ, Keflavík og Njarðvík, hafa báðir nýtt tímann og samið við er- lenda lykilmenn. Litháinn Dominykas Milka, einn besti leikmaður Dominos-deildar á leiktíðinni, er búinn að semja við Keflavík og mun leika með liðinu á næsta tímabili. Króatinn Mario Matasovic hefur gert nýjan tveggja ára samning við Njarðvík. Matasovic, sem hefur þegar leikið tvö tímabil í Njarðvík, var tíundi framlagshæsti leikmaður deildarinnar. Öflugir menn verða hér áfram Morgunblaðið/Skúli Góður Dominykas Milka fann sig af- ar vel með Keflavíkurliðinu. 11. apríl 1965 Karl Jóhannsson skorar 14 mörk fyrir KR sem gerir jafn- tefli 31:31 í vin- áttuleik í hand- knattleik í Hálogalandi gegn dönsku liði sem er í heim- sókn og Morg- unblaðið kallar Gullfoss. Ellert B. Schram ver þrjú vítaköst í marki KR. 11. apríl 1970 Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik sigrar Dani, 67:61, á Norð- urlandamótinu í Bærum í Nor- egi og hreppir þar með brons- verðlaunin. Einar Bollason tryggir sig- urinn með því að skora 22 stig á síðustu 12 mínútunum og 28 stig alls. Þorsteinn Hall- grímsson skorar 14 stig. 11. apríl 1976 Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson leika til úrslita í Evr- ópukeppni bikarhafa í hand- knattleik með vesturþýska lið- inu Dankersen. Liðið má sætta sig við tap 26:24 eftir fram- lengdan leik fyrir spænska lið- inu Granollers sem verður Evrópumeistari fyrst spænskra liða í íþróttinni. Ax- el og Ólafur skoruðu 5 mörk hvor í úrslitaleiknum. 11. apríl 1984 Ísland sigrar Frakkland, 12:10, í vináttulandsleik kvenna í handknattleik í Strandgötuhúsinu í Hafn- arfirði og hefur þar með lagt Frakkana þrisvar í röð á jafn- mörgum dögum. Sigrún Blomsterberg skorar fjögur mörk og Guðríður Guðjóns- dóttir þrjú. 11. apríl 1992 Ragnheiður Runólfsdóttir vinnur allar sínar greinar á Ís- landsmótinu innanhúss í sundi í Vest- mannaeyjum þrátt fyrir að hafa fengið 40 stiga hita á fyrsta keppn- isdegi. Ragn- heiður var kjörin Íþróttamað- ur ársins 1991 en tilkynnir að hún hafi keppt á mótinu í síð- asta sinn þar sem hún ætli að hætta keppni í sundi að Ól- ympíuleikunum loknum. 11. apríl 1996 Íslenska karlalandsliðið í handknattleik sigrar Japani, 28:17, á alþjóðlegu móti í Kumamoto í Japan og hefur þar með unnið fyrstu þrjá leiki sína á mótinu. Róbert Sig- hvatsson skorar fimm mörk, Davíð Örn Ólafsson og Patrek- ur Jóhannesson fjögur mörk hvor. 11. apríl 2010 Pétur Eyþórsson sigrar þegar keppt er um Grettisbeltið í 100. skipti í Íslandsglímunni. Sigrar Pétur í fimmta sinn og Svava Hrönn Jóhannsdóttir fékk Freyjumenið í sjötta sinn. 11. apríl 2015 Bryndís Rún Hansen tvíbætir Íslandsmetið í 50 metra flug- sundi sama daginn á Íslands- mótinu í 50 metra laug. Í úr- slitum synti Bryndís á 26,92 sekúndum og tryggði sér keppnisrétt á HM í Rússlandi. Á ÞESSUM DEGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.