Morgunblaðið - 11.04.2020, Page 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020
Jakob Frímann Magnússon og fé-
lagar hans í Stuðmönnum eru
áberandi í sjónvarpi nú um
páskana. Sjónvarp Símans sýndi í
gærkvöld í tvennu lagi upptöku af
fullveldistónleikum Stuðmanna í
Þjóðleikhúsinu fyrir tveimur árum
og annan í páskum verður á sömu
stöð sýnd upptaka af síðbúnum út-
gáfutónleikum Jakobs vegna plöt-
unnar Horft í roðann. Upphaflegir
útgáfutónleikar áttu að fara fram í
mars árið 1977 en Jakobi bauðst
þá að fara í tónleikaferðalag með
Long John Baldry og að henni lok-
inni gerði hann plötusamning við
Warner Brothers og fluttist til Los
Angeles. Frestuðust tónleikarnir
fyrir vikið allt fram til ársins 2019
þegar þeir voru loksins haldnir, á
páskum í fyrra í Bæjarbíói og
kvikmyndaðir af Sjónvarpi Símans.
Horft í roðann byggist á kons-
epti, lífinu eftir dauðann og á plöt-
unni er rakin saga Ívars frá Pur-
key á Breiðafirði sem drukknar og
fer yfir skrautlegt líf sitt um leið
og hann ferðast milli vídda. „Um
leið og ferðast er milli tímabelta í
lífi Ívars er ferðast milli tímabila
tónlistarsögu 20. aldar,“ segir Jak-
ob spurður um plötuna. Ekki er
nóg með að sýndar séu upptökur
af tónleikum Stuðmanna og Jakobs
á Sjónvarpi Símans um páskana
heldur var einnig á dagskrá RÚV
á skírdag og föstudaginn langa
heimildarmynd í tveimur hlutum
um Þursaflokkinn sem Stuðmað-
urinn Egill Ólafsson fór fyrir. Má
nálgast það efni í spilara RÚV.
Segir Jakob þennan áhuga sjón-
varpsstöðvanna á gömllu MH-
klíkunni ánægjulegan og vísar þar
til Menntaskólans við Hamrahlíð
sem getið hefur af sér margan
þjóðkunnan listamanninn.
Morgunblaðið/Eggert
Konseptverk Jakob Frímann með
eintak af Horft í roðann.
„MH-klíkan“ áber-
andi í páskadagskrá
Líkt og titillinn gefur tilkynna segir The Two Popes frá tveimur páfum,þeim Joseph Ratzinger
og Jorge Mario Bergolio, sem eru
betur þekktir sem Benedikt XVI. og
Frans.
Í upphafi myndarinnar deyr
Jóhannes Páll II. páfi og kardinálar
kaþólsku kirkjunnar koma saman í
Vatíkaninu til að kjósa nýjan páfa.
Ratzinger þykir sigurstranglegur
en nokkrir aðrir njóta fylgis, þar á
meðal Bergolio, þrátt fyrir að hann
hafi engan áhuga á embættinu. Á
endanum er Ratzinger kosinn og
verður Benedikt páfi XVI.
Nokkur ár líða og Bergolio sendir
uppsögn til Vatíkansins, hann vill
frekar vera réttur og sléttur sveita-
prestur en erkibiskup. Hann fær þó
engin svör frá kirkjunni og ákveður
því að fara sjálfur til Rómar til að
fylgja erindinu eftir. Í þann mund
sem hann leggur af stað svarar
kirkjan loksins erindinu og boðar
hann á fund Benedikts páfa. Þeir
eyða nokkrum nokkrum dögum
saman og ræða um lífið, trúna,
heimspeki og þá skandala sem skek-
ið hafa kaþólsku kirkjuna.
The Two Popes byggist á sam-
nefndu leikriti eftir Anthony
McCarten og hann útbjó sjálfur
kvikmyndahandritið. Sagan byggist
á sannsögulegum atburðum en höf-
undurinn hefur að sjálfsögðu þurft
að geta í eyðurnar og færa í stílinn,
til að skapa sómasamlega framvindu
og vekja persónurnar til lífsins.
Þetta vel skrifað stykki, samtölin
eru lipur og fallega skrifuð og ekki
skemmir fyrir að flutningurinn er
óhemjugóður. Líkt og við má búast
er myndin nokkuð leikhúsleg, það
er mikið talað og textinn er afar
merkingarþrungin. Þessi leikhús-
bragur er þó alls enginn löstur og
verkið er aðlagað vel kvikmynda-
forminu.
Jonathan Pryce leikur Bergolio
og Anthony Hopkins leikur Ratz-
inger. Þeir piltar lýsa hér og skína
báðir tveir, enda frábærir leikarar.
Þetta eru tvær gjörólíkar persónur,
þeir hafa hvor um sig kosti og galla
og líta má svo á þeir bæti hvor ann-
an upp á einhvern hátt. Ratzinger
er sá breyskari af tvíeykinu. Hann
er stoltur, kann vel við að fá hrós,
forðast að sýna veikleika, auk þess
sem hann er hégómagjarn og hefur
mikið dálæti á fallegum munum og
skrúði. Bergolio er aftur á móti lít-
illátur og auðmjúkur, hann hefur
samúð með fátæku fólki og brýtur
brauð með hinum bágstöddu. Hann
er líka geysilega skemmtilegur,
miklu skemmtilegri en Ratzinger,
því hann tekur lífið ekki of alvar-
lega. Því má líta svo á að Bergolio sé
„góði karlinn“ og Ratzinger „vondi
karlinn“, að þeir séu einhvers konar
Jesús og Júdas. Þar að auki er ljóst
að Ratzinger er hér fulltrúi kirkju-
báknsins með öllum sínum ágöllum,
meðan Bergolio er fulltrúi hins
raunverulega boðskapar kristninn-
ar. Hvor um sig er þó mannlegur,
báðir hafa þeir sína djöfla að draga
og þeir geta kennt hvor öðrum sitt-
hvað. Ratzinger til dæmis stappar
stálinu í Bergolio og hvetur hann til
að fyrirgefa sjálfum sér á meðan
Bergolio kennir Ratzinger auðmýkt.
Myndin sver sig í ætt við „buddy“
gamanmyndagreinina. Þótt myndin
fjalli um háheilaga menn og snerti á
dramtískum málefnum er húmorinn
aldrei langt undan og á köflum dett-
ur myndin algjörlega í „feel-good“
gírinn. Þetta gerist sér í lagi á
augnablikum þar sem þessir andans
menn eru „afhelgaðir“, þegar þeir
sitja fyrir framan sjónvarpið og
horfa á fótbolta, drekka fanta og
borða pítsur og við sjáum að þeir
eru bara mannlegir eins og öll önn-
ur börn Guðs.
Myndin er framleidd af Netflix og
það er greinilega tekið tillit til þess í
kvikmyndatökunni að flestir áhorf-
endur munu njóta myndarinnar á
sjónvarpsskjá. Víðmyndir eru fátíð-
ar, frekar er myndað frá þröngu
sjónarhorni og þarna er mikið um
nærmyndir af andlitum, líkt og al-
gengt er í sjónvarpsefni. Á köflum
er myndatakan nokkuð tilrauna-
kennd, stuðst er við tinandi hand-
held skot og þysjað inn og út í gríð
og erg. Þetta kemur ekki vel út,
þennan stíl tengir maður einna helst
við heimildarmyndir eða æsilegar
spennumyndir og því ekki laust við
að þetta komi spánskt fyrir sjónir í
svona mynd.
Klippingar eru hins vegar mjög
skemmtilegar. Oft eru samtalsatriði
undirstrikuð með því að klippa yfir í
ramma sem inniheldur trúarlegar
ímyndir, líkt og eisandi kerti eða
gluggapósta sem liggja í kross.
The Two Popes er fín bíómynd.
Auðvitað er það frammistaða stór-
leikaranna Anthony Hopkins og Jo-
nathan Pryce sem stendur upp úr,
enda túlka hér þeir eftirminnilegar
persónur með glæsibrag.
Afhelgaðir páfar
Netflix
The Two Popes bbbbn
Leikstjórn: Fernando Meirelles. Handrit:
Anthony McCarten. Kvikmyndataka:
César Charlone. Klipping: Fernando
Stutz. Aðalhlutverk: Anthony Hopkins
og Jonathan Pryce. 125 mín. Bandarík-
in, Bretland og Ítalía, 2019.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Stórleikarar Frammistaða Anthony
Hopkins og Jonathan Pryce stendur
upp úr í The Two Popes.
Ármúla 24 • S. 585 2800