Morgunblaðið - 29.04.2020, Side 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020
Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is
HVÍTAR
GÆÐA
INNIHURÐIR
Á GÓÐU VERÐI
TIL AFGREIÐSLU STRAX
Helgi Bjarnason
Jóhann Ólafsson
Þau tímamót urðu í gær í baráttunni
við kórónuveirufaraldurinn að eng-
inn sjúklingur var á gjörgæslu á spít-
ölum landsins. Sá síðasti var útskrif-
aður af gjörgæslu Landspítalans í
gærmorgun. Alma D. Möller land-
læknir óskaði sjúklingum, aðstand-
endum og öllum öðrum til hamingju
með það á daglegum upplýsinga-
fundi almannavarna.
Þrjú smit höfðu greinst sólar-
hringinn á undan, tvö í Bolungarvík
og eitt á höfuðborgarsvæðinu. Allir
voru þeir í sóttkví. Alls voru 229 sýni
greind á sýkla- og veirufræðideild
Landspítalans, m.a. nýsmitin þrjú,
og 459 hjá Íslenskri erfðagreiningu
þar sem ekkert sýni reyndist já-
kvætt. Níu liggja enn veikir á spítala.
Verið er að undirbúa mótefnamæl-
ingar en þær eru taldar gefa góða
mynd af því hversu stór hluti þjóð-
arinnar hefur smitast af kórónuveir-
unni.
Ólíkleg veikindi hér
Heilbrigðisyfirvöld hér á landi
hafa kynnt sér alvarleg veikindi
barna á Spáni og í Bretlandi. Alma
sagði að sum barnanna hefðu verið
með kórónuveiruna en ekki öll. Til-
vikin væru mjög fá eða á bilinu fimm
til tíu hjá þessum milljónaþjóðum og
ólíklegt að slík veikindi kæmu upp
hér.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
sagði frá eiginleikum vefjarins
heilsuvera.is sem mikið hefur verið
notaður í faraldrinum. Fær hann um
10 þúsund heimsóknir á dag.
Fræðsluhluti vefjarins hefur verið
mikið notaður þegar margir hafa
verið heima í sóttkví. Benti Ragn-
heiður á að fólk gæti pantað tíma hjá
lækni og endurnýjað lyfseðla á mín-
um síðum en rafræn skilríki þarf til
að komast þangað inn.
Enginn kórónuveiru-
sjúklingur á gjörgæslu
Heilsuvera.is fær nú 10 þúsund heimsóknir á dag
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 2 52
Útlönd 1 0
Austurland 8 14
Höfuðborgarsvæði 1.309 476
Suðurnes 77 31
Norðurland vestra 35 14
Norðurland eystra 46 30
Suðurland 178 69
Vestfirðir 97 72
Vesturland 42 26
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands
Óþekktur
Erlendis
47.065 sýni hafa verið tekin
10 einstaklingar eru látnir
11 eru á sjúkrahúsi 1 á gjör-gæslu
149 eru í einangrun
149 eru með virkt smit
Fjöldi smita frá 28. febrúar til 27. apríl
Heimild: covid.is
1.795 smit voru staðfest
í gær kl. 13.00
1.795
149
apríl
1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
þeirra sem
hafa greinst
voru í sóttkví
81%
55%
9,2% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,59% sýna tekin hjá ÍE
18.858 hafa lokið sóttkví784 manns eru í sóttkví
Staðfest smit
Virk smit
mars
1.636
einstaklingar
hafa náð bata
Fjöldi sýna og fjöldi staðfestra smita
Uppsafnaður fjöldi sýna og staðfestra smita*
Fjöldi staðfestra smita á hverja 1.000 íbúa eftir aldri og kyni**
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
0
sýni
smit
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
10
8
6
4
2
0
6-12 13-17 18-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-89
Aldur, ár:
*Sýni tekin á Sýkla- og veirufræðideild
LSH og hjá Íslenskri erfðagreiningu
**Tölur frá mánud. 27. apríl Karlar Konur
1,9
47.065
1.795
8,2
5,9
1,8
1,4
5,4
5,7
7,0
1,1
Sýni Staðfest smit
aprílmars
Heimild:
covid.is
Helgi Bjarnason
Höskuldur Daði Magnússon
Jóhann Ólafsson
„Við fyrstu sýn virðist þarna komið
vel til móts við þau sjónarmið sem við
höfum talað fyrir undanfarna tíu
daga til tvær vikur. Þarna er verið að
taka á sérstökum vanda og þetta er
risastór aðgerð fyrir ferðaþjón-
ustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúla-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
ferðaþjónustunnar, þegar hann var
spurður um þriðja aðgerðapakka rík-
isstjórnarinnar vegna afleiðinga kór-
ónuveirufaraldursins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra kynnti aðgerðir ríkisstjórnar-
innar á blaðamannafundi í gærmorg-
un. Hlutabótaleið stjórnvalda verður
framlengd með óbreyttum hætti út
júní og með 50% starfshlutfalli í stað
25% út ágúst. Þá geta fyrirtæki sem
orðið hafa fyrir að minnsta kosti 75%
tekjufalli og sjá fram á áframhald-
andi litlar tekjur út þetta ár eða leng-
ur sótt um stuðning til ríkissjóðs til
að greiða stóran hluta launakostnað-
ar á uppsagnarfresti. Þá verða settar
tímabundið einfaldari reglur um fjár-
hagslega endurskipulagningu fyrir-
tækja til að þau geti komist í skjól á
meðan verið er að meta stöðu þeirra.
Ekki takmarkalaust úthald
Áætlað er að aðgerðirnar kosti rík-
issjóð á bilinu 40 til 60 milljarða.
„Úthald ríkissjóðs er ekki tak-
markalaust. Kostnaðurinn verður
verulegur og það mun taka langan
tíma að vinna okkur út úr þessari
kreppu, það vitum við,“ sagði Katrín
forsætisráðherra þegar hún kynnti
aðgerðirnar sem eftir er að útfæra
nánar og leggja fyrir Alþingi.
Markmið aðgerðanna er að draga
úr þeim skaða sem umfangsmiklar
uppsagnir og fjöldagjaldþrot valda
þannig að staðinn verði vörður um
réttindi launafólks á sama tíma og
stuðlað verði að kröftugri viðspyrnu
efnahagslífsins.
Fagna aðgerðunum
„Við fögnum aðgerðapakkanum,
enda með vilyrði fyrir samráði um út-
færslu á honum, en það var nauðsyn-
legt að fá þetta fram fyrir mánaða-
mót,“ segir Drífa Snædal, forseti
Alþýðusambands Íslands.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður Viðreisnar, hrósaði ríkis-
stjórninni fyrir aðgerðapakkann í
umræðum á Alþingi í gær. „Ég fagna
því sérstaklega að hún hafi tekið
þeirri gagnrýni sem var á [fyrri]
pakka,“ sagði hún. Hún benti á að
málin væru hvorki skýr né tilbúin,
þegar þau væru kynnt til leiks. Fyrir-
tækin þyrftu skýrari skilaboð.
Jóhannes Þór Skúlason sagði að
full ástæða væri til að gleðjast yfir
tíðindum dagsins. Dagurinn væri
mjög frábrugðinn öðrum í þeim
hörmungum sem gengið hafa yfir
ferðaþjónustuna að undanförnu.
„Þetta er eiginlega fyrsti dagurinn
sem er betri en gærdagurinn. Það
verður að gleðjast yfir litlu hlutunum
í lífinu.“
Stuðningur við launafólk og fyrirtæki
Tillögur ríkisstjórnarinnar í samráði við aðila vinnu markaðar ins
1. Hlutastarfaleið verður framlengd
til 31. ágúst en hefði að
óbreyttu fallið úr gildi
þann 1. júní nk.
■ 25% lágmarks-
starfshlutfall út
júnímánuð.
■ 50% lágmarksstarfs-
hlutfall í júlí og ágúst.
2. Einfaldari reglur um fjárhagslega
endurskipulagningu
fyrirtækja.
■ Breytingar miða að
því að fyrirtæki geti
komist í skjól á
einfaldan
hátt á
meðan
verið er
að meta
stöðu
þeirra.
3. Stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launa-
kostnaðar á uppsagnarfresti.
■ Greiðsla
að hámarki
633 þús.kr. á
mánuði í allt að
þrjá mánuði.
■ Fyrirtæki
sem orðið
hafa fyrir að
lágmarki 75%
tekjufalli
og fyrir-
sjánlega
út þetta
ár geta sótt
um.
■ Starfsmenn
skulu eiga
forgang til
starfs þegar
starfsemi hefst
að nýju.
„Þetta er risa-
stór aðgerð“
Aðgerðapakki kostar 40-60 milljarða
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Blaðamannafundur Katrín Jak-
obsdóttir kynnir aðgerðirnar.
Aðgerðir
» Hlutastarfaleiðin hefði að
óbreyttu runnið út 1. júní. Hún
verður framlengd út júní með
25% lágmarksstarfshlutfalli og
áfram með 50% hlutfalli út
ágúst.
» Fyrirtæki sem verða fyrir
miklum tekjubresti geta sótt
um stuðning úr ríkissjóði til að
greiða stóran hluta launa á
uppsagnarfresti.
0