Morgunblaðið - 29.04.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.04.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Miklar framkvæmdir standa nú yfir við Gömlu höfnina í Reykjavík. Þar er mikið rask þessa stundina og af þeim sökum hefur uppsetning eimreiðar- innar Minør frestast eins og fram hef- ur komið hér í blaðinu. Framkvæmdir við Miðbakka og Bryggjugötu (sem liggur samsíða Austurbakka) fela í sér annars vegar lagnavinnu og frágang götu og gang- stíga við nýbyggingar við Bryggju- götu og hins vegar lagningu upp- hitaðs hjólastígs og endurgerð göngustígs meðfram Geirsgötu, auk frágangs á strætóbiðstöð. Þessar upplýsingar er að finna á vef Reykja- víkurborgar. Áætluð verklok eru 1. júlí nk. Verktakinn er Lóðaþjónustan ehf. og hljóðaði verksamningur upp á 157 milljónir króna. Veitur greiða hluta af þeim kostnaði. Þá hafa einnig staðið yfir miklar framkvæmdir við Ægisgarð, þarna skammt frá. Þær eru á forræði Faxa- flóahafna. Gamlir söluskúrar fyrir hvalaskoðunarferðir hafa verið fjar- lægðir og verið er að byggja ný sölu- hús. Jafnframt hafa allar lagnir verið endurnýjaðar og sömuleiðis malbik. Verklok voru áætluð 1. maí en þeim mun seinka vegna þess hve tíðarfarið hefur verið óhagstætt til fram- kvæmda í vetur. Verktaki við byggingu söluhús- anna er E. Sigurðsson ehf. og tilboðs- verðið var 398,6 milljónir króna. Við Miðbakkann leggjast smærri skemmtiferðaskip og því má segja að lagfæringar gagnist ekki aðeins Ís- lendingum heldur einnig erlendum ferðamönnum. En væntanlega munu fáir ferðamenn vera á ferðinni í sum- ar á Miðbakka og Ægisgarði. Loks ber að nefna að fyrir dyrum standa framkvæmdir á Faxagarði, sem stendur skammt frá Hörpu. Þar verður byggð ný spennistöð auk þess að allar lagnir verða endurnýjaðar. Er þetta m.a. gert vegna krafna um tengingar stærri skipa við raf- orkukerfið í landi. Morgunblaðið/sisi Miðbærinn Meðal þess sem verið er að framkvæma þarna er endurnýjun á gangstéttinni meðfram Geirsgötu. Miklar endurbætur gerðar á umhverfi hafnarinnar  Hafnarbakkar við Gömlu höfnina fá andlitslyftingu Bionette ofnæmisljós Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Bionette ofnæmisljós er byltingakennd vara semnotar ljósmeðferð (phototherapy) til að draga úr einkennumofnæmiskvefs (heymæðis) af völdum frjókorna, dýra, ryks/ rykmaura og annarra loftborinna ofnæmisvaka. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Við póstsendum um allt land Sími 568 5170 Snyrtivörumerkin okkar eru: Mad e i n I c e l a n d Nýjar glæsilegar VORVÖRUR Jakkar • Vesti • Túnikur • Kjólar • Bolir Peysur • Buxur • Töskur • Silkislæður „Á þessum skröltandi hávaðatím- um sem við lifum nú er vonandi að einhverjum finnist þess virði að heyra þá lágstilltu rödd íslenskrar tungu sem góð ljóðlist er. Hvergi er íslensk tunga glæsilegri en í góðu ljóði,“ segir Hrafn Gunn- laugsson kvikmyndaleikstjóri. Hann er umsjónarmaður raðar sex nýrra sjónvarpsþátta sem bera yfirskriftina Úr ljóðabókinni og fer sá fyrsti í loftið á RÚV í kvöld kl. 20:40. Í fyrsta þættinum flytur Sverrir Guðjónsson ljóðið Ferða- lok eftir Jónas Hallgrímsson en aðfaraorð flytur Harpa Rún Krist- jánsdóttir. Hrafn segir þáttagerð þessa hafa verið nokkuð tímafreka, bæði að velja ljóðin og ekki síður að æfa og skapa þann andblæ sem fylgja skal. Þar hafi afburðaflytj- endur og meistaralega frumsamin tónlist eftir Hilmar Örn Hilm- arsson haft mikið að segja. „Þegar ég var dagskrárstjóri Sjónvarps- ins í kringum 1990 voru þættir undir þessum sama titli, Úr ljóða- bókinni, á dagskránni. Þar komu fram frábærir flytjendur, menn sem nú eru horfnir, stórleikarar svo sem Gunnar Eyjólfsson, Helgi Skúlason og Rúrik Haraldsson,“ segir Hrafn sem bætir við að flytj- endur núna séu ekki minni kanón- ur, en þar má nefna, auk Sverris, Þórarin Eldjárn og þær Guðrúnu Ásmundsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Margréti Einarsdóttur. „Fyrir framtíðina er mikils virði að varðveita rödd og framsetningu þessara einstöku flytjenda,“ segir Hrafn. „Sú hugmynd sem bjó að baki þáttagerðinni fyrir 30 árum hefur alltaf lifað með mér. Mér finnst því gaman að fá tækifæri til að taka upp þráðinn, en ég hef ekkert unnið fyrir sjónvarp í ára- tugi.“ sbs@mbl.is Ljóð í sjónvarpinu  Á RÚV í kvöld kl. 20:40  Sverrir les Ferðalok  Hrafn velur í sex þætti Morgunblaðið/Sigurður Bogi List Hrafn Gunnlaugsson velur ljóð til flutnings í sjónvarpsþáttum. Færeyjar, Evrópusambandið og Noregur gerðu í síðustu viku samn- ing sín á milli um sameiginlegt eft- irlit með uppsjávarfiski sem tilheyrir deilistofnum aðilanna. Samningur- inn felur í sér samstarf um eftirlits- aðgerðir á Norður-Atlantshafi út ár- ið 2020, að því er fram kemur á vef sjávarútvegsráðuneytis Færeyja. Nánar tiltekið varðar þetta eftirlit með veiðum á kolmunna, makríl og norsk-íslenskri síld, auk brynstirtlu. Fulltrúar frá Grænlandi og Íslandi sátu fund um samræmingu eftirlits- aðgerða sem fór fram í janúar í Lundúnum undir formennsku Nor- egs, en ríkin eru ekki aðilar að samn- ingnum þar sem þau eru ekki aðilar að samningum um ráðstöfun um- ræddra fiskistofna. Samningsaðilar hafa með samn- ingnum samþykkt samræmdar regl- ur um vigtun afla við löndun og er meðal annars kveðið á um að að lág- marki skuli vigta 5% við löndun og 7,5% af lönduðu magni undir eftirliti. Jafnframt er skylda að öll vigtun fari fram undir myndavélaeftirliti í þeim höfnum þar sem landað er meira en 3.000 tonnum af uppsjávarfiski á ári. gso@mbl.is Samræma eftirlit með deilistofnum  Samningurinn nær ekki til Íslendinga Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Veiðar Samningurinn kveður meðal annars á um skilyrði vigtunar afla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.