Morgunblaðið - 29.04.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 29.04.2020, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020 1 .300 manns „mættu“ í dásamlega helgistund í Skeggja- staðakirkju á sum- ardaginn fyrsta! Skeggjastaðir! Hvar eru þeir og er svona stór kirkja þar? Skeggjastaðir eru í Bakkafirði og þar búa um 40 manns, eitt allra minnsta þorp á Íslandi, en þar er elsta timburkirkja á Aust- urlandi. Kirkjan er byggð árið 1845, afar falleg kirkja og henni er vel við haldið. Skeggjastaða- kirkju er þjónað af sóknarprestinum á Vopnafirði, sr. Þuríði Björgu Wii- um Árnadóttur. Þegar messað er í Skeggjastaða- kirkju koma venjulega um 20-30 manns í messu, sem þykir mjög gott miðað við mannfjölda. Á Bakkafirði ríkir samkomub- ann eins og um allt land. Hvergi á landinu eru auglýstar messur eða helgistundir. Engin tök eru á að sækja helgihald kirkjunnar og engar fermingar verða í vor. Fólk hefur að vísu borið börnin sín til skírnar og haldið fjölda í lágmarki og fólk hefur verið borið til grafar. Mörgum útförum hefur verið streymt á netinu. Í þessu undarlega ástandi hafa prestar um allt land gripið til þess ráðs að fá upptökumann með sér í kirkjurnar og streymt þaðan helgistundum. Sumir gera þetta meira að segja sjálfir á símana sína. Margir prestar eru bæði söngvarar og hljóðfæraleik- arar og þannig var það í helgi- stundinni í Skeggjastaðakirkju að presturinn spilaði afar fallega á þverflautu. Þessu var streymt í gegnum facebook á netið og 1.300 manns hafa horft á myndbandið þegar þetta er skrifað. Þetta er afar lofsamlegt framtak og fá allir prestar sem staðið hafa að slík- um stundum hugheilar þakkir fyrir. Sjálf hef ég ekki náð að fylgja eftir nema broti af þeim hundr- uðum af helgistundum sem streymt hefur verið um net- heima, en af þessu má sjá að margfalt fleiri eru að heyra Guðs orð, hlusta á fallega tónlist og bænir en nokkurn tíma áður. Þegar Guð lokar dyrum opnar hann glugga hefur stundum ver- ið sagt. Á þessum erfiðu tímum sem við nú höfum upplifað í tvo mánuði má segja að margir gluggar hafi opnast. Mörg tækifæri hafa verið handan við hornið sem nú hafa nýst vel. Í öllum þess- um helgistundum er beðið fyrir þeim sem sýkst hafa af CO- VID-19. Það er beðið fyrir aðstandendum þeirra og heilbrigð- isstarfsfólki. Það er beðið fyrir þeim sem hafa misst ástvini sína og það er beðið fyrir öllum sem líður illa á þessum undarlegu tímum. Sér- staklega er beðið fyrir þeim sem hafa misst atvinnuna eða hafa áhyggjur að því að fyrirtæki þeirra fari í þrot. Það er beðið fyr- ir ferðaþjónustunni og öllum þeim sem verða fyrir tjóni af völdum skaðvaldsins. Á biblian.is er flipi þar sem hægt er að draga mannakorn, sem er eitt vers úr Biblíunni. Ég hef lagt það í vana minn að draga eitt slíkt korn á hverjum degi og setja inn á fa- cebook-síðuna mína. Það er ánægjulegt að sjá á hverjum degi hversu mörgum líkar vel við þessi orð. Það hefur líka verið sérstaklega eftirtektarvert að sjá hversu vel orð Guðs talar inn í aðstæður okkar á þessum erfiðu tímum. Í morgun fékk ég sem dæmi þessi orð úr Davíðssálmunum: „Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera um- hyggju fyrir þér, aldrei að eilífu lætur hann réttlátan mann hrasa.“ Sálmarnir 55:23. Ég er næstum viss um að þeg- ar þessu öllu saman lýkur, þá munum við finna hvernig Guð hefur leitt okkur í gegnum þessa erfiðleika. Við munum finna fyrir styrkleikum okkar og veik- leikum. Við höfum kynnst okkur sjálfum á nýjan og áður óþekkt- an hátt. Við höfum þurft á mikilli þolinmæði að halda og Guð mun gefa okkur það úthald sem við þurfum á að halda til að komast í gegnum þennan tíma. Munum þá að fela Guði hvern dag og hverja nótt og þá munum við finna hvernig við styrkjumst í trúnni á handleiðslu hans. „Fel Drottni vegu þína og treyst honum. Hann mun vel fyr- ir sjá.“ Sálmarnir 37:5 Guð gefi okkur öllum gleðilegt sumar og blessun hans fylli líf okkar af fögnuði trúarinnar á handleiðslu hans. Kirkjan til fólksins Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Skeggjastaðakirkja Lifandi kirkja kemur heim til þín Hugvekja Solveig Lára Guðmunds- dóttir Höfundur er vígslubiskup á Hólum. holabiskup@kirkjan.is Solveig Lára Guðmundsdóttir Þegar Guð lokar dyrum opnar hann glugga hefur stundum verið sagt. Ýmislegt bendir til að covid-19-veiran sé körlum, og þá einkum hinum eldri, skeinu- hættari en öðrum. En faraldurinn hefur einnig varpað ljósi á og aukið hvers kyns ójöfnuð, þar á meðal á milli kynjanna. Til lengri tíma litið geta áhrifin á heilsu kvenna, réttindi og frelsi skaðað okkur öll. Konur verða nú þegar fyrir barðinu á lokunum og sóttkvíum. Slíkar hindranir eru nauðsynlegar en þær auka hættuna á ofbeldi gegn konum sem eru lokaðar inni á heimilum með ofbeldishneigðum sambýlismönnum. Síðustu vikur höfum við orðið vör við alvarlega aukningu heimilisofbeldis um allan heim. Að sögn stærstu bresku samtaka um kvennaathvarf hefur orðið 700% fjölgun hringinga til þeirra. Á sama tíma stendur slík stuðningsþjónusta við konur frammi fyrir niðurskurði og lok- unum. Ofbeldi gegn konum Þetta var baksvið nýlegrar áskorunar minnar um frið á heim- ilum um allan heim. Síðan hafa fleiri en 143 ríkisstjórnir skuld- bundið sig til að styðja konur og stúlkur sem eiga yfir höfði sér of- beldi meðan á faraldrinum stend- ur. Hvert ríki getur gripið til að- gerða með því að flytja þjónustu á netið, fjölga kvenna- athvörfum og skil- greina þau sem grundvallarþjónustu, og auka stuðning við samtök sem starfa á víglínunni. Sameinuðu þjóðirnar starfa í samvinnu við Evrópu- sambandið við Spot- light-frumkvæðið í fleiri en 25 ríkjum að þessum og svipuðum úrræðum og eru reiðubúnar að færa út kvíarnar. En það er ekki aðeins líkamlegt ofbeldi samfara covid-19 sem gref- ur undan réttindum og frelsi kvenna. Líklegt er að efnahagsleg niðursveifla sem fylgir faraldr- inum bitni á konum. Kröpp kjör Ósanngjörn meðferð og misrétti sem vinnandi konur sæta er ein ástæða þess að ég hóf afskipti af stjórnmálum. Á námsárum mínum í lok sjöunda áratugarins vann ég sjálfboðaliðastarf í fátækum hlut- um Lissabon. Ég kynntist konum sem bjuggu við kröpp kjör, unnu erfiðisvinnu og þurftu að taka ábyrgð á stórfjölskyldum sínum. Ég sannfærðist um að þessu þyrfti að breyta og á ævi minni hef ég orðið vitni að miklum breytingum. En áratugum síðar er hætta á því að þessir erfiðu tímar komi aftur vegna covid-19 og konur um allan heim súpi seyðið af því. Konur eru hlutfallslega fleiri í illa launuðum störfum án hlunn- inda, til dæmis sem heimilishjálp, í ígripavinnu, götusölu og þjón- ustugreinum í smáu sniði, svo sem hárgreiðslu. Alþjóðavinnu- málastofnunin (ILO) telur að nærri 200 milljónir starfa muni tapast aðeins á næstu þremur mánuðum – og mörg þeirra eru einmitt í þessum greinum. Og á sama tíma og konur missa launaða vinnu þurfa þær að sinna enn meiri umönnun vegna lokunar skóla, útkeyrðra heilbrigðiskerfa og aukinna þarfa eldra fólks. En gleymum ekki stúlkunum sem verða að hætta námi. Í sum- um þorpum í Síerra Leóne minnk- aði hlutfallsleg skólasókn tánings- stúkna úr 50% í 34% þegar ebóluveiran herjaði á landið með slæmum afleiðingum fyrir þær og samfélög þeirra til lífstíðar. Konur vinna þrisvar sinnum meiri heimilisstörf Margir karlar standa líka frammi fyrir atvinnumissi og þver- sagnakenndum kröfum. En jafnvel þegar best lætur vinna konur í heiminum þrisvar sinnum meira á heimilum en karlar. Þetta þýðir að líklegra er að barnagæsla sé á þeirra herðum ef fyrirtæki eru opnuð á sama tíma og skólar eru lokaðir og því er slegið á frest að þær fari aftur í launaða vinnu. Djúpstætt misrétti hefur einnig í för með sér að þótt konur séu 70% af vinnuafli heilbrigðiskerf- isins eru miklu fleiri karlar við stjórnvölinn. Aðeins tíundi hver pólitískur leiðtogi í heiminum er kvenkyns og það kemur niður á okkur öllum. Við þurfum að hafa konur við borðið þegar ákvarðanir eru teknar um faraldurinn til þess að hindra að allt fari á versta veg með annarri hrinu smita, atvinnu- leysi og jafnvel félagslegum óróa. Tryggja þarf hag kvenna í óformlega hagkerfinu Konur í ótryggri atvinnu þurfa á brýnni félagslegri vernd að halda, hvort heldur sem er heilsu- tryggingu eða greiddum veik- indadögum, barnagæslu, tekju- tryggingu og atvinnuleysisbótum. Ef við lítum fram á veginn ber að miða aðgerðir til að glæða efna- hagslífið við konur. Peninga- greiðslum, lánum og lána- ívilnunum og fjárhagslegum björgunaraðgerðum verður að beina til kvenna, hvort sem þær vinna fullt starf í formlega hag- kerfinu, í árstíðabundnum störfum í óformlega hagkerfinu eða sem athafnakonur og eigendur fyr- irtækja. Covid-19-faraldurinn hefur sýnt enn betur fram á en áður að ólaunuð heimilisstörf kvenna nið- urgreiða bæði opinbera þjónustu og ágóða einkageirans. Taka verð- ur tillit til þessarar vinnu í efna- hagslegum reikningum og ákvarð- anatöku. Við munum öll hagnast á því að umönnun fólks sé metin að verðleikum og efnahagslegum módelum sem taka tillit til allra, þar á meðal vinnu á heimilum. Þessi faraldur íþyngir ekki að- eins heilbrigðiskerfi heimsins heldur er hann einnig áskorun fyr- ir skuldbindingar okkar um jafn- rétti og mannlega reisn. Ef við höfum hagsmuni og rétt- indi kvenna að leiðarljósi munum við komast yfir þennan faraldur hraðar en ella og byggja upp jafn- ari og þolbetri samfélög í allra þágu. Covid-19 og konur Eftir António Guterres »Djúpstætt misrétti hefur einnig í för með sér að þótt konur séu 70% af vinnuafli heilbrigðiskerfisins eru miklu fleiri karlar við stjórnvölinn. António Guterres Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Passamyndir Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Tryggjum tveggja metra fjarlægð og gætum ítrustu ráðstafana. Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr silki LEIKFÖNG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.