Morgunblaðið - 29.04.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.04.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Seltjarnarnes Eftir 4. maí sjáum við hvaða tilslakanir verða gerðar og hversu stór skrefin verða varðandi okkar starf. En við getum þó al- lavega farið að hittast utandyra og farið hreyfa okkur. Við þurfum að hlýða Víði eitthvað áfram, passa uppá handþvottin og handsprittið. Munum svo bara að huga vel að næringunni, drekka nóg og hreyfa okkur eftir bestu getu. Látum okkur hlakka til bjartari og betri tíma. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Málarar. Tökum að okkur alla almenna málningarvinnu, mjög sangjarnir í verðum. Upplýsingar í síma 782-4540 eða loggildurmalari@gmail.com með morgun- nu Nú u þú það sem þú eia að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA ✝ Þóra fæddist íReykjavík 25. júní 1934. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Fossheimum Selfossi 18. apríl 2020. Foreldrar hennar voru Níels- ína Helga Hákon- ardóttir, f. 6. júní 1907, d. 11. maí 1988, og Magnús Ólafsson, f. 4. júlí 1908, d. 18. nóvember 1982. Þóra átti tvö systkini, Hákon Svan, f. 24. júní 1939, d. 19. febrúar 1993, og Ásbjörgu, f. 9. febrúar 1945. Þóra gekk í hjónaband 6. júní Magna Þór. Langömmubörnin eru orðin fjögur. Á unglingsárum fór Þóra í Kjósina og dvaldi þar sumar- langt hjá frændum og vinum og var það henni mjög kært. Þar lærði hún öll almenn sveita- störf. Þóra gekk í Húsmæðraskól- ann í Varmalandi í Borgarfirði 1954-1955. Hún fór ung til vinnu og vann ýmis störf, svo sem í kexverksmiðjunni Fróni, versluninni Austurveri og Nóa- Siríusi. Þóra var mikil félagsvera, dýravinur og íþróttaunnandi. Þóru fannst gaman að ferðast og fór árlega vestur um haf að heimsækja fjölskyldu dóttur sinnar í Bandaríkjunum. Síð- ustu ár þeirra Þóru og Brands bjuggu þau á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði.Útförin fór fram í kyrrþey. Minningar- athöfn verður auglýst síðar. 1980, eftirlifandi eiginmaður hennar er Guðbrandur Valdimarsson, f. 5. desember 1940 í Rúfeyjum á Breiða- firði. Fyrir átti Þóra tvö börn: 1) Magnús Jensson, f. 11. júlí 1956, eigin- kona Ásta Guðleifs- dóttir og eiga þau fjögur börn, Guð- leif, Hákon Svan, Kristínu Helgu og Bjarna Hrafn. 2) Ólöf Ásbjörg Arnarsdóttir Grissom, f. 20. janúar 1970, eiginmaður David Grissom og eiga þau þrjú börn, Fal, Bryndísi Ósk og Ég man þig – elsku mamma ég man þig alla tíð. Við þraut svo þunga og ramma þú þögul háðir stríð. En þín ég sífellt sakna uns svefninn lokar brá Og hjá þér vil ég vakna í veröld Drottins þá. Því jarðlífs skeiðið skamma er skjótt á enda hér Og alltaf á ég, mamma minn einkavin í þér. (Rúnar Kristjánsson) Minning þín lifir í hjörtum okkar. Þín börn, Magnús (Maggi) og Ólöf. Þó að við eigum heima í 6.000 km fjarlægð frá Íslandi fannst okkur öllum við vera í algjöru uppáhaldi hjá ömmu þegar hún kom í heimsókn. Amma var fyndin, eitt af því sem henni fannst svo gaman að gera var að lauma til okkar 10 dollara seðl- um þegar mamma sá ekki til. Þegar svo óheppilega vildi til að mamma sá hvað amma var að gera fékk hún smá skammir en amma var sko heldur betur þrjósk. Það þýddi sko ekkert að segja NEI við hana, hún bara hló. Amma elskaði að fá okkur til að brosa. Amma var gjafmild, hún mundi alltaf hvað var uppá- halds íslenski maturinn og nammið okkar. Þegar hún kom í heimsókn til Dallas passaði hún sig alltaf að koma með ekki bara eitt Síríus-súkkulaði, Nóa-kropp, kúlur og kremkex heldur sex pakka af hvoru. Amma var yndisleg, við mun- um sakna þess að horfa ekki aft- ur með henni á uppáhaldsþætt- ina hennar í Ameríku (The price is right), mamma byrjaði venju- lega að taka þá upp svona tveim- ur mánuðum áður en amma kom svo hún gæti horft á eins marga og hún vildi. Amma elskaði íþróttir, henni fannst svo gaman að koma að horfa á okkur spila körfubolta, sat alltaf í fremstu röð, klappaði og var okkar besti stuðnings- maður. Og ekki fannst henni leiðinlegt að horfa á körfubolta- leiki með Dallas Mavericks í sjónvarpinu. Hún þekkti alla leikmennina með nafni og átti nokkra sem voru í algjöru uppá- haldi. Amma var sko gáfuð, hún tal- aði enga ensku en pabbi er alveg viss um að hún hafi skilið miklu meira en hún lét á bera því þeg- ar við töluðum ensku virtist hún skilja allt og vissi öll okkar leyndarmál. Við erum sorgmædd yfir því að amma sé ekki til staðar til að kenna okkur meiri íslensku eins og hún hefur gert hingað til. Amma elskaði fjölskylduna sína og hefði fært fjöllin fyrir okkur ef hún hefði getað. Hún kenndi okkur einnig að standa fast á því sem við trúum á. Amma, við munum sakna þess að geta ekki gefið þér fleiri kossa og knús. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjörtum okkar. We love you. Falur, Bryndís og Þór Grissom. Hvernig kveður maður kon- una sem maður hélt að væri ódauðleg? Ákveðnari konu höf- um við ekki kynnst, svo ákveðin að við héldum að hún myndi sigra dauðann. En það er auðvitað ekki raun- in. Engin manneskja getur á endanum sigrað dauðann. Amma var eflaust þrjóskasta kona sem við höfum kynnst. Þegar hún var búin að ákveða eitthvað eða hafði skoðun, þá stóð það. Hún vissi ótrúlegustu hluti og gat alltaf sagt okkur ein- hverjar sögur. Enginn hefur stungið þúsund- kalli jafn oft til okkar og hún gerði. Hún var hörkudugleg kona sem lagði sig alla fram í lífinu. 22 ára var hún einstæð móðir og ól pabba upp með hjálp foreldra sinna. Fjórtán árum seinna eign- ast hún svo Ólöfu frænku. Við erum viss um að amma hefur lit- ið á þessi tvö börn sín og verið stolt af því hversu vel hún stóð sig með þau bæði. Afkomendur barna hennar eru orðnir 11 og fleiri á leiðinni. Þéttari og nánari gætum við varla verið. Það eru haf og lönd á milli systkina og fjölskyldna en sam- bandið á milli okkar allra er allt- af sterkt. Árið 1979 kynntist hún svo ástinni í lífi sínu. Afi er ekki skyldur okkur blóðböndum en hann er vissulega afi okkar því fjölskyldur tengjast á alls konar vegu. Þegar hann grét við hlið þér á dánardaginn fór að rigna á sama tíma. Heimurinn grét með honum. Hann sagði að allt líf hans væri farið frá honum. Þannig var nefnilega ástin sem amma og afi áttu. Þau lifðu hvort fyrir annað og gerðu það í 40 ár. Afi sagði okkur frá því að eina nóttina þegar hún var á spít- alanum hefði hana dreymt að hún væri að kalla á hann eftir aðstoð. Á sama tíma vaknaði afi þessa nótt því honum fannst hann heyra ömmu kalla á sig. Þau voru hvort í sínu bæjar- félaginu. Svo tengd voru þau. Við munum halda fast utan um afa og passa upp á hann. Alveg þangað til þið verðið saman á ný. Því hvað sem það er sem tekur við eftir lífið erum við viss um að þið endið á sama stað. Hvíldu í friði, elsku amma okkar. Við munum varðveita all- ar minningar okkar um þig. Þær eru nefnilega alveg óteljandi margar. Við elskum þig. Leifur, Hákon, Kristín og Bjarni. Þóra Kristín Helga Magnúsdóttir Ásdís Torfadóttir lést í North Tona- wanda skammt frá Buffalo í New York-ríki í mars sl. Þar hafði hún búið frá 1946, þá nýgift Kenneth J. Keller. Hann lést árið 2000. Þau eign- uðust fjögur börn og lifa þrjú móður sína. Ásdís átti fjögur systkin sem eru öll látin nema Kristín. Ásdís Torfadóttir ✝ Ásdís Torfa-dóttir, síðar Keller, fæddist 16. maí 1927. Hún lést í North Tonawanda í Bandaríkjunum 11. mars 2020. Útför Ásdísar fór fram 16. mars 2020. Móðir Ásdísar, Guðrún Sigríður Brandsdóttir, var stjúpdóttir afa míns, Vilhjálms Stefánssonar, af fyrra hjónabandi hans og Sveinhild- ar Hildibrands- dóttur. Að henni látinni var Guðrún munaðarlaus, níu ára gömul. Þegar afi og amma, Kristín Árnadótt- ir, gengu í hjónaband árið 1909 fylgdi litla stúlkan honum. Hún ólst því upp í Hátúni í stóra systkinahópnum þar og var kölluð Gunna systir. Sem barni fannst mér það óskiljanlegt enda vissi ég að hún var ekki systir mömmu, Þorbjargar Vil- hjálmsdóttur. En hún var hálf- systir hálfsystkina hennar. Seint á fjórða áratugnum dvaldist Ásdís, ávallt kölluð Dídí, sumarlangt á Norðfirði í skjóli Vilhjálms afa síns og mömmu sem þá var ung stúlka; amma var þá látin. Þegar þær Dídí og mamma rifjuðu upp samvistirnar meira en hálfri öld síðar sögðu þær einum rómi að sumarið hefði í öllum skiln- ingi verið dásamlegt. Í æsku minni talaði mamma oft um Dídí. Í orðum hennar mátti finna væntumþykju og söknuð. Þegar þær hittust í lok níunda árartugarins höfðu þær ekki sést frá árinu 1940 þegar mamma var hér syðra vetrar- langt og Dídí enn unglingur. En þá gerist það að þau Dídí og Ken renna í hlað á Norð- firði. Það urðu miklir fagnaðar- fundir, þær vinkonurnar grétu af gleði sagði pabbi mér. Ég man það líka vel hve glöð mamma var þegar hún sagði mér frá komu þeirra. Og nú varð breyting á. Þær vinkonur hófu að hringja hvor í aðra og höfðu ávallt um nóg að tala. Að mömmu látinni töluðust þau pabbi og Dídí stundum við. Það gerðum við Dídí líka öðru hvoru, síðast að pabba gengn- um. Árið 1992 var ég um tíma vestanhafs. Þá hringdi Dídí oft í mig. Hún sagði mér ýmislegt úr lífi sínu, m.a. ferðinni vestur 1946. Á áfangastað í Buffalo fórust þau Ken á mis. Það var erfið stund fyrir ungu konuna með takmarkaða enskukunn- áttu. En hún var hugrökk og úrræðagóð og hún náði að hringja í tengdamóður sína. Og málið leystist farsællega. Í lok dvalarinnar vestra komu mamma og pabbi til mín og við fórum öll í heimsókn til Dídíar og Ken. Íslenski fáninn blasti við er við renndum í hlað á bíl húsráðenda sem merktur var „ammaogafi“. Heimilið var hlýlegt og móttökurnar innileg- ar. Við hittum dætur þeirra, Kristínu, Stínu, og Beverly. Þau Dídí og Ken sýndu okkur nágrennið og við fórum til Kan- ada. Þetta var einstaklega skemmtileg ferð. Þær voru vo- teygar Dídí og mamma þegar þær kvöddust á flugvellinum en um leið svo þakklátar fyrir að eiga hvor aðra að. Ég hitti þau Dídí og Ken einu sinni eftir vesturferðina. Þá gáfu þau mér fallega könnu sem á sér sinn stað á skrifborð- inu mínu. Ásdís Torfadóttir var ein þeirra ungu kjarkmiklu kvenna sem að loknu stríði héldu á ókunnar slóðir til að takast á við nýtt líf með ástinni sinni. Það var mikið mál, miklu meira en við gerum okkur grein fyrir nú. Konurnar vissu að þær sneru ekki aftur. Það þarf kjark til að takast á við slíkt. Þann kjark hafði Dídí. Hún var lánsöm, átti góðan mann og börn og gott heimili. Hún aðlagaðist vel lífi í nýju landi en var um leið trú sjálfri sér og uppruna sínum. Ásdísar Torfadóttur er gott að minnast. Sé hún kært kvödd. Margrét Jónsdóttir. Í dag fylgjum við einstakri vinkonu, Söndru Líf Long, til hinstu hvíldar. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á svona sorgarstundu. En það líður ekki langur tími þar Sandra Líf Long ✝ Sandra LífLong fæddist 2. nóvember 1993. Hún lést 9. apríl 2020. Sandra Líf var jarðsungin 28. apríl 2020. til ég er farin að brosa í gegnum tár- in þegar ég hugsa til elsku Söndru minn- ar. Gleðin, orkan og hlýjan skín alltaf í gegn og ég sé hana fyrir mér hlæjandi, og auðvitað dans- andi. Þannig man ég hana, og þannig mun ég alltaf muna hana. Hvíldu í friði hjartans – hlakka til að heyra næsta lag. Knús. Sigrún Þormóðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.