Morgunblaðið - 29.04.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.04.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020 29. apríl 1920 Íslenskir íþróttamenn vinna til verðlauna á Ólympíuleikum í fyrsta skipti, enda þótt þeir séu reyndar ríkisborgarar annars lands. Það eru Fálk- arnir frá Winnipeg sem sigra í íshokkíkeppni leikanna í Ant- werpen í Belgíu fyrir hönd Kanada en allir leikmanna þeirra nema einn eru af ís- lenskum ættum. Þeir sigra Bandaríkin 2:0 en aðra and- stæðinga með miklum yfir- burðum. 29. apríl 1967 Guðmundur Hermannsson bætir eigið Íslandsmet innan- húss í kúluvarpi þegar hann kastar 17,20 metra á móti í Reykjavík. 29. apríl 1990 Fram verður bikarmeistari kvenna í handknattleik með sigri á Stjörn- unni 16:15 í úr- slitaleik eftir mikla spennu og er liðið tvöfaldur meistari. Horna- maðurinn Ósk Víðisdóttir er markahæst hjá Fram með fjögur mörk. 29. apríl 2001 Sundmaðurinn Örn Arnarson er valinn í úrvalslið Evrópu sem á að keppa á Friðarleik- unum í Ástralíu um haustið og mæta þar heimamönnum og liði Bandaríkjanna. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur sundmaður fær slíka útnefn- ingu. Örn verður að afþakka boðið vegna fyrirhugaðs náms í Bandaríkjunum. 29. apríl 2006 Eiður Smári Guðjohnsen er enskur meistari með Chelsea annað árið í röð þegar liðið tryggir sér tit- ilinn með sigri á Manchester United í topp- slag liðanna á Stamford Bridge, 3:0. Þetta er sjötta og síðasta tímabil Eiðs með Lund- únaliðinu en hann spilar 26 leiki í úrvalsdeildinni um vet- urinn. 29. apríl 2010 Snæfell verður Íslandsmeist- ari karla í körfuknattleik í fyrsta sinn í sögu félagsins. Bikarinn fór á loft í Keflavík þar sem Snæ- fell sigraði Keflavík 105:69 eftir frábæra frammistöðu og liðið stendur uppi sem tvöfaldur meistari. „Ég get ekki lent fjórum sinnum í 2. sæti og búið við Silfurgötu,“ segir fyrirlið- inn Hlynur Bæringsson við Morgunblaðið. Þrívegis hafði hann fengið silfur á Íslands- mótinu og hafði nýlega fest kaup á húsi við Silfurgötu í Stykkishólmi. Hann skoraði 21 stig og tók 15 fráköst. 29. apríl 2015 Íslenska karlalandsliðið í handknattleik rótburstar Serbíu 38:22 í undankeppni EM í Laugardalshöll. Guðjón Valur Sigurðsson er marka- hæstur með 12 mörk og Arnór Þór Gunnarsson skorar níu. „Það var feikilega mikill kraftur í liðinu,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið. Á ÞESSUM DEGI FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Rekstur KSÍ, knattspyrnu- sambands Íslands, hefur verið þungur undanfarnar vikur líkt og annars staðar í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunnar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tók á sig launalækkun vegna efna- hagsástandsins sem skapast hefur en knattspyrnusambandið fékk á dögunum greiðslur frá Alþjóða- knattspyrnusambandinu, FIFA, sem og evrópska knattspyrnu- sambandinu UEFA. Greiðslan frá UEFA hljóðaði upp á 685 milljónir íslenskra króna en greiðslan frá FIFA nam um 74 milljónum króna. Guðni ítrekar hins vegar að um fyrirframgreiðslur sé að ræða sem KSÍ hefði, undir eðli- legum kringumstæðum, fengið greitt yfir allt að fjögurra ára tíma- bil. „Sérsamböndunum var boðið upp á þessar fyrirframgreiðslur frá UEFA og FIFA vegna ástandsins sem skapast hefur vegna kórónu- veirunnar ,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Morg- unblaðið. „Þetta eru tekjur sem KSÍ reiðir sig algjörlega á þegar kemur að öllum rekstri sambands- ins. Þetta nýtist okkur meðal ann- ars við allt mótahald, rekstur lands- liðanna og fræðslustarf sambandsins. Við verðum að fara mjög varlega í að nota þessa fjármuni enda um framtíðartekjur sambandsins að ræða. Það er búið að gera ráð fyrir þessum tekjum í rekstaráætlun KSÍ fram í tímann og það er eitt- hvað sem við verðum að hafa í huga þegar að við tökum við þessum fjár- munum. Best væri að leita annarra leiða við að leysa vandann og styðj- ast við þá sjóði sem að fyrir eru.“ Stór hluti af tekjum KSÍ Styrkur evrópska knattspyrnu- sambandsins kemur í gegnum UEFA HatTrick sjóðinn sem var stofnaður árið 2004 og viðurkennir Guðni að þessar tekjur séu stór hluti af innkomu KSÍ. „UEFA HatTrick framlagið er stór hluti af okkar tekjupósti, það er klárt mál. Það er gríðarlega mik- ilvægt öllum okkar rekstri og í raun lífsnauðsynlegt fyrir jafn lítið sam- band og KSÍ er, á evrópskan mæli- kvarða í það minnsta. Þetta er fyrst og fremst afrakstur sjónvarpstekna í gegnum landsliðiðin okkar. Við höfum því tekið beinan þátt í að skapa þessar tekjur og þetta eru greiðslur sem dreifast alla jafna yf- ir fjögurra ára tímabil og því þarf að fara varlega í sakirnar með þessa fjármuni og láta þá endast.“ Mikið högg fyrir félögin Guðni ítrekar að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um það hvern- ig fjármununum verði almennt ráð- stafað en vinna sé farin af stað um hvað hægt sé að gera í stöðunni. „Við höfum þegar veitt félögun- um fyrirgreiðslu í því sambandi og munum gera meira. Undanfarna daga og vikur þá höfum við verið í því að greina stöð- una með okkar aðildarfélögum. Það er alveg ljóst að þessi faraldur hef- ur haft mjög neikvæð áhrif á allan rekstur íþróttafélaganna hér á landi eins og margoft hefur komið fram. Íþróttafélögin hafa orðið fyrir miklu höggi, tekjutapið er mikið og þá hafa margir misst sínar tekjur frá helstu styrktaraðilum. Reksturinn án hagnaðarvonar KSÍ skoraði á íslensk stjórnvöld á dögunum að bregðast við þeim áhrifum sem kórónuveiran hefur haft á rekstur íþróttafélaga hér- lendis enda nýtist hlutaleið ís- lenskra stjórnvalda aðeins 30% þeirra sem starfa innan íþrótta- hreyfingarinnar. „Við vorum einfaldlega að skora á stjórnvöld að koma með einhver úrræði sem snúa að rekstri íþrótta- félaganna. Við erum búin að vera reka þann málarekstur und- anfarnar vikur og þannig reynt að skýra okkar hlið. Eins og ég hef sagt áður voru fyrirframgreiðslur frá UEFA og FIFA stór hluti af framtíðartekjum sambandsins og það er ekki ákjósanlegt fyrir sér- sambandið að nota þær í annað en rekstur sambandsins. Heilt yfir þá tel ég ég að við þurf- um aðallega að passa upp á að það sé horft til íþróttahreyfingarinnar þegar kemur að aðstoð stjórnvalda og fjárveitingu. Vissulega erum við að glíma við mjög stór vandamál í okkar þjóðfélagi og rekstur íþrótta- félaganna er öðruvísi en almennur rekstur þar sem þetta er rekið án hagnaðarvonar. Tilgangurinn er fyrst og fremst að skapa heilbrigt og öflugt íþróttalíf fyrir ungu kyn- slóðina. Íþróttir eru gríðarlega mik- ilvægur þáttur í okkar samfélagi og við skulum alltaf hafa það hugfast bætti,“ Guðni við í samtali við Morgunblaðið. Fyrirframgreiddar tekjur sem KSÍ treystir mikið á  Guðni Bergsson tók á sig launaskerðingu  Tekjur sem landsliðin hafa skapað Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Fyrirliði Aron Einar Gunnarsson og liðsfélagar hans í karlalandsliðinu eiga stóran þátt í tekjum KSÍ. Fjölnir og Fylkir munu sameina krafta sína frá og með næsta tímabili og senda sameiginlegt lið til keppni í 1. deild kvenna í handbolta næsta vetur. Félögin tilkynntu þetta í íþróttahúsi Fjölnis í Dalhúsum í gær. Gísli Steinar Jónsson og Gunnar Val- ur Arason þjálfa liðið og taka við af þeim Sigurjóni Friðbirni Björnssyni hjá Fjölni og Ómari Erni Jónssyni hjá Fylki. Fjölnir hafnaði í níunda sæti 1. deildarinnar í vetur og Fylkir í ellefta sæti af tólf liðum. Er mark- mið samstarfsins að byggja upp lið sem getur fest sig í sessi í efstu deild. Fjölnir/Fylkir verður til Ljósmynd/Þorgils G. Sameining Gunnar Valur Arason verður annar þjálfara liðsins. Óvíst er hvort Evrópumótið í hóp- fimleikum sem á að fara fram í Kaupmannahöfn 14-.17. október verður haldið. „Evrópumótið er í hættu og það er rosalega stórt mál fyrir okkur. Undirbúningur er búinn að vera í gangi í tvö ár og núna erum við að reyna að búa til sviðsmyndir til að vera undirbúin til að takast á við það sem koma skal,“ sagði Sól- veig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, í hlað- varpsþættinum Mín skoðun. „Við fáum væntanlega niðurstöðu í lok maí,“ bætti hún við. Óvissa með Evrópumótið Ljósmynd/Kristinn Arason Silfur Kvennalandsliðið vann silfrið á Evrópumótinu 2018 í Portúgal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.