Morgunblaðið - 29.04.2020, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020
Ólympíuleikunum í Tókýó verður
ekki frestað aftur að sögn Yoshiro
Mori sem fer fyrir undirbúnings-
nefndinni hjá Japönum. Leikarnir
áttu að fara fram 24. júlí til 9. ágúst í
sumar en var frestað vegna kórónu-
veirunnar til 2021. Á Mori má skilja
að leikarnir fari þá alla vega ekki
fram í Tókýó ef þeim yrði frestað
aftur en Mori veitti Nikkan Sports
viðtal. Mori segist hins vegar vera
bjartsýnn á að leikarnir geti farið
fram á næsta ári og segir að leik-
arnir geti orðið táknrænir fyrir sig-
ur mannkynsins yfir veirunni.
Ekki frekari
frestun á ÓL
AFP
Tókýó Ólympíuleikarnir eiga að
fara fram á næsta ári eftir frestun.
BAKSVIÐ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Danska knattspyrnukonan Nadia
Nadim er með óvenjulegri bak-
grunn en flest íþróttafólk, og henn-
ar framtíðaráform eru líka frá-
brugðin því sem búast mætti við.
Nadia, sem kom til Danmerkur
sem flóttamaður frá Afganistan
ásamt móður sinni, tólf ára gömul,
eftir að faðir hennar var drepinn af
talíbönum, hefur verið ein besta
knattspyrnukona landsins um ára-
bil. Hún hefur skorað 33 mörk í 93
landsleikjum og leikið með nokkr-
um af bestu liðum heims, svo sem
Portland Thorns og Manchester
City og nú síðast París SG þar sem
hún gegnir stöðu varafyrirliða.
Samhliða því að leika með PSG
stundar Nadia nám í skurðlækn-
ingum og er því komin vel á veg
með undirbúning á nýjum starfs-
ferli þegar hún leggur fótboltas-
kóna á hilluna.
Heiðruð af UNESCO
Sjálf hefur hún barist fyrir því
um árabil að stúlkur og konur njóti
réttlætis, bæði í íþróttum og á
vinnumarkaði, sem og í þjóðfélag-
inu, og haldið fjölda fyrirlestra fyr-
ir stúlkur víða um heim. Fyrir vikið
fékk hún heiðursverðlaun
UNESCO, Menningarmálastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna.
Nadia lærði fótbolta í flótta-
mannabúðum í Danmörku og náði
valdi á íþróttinni á undraverðum
hraða þannig að hún var kornung
þegar hún fór að vekja athygli fyrir
hæfileika sína. Nadia skoraði fyrsta
markið fyrir danska landsliðið í 2:0-
sigri á Íslandi í Algarve-bikarnum í
Portúgal í mars 2009, í sínum
þriðja landsleik, en hún fékk ekki
keppnisleyfi með Danmörku fyrir
en í janúar sama ár.
Beint úr leik í skurðaðgerð
Nadia, sem er 32 ára gömul, á nú
aðeins eftir eina önn til að útskrif-
ast sem skurðlæknir og er í starfs-
námi á sjúkrahúsi í París, ásamt
því að leika með PSG. Hún var í ít-
arlegu viðtali í breska blaðinu The
Guardian á dögunum og sagði
framtíðarstarfið ekki síður spennu-
þrungið en fótboltann.
„Ég er spurð hvernig tilfinningin
sé að skora mark og svara því að
það sé auðvitað yndislegt. En ég
upplifi svipaðar tilfinningar og adr-
enalínflæði á skurðstofunni. Fyrir
skömmu kom ég beint úr leik,
dauðþreytt, en fór strax að aðstoða
einn af læknunum okkar sem var
að framkvæma nýrnaskurðaðgerð.
Ég stóð þarna í sömu sporum í tvo
klukkutíma og hélt grafkyrru tæki
sem hann var að nota. Ég fann til
alls staðar í líkamanum eftir leik-
inn en samt leið mér ótrúlega vel
og púlsinn var hár. Adrenalínið
streymdi og ég hugsaði með mér:
Fjandinn sjálfur, þetta er svalt! Ég
er að skoða líkama að innanverðu!“
sagði Nadia en bætti síðan við:
Gríðarlegt sjálfstraust
„Það mun koma að því að
ábyrgðin verður öll á mér sem
skurðlækninum og það verður
meiri reynsla en ég hef nokkru
sinni upplifað. Ég veit ekki hvort
skurðlæknar séu með meira sjálfs-
traust en aðrir en sá sem sker upp
mann verður að vera með gríð-
arlegt sjálfstraust. Hann verður að
ráða ferðinni gjörsamlega. Þessir
svellköldu skurðlæknar heilla mig.
Allir sem ég hef séð eru andlega
sterkir, þeir vita nákvæmlega hvað
þeir ætla að gera og hvernig.
Góðir fótboltamenn eru líka með
mikið sjálfstraust, ég hef ekki séð
neinn með lítið sjálfstraust ná
langt í fótbolta. Ef einhver er
skjálfandi af hræðslu fer enginn að
hugsa með sér að hann hafi mikla
trú á honum,“ sagði Nadia, sem
skoraði fyrsta markið í úrslitaleik
Danmerkur og Hollands á Evr-
ópumótinu í Hollandi sumarið 2017
þar sem hún mátti þó sætta sig við
silfurverðlaunin. Sama ár var hún
valin persónuleiki ársins í Dan-
mörku
Bíður átekta í Danmörku
Eins og aðrir getur Nadia ekki
æft fótbolta með sínu liði þessa
dagana vegna kórónuveirunnar og
veit ekki hvernig fer með tímabilið
í Frakklandi þar sem PSG er í
hefðbundinni baráttu við Lyon um
meistaratitilinn, og að vanda eru
Evrópumeistarar Lyon með að-
eins betri stöðu. Þá er liðið í 8-liða
úrslitum Meistaradeildar Evrópu
eftir tvo sigra á Breiðabliki í
haust og á þar að mæta Arsenal
en óvíst er hvenær það verður,
eða hvort. Hún bíður átekta hjá
fjölskyldu sinni í Danmörku.
„Ég sakna fótboltans gríð-
arlega, þess að spila með sam-
herjum mínum og taka þátt í
stóru leikjunum. En við erum með
stóran garð og búum úti í sveit
svo ég get leikið mér í fótbolta úti
eins og krakki. Ég er einmitt ný-
komin frá því að leika mér með
boltann í klukkutíma, reyna að
finna upp á einhverju nýju og
sparka honum í bílskúrsvegginn.
Það er frábært. Ef ég væri í París
væri þetta öðruvísi, þá væri ég
föst inni í íbúð og gæti ekki farið
út.
Danmörk var eitt þeirra landa
sem brugðust hratt við kór-
ónuveirunni svo við höfum höndl-
að hana virkilega vel. Smituðum
fækkar og við förum smám saman
að opna þjóðfélagið á ný. Yngstu
krakkarnir eru komin í skólann
svo þetta er allt að koma,“ sagði
Nadia Nadim m.a. í ítarlegu við-
tali við The Guardian.
Svellkaldir skurð-
læknar heilla mig
Nadia Nadim skorar mörk og aðstoðar við uppskurði í París Framtíðar-
starfið ekki síður spennuþrungið en fótboltinn Er langt komin með námið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Smáranum Kristín Dís Árnadóttir reynir að verjast Nadiu Nadim á Kópavogsvelli síðasta haust.
Nadia Nadim
» Fæddist 2. janúar árið 1988 í
Afganistan.
» Faðir hennar var drepinn af
talíbönum.
» Fjölskyldan flúði til Dan-
merkur og settist þar að.
» Nadim hefur leikið 93 A-
landsleiki fyrir Danmörku og
skorað 33 mörk.
Handknattleiksdeild Fram hefur
gengið frá tveggja ára samningum við
Færeyingana Rógva Dal Christiansen
og Vilhelm Poulsen. Rógvi er 26 ára
línumaður sem hefur leikið með Kyndli
í Þórshöfn og verið fastamaður í
landsliði Færeyinga síðustu ár.
Vilhelm er tvítugur og getur spilað
sem skytta og hornamaður. Hann
hefur leikið með H71 allan sinn feril og
verið fastamaður í yngri landsliðum
Færeyja og leikur nú með A-lands-
liðinu.
Sebastian Alexandersson þjálfar Fram
frá og með næsta tímabili, en hann
tók við af Halldóri Jóhanni Sigfús-
syni, sem er orðinn þjálfari Selfoss.
Körfuknattleiksdeild ÍR hefur samið
við Alfonso Birgi Gómez Söruson, 19
ára bakvörð sem kemur frá KR. Alf-
onso er 198 sentimetra hár og hefur
alla tíð leikið með KR. Lék hann fimm-
tán leiki með liðinu tímabilið 2018/19
en hann fékk minna að spila í vetur.
Körfuknattleikskonan Eygló Kristín
Óskarsdóttir mun halda til Bandaríkj-
anna fyrir næsta tímabil og leika með
North Alabama Lions í háskólabolt-
anum. Eygló er uppalin hjá KR og lék
hún með liðinu upp alla yngri flokka og
í meistaraflokki. Lék hún með Fjölni á
síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að
tryggja sér sæti í efstu deild.
Eygló skoraði 10 stig og tók 7 fráköst
að meðaltali í vetur. Þá hefur hún einn-
ig leikið með yngri landsliðum Íslands,
en hún er 19 ára gömul.
Bretinn Callum Lawson mun færa
sig frá Keflavík til Þorlákshafnar á
næsta tímabili í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik samkvæmt Hafnarfréttum.
Þór Þorlákshöfn hafi samið við Law-
son um að leika með Þór næsta vetur
en Lawson er 24 ára og á að baki leiki
með U20 ára landsliði Breta.
Kom hann til Keflavíkur á miðju tíma-
bili og lét töluvert að sér kveða. Þjálf-
araskipti urðu hjá Þór að tímabilinu
loknu og hefur Lárus Jónsson tekið
við stjórn liðsins af Friðriki Inga
Rúnarssyni.
Mariam Eradze, landsliðskona í
handknattleik, leikur með Val í úrvals-
deildinni á næsta keppnistímabili en
félagið tilkynnti þetta í gær. Mariam
gerði þriggja ára samning við Val og
ætti að styrkja liðið verulega en hún
hefur með frammistöðu sinni í
Frakklandi unnið sig inn í íslenska
A-landsliðið. Hefur hún leikið síðustu
fjögur árin með Cannes og Toulon í
Frakklandi en Mariam er 21 árs gömul
og fór því ung utan.
Talsverðar breytingar verða á Valslið-
inu á milli tímabila en liðið hefur einn-
ig fengið Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur
frá Stjörnunni og Sögu Sif Gísladótt-
ur frá Haukum. Á hinn bóginn ætlar
Íris Björk Símonardóttir að láta stað-
ar numið og möguleg
endurkoma Önnu
Úrsúlu Guðmunds-
dóttur á hand-
boltavöllinn er jafn-
framt út úr myndinni
eins og hún
greindi frá á
dögunum. Þá
er Sandra
Erlingsdóttir
aftur komin í
ÍBV.
Eitt
ogannað
Tímabilinu í frönsku knattspyrnunni
er lokið en Edoard Philippe, for-
sætisráðherra Frakklands, staðfesti
á blaðamannafundi í gær að engir
stórir íþróttaviðburðir gætu farið
fram fyrr en í fyrsta lagi í sept-
ember. Ekki er búið að ákveða hvort
einhver lið falla, fari upp um deild,
eða verði meistarar. PSG var með
tólf stiga forskot á toppi frönsku 1.
deildarinnar þegar tíu umferðir voru
eftir. Nimes, Amiens og Toulouse
voru í fallsætum og áttu Nimes og
Amiens góða möguleika á að bjarga
sér.
Tímabilið bú-
ið í Frakklandi
AFP
Toppsætið Neymar og félagar voru
í toppsæti frönsku 1. deildarinnar.