Morgunblaðið - 29.04.2020, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020
Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri
Barnaverndarstofu, mælir með list
og afþreyingu í samkomubanni.
„Eins og svo margar fjölskyldur
höfum við lagt okkur fram um að
eiga sem flestar
gæðastundir í
samkomubann-
inu og höfum
m.a. haldið kósí-
kvöld og endur-
uppgötvað
gamla gullmola.
Þar er nauðsyn-
legt að minnast á
hina frábæru
kvikmynd Jón
Odd og Jón
Bjarna, sem Þráinn Bertelsson
leikstýrði.
Myndin kom út árið 1981 og er
gerð eftir samnefndri sögu Guð-
rúnar Helgadóttur, sem kom árið
1974. Söguþráðinn þekkja flestir
og er óþarfi að fjalla um. Ég mæli
eindregið með þessari klassísku
fjölskyldumynd, öll fjölskyldan (4
til 41 árs) skemmti sér konunglega
yfir uppátækjum tvíbura-
bræðranna með gullhjörtun. Mynd-
in er líka kjörin til að ræða við
börn ýmis málefni, s.s. fordóma og
umburðarlyndi og það að vera
öðruvísi, samsettar fjölskyldur og
dauðann.
Eftir langa vinnudaga undan-
farið hef ég ekki haft eirð eða orku
til að lesa, sem ég er annars vön að
gera mikið af. Og eins og hjá svo
mörgum sem starfa við barnavernd
er starfið líka ástríða og áhugamál
og frítíminn fer oftar en ekki í eitt-
hvað tengt henni. Ég gleypti hrein-
lega í mig Netflix-þáttaröðina The
Trials of Gabriel Fernandez, sem
kom út í upphafi ársins. Heimilda-
þáttaröðin samanstendur af sex
þáttum sem segja söguna af lífi og
dauða ungs bandarísks drengs og
atburðum sem fóru af stað í fram-
haldi af því að drengurinn lést árið
2013 eftir áralangt ofbeldi af hálfu
móður og stjúpföður.
Þáttaröðin kafar ofan í sögu
Gabriels, aðstæður á heimili hans
og viðbrögð yfirvalda s.s. skóla,
barnaverndaryfirvalda og lögreglu
þegar upp komu vísbendingar um
að þar væri ekki allt með felldu.
Þarna er varpað fram áleitnum
spurningum um hver bar ábyrgð á
dauða Gabriels; hvíldi hún ein-
göngu á móður hans og stjúpa, lá
hluti ábyrgðarinnar í slælegum
vinnubrögðum opinberra starfs-
manna, og þá hvaða, eða var vand-
inn kerfislægur? Þáttaröðin situr í
mér og minnir á mikilvægi skipu-
lagðra vinnubragða og verkferla
og hversu miklu máli skiptir að
barnavernd hafi tíma og svigrúm
til að sinna þeim fjölskyldum sem
þurfa aðstoð.
Nú þegar farið er að vora er
ekkert betra en að hlusta á gott
hlaðvarp á göngu eða á leið í vinn-
una á rafmagnshlaupahjólinu góða.
Ég var að ljúka við að hlusta á átta
hluta hlaðvarpsþætti sem Glamour
framleiddi og heita Broken Harts.
Þar er sagt frá hvítum bandarísk-
um hjónum, Jen og Söruh Hart, og
sex börnum af afrískum uppruna
(tveimur þriggja barna systkina-
hópum), sem þær höfðu ættleitt.
Vorið 2018 keyrði fjölskyldubíll-
inn fram af kletti og lést öll fjöl-
skyldan. Hún var þekkt á sam-
félagsmiðlum fyrir að vera fyrir-
mynd varðandi umburðarlyndi og
náungakærleika. Upphaflega var
atvikið rannsakað sem slys en fljót-
lega kom annað í ljós. Athugun á
lífi fjölskyldunnar leiðir m.a. í ljós
vanrækslu og ofbeldi og vekur at-
hygli á viðkvæmum álitaefnum, s.s.
um þörf hvíta mannsins til að
bjarga öðrum kynþáttum (e. white
saviorism), innbyggðum kynþátta-
fordómum í barnaverndarkerfinu í
Bandaríkjunum og hversu mikil-
vægt er að trúa ekki þeirri glans-
mynd sem oft er sett fram á sam-
félagsmiðlum. Þetta eru vel gerðir
og áhugaverðir hlaðvarpsþættir
sem ég mæli eindregið með.“
Mælt með í samkomubanni
Harmleikur Broken Harts eru vel gerðir og áhugaverðir hlaðvarpsþættir
um Hart-fjölskylduna sem lést í bílslysi fyrir tveimur árum.
Gæðastundir og
áleitnar spurningar
Átakanleg Í Netflix-heimildar-
þáttaröðinni The Trials of Gabriel
Fernandez segir af Gabriel Fern-
andez sem lést eftir áralangt ofbeldi
af hálfu móður sinnar og stjúp-
föður. Áleitnum spurningum er
varpað fram um hver bar ábyrgð á
dauða hans, að sögn Heiðu Bjargar.
Heiða Björg
Pálmadóttir
Sígild Veggspjald kvikmyndarinn-
ar Jón Oddur og Jón Bjarni sem fólk
á öllum aldri ætti að hafa gaman af.
Tilraunakenndur bragur erá fyrstu skáldsögu DíönuSjafnar Jóhannsdóttur,Ólyfjan. Þar birtist veru-
leiki ungs manns sem stundar fátt
annað en sjóinn og skemmtanalífið.
Eitruð karlmennska og einmana-
leiki eru sterk mótíf í bókinni en
Díana leikur sér með skáldsagna-
formið, sem er bæði skemmtilegt
og ruglandi fyrir lesandann. Vegna
þessara tilrauna er bókin á köflum
samhengislaus og haldast upphaf
hennar og miðja að mjög takmörk-
uðu leyti í hendur við endinn.
Í Ólyfjan fær lesandinn að fylgj-
ast með heilli fríhelgi Snæja af
sjónum. Hann stundar það sem á
að vera skemmtilegt, skemmt-
analífið sjálft, en lesandinn fær
strax á tilfinninguna að skemmtun
verði ekki það sem muni einkenna
komandi helgi. Þótt Snæi sé ekki á
sjónum um þessa helgi velkist hann
samt um í rúmsjó, leiddur áfram af
einhverju ósýnilegu afli, og eru
uppköstin eftir
því.
„Rútínan var
eins og ógnarleg
skepna sem hafði
étið hann án þess
að hann tæki eft-
ir því. Hann var
Jónas í hvaln-
um.“
Snæi er ein-
hvers konar erki-
týpa, í raun staðalímynd þeirrar
persónu sem hann leikur í bókinni.
Hann er allur á yfirborðinu og það
er á tíðum nokkuð óþægilegt að
lesa um gjörðir hans en þessi
óþægindatilfinning drífur söguna að
hluta til áfram og verður til þess að
lesandinn bæði vill og vill ekki lesa
lengra. Ragnar, vinur Snæja sem
velkist um með honum umrædda
helgi, er ívið flóknari og þannig
áhugaverðari persóna.
Þótt lesandinn fylgi Snæja hvert
fótmál en ekki Ragnari fær lesand-
inn í raun að kynnast Ragnari með
djúpstæðari hætti þar sem hann er
talsvert duglegri að tjá sig um erf-
iða reynslu. Snæi er, eins og áður
sagði, allur á yfirborðinu og sama
hvað lesandinn krafsar þá virðist
ekkert vera undir þessu groddalega
en um leið viðkvæma yfirborði. Per-
sónusköpunin í bókinni er þannig
bæði óhefðbundin og tilraunakennd.
Karlmennskan sem górilla
Ólyfjan er um margt áhugaverð
bók, sérstaklega vegna áðurnefndra
tilrauna með formið. Sjónarhorn
höfundar á karlmennsku í nútíma-
samfélagi er vel ígrundað og eft-
irminnilegt en fremur neikvætt,
sérstaklega þegar höfundur slítur
hana úr samhengi.
„Górillan var engan veginn eins
og hann hafði búist við. Hún var
hvorki stór né mikil eins og hann
hafði séð í sjónvarpinu. Hún
öskraði ekki og sýndi aldrei hnef-
ann né sló sér á brjóst. Þarna sat
hún bara eins og aumkunarverður
vesalingur á vergangi.“
Í stuttu máli er Ólyfjan óslípuð
skáldsaga, full af tilraunum með
formið sem gerir hana bæði athygl-
isverða og ruglingslega. Það verður
gaman að sjá hvert skáldgyðjan
leiðir Díönu næst enda augljóst af
Ólyfjan að höfundinn skortir ekki
hugmyndaauðgi.
Karlmennska og tilraunir
Tilraunir Gagnrýnandi segir tilraunakenndan brag á fyrstu skáldsögu
Díönu Sjafnar. Eitruð karlmennska og einmanaleiki eru sterk mótíf.
Skáldsaga
Ólyfjan
bbbnn
Eftir Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur.
Salka, 2019. Kilja, 127 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
SMÁRALIND – DUKA.IS
Stedge hillur
Hillukerfi (2 hillur) 60 cm: 39.900,-
Hillukerfi (2 hillur) 80 cm: 42.900,-
Aukahilla (AddOn) 60 cm: 21.900,-
Aukahilla (AddOn) 80 cm: 24.900,-
Fegrum heimilið
Eik & Svartbæsuð Eik