Morgunblaðið - 30.04.2020, Side 1
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Við förum reglulega í svona ferðir um helgar. Þessi ferð var
mjög skemmtileg þó við kæmumst ekki allt sem við ætluðum
að fara,“ segir Auðunn Ásberg Gunnarsson, bifvélavirki með
meiru. Auðunn fór fyrir hópi fimm sérútbúinna bíla upp á
var fjarskiptamastur á toppi jökulsins, sem hulið var snjó. Áð-
ur en haldið var aftur niður gæddu leiðangursmenn sér á
sviðasultu sem einn þeirra, Björgólfur Kristinsson, gerði í bíl-
skúrnum heima.
Geitlandsjökul um síðustu helgi. Þetta var þriðja ferð hans
þangað í vetur og kveðst hann sjá mun á aðstæðum í hvert
sinn. Hundur var með í för og fékk hann að viðra sig í sólinni
eins og aðrir í hópnum. Meðal þess sem þeir félagar skoðuðu
Gæddu sér á heima-
gerðri sviðasultu á
toppi Geitlandsjökuls
F I M M T U D A G U R 3 0. A P R Í L 2 0 2 0
Stofnað 1913 101. tölublað 108. árgangur
ALLT FYRIR HELGINA Í NÆSTU VERSLUN NETTÓ!
rísalæri
598KR/KG
ÐUR: 1.495 KR/KG
Appelsínur
150KR/KG
ÁÐUR: 299 KR/KG
Lambalærissneiðar
Blandaðar og kryddaða
1.559KR/K
ÁÐUR: 2.599 KR/KG
-60% -50%VERÐ-
SPRENGJA!G
Á
r
G
-40%
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 30. apríl - 3. maí
TINJA OG RONJA
BERA ÖR SÍN
MEÐ STOLTI
BLÆS Í
GJALLARHORN
BJARTSÝNI
GUÐJÓN VALUR
LEGGUR SKÓNA
Á HILLUNA
NÝR BORGARLEIKHÚSSTJÓRI 48 ÍÞRÓTTIR 46-47DAGLEGT LÍF 12
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar (SAF), á von á því að fleira
starfsfólk í ferðaþjónustu missi vinn-
una í dag. „Síðan á ég von á að það
verði framhald á uppsögnum um
þarnæstu mánaðamót, því miður,“
sagði Jóhannes. Hann segir erfitt að
átta sig á því hve margir hafi nú þeg-
ar misst vinnuna. Nú hafi verið sagt
frá uppsögnum í kringum 3.000
manns hjá stærri fyrirtækjum. Sú
tala hækkar líklega í dag samkvæmt
því sem Jóhannes hafði heyrt frá fé-
lagsmönnum í SAF.
Hann segir að töluverður fjöldi
fyrirtækja sé að meta hvort þau eigi
að nýta úrræðið sem stjórnvöld
kynntu í fyrradag, þ.e. að greiða laun
í uppsagnafresti. Stærri fyrirtæki í
ferðaþjónustu hafa tilkynnt hópupp-
sagnir. Jóhannes segir að fjöldi
smærri fyrirtækja sé einnig að segja
upp fólki þótt fjöldinn þar nái ekki
því marki að vera tilkynningarskyld-
ur. Talið er að í ferðaþjónustu hér á
landi hafi verið 25-30 þúsund störf.
Hópuppsagnir milli 700 og 800
starfsmanna hjá 15 fyrirtækjum
höfðu verið tilkynntar til Vinnumála-
stofnunar síðdegis í gær, að sögn
Unnar Sverrisdóttur forstjóra. Það
er með því mesta sem þekkist.
Langflest fyrirtækjanna eru á
sviði ferðaþjónustu. Búist er við til-
kynningu frá Icelandair um upp-
sagnir rúmlega 2.000 starfsmanna.
Vinnumálastofnun þarf að ráða
um 30 nýja starfsmenn vegna aukins
álags. Um 160 starfa hjá stofnuninni.
Búist er við fleiri uppsögnum
Fjöldi fólks í ferðaþjónustu er að missa vinnuna Uppsagnir 700-800 manns voru tilkynntar í gær
MSegja upp … »2