Morgunblaðið - 30.04.2020, Qupperneq 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
VIÐ
BJÖRGUM
GÖGNUM
af öllum tegundum
snjalltækja
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Guðni Einarsson
Jóhann Ólafsson
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Ferðamennskan hér á landi stendur
ekki og fellur með því hvort landa-
mæri Ísland verði opnuð eða ekki,
enda nánast engin ferðamennska í
heiminum eins og staðan er í dag, að
því er Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir sagði á upplýsingafundi al-
mannavarna í gær.
Nú þurfa allir sem koma hingað að
fara í tveggja vikna sóttkví og gildir
það til 15. maí. Hvað gerist að því
loknu er til skoðunar en að undirbún-
ingi þess vinna sóttvarnalæknir, heil-
brigðisyfirvöld og hagsmunaaðilar.
Þórólfur ætlar að skila minnisblaði
um framhaldið tímanlega fyrir 15.
maí. „Sóttvarnalæknir verður fyrst
og fremst að taka tillit til heilsufars-
legra sjónarmiða,“ sagði Þórólfur.
Hann sagði það skipta máli hvað
gert verður í öðrum löndum. Skoða
þyrfti það vel ef lönd ættu að vinna
saman varðandi ferðalög í náinni
framtíð. Þórólfur minnti á að skimun
væri mismikil eftir löndum og að Sví-
ar hefðu t.d. skimað mjög lítið miðað
við aðrar Norðurlandaþjóðir.
Einstaklingsbundnar sóttvarnir
Mikilvægt er að almenningur við-
haldi einstaklingsbundnum sótt-
varnaaðgerðum út þetta ár, eða að
minnsta kosti næstu mánuði, að sögn
Þórólfs. Handþvottur, spritt og
sprittun snertiflata, það að forðast
fjölmenni og að virða tveggja metra
regluna séu þær aðgerðir sem skili
mestu til að koma í veg fyrir áfram-
haldandi sýkingar.
Hann tók sérstaklega fram að ekki
stæði til að afnema tveggja metra
regluna, líkt og misskilningur hefði
verið uppi um. Hins vegar lægi fyrir
að eftir því sem öðrum aðgerðum
væri aflétt yrði erfiðara að viðhalda
reglunni. Það kæmi þó ekki í veg fyrir
að hver og einn ætti að viðhalda henni
eins vel og mögulegt er. „Og verðum
við að biðja alla að gera það áfram.“
Þá biðlaði Þórólfur til fólks að
halda sig heima fyndi það fyrir ein-
kennum og hafa samband við sína
heilsugæslu til að fá greiningu á veik-
indum.
Vilja ekki sjá bakslag
Litið er til þess að samkomubann
miðist við mest 2.000 manna hópa að
minnsta kosti út ágúst, komi ekki
bakslag í rénun kórónuveirufarald-
ursins hér á landi. „Það sem við vilj-
um ekki sjá er bakslag. Við viljum
frekar fara of hægt en að fara of hratt
og fá bakslag og þurfa að stíga
kannski tvö skref til baka. Það yrði
slæmt fyrir alla,“ sagði Þórólfur.
Hann sagði að tvær til þrjár vikur
þyrfti til að sjá hvaða áhrif hvert skref
hefur og að ekki væri von á næsta
skrefi eftir það sem tekið verður 4.
maí fyrr en í lok maí. Þá væri horft til
þess að rýmka samkomubann í allt að
100 manns.
Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar
og skemmtistaðir verða áfram lokuð
og ekki stendur til að endurskoða þær
ákvarðanir fyrir 4. maí, að sögn Víðis
Reynissonar yfirlögregluþjóns.
Tvö ný kórónuveirusmit
Greint var frá tveimur nýjum kór-
ónuveirusmitum í gær sem greinst
höfðu á næstliðnum sólarhring. Ann-
að greindist hjá Íslenskri erfðagrein-
ingu (ÍE) en hitt á veirufræðideild
Landspítala. Alls höfðu verið tekin
508 sýni. Þórólfur segir að þeir sem
greinst hafa hjá ÍE séu yfirleitt ein-
kennaminni en þeir sem greinst hafa
hjá Landspítalanum. Eins er tekið á
málum smitaðra, sama hvar þeir
greinast.
Í gær höfðu alls 1.797 greinst með
kórónuveiruna hérlendis, en virk smit
voru aðeins 131 og höfðu þau ekki
verið færri frá 12. mars. Þetta kom
fram á vefnum covid.is.
Landspítalinn birti tölur um stöð-
una kl. 12.30 í gær. Þá voru sex inni-
liggjandi sjúklingar með staðfest Co-
vid-19-smit og voru samtals orðnir
103 frá upphafi. Einn sjúklingur var
innlagður með grun um kórónuveiru-
smit. Sex sjúklingar voru í sóttkví.
Enginn var á gjörgæslu vegna sjúk-
dómsins og ekki neinn í öndunarvél.
Alls höfðu þá 27 verið á gjörgæslu og
15 í öndunarvél frá því að faraldurinn
hófst. Útskrifaðir samtals, að með-
töldum látnum og inniliggjandi sem
var batnað af Covid-19, voru 93. Inni-
liggjandi og batnað af Covid-19 voru
tíu. Í eftirliti á göngudeild Covid-19
voru 129, þar af sex börn. Þá var 1.695
skjólstæðingum deildarinnar batnað.
Starfsmenn Landspítala mega vinna
utan spítalans frá 4. maí og fara á milli
deilda.
Enginn sjúklingur lá á Sjúkrahús-
inu á Akureyri í gær vegna Covid-19-
sjúkdómsins.
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 2 51
Útlönd 1 0
Austurland 8 15
Höfuðborgarsvæði 1.311 410
Suðurnes 77 30
Norðurland vestra 35 15
Norðurland eystra 46 29
Suðurland 178 70
Vestfirðir 97 71
Vesturland 42 24
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands
Óþekktur
Erlendis
47.573 sýni hafa verið tekin
10 einstaklingar eru látnir
7 einstaklingar eru á sjúkrahúsi Enginn á gjörgæslu
131 eru í einangrun
131 eru með virkt smit
Fjöldi smita frá 28. febrúar til 28. apríl
Heimild: covid.is
1.797 smit voru staðfest
í gær kl. 13.00
1.797
131
apríl
1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
þeirra sem
hafa greinst
voru í sóttkví
81%
57%
9,1% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,58% sýna tekin hjá ÍE
18.957 hafa lokið sóttkví715 manns eru í sóttkví
Staðfest smit
Virk smit
mars
1.656
einstaklingar
hafa náð bata
Opnun landamæra ekki úrslitaatriði
Sóttvarnalæknir bendir á að nær engin ferðamennska sé í heiminum nú Almenningur þarf áfram að
stunda sóttvarnir Betra að fara of hægt en of hratt og fá bakslag Enginn á gjörgæslu vegna smits
Ljósmynd/Lögreglan
Upplýsingafundur almannavarna Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og
Svanhildur Þengilsdóttir, forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu í Garðabæ, töluðu á fundinum í gær.
Skólar voru
opnaðir á
Flateyri,
Suðureyri,
Súðavík og
Þingeyri á
mánudaginn
var. Skólar í
Bolungarvík,
Hnífsdal og
á Ísafirði
verða opn-
aðir 4. maí með kvöð um mest
20 manns í hópi. Um leið verð-
ur samkomubann á norðan-
verðum Vestfjörðum rýmkað úr
fimm í 20 manns. Það mun
svo breytast 11. maí þegar
sömu 50 manna samkomutak-
markanir taka gildi á norðan-
verðum Vestfjörðum og gilda
annars staðar. Um leið verður
hömlum létt af skóla-, barna-
og unglingastarfi, að sögn
Gylfa Ólafssonar, forstjóra
Heilbrigðisstofnunar Vest-
fjarða.
Þetta kom fram á upplýs-
ingafundi um afléttingu sam-
komutakmarkana á norðan-
verðum Vestfjörðum sem
haldinn var í gær. Súsanna
Björg Ástvaldsdóttir, umdæm-
islæknir sóttvarna á Vest-
fjörðum, Karl Ingi Vilbergsson
lögreglustjóri og Gylfi töluðu
þar og svöruðu fyrirspurnum.
Fram kom m.a. að tvö nýj-
ustu smitin sem greindust fyr-
ir vestan hefðu verið hjá fólki
sem var þegar í sóttkví og því
ekki hætta á að það hafi smit-
að aðra. Hægt er að sjá út-
sendingu frá fundinum á Face-
book-síðu Heilbrigðisstofnunar
Vestfjarða. gudni@mbl.is
Létt á tak-
mörkunum
VESTFIRÐIR
Gylfi
Ólafsson
Tæpur fjórðungur þjóðarinnar eða
um 23% óttast mjög mikið eða frekar
mikið að þau smitist af völdum kór-
ónuveirunnar en 41% segist óttast
þetta frekar eða mjög lítið að því er
fram kemur í viðhorfskönnun Þjóð-
arpúls Gallup. Afstaðan er könnuð
reglulega og má sjá að hópur þeirra
sem óttast smit hefur minnkað á sein-
ustu vikum frá því sem var í mars-
mánuði og fyrri hluta apríl.
Konur eru aðeins áhyggjufyllri en
karlar samkvæmt könnuninni en 25%
kvenna segjast óttast mikið að smit-
ast af veirunni en 21% karla segist
óttast það mikið. 47% karla segjast
óttast lítið að smitast af sjúkdómnum
en 36% kvenna voru á sama máli. Ríf-
lega þriðjungur svaraði hvorki né
þegar spurt var hvort svarendur ótt-
uðust smit.
Yngra fólk hefur líka minni
áhyggjur af smiti en hinir eldri. 18%
allra aldurshópa undir 40 ára aldri
óttast mikið að smitast af kórónuveir-
unni en hlutfallið er 26-27% meðal
þeirra sem eldri eru.
Margir hafa áhyggjur af efnahags-
legum áhrifum faraldursins hér á
landi. 52% segjast hafa frekar miklar
áhyggjur af því og 26% hafa mjög
miklar áhyggjur af efnahagslegum
áhrifum veirufaraldursins.
Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinn-
ar hefur breytt venjum sínum til að
forðast smit að því er lesa má úr nið-
urstöðunum. 30% segjast hafa breytt
venjum sínum mjög mikið og 50%
frekar mikið til að forðast smit. Að-
eins 10% hafa breytt venjum sínum
frekar eða mjög lítið.
Þegar spurt var nánar um einstak-
ar athafnir segjast 94% forðast
handabönd, 92% þvo eða spritta
hendur sínar oftar og betur en áður
og 90% forðast faðmlög og kossa.
43% segjast nota hlífðarbúnað eins
og grímu eða hanska og 37% vinna
heiman frá sér að hluta eða öllu leyti.
13% stunda nám að heiman.
57% segjast treysta almannavörn-
um og heilbrigðisyfirvöldum fullkom-
lega til að takast á við veirufarald-
urinn og 40% til viðbótar segjast
treysta þeim frekar eða mjög vel.
Enginn sagðist treysta þeim mjög illa
og 1% svaraði frekar illa. omfr@mbl.is
23% óttast að smitast
90% forðast faðmlög og kossa 43% nota grímur eða
hanska 92% þvo eða spritta hendur 37% vinna heima