Morgunblaðið - 30.04.2020, Page 6
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Borgarstjóri hefur borið það upp við
sóttvarnalækni hvort grípa eigi til
götulokana í Reykjavík til að tryggja
nálægðarreglu almannavarna. Í
samtali við Morgunblaðið segist Þór-
ólfur Guðnason sóttvarnalæknir ekki
hafa skoðun á því hvort loka eigi fyr-
ir bílaumferð í miðbænum eða ekki.
„Við höfum ekki sérstaka skoðun á
því hvernig menn útfæra þær tillög-
ur sem við komum með,“ segir hann
og bætir við: „Ef menn vilja loka göt-
um, þá er það bara þeirra mál.“
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins og Miðflokksins hafa stigið fram í
samtölum við Morgunblaðið og sagt
borgarstjóra vera að nýta sér kór-
ónuveiruna í pólitískum tilgangi til
að loka fyrir bílaumferð um fleiri
götur. Undir þetta sjónarmið tekur
einnig Kolbrún Baldursdóttir,
borgarfulltrúi Flokks fólksins.
„Að mínu mati er bara verið að
nýta sér ástandið og nota það sem
yfirskin. Það að hafa spurt sótt-
varnalækni sýnir að verið er að
reyna að finna fólk sem almenningur
treystir til að koma með svör um
götulokanir eða ekki,“ segir Kolbrún
og bætir við að fjölmargir íbúar og
rekstraraðilar séu mjög ósáttir við
götulokanir meirihlutans í miðbæn-
um.
„Það er alveg ljóst að þessar
ákvarðanir hafa gengið gegn vilja
mjög margra. Ég skil bara ekki af
hverju menn geta ekki endurskoðað
meirihlutasáttmála sinn í ljósi þess
að rekstur hefur hrunið. Það þarf
ekki annað en að ganga þarna um og
sjá öll auðu plássin,“ segir Kolbrún.
Segir þetta ekki tengjast pólitík
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi
Vinstri grænna, segir það af og frá
að verið sé að nýta sér kórónuveiru í
pólitískum tilgangi. Engin ákvörðun
hafi verið tekin um frekari lokanir.
„Við erum fyrst og fremst að
hugsa um til hvaða aðgerða hægt sé
að grípa vegna Covid-19,“ segir Líf
og bætir við að áfram verði farið eftir
meirihlutasáttmálanum sem kveður
meðal annars á um að Laugavegur
verði göngugata allt árið.
Þá segir Líf það vera mjög frum-
lega túlkun að halda því fram að
borgarstjóri sé með einhverju móti
að draga almannavarnir inn í kosn-
ingaloforð Samfylkingarinnar, líkt
og borgarfulltrúi Miðflokksins sagði
nýverið í Morg-
unblaðinu.
„Þetta er afar
langsótt og ekk-
ert annað en
rakalaus della. Að
búa til borg fyrir
gangandi vegfar-
endur er ekki
einkamál Sam-
fylkingarinnar.
Þetta eru bara út-
úrsnúningar,“ segir Líf og ítrekar að
engin vinna sé hafin við nýjar götu-
lokanir í miðbænum.
Nánar má lesa um þetta mál á
mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Miðbær Nýleg ummæli borgarstjóra um hugsanlegar götulokanir vöktu
hörð viðbrögð hjá borgarfulltrúum minnihlutans og kaupmönnum.
Engin ákvörðun tek-
in um frekari lokanir
Sóttvarnalæknir hefur ekki skoðun á götulokun í miðbæ
Líf
Magneudóttir
Þórólfur
Guðnason
Kolbrún
Baldursdóttir
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Raforkunotkun landsmanna minnk-
aði á síðasta ári. Er það óvenjulegt
því aukning hefur verið flest ár hing-
að til. Formaður raforkuhóps orku-
spárnefndar segir að aðstæður á
árinu skýri samdráttinn að mestu
leyti.
Raforkuvinnsla í landinu nam sam-
tals 19.489 gígavattstundum á árinu
2019 og minnkaði um 341 GWst eða
um 1,7% frá árinu á undan. Sam-
drátturinn varð bæði í almennri notk-
un og hjá stórnotendum. Raforku-
notkun hefur aukist ár frá ári en þó
er ekki langt síðan ár komu með sam-
drætti. Nefna má árið 2016 en þá
varð mikill samdráttur í loðnuvinnslu.
Þá varð samdráttur á árunum 2009
og 2010 vegna samdráttar í hagkerf-
inu í kjölfar bankahrunsins.
Fram kemur í yfirliti raforkuhóps
orkuspárnefndar að raforkunotkun
stórnotenda minnkaði mest við ál-
framleiðslu. Meginástæða þess var
rekstrarvandamál hjá álverinu í
Straumsvík. Eins og fram kom á
þeim tíma þurfti að hætta framleiðslu
í einum kerskála vegna vandamála
um mitt ár. Einnig varð samdráttur
hjá öðrum stórnotendum en á móti
jókst raforkunotkun gagnavera.
Hlýtt ár olli því að minna þurfti af
rafmagni til að hita húsakynni hjá
þeim sem notast við rafkyndingu.
Loðnubrestur síðasta árs veldur
verulegri minnkun á raforkunotkun
fiskimjölsverksmiðja sem er orku-
frekasta almenna iðnaðarstarfsemi
hér á landi. Ekki einungis nota
bræðslurnar mikla orku heldur er
einnig mikil orka notuð við frystingu
loðnuafurða.
Hagvöxtur var á síðasta ári minni
en árin áður og kom það fram í raf-
orkunotkun. Þá hefur smáiðnaður átt
í erfiðri samkeppni við innflutning.
Á undanförnum árum hefur orðið
mikil breyting á orkuþörf til lýsingar
og heimilistæki orðið orkugrennri.
Því hefur orkunotkun heimila farið
minnkandi. Rafbílavæðing með
hleðslu á heimilum hefur ekki komið
neitt að ráði á móti.
Að litlu leyti vegna þróunar
Sverrir Jan Norðfjörð, fram-
kvæmdastjóri hjá Landsneti og for-
maður raforkuhóps orkuspárnefndar,
segir að meginhluta samdráttarins
megi rekja til aðstæðna á síðasta ári
en ekki þróunar til lengri tíma. Það er
helst að tæknibreytingar sem leiða til
orkusparnaðar, bætt lýsing og það að
fólk fari betur með orkuna geti orðið
viðvarandi og leitt til minni orkunotk-
unar á mann í framtíðinni. Eigi að síð-
ur gefi þróunin í ár ekki tilefni til sér-
stakra aðgerða.
Minni notkun
vegna hlýinda
og loðnubrests
Raforkunotkun minnkaði nokkuð á
síðasta ári Ýmsir þættir hafa áhrif
Morgunblaðið/Hari
Nauthólsvík Raforkunotkun
minnkaði vegna hlýinda í fyrra.
Skannaðu kóðann
til að lesa meira
um þetta á mbl.is
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er vitað að eftir hamfarir og
áföll þá gerist eitthvað í kjölfarið.
Við erum að búa okkur undir það að
geta tekið á móti öllum sem þurfa á
okkur að halda,“ segir Kristín Ólafs-
dóttir, framkvæmdastjóri Píeta sam-
takanna.
Tvö ár eru liðin síðan Píeta sam-
tökin hófu starfsemi sína en þau
sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvíg-
um og sjálfsskaða auk þess að styðja
við aðstandendur. Kristín segir í
samtali við Morgunblaðið að augljóst
sé að andlegt ástand þjóðarinnar
hafi liðið fyrir þær aðstæður sem
skapast hafi af völdum kórónuveiru-
faraldursins. „Við fundum fyrir því
fyrstu tvær vikurnar í faraldrinum
að þá voru allir hræddir og þá var
ekki mikið að gera hjá okkur. En svo
hefur þetta verið að aukast mjög
þétt hjá okkur. Við vorum með sím-
ann opinn allan sólarhringinn um
páskahelgina og fundum þá augljósa
þörf fyrir aukna þjónustu.“
Hún segir að það sé eðli sjálfsvígs-
hugsana að þær fari ekki mann-
greinarálit, þó vissir áhættuþættir
séu þekktir, og því leiti fjölbreyttur
hópur fólks til
samtakanna. „En
við finnum núna
fyrir töluverðri
aukningu í sím-
tölum frá að-
standendum fólks
sem er með
sjálfsvígshugsan-
ir. Það eru margir
sem hringja og
vilja vita hvað þeir eigi að gera og
hvað þeir geti gert. Það er enda
örugglega svakalegt álag að búa með
manneskju sem langar ekki að vera
til.“
Kristín segir að til að mæta þess-
ari auknu þörf ætli Píeta samtökin
að bjóða upp á 24 tíma símaþjónustu.
„Við höfum bara haft opið milli kl. 9
og 16 en það breytist vonandi um
miðjan maí auk þess sem fagteymi
okkar eru að þróa nýja hópa. Til
þessa hefur 1717 sinnt símsvörun á
næturnar og starfsfólk þar finnur
einnig fyrir aukningu í sjálfsvígs-
stímtölum. Þau vísa á okkur og von-
andi getum við sinnt þessum hóp
betur. Það er mikið að gerast og
margt að breytast og við viljum vera
til staðar þegar fólk óskar eftir
hjálp.“
Auka þjónustu
vegna veirunnar
Æ fleiri aðstandendur leita nú ráða
Kristín Ólafsdóttir
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: Mán-fös: 12-18.
Lau: 12-15.
Alltaf opið í netverslun.
VELKOMIN
í NÝJA
NETVERSLUN
FRÍ HEIMSENDING!
www.spennandi-fashion.is