Morgunblaðið - 30.04.2020, Síða 30

Morgunblaðið - 30.04.2020, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hættan afsvo-nefndri „upplýsinga- óreiðu“ er ofar- lega í huga sumra á tímum heimsfar- aldursins, en það mun vera nýjasta tískuorðið yfir það sem áður fyrr var gjarnan kallað áróðursherferð. Nú berast af því fregnir að Rúss- ar og Kínverjar, sem hafa talsverða reynslu á þessu sviði, fari nú mikinn í þeirri viðleitni að breyta sögunni, sér í lagi hvað varðar upphaf kórónuveirufaraldursins í Wuhan-borg. Ástæðan er enda ærin, því að töluvert af upplýsingum hefur þegar komið fram um það, hvernig kínversk stjórn- völd töldu sig geta þaggað niður faraldurinn, til dæmis með því að hóta þeim læknum sem vildu vara við honum með fangelsunum. Aðrir, sem nýttu sér samfélagsmiðla til þess að greina frá því sem væri að gerast í Wuhan-borg, hafa horfið sporlaust. Sendiherrar Kínverja í Evrópuríkjum hafa verið ein- staklega iðnir síðustu vik- urnar við að svara öllum sem reyna að benda á það sem blasir við í þessum efnum, og hafa fjölmiðlar í ýmsum þess- ara ríkja, þ. á m. Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð og jafn- vel hér á landi, fengið löng lesendabréf frá þeim með „leiðréttingum“ og lof- gjörðum um það hvernig Kín- verjar hafi vart stigið feilspor í baráttunni gegn kórónuveir- unni. En það er þó bara einn liður í áróðursbaráttu Kín- verja. Evrópusambandið hefur á síðustu árum fylgst mæta vel með „upplýsingaóreiðu- herferðum“ hinna ýmsu ríkja, þó að oftast nær hafi menn þar einblínt á Rússa og áróð- ur þeirra varðandi Úkraínu- deiluna. Í lok síðustu viku kom út ein af hinum reglulegu skýrslum utanríkismálaarms sambandsins um áróðurinn og þar var meðal annars bent á það hvernig Rússar og Kín- verjar hefðu reynt að afvega- leiða umræðuna. Það varð þó fljótlega ljóst, að skýrslunni hafði verið breytt frá upphaflegri útgáfu, að því er virðist til þess að koma til móts við sjónarmið kínverskra stjórnvalda, sem höfðu hótað því að skýrslan í óbreyttri mynd gæti skaðað samskipti Kína og Evrópu- sambandsins og jafnvel sett þau niður á sama plan og samskipti Kínverja og Bandaríkjamanna eru nú. Orðalag upphaf- legrar skýrslu þótti ekki neitt sérstaklega harðort, en þar var meðal annars greint frá því, hvernig franskir stjórnmálamenn höfðu verið ranglega sakaðir af kínverskum stjórnvöldum um að þeir hefðu kallað fram- kvæmdastjóra Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar ras- ískum nöfnum, en Kínastjórn hefur einhverra hluta vegna lagt ríka áherslu á að verja þann ágæta mann fyrir allri gagnrýni. Það hvarf hins veg- ar, ásamt umfjöllun um ýmsa aðra þætti, eins og það hvern- ig Kínverjar hafa reynt að gera Bandaríkjamenn ábyrga fyrir upphafi veirunnar. Það skýtur skökku við, að Evrópusambandið skuli hafa látið undan hótunum Kín- verja hvað þetta varðar, enda er ekki vanþörf á að halda uppi sterkum vörnum gegn áróðrinum um upphaf kór- ónuveirunnar og draga lær- dóm af því hvers vegna hún varð að heimsfaraldri. Verði villandi eða rangar upplýs- ingar ofan á eru litlar líkur á að heimurinn læri af þessum faraldri og þar með minnka líkur á að hægt sé að koma í veg fyrir að slíkur faraldur endurtaki sig. Þetta er aðal- atriðið og íbúar heimsins, hvort sem þeir búa í Kína, á Íslandi eða annars staðar, eiga rétt á að vita hið sanna um allt sem við kemur þess- um faraldri og þar með að all- ir geti unnið saman að því að koma í veg fyrir frekari far- aldra. Þetta snýst ekki um að koma sök á nokkurn mann eða nokkurt ríki, enda engin ástæða til að ætla að nokkur hafi viljað að þessi veira færi úr böndum. Hafi orðið mistök verður heimurinn hins vegar að fá að læra af þeim. „Óreiðan“ sem utanríkis- málastofnun ESB ætlaði sér að varna gegn með skýrslunni minnkaði hreint ekkert við það að skýrslan var ritskoðuð til þess að þóknast kínversk- um stjórnvöldum. Um leið hefur sambandið grafið und- an eigin viðmiðum um það hvernig upplýst umræða eigi að fara fram. Ætli Evrópu- sambandið sér að kaupa vin- áttu Kínverja með yfirhylm- ingum og sjálfsritskoðun er ljóst að sá vinskapur er dýru verði keyptur. Hvers vegna lét Evrópusambandið undan þrýstingi Kínverja?} „Óreiðan“ virðist mest í Brussel Ó vissa og óöryggi hellist nú yfir samfélagið sem aldrei fyrr. Efna- hagshrunið 2008 var slæmt en þetta stefnir í að verða verra. Enn einn aðgerðapakki ríkis- stjórnarinnar leit dagsins ljós í fyrradag. Ég ætla ekki að tala um hvað felst í honum frekar en hinum, heldur hvað er í engum þeirra að finna. Við í Flokki fólksins teljum að það sem vanti séu alger forgangsmál og eigi síðri en björgunaraðgerðir fyrir fyrirtæki og fjár- magnsöfl. Við viljum sjá að fjölskyldur, láglaunafólk, aldraðir og öryrkjar séu viðurkenndir hópar í samfélaginu. Þetta fólk er að ganga í gegnum sömu erfiðleika og allir aðrir. Það er miklu fleira sem byggir samfélagið en einungis fyrirtæki, þó vitanlega vinni þetta allt saman. Ég geri mér fulla grein fyrir því að án fyrirtækjanna þá gengi ekkert upp. Þau eru nauðsynleg tannhljól í gangverki samfélagsins. En það er samt ólíðandi að horfa upp á sívaxandi kaupmátt- arrýrnun hjá fátækasta fólkinu. Alltaf þegar vandi steðj- ar að er litið svo á að bognu bökin megi beygja meira, eins og ráðamenn trúi því að hægt sé að beygja þau endalaust án þess að þau brotni. En það er auðvitað ekki svo. Krosstré brotna sem önnur tré. Nú er að raungerast það sem varð í efnahagshruninu 2008. Nú sem þá er ekki minnst einu einasta orði á verð- tryggð húsnæðislán. Það er hvergi litið til þess að koma til móts við fólkið okkar sem er með verð- tryggð fasteignalán. Athugum að ef fram fer sem horfir þá eru gjaldeyristekjur þjóð- arinnar hrundar. Það eyðist sem af er tekið þegar ekkert kemur inn á móti. Verðbólgu- draugurinn vaknar. Kannski ekki á morgun og ekki hinn, en án kraftaverks mun það ger- ast fyrir rest. Nú verður ríkisstjórnin að gera svo vel að huga að almenningi í landinu. Við verðum að bjarga heimilunum í greiðsluskjól meðan stormurinn gengur yfir og við erum að ná átt- um og aðlaga okkur að nýjum veruleika. Ég vil sjá belti og axlabönd á fjölskyldurnar í landinu. Ef allt er svona örugglega í lagi og engin verðbólga í kortunum eins og fjármála- ráðherra og seðlabankastjóri segja báðir tveir, þá ætti það ekki að vefjast fyrir ríkisstjórninni að útbúa góðan öryggisventil fyrir fólkið og fjölskyldurnar í landinu. Minnumst þess að í efnahagshruninu voru hátt í 14.000 fjölskyldur bornar út á götu. Fjöldi Íslendinga kaus með fótunum og yfirgaf landið og mörg þeirra hafa ekki snúið aftur. Fjöskyldur sundruðust. Ég vil ekki sjá að sú martröð endurtaki sig. Það er helgasta skylda stjórnvalda í hverju landi að vernda eigin borgara. Þau sem geta það ekki eru hvergi fær um að stjórna. Inga Sæland Pistill Hvenær kemur að fólkinu? Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Reiknað er með að sér-tekjur Vatnajökuls-þjóðgarðs lækki úr um360 milljónum í um 160 milljónir á þessu ári vegna fækk- unar ferðamanna vegna kór- ónuveikifaraldursins. Eigi að síður er stefnan að halda uppi fullum dampi í rekstrinum í sumar þegar um rýmkast vegna samkomu- bannsins og taka þeim mun betur á móti íslenskum ferðamönnum. Vatnajökulsþjóðgarður leggur áherslu á fræðslu í öllu sínu starfi til að auka skynjun og skilning gesta á sérstöðu svæðisins og nátt- úruvernd. Starfsmenn Vatnajökulsþjóð- garðs hafa eins og aðrir þurft að gera ýmsar ráðstafanir vegna far- aldursins undanfarnar vikur svo sem að auka þrif og sótthreinsun svæða og tryggja tveggja metra fjarlægð á milli gesta. Auk þess sem gestastofur hafa annaðhvort stytt afgreiðslutíma eða þeim hefur hreinlega verið lokað tímabundið. Yfir milljón gestir í fyrra Magnús Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Vatnajökulsþjóð- garðs, segir að á síðasta ári hafi yfir ein milljón ferðamanna heim- sótt þjóðgarðinn, langflestir er- lendir, en ekki sé reiknað með að þeir verði margir á þessu ári. Sér- tekjur koma meðal annars af tjald- stæðum og bílastæðum í Skafta- felli, sölu í verslunum á vegum þjóðgarðsins og fleiri þáttum í starfseminni. Gert hafi verið ráð fyrir í rekstraráætlun þjóðgarðsins að þessar tekjur yrðu svipaðar í ár og í fyrra, en miðað við þær for- sendur sem nú sé unnið með sé gert ráð fyrir að þær lækki um 200 milljónir. ,,Við upplýstum umhverfis- og auðlindaráðuneytið strax um stöð- una og höfum nú fengið aðstoð ráðuneytisins til að halda uppi nán- ast óbreyttri starfsemi í sumar,“ segir Magnús. ,,Við leggjum eðli- lega aukna áherslu á að taka á móti Íslendingum og munum reyna að laða þá til okkar í samræmi við átak stjórnvalda um að fólk ferðist innanlands. Fræðslugögnum verð- ur fjölgað, verkefni verða fyrir börn, boðið verður upp á leiki og ýmis afþreying verður í boði. Við erum sannfærð um að íslenskir ferðamenn muni nota tækifærið og heimsækja þjóðgarðinn í sumar Meira rými verður á tjaldstæðum eins og í Skaftafelli heldur en síð- ustu ár og hægt að nota tækifærið til að breiða úr sér.“ 76 sumarstarfsmenn Um 35 heilsársstörf eru í Vatnajökulsþjóðgarði og í sumar bætast 76 sumarstarfsmenn við. Þar af verða landverðir 56 talsins og hafa flestir þeirra starfað áður fyrir þjóðgarðinn, en einnig þjón- ustufulltrúar og verkamenn. Þessi hópur dreifist á starfsstöðvar þjóð- garðsins, flestir í Skaftafelli og Jökulsárlóni, en einnig í Ásbyrgi, á hálendinu og víðar. „Sem betur fer verður þetta svipað og áður og við verðum þá í lykilstöðu til að taka vel á móti Íslendingum og gera sérstaklega vel við þá,“ segir Magnús. Hann segir að Vatnajökuls- þjóðgarður hafi sent inn tillögur um verkefni fyrir stúdenta í sum- ar, m.a. við rafræna lausnir, eins og við kortlagningu á gönguleiðum með GPS-tækni, landupplýsinga- kerfi og fleira. Nokkrir hópar er- lendra sjálfboðaliða sem komið hafa til landsins á vegum Umhverf- isstofnunar síðustu ár hafa starfað að einstökum verkefnum í þjóð- garðinum, en ekkert verður um slíkt í þjóðgarðinum í ár. Tækifæri fyrir land- ann til að breiða úr sér Framkvæmdastjóri Magnús Guð- mundsson á góðum degi í Skaftafelli. Gestastofur Upplýsinga- miðstöð Annar fundur nýrrar stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs undir for- mennsku Auðar Ingólfsdóttur var haldinn á mánudag. Þar var farið yfir stöðu mála og m.a. greint frá nýrri atvinnustefnu og innleiðingu hennar. Marg- víslegar framkvæmdir eru fram undan í þjóðgarðinum og eru þær fjármagnaðar úr opinber- um sjóðum eins og innviðasjóði. Þannig er vinna hafin við þjónustuhús við Dettifoss, nýbúið er að bjóða út veginn að Kirkjubæjarstofu og önnur stór verkefni eru að hefjast m.a. við frárennslismál í Skaftafelli, bílastæði í Ásbyrgi og uppbygg- ingu innviða við Jökulsárlón. Magnús segir að það komi sér vel að hafa fengið fjármagn í mikilvæga uppbyggingu innviða á tímum sem þessum. ATVINNUSTEFNA KYNNT Miklar fram- kvæmdir í ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.