Morgunblaðið - 30.04.2020, Page 31
Vinnuaflið á Íslandi, 25-64 ára
(2019), telur um 155.000 ein-
staklinga en skv. alþjóðlegu við-
miði, á aldursbilinu 16-74 ára,
telur það um 197.000.
Samkvæmt Vinnumálastofn-
un (VMST-apríl 2020) eru með
einum eða öðrum hætti 53.000
einstaklingar á bótum. Þar af
18.000 atvinnulausir og 35.000 á
hlutabótum vegna skerts starfs-
hlutfalls. Meðalskerðing þessa
hóps er um 60% og er ígildi at-
vinnuleysis þess hóps því um 21.000.
Í dag eru því um 39.000 atvinnulausir eða
ígildi þess að vera það. Þetta telur 20% til 25%
atvinnuleysi (þýði 16-74 ára og 25-64 ára) og
kostar um 12 milljarða á mánuði.
Starfandi eru um 56.000 opinberir starfs-
menn (þýði 16-74 ára) er telur 28% vinnuafls-
ins en um 45.000 sé miðað við 25-64 ára. Því
eru 48% til 54% vinnuaflsins á framfæri hins
opinbera á Íslandi í dag.
Atvinnuleysi í einstaka sveitarfélögum er
fordæmalaust. Í Mýrdalshreppi mældist það í
apríl 2019 um 1,1% en skv. mælingum í dag
mælist það 46,8%. Í Reykjanesbæ mældist
þetta í apríl 2019 um 6,1% en í dag er það kom-
ið í 27%. Fram undan er að útsvarið lækki og
framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga einnig
enda ber þetta allt að sama brunni.
Fjárhagslega veik sveitarfélög
eins og Mosfellsbær, þar sem at-
vinnuleysi mælist nú yfir 16%,
geta lítið sem ekkert gert. Það er
boðið upp á frestun á greiðslu
gjalda og lækkun á liðum sem
hrökkva skammt. Þessar aðgerðir
eru samræmdar á höfuðborg-
arsvæðinu á meðal sveitarfélaga
þar þótt Reykjavík hafi farið sínar
eigin leiðir og klofið samstöðuna. Í
samanburði má segja að Reykja-
vík standi einna verst á höfuðborg-
arsvæðinu en þar mælist nú 18,2%
atvinnuleysi, í Hafnarfirði 17%,
Kópavogi og Garðabæ tæp 17% og
á Seltjarnarnesi 15,5% (apríltölur VMST).
Hér á landi svipar nú til eins og í alþjóða-
samfélaginu. Það ríkir hálfgerð ringulreið og að-
gerðastopp vegna þess að enginn virðist vita
hvaða leið á að fara til að reisa atvinnulífið við.
Gripið var víða um heim til allsherjarlokana
vegna Covid-19 sem hefur nær kæft hagkerfi
heims. Kerfislega mikilvæg ríki heims, eins og
Bandaríkin, Bretlandi, Þýskaland, Ítalía og
Frakkland, eru í miklum vanda. Þessi ríki hafa
stóru hlutverki að gegna til að koma hagkerfi
okkar Íslendinga í gang.
Óttinn er sjálfsagt mikill við skuldasöfnun
ríkja og aukningu fjármagns í umferð samfara
varanlegum samdrætti í framboði ásamt mikilli
eftirspurn inn í ókomna framtíð. Þessi þróun er
þekkt eftir styrjaldir fyrri alda.
Faraldurinn sem nú geisar mun marka skýr
Eftir Sveinn Óskar
Sigurðsson » Því eru 48% til 54% vinnu-
aflsins á framfæri hins
opinbera á Íslandi í dag.
Sveinn Óskar
Sigurðsson
Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í
Mosfellsbæ, BA í hagfræði og heimspeki og
MBA og MSc í fjármálum fyrirtækja.
skil á milli tímabils lækkunar verðbólgu síðustu
30 til 40 árin og umtalsverðrar verðbólgu næstu
áratuga. Hér er vístað til hagfræðiprófessor-
anna dr. Davids Miles (Imperial College
Business School, London) og dr. Andrews
Scotts (London Business School) en þetta kom
fram í greinarstúf þeirra 4. apríl sl. er birtist í
breska vefmiðlinum VOX.
Óvissan varðandi þróun veirufaraldursins er
mikil og enn meiri óvissa er ríkjandi um þróun
efnahagsmála heimsins. Íslendingar munu
þurfa að líta til róttækra og óvenjulegra að-
gerða til að koma eigin hagkerfi í gang. Hvers
vegna? Það er augljóslega vegna þess að fáir
utanaðkomandi munu stuðla að því að eigin
frumkvæði að koma öðrum en eigin þjóð úr
þessum vanda. Mikilvægt er Íslendingum að
opnað sé sem fyrst á virkari verslun, sam-
göngur og alþjóðaviðskipti.
Það sem þarf að varast er tvennt. Annars
vegar að hér verði gífurleg verðhjöðnun og
stöðnun og hins vegar að hér verði til langs
tíma gífurleg verðbólga með tilsvarandi
launaskriði, óróa á fjármálamörkuðum og
óstöðugleika. Þarna skiptir miklu að laun-
þegahreyfingar axli ábyrgð ásamt atvinnu-
rekendum. Valdajafnvægi ákveðinna hópa í
samfélaginu mun riðlast og því mikilvægt að
sýna samtakamátt í einskonar þjóðarsátt.
Sé vísað í orð dr. Miles og dr. Scotts munu
launþegahreyfingar hafa mikil áhrif á verð-
lagsþróun. Þeir félagarnir geta þess m.a. að
mikill hluti vinnuaflsins hafi látist í spænsku
veikinni. Það hafi haft mikil áhrif á launaþró-
un, þ.e. til hækkunar, sökum skorts á vinnu-
afli. Svo virðist ekki raunin nú. Telja þeir fé-
lagarnir að það verði í framtíðinni mun meira
rætt um „nauðsynlegt eða ónauðsynlegt“
vinnuafl í stað „sérhæfðs vinnuafls eða ósér-
hæfðs“. Það mun koma til þó svo að það sé
ekki bein afleiðing af Covid-19-faraldrinum.
Þeir kraftar sem verða leystir úr læðingi
eftir Covid-19-faraldurinn, sökum mikils at-
vinnuleysis, munu væntanlega auka þolin-
mæði almennings gagnvart verðbólgu. Sam-
staða um nýjar áherslur, þar sem fjármagni
yrði varpað inn í hagkerfið, gæti orðið til að
breyta afstöðu fræðimanna til stefnu í pen-
ingamálum. Óvæntir atburðir geta leitt til
þess að mistök, m.a. vegna stefnumótunar í
dag, komi upp á yfirborðið síðar og muni
kristallast m.a. í mikilli verðbólgu. Hinir
óvæntu atburðir gætu einnig leitt til skelfi-
legrar þróunar, þ.e. til verðhjöðnunar. Því má
vænta þess að verðbólga verði víða óumflýj-
anleg. Undirbúum því stýritækin, styrkjum
innviði og tökum stefnuna.
Heimild: Hagstofa Íslands, Vinnumála-
stofnun, www.voxeu.com.
Atvinnumál þjóðar í þrengingum – hvert stefnir?
31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
Vegna þeirrar umræðu sem átt
hefur sér stað, í kjölfar þess að
meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar
samþykkti í liðinni viku að leita til-
boða í liðlega 15% hlut sveitarfé-
lagsins í HS Veitum, er rétt að koma
eftirfarandi á framfæri.
Verið er að kanna virði eign-
arhluta bæjarins í HS Veitum og
hvort hagstætt sé að selja hann til
að milda það högg sem bæjarsjóður
Hafnarfjarðar verður fyrir vegna
Covid-19-faraldursins. Á þessari
stundu lítur út fyrir að tekjufall bæjarins verði
ekki undir fimm til sex milljörðum króna á
næstu tveimur árum. Þrátt fyrir að áfram verði
ýtrasta aðhald í rekstri bæjarins er augljóst að
brúa þarf þetta bil. Það verður einungis gert
með lántökum og/eða sölu eigna. Öll sveit-
arfélög í landinu eru í þessari sömu stöðu.
Óþarfar áhyggjur
Ég hef tekið eftir því að sumir íbúar hafa lýst
yfir áhyggjum af veitumálum bæjarins vegna
þessa. Áhyggjurnar virðast margar byggðar á
misskilningi, meðal annars um
eðli þjónustu HS Veitna við
íbúa Hafnarfjarðar.
Skipta má veitumálum sveit-
arfélaga í fernt, þ.e. fráveitu,
kalt vatn, heitt vatn og raf-
magn. Fráveita Hafnarfjarðar
annast rekstur fráveitukerfis
og hreinsistöðvar bæjarins.
Vatnsból Hafnarfjarðar eru í
Kaldárbotnum og er rekstur
vatnsöflunar og dreifikerfis fyr-
ir kalt vatn í höndum Vatns-
veitu Hafnarfjarðar. Þessi
fyrirtæki eru í fullri eigu Hafna-
rfjarðarbæjar og verða það
áfram. Öflun á heitu vatni og dreifing í Hafn-
arfirði er á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og
dótturfélags þess, Veitna. Við kaup á raforku er
Hafnfirðingum að sjálfsögðu frjálst að kaupa af
þeim seljanda sem þeir kjósa, eins og annars
staðar. Dreifing raforkunnar er hins vegar í
höndum HS Veitna sem fær rafmagnið inn á
kerfið frá Landsneti.
Eingöngu dreifing raforku
Þjónusta HS Veitna við Hafnfirðinga er því
einungis bundin við dreifingu á rafmagni. Þessu
er öðruvísi háttað víðast annars staðar á mark-
aðssvæði HS Veitna. Á Suðurnesjum annast HS
Veitur alla vatnsöflun, dreifingu og sölu á köldu
vatni, dreifingu og sölu á heitu vatni og dreif-
ingu á raforku. Þrátt fyrir það hafa flest sveit-
arfélög á Suðurnesjum selt hluti sína í HS Veit-
um og er nú eingöngu Reykjanesbær með
umtalsverðan hlut. Vestmannaeyjar njóta einn-
ig víðtækrar þjónustu frá HS Veitum hvað
snertir heitt vatn, kalt vatn og raforku. Vest-
mannaeyjarbær er þó ekki í eigendahópi fyrir-
tækisins. Sama má segja um nokkur fleiri sveit-
arfélög sem nýta þjónustu HS Veitna á
Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.
HS Veitur er vel rekið fyrirtæki sem lagt hef-
ur áherslu á tækniþróun og góða þjónustu við
þau sveitarfélög sem það þjónar. Þar skiptir
eignarhlutur í fyrirtækinu ekki máli. Í lögum og
reglugerðum eru sett afar skýr mörk fyrir
rekstri veituþjónustu og á það ekki síst við um
raforkudreifingu. Verðskrá er háð arðsem-
istakmörkunum ákvörðuðum af stjórnvöldum.
Sala á eignarhlut Hafnarfjarðar mun því engin
áhrif hafa á verðlagningu rafmagns til bæj-
arbúa.
Verðmætur hlutur
Vísbendingar eru um að verðmæti eign-
arhlutar Hafnarfjarðar í HS Veitum hafi aukist
að verðgildi undanfarin ár, sem meðal annars má
rekja til vaxandi raforkudreifingar til nýrra not-
enda, tækniþróunar og skynsamlegra fjárfest-
inga. Má telja víst að þrátt fyrir erfitt efnahags-
ástand séu HS Veitur áhugaverður kostur fyrir
langtímafjárfesta, t.d. lífeyrissjóði sem leita að
jafnri og stöðugri ávöxtun með takmarkaðri
áhættu.
Hafnarfjarðarbær, eins og öll önnur sveitar-
félög í landinu, þarf að bregðast við verulega
skertum tekjustofnum og kostnaðarauka í kjöl-
far þessa faraldurs. Það er á ábyrgð stjórnenda
bæjarins að kanna allar leiðir í þeim efnum.
Endanleg sala er hins vegar ávallt háð því að
ásættanlegt verð fáist fyrir hlutinn.
Eftir Rósu
Guðbjartsdóttur » Á þessari stundu lítur út
fyrir að tekjufall bæjarins
verði ekki undir fimm til sex
milljörðum króna á næstu
tveimur árum. […] er augljóst
að brúa þarf þetta bil.
Rósa
Guðbjartsdóttir
Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Möguleg sala á eignarhluta Hafnarfjarðar í HS Veitum
LMFÍ hefur nú fengið verð-
skuldaða afgreiðslu á máls-
ýfingum sínum gegn mér vegna
samskipta minna í lokuðum
póstum til dómstjóra Héraðs-
dóms Reykjavíkur í desember
2016.
Þau samskipti áttu rót að
rekja til þess að dómstjórinn
synjaði erindi sem ég hafði sent
honum. Byggði hann synjun
sína á því að ég hefði ekki sent
með skriflegu erindinu skjöl
sem hefðu þurft að fylgja. Þetta gerði hann, þó
að ég hefði sent honum umfangsmikinn skjala-
lista viðkomandi máls og beðið hann að láta
mig vita hvaða skjöl hann vildi fá send. Í stað
þess að gera það afgreiddi hann erindið um
hæl og synjaði því á þeirri forsendu að skjölin
hefðu ekki fylgt.
Af þessu tilefni átti ég við hann nefnd orða-
skipti, þar sem ég m.a. lét í ljósi þá ósk að hann
svæfi vel á nóttunni. Ég sé nú eftir að hafa
ekki óskað honum þess að sofa líka á daginn.
Vildi koma sér í mjúkinn
Maðurinn afhenti Reimari Péturssyni lög-
manni útskrift af þessum samskiptum, en
Reimar þessi var þá formaður LMFÍ. Reimar
vildi sýnilega koma sér í mjúkinn hjá dóm-
stjóranum og bar því upp tillögu í stjórn
LMFÍ að félagið kærði mig í sínu
eigin nafni fyrir úrskurðarnefnd
lögmanna. Fyrir slíku háttalagi
stjórnarinnar voru engin fordæmi
í nokkurra áratuga sögu félags-
ins, enda ljóst af lögum um lög-
menn að slík heimild var ekki til
staðar.
Þegar erindi formannsins kom
til meðferðar á vettvangi félags-
ins birtist þar sams konar hjarð-
hegðun og orðin er allt of algeng í
hvers kyns fjölskipuðum nefndum
og raunar dómum lögfræðinga.
Sá áhrifamesti leggur eitthvað til
og hinir samþykkja bara án þess
að nota ætlaða lögfræðikunnáttu sína til að
leggja sjálfstætt mat á viðfangsefnið. Þeir sem
stóðu að ákvörðun í stjórninni um þetta frum-
hlaup voru auk Reimars lögmennirnir Berg-
lind Svavarsdóttir og Árni Þór Þorbjörnsson.
Einn var síðan forfallaður og annar vék sæti.
Enginn greiddi atkvæði á móti.
Úrskurðarnefndin samþykkti samhljóða
hinn 26. maí 2017 að veita mér áminningu.
Nefndin sinnti ekki andmælum mínum um
heimild hennar til að fjalla um og afgreiða mál-
ið, en fyrir þeim ábendingum hafði ég sömu
röksemdir og nú hafa ráðið niðurstöðu dóm-
stóla um að ógilda úrskurð nefndarinnar. Hér
varð ofan á sams konar hjarðhegðun og ráðið
hafði afstöðu stjórnarinnar, þegar hún ákvað
að vísa málinu til nefndarinnar. Í nefndinni
sátu lögmennirnir Kristinn Bjarnason, Einar
Gautur Steingrímsson og Valborg Snævarr.
Fyrir utan að sinna ekki einföldum lög-
fræðilegum röksemdum mínum tóku þessar
stofnanir Lögmannafélagsins að sér að taka
undir málstað dómara sem hafði sýnt fé-
lagsmanni ósvífna rangsleitni, fremur en að
koma honum til varnar gagnvart slíku.
Hún móðir mín sáluga
Hún móðir mín sáluga kenndi mér á sínum
tíma að sitja ekki þegjandi undir rangsleitni og
misnotkun valds. Þar að auki fannst mér ég
bera eins konar uppeldishlutverk gagnvart
stjórninni, þar sem ég hafði fyrir nokkrum ár-
um verið gerður að heiðursfélaga í Lögmanna-
félaginu. Svo ég bar þessar gjörðir undir dóm-
stóla.
Undanfarin ár hef ég, eins og margir vita,
birt opinberlega hvassa rökstudda gagnrýni á
dómstóla fyrir verk þeirra og þá einkum
Hæstarétt. Ég áttaði mig því á að kannski
myndi ég ekki hljóta hlutlausa meðferð fyrir
mál mitt fyrir dómi. Svo fór samt, þrátt fyrir
nokkra rangláta á leiðinni, að meirihluti sér-
skipaðs Hæstaréttar komst að þeirri nið-
urstöðu á dögunum að orðið skyldi við kröfu
minni um að fella úrkurð LMFÍ úr gildi. Sann-
aðist þá að enn eigum við dómara sem þora að
standa með lögfræðinni og sjálfum sér þegar á
reynir.
Hefur orðið sér til skammar
Lögmannafélag Íslands hefur að mínum
dómi orðið sér til skammar í þessu máli. Á
vettvangi félagsins hlýtur að verða tekið til
meðferðar hvernig á að bregðast við. Þá verð-
ur að tryggja að valdagírugir fyrirsvarsmenn
þess geti ekki notað stöðu sína til að upphefja
sjálfa sig á kostnað félagsmanna, sem hafa
ekki annað til saka unnið en að gæta hags-
muna sjálfra sín og umbjóðenda sinna gagn-
vart dómendum sem veitast að þeim með
rangsleitni.
Og svona í lokin hlýtur stjórn félagsins að
upplýsa okkur félagsmenn hvað þetta hjarð-
ævintýri er búið að kosta félagið. Í úrlausnum
dómstólanna kemur fram að samtals þarf fé-
lagið að greiða mér 2,1 milljón í málskostnað.
Það hefur svo sjálft verið með rándýran lög-
mann í þjónustu sinni við að reka málið gegn-
um þrjú dómstig. Við hljótum að fá að vita
hvað það hefur kostað. Kannski stjórnin hygg-
ist upplýsa það á aðalfundinum sem til stendur
að halda innan fárra daga?
Hjarðhegðun LMFÍ
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » Þegar erindi formannsins
kom til meðferðar á vett-
vangi félagsins birtist þar
sams konar hjarðhegðun og
orðin er allt of algeng í hvers
kyns fjölskipuðum nefndum og
raunar dómum lögfræðinga.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er fyrrverandi formaður LMFÍ.