Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 35
Hreyfing hefur mikil áhrif á líkam- lega og andlega heilsu, það sýna rannsóknir. Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands, segir mögulegt að hreyfa sig heima við með ýmsum einföldum aðferðum. Ein leið sé að ganga upp og niður stiga, sippa, taka armbeygjur og planka, sem hefur verið talsvert í tísku undanfarið. Gamla leiðin, sem margir þekkja úr morgunleikfimi allra landsmanna, er líka að ganga og hlaupa á staðnum og ekki saki að slá taktfast út í loftið. Auðvelt sé auk þess að finna alls kyns æfingar á netinu sem stunda megi heima við. Erlingur segir að enn betra sé þó að fara út undir bert loft t.d. í gönguferð í nærumhverfinu en öll útivera sé góð fyrir fólk. „Mjög mikilvægt er að við förum út og hreyfum okkur. Það er mann- eskjum eðlislægt að vera úti og njóta útivistar, anda að sér fersku og súr- efnisríku lofti, það hreinsar hugann,“ segir Erlingur sem hefur mikla þekk- ingu og reynslu í þessum fræðum. Hann hefur stundað íhlutunarrann- sóknir á Íslendingum í áraraðir, nán- ast allan sinn vísindaferil. Markmið þessara íhlutunarrannsókna hefur verið að sannreyna hvort unnt sé að auka hreyfingu og breyta mataræði fólks til hins betra. Niðurstöðurnar sýna ótvírætt að hægt er að hafa marktæk áhrif á hreyfingu, mataræði og lifnaðarhætti fólks á öllum aldri og bæta þannig heilsu og líðan. „Að hreyfa sig úti hefur það um- fram hreyfingu inni að þegar maður fer t.d. í Elliðaárdalinn, í fjörurnar í borgarlandinu, upp í Heiðmörk eða í Öskjuhlíðina þá eru líkaminn og heil- inn að eiga við umhverfi sem er meira krefjandi en það sem er venjulega til- fellið innan dyra.“ Erlingur, sem hefur verið far- arstjóri í Með fróðleik í fararnesti, verkefni FÍ, Háskóla Íslands og Ferðafélags barnanna, segir að það eitt að ganga eða hlaupa úti, þar sem undirlag er ekki alveg sléttað, krefjist meiri athygli hjá okkur en annars. „Við þurfum að hugsa hvernig og hvar við setjum niður fótinn þegar við göngum eða hlaupum. Yfirborðið á skógarstígum eða á malarstígum, eða í fjörunni er yfirleitt meiri ögrun fyrir liðina og stoðkerfið okkar en t.d. að hlaupa á bretti eða að ganga eða hlaupa á hörðu malbikinu.“ Erlingur segir að rannsóknir sýni að þeir sem ganga eða hlaupa reglu- lega á ójöfnu undirlagi séu minna hrjáðir af liða- og stoðkerfisvanda- málum. Þessu til viðbótar er andleg hress- ing í því að vera úti og njóta útsýnis og útiverunnar. Núna þegar vorið er að vakna þá gleður líka margt nýtt augað á hverjum degi. Plöntur stinga upp kolli og farfuglarnir eru t.d. að hópast heim og þá má nú sjá í sumum fjörum í borgarlandinu. Hreyfing og útivera hafa jákvæð áhrif á andlega líðan. Við þær aðstæður sem nú eru í samfélaginu er mikilvægt að leita eft- ir stuðningi og styðja um leið aðra. Það er mikilvægt að muna að andleg líðan er undirstaða þess að við kom- umst í gegnum þá erfiðleika sem tengjast Covid-19. Hreyfing og úti- vist hafa afar jákvæð áhrif á andlega líðan okkar. Erlingur segir mjög mikilvægt að fólk sem vinnur heima sitji ekki stöð- ugt við tölvurnar heldur standi upp og liðki sig reglulega og gæti þess að nota hluta úr deginum til að fara út ef það er heimilt í samkomubanni. „Kyrrseta er mjög þekktur áhættu- þáttur, sem er nátengdur andlegri líðan fólks og líkamlegri heilsu. Við þurfum öll að huga að því hversu mik- inn tíma við notum í tölvum, spjald- tölvum og farsímum. Mikil kyrrseta og skjátími hefur mjög sterk tengsl við aukna andlega vanlíðan.“ Hreyfing bætir nánast allt Erlingur Jóhannsson hefur vakið athygli fyrir rannsóknir sínar bæði hér innanlands og erlendis. Rann- sóknir hans á ungmennum og börn- um hafa til dæmis sýnt að þau börn sem stunda reglulega hreyfingu standa sig betur í námi og fá hærri einkunnir. „Langtímarannsóknir okkar hafa sýnt að þau ungmenni sem stunda hreyfingu reglulega frá unga aldri eru líklegri til halda kjörþyngd, stunda hreyfingu alltaf, líður betur andlega, borða hollari mat og sofa yfirleitt betur seinna í lífinu. Þannig að jákvæð og meðvituð heilsuhegðun er lykillinn að því að forðast heilsu- farslega áhættuþætti seinna meir í lífinu.“ Jón Örn Guðbjartsson Hreyfing hefur mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu, það sýna rannsóknir. Mjög mikilvægt er að við för- um út og hreyfum okk- ur. Það er manneskjum eðlislægt að vera úti og njóta útivistar, anda að sér fersku og súrefnis- ríku lofti, það hreinsar hugann, segir Erlingur Jóhannesson, prófessor í íþrótta- og heilsufræð- um við Háskóla Íslands. Ljósmyndir/Þ. Erla Sigurgeirsdóttir Meira súrefni Í gönguferð hreinsar fólk hugann og endurhleður orku líkamans. Besta hreyfingin Það að labba úti í náttúrunni hefur mjög jákvæð áhrif á heilsuna. Hreyfing og útivera bæta heilsu Ferðalög á MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 Ginger, Turmeric ain& Bromel Mögnuð blanda sem byggð er á árþúsunda gömlum austurlenskum lækningahefðum Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Nefsíflur loksins horfnar! Frá unga aldri hef ég átt við vandamál í öndunarfærum að stríða sem lýsti sér m.a í stífluðu nefi. Eftir að hafa notað Ginger, Turmeric & Bromelain í rúma viku fann ég greinilegan mun á mér og eftir mánuð voru netstíflurnar horfnar“. Þrymur Sveinsson n Bólgum í líkamanum n Slæmu blóðflæði nMeltingarvanda n Bjúgsöfnun Getur reynst vel gegn:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.