Morgunblaðið - 30.04.2020, Síða 39

Morgunblaðið - 30.04.2020, Síða 39
til er vorið kallar á þig“. Álfur vin- ur okkar var samvinnumaður, ræktunarmaður lands og lýðs og mikill skógræktarmaður. Í minn- ingunni finnst okkur eins og hlýj- an og vinarhugurinn hafi stafað frá honum allt frá fyrsta skóla- degi. Hann bar með sér menningu Þingeyinga, sem sum okkar þekktu ekki og þótti hann því í fyrstu furðufugl. En við skiptum skjótt um skoðun. Með hæglæti og ljúfri framkomu varð hann fljótt forystumaður í félagsmálum okkar. Sum okkar, sem trúlega vorum fullfrek til fjörsins og ædd- um hugsunarlaust um hús og velli, hægðum á okkur og lækkuðum tóninn þegar Álfur birtist með brosið sitt. Nú er hann allur, en minning hans lifir. Við bekkjarsystkinin frá Bif- röst sendum Margréti og börnum Álfs innilegar samúðarkveðjur. Ágústa Þorkelsdóttir. Álfur Ketilsson í Brennigerði er fallinn frá, eftir nokkurra ára hetjulega baráttu við heilsubrest. Við kynntumst Álfi um 1970, þegar hann og Margrét, heima- sætan í Brennigerði, voru að bind- ast þeim traustu böndum sem síð- an hafa ekki rofnað. Álfur var fæddur og uppalinn á Ytra-Fjalli í Aðaldal. Hann var samvinnuskólamenntaður frá Bif- röst og starfaði lengst af hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Álfur var víðlesinn og fróður, kunni ógrynni af ljóðum og vísum og var söngmaður góður. Vel að sér um náttúru Íslands og hafði yndi af ferðalögum um landið. Álfur og Magga hófu búskap í Brennigerði í félagi með foreldr- um Margrétar, Stefáni og Her- dísi. Álfur hélt auk þess áfram að starfa hjá Kaupfélaginu allt til starfsloka. Í Brennigerði féll Álfur vel inn í hinn alkunna gestrisna anda og sönggleði sem þar réði ríkjum þegar gesti bar að garði. Af mikilli smekkvísi byggðu Magga og Álf- ur sína viðbót við gamla íbúðar- húsið. Segja má að Álfur hafi komið með nýjan og ferskan andblæ í búskapinn í Brennigerði og eldri hjónin tóku öllum þessum breytingum með þolinmæði og ánægju. Líka risastóru véla- skemmunni sem fljótlega var reist út við hesthúsið, svo ekki þyrfti að láta vélarnar standa úti allan vet- urinn. Álfur var óhemju duglegur og afkastamikill. Hann var lag- hentur með afbrigðum svo allt virtist leika í höndum hans. Skóg- rækt hóf Álfur í Brennigerðisl- andinu og tengdist Norðurlands- skógaverkefninu. Byrjaði á að rækta skjólbelti kringum heima- túnið á hólnum sem gjörbreytti ræktunarskilyrðum og skýldi auk þess íbúðarhúsinu í suðvestan- stormunum alræmdu. Eftir að sauðfjárbúskap var hætt hefur verið fullplantað í fjallið alveg upp undir brúnir. Sterk vináttubönd milli okkar og Brennigerðisfjölskyldunnar hafa staðist tímans tönn allt frá því ég, Björn, var þar í sveit hjá Stebba og Dísu fyrir margt löngu. Sigga og börnin okkar fengu að kynnast Brennigerði líka og eiga þaðan góðar minningar. Þá var Álfur löngu orðinn sjálfsagður og ómissandi hluti af Brennigerðis- fjölskyldunni. Fyrir nokkrum árum tóku Magga og Álfur á móti göngu- hópnum okkar, Förusveinum, af sinni alkunnu gestrisni. Tjaldbúð- ir á hólnum í viku og gönguferðir á fjöll víðsvegar í Skagafirði. Álf- ur gekk með okkur og var ómet- anlegt að hafa með staðkunnugan og skemmtilegan leiðsögumann sem var hafsjór af sögum og fróð- leik. Svo var kvöldvaka í hlöðunni í Brennigerði og sungið og dansað fram á nótt svo undir tók í fjöll- unum. Nú er Álfur horfinn af sviðinu. Við söknum hans og við Sigga minnumst síðustu gönguferðar okkar með honum fyrir fáeinum árum á Molduxa. Eftirminnileg ganga í skagfirskri sumarblíðu með góðum vini. – Megi minning þín lifa. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Margréti, Stefáni og Herdísi og fjölskyldum þeirra. Björn Már Ólafsson og Sigríður Ólafsdóttir og fjölskylda. Á unglingsárum okkar bræðra var ekki beinlínis venjulegt við- mót unglinga að það væri gaman að vinna. Við, eins og líklega flest- ir á þeim aldri, gerðum það sem okkur var sagt að gera, vorum vonandi sæmilega vinnusamir en leystum verkefni oft með hang- andi hendi og án sérstakrar ánægju. Báðir urðum við hins vegar þeirrar gæfu aðnjótandi, hvor á eftir öðrum, að vera sendir í sum- arvinnu flest unglingsárin í Brennigerði. Vorum við sendir með kaupfélagsbílnum í upphafi sumars og dvöldum hjá þeim heið- urshjónum Álfi og Möggu og for- eldrum Möggu, Stebba og Dísu, á þessu þriggja kynslóða heimili. Í Brennigerði fengum við ómetanlega reynslu, að kynnast umhirðu dýra, náttúrunni og fjöl- breyttum bústörfum. Sá lærdóm- ur sem líklegast hefur skilað okk- ur mestu úr Brennigerði var þó einstök og smitandi vinnugleði Álfs. Í fyrstu var það unglingum framandi tilhugsun, að það gæti beinlínis verið gaman að vinna. Með sinni gleði og stóra brosi hafði Álfur lag á því að gera það skemmtilegt að sinna öllum verk- um, einföldum eða flóknari, létt- um eða erfiðum. Eftir heilan vinnudag sem skrifstofustjóri Kaupfélagsins brást það ekki að Álfur kom beint heim fullur af orku í bústörfin. Þótt við hefðum eitthvað unnið yfir daginn færðist alltaf meiri kraftur yfir verkin þegar Álfur var kominn heim. Hefur sá lærdómur að geta gert öll verk skemmtileg fylgt okkur í lífinu síðan þá og reynst mikil- vægari en flest annað. Milli verkanna gaf Álfur sér líka tíma til að fræða borgarbörn- in um náttúruna, fara með okkur í hálendisferðir inn á Kjöl eða skoða áhugaverða staði í sveitinni. Sérstaklega eru minnisverðar upprekstrarferðir í byrjun sum- ars til að smala fé á afrétt. Þá var gjarnan lagt af stað að kvöldi og féð rekið inn í nóttina. Var okkur sagt að ástæða þessa væri að féð væri rólegra á þessum tíma en eftir að hafa upplifað einstaka næturkyrrðina á afréttinum grunar okkur að Álfur hafi að ein- hverju leyti gert þetta til að kenna okkur að njóta kyrrðar sumar- næturinnar. Álfur var framsýnn og sá það snemma að hægt væri að rækta skóg í Brennigerði. Þótt það verk- efni hafi unnist hægt á meðan hefðbundinn búskapur var á jörð- inni fór Álfur í það verkefni af sín- um innbyggða krafti þegar bú- skapur lagðist af. Síðustu áratugina hefur verið ævintýra- legt að fylgjast með því gamla beitarlandi ofan við Brennigerði, sem við þekktum svo vel úr smala- mennsku, umbreytast með skóg- ræktinni. Þegar gengið er um stækkandi skóginn í Brennigerði sést nú skýrt hvernig Álfur hefur með handbragði sínu valið tegundir trjáa og staðsetningu af einstakri virðingu fyrir landinu. Hafa fallegar lautir, hamrar, melar og berjaland náð að halda sérkennum sínum og er nú að vaxa upp einstaklega fallegur skógur sem mun auka enn við feg- urð Skagafjarðar, sem er nú mikil fyrir. Við minnumst Álfs með virð- ingu og þökk fyrir samveruna, kennsluna og þolinmæðina við að gera okkur að aðeins skárri mönnum. Möggu, Stefáni, Herdísi og fjölskyldum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Már og Hjalti Már Björnssynir, fyrrverandi vinnumenn Álfs. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 ✝ Ólafur S. Guð-mundsson fæddist 21. sept- ember 1943 í Reykjavík. Hann lést 16. apríl 2020. Móðir Ólafs var Sigurbjörg Ein- arsdóttir, f. 25.2. 1916, d. 27.3. 1966. Faðir Ólafs var Marjon F. Stanley. Ólafur átti tvo bræður sammæðra, Einar Guð- mundsson, f. 20.5. 1936, d. 10.3. 2003, og Sigurð Guð- jónsson, f. 1939. Ólafur giftist Sigurbjörgu Smith 11. desem- ber 1966. Bjuggu þau fyrst á Framnesvegi, síðan á Klepps- vegi 134 áður en þau byggðu Urðarbakka 36 og bjuggu þar alla tíð þar til Ólafur flutti á Hjúkrunarheimilið Eir í nóv- ember 2017. Börn Ólafs og Sigurbjargar eru: 1) Sig- urbjörg E. Ólafsdóttir, f. 1964, maki Jón Halldór Bergsson, dóttir þeirra er Andrea, f. 1994, fyrir á Sigurbjörg Írisi Töru Sturludóttur, f. 1989. 2) Axel Ólafur Ólafsson, f. 1967, börn hans og Sigríðar Helgu eru: Helgi Ólafur, f. 1986, Alexandra Ásta, f. 1989, og Ingunn Ásta, f. 1996. Einnig á Axel dótturina Elísabetu, f. 2011. 3) Einar W. Ólafsson, f. 1968, maki Birna Reynisdóttir, synir þeirra eru Hilmar Snær, f. 1995, og Hlynur Orri, f. 1999. Áð- ur átti Ólafur son- inn Jón S. Ólafs- son, f. 1961, maki Guðlaug Jóns- dóttir og eiga þau soninn Magnús, f. 1993. Fyrir átti Jón dæturnar Allý, f. 1983, og Aldísi, f. 1992. Ólafur hóf nám í vélvirkjun í vélsmiðjunni Héðni og starf- aði þar við að reisa síldarverk- smiðjur víðs vegar um landið. Tengdafaðir Ólafs, Axel Smith, var pípulagningameist- ari og þar kviknaði áhugi Ólafs á pípulögnum og við það starfaði hann alla ævi. Sáu þeir um mörg verk saman, t.d. Hallgrímskirkju. Ólafur var félagi í Oddfellowreglunni. Stúkan hans Ingólfur heiðraði hann árið 2019 með 40 ára heiðursmerki. Sá staður sem var Ólafi dýrmætastur var sumarbústaðurinn þeirra hjóna sem þau byggðu sér fyr- ir austan fjall í Vaðnesinu. Þau hjónin ferðuðust einnig mikið. Útför Ólafs fór fram í kyrr- þey frá Fossvogskirkju 28. apríl 20202 og var hann jarð- settur í Kópavogskirkjugarði. Elsku pabbi minn, nú hefur þú fengið hvíldina. Efast ekki um að þú sért farinn að leggja í einhver hús eða byggja sumarhús. Minn- ingar streyma fram, man alltaf hvað þér var heitt, alltaf á stutt- ermaskyrtu sama hvernig viðraði. Við erum öll svona heitfeng líka og barnabörnin alltaf komin úr öllu. Við pabbi gengum saman í gegnum súrt og sætt. En pabbi minn, nú á ég allar minningarnar og ég er alltaf trippalínan þín. Fannst sárt að þú skyldir veikj- ast, þú sem varst svo mikið hraustmenni. Mér þótti vænt um að þú þekktir mig alltaf og sagðir nafnið mitt. Hitti þig seinna, pabbi minn! Þín dóttir, Sigurbjörg Erna Ólafsdóttir. Fallinn er frá einstakur vinur. Óli pípari eins og við kölluðum hann fékk hægt andlát eftir nokk- urra ára stríð við erfið veikindi. Óli lærði fag pípulagna hjá tengdaföður sínum Axel Smith og vann við fagið allt þar til hann kenndi sér veikinda. Leiðir okkar Óla lágu fyrst saman innan Oddfellowstúku nr. 1, Ingólfs, fyrir liðlega 30 árum, aldrei hefur borið skugga á þá vináttu. Óli var flinkur pípulagninga- maður og raunar við allt hand- verk og það var einstaklega skemmtilegt að fá að vinna með honum við hin ýmsu verk þar sem við lögðum saman í frístundum. Þegar eitthvað bilaði á heim- ilinu er varðaði fag Óla leið ekki langur tími frá símtali þar til hann var mættur. Sumarbústaðurinn í Vaðnesinu er gott dæmi um handverk Óla, eintaklega vandaður og frágang- ur allur til hins mesta sóma. Eitt árið fannst Óla kominn tími til að stækka bústaðinn ögn, grafin var heljarinnar hola fyrir aftan bústaðinn. Steypan var hrærð á staðnum, á bílastæðinu, en sakir vegalengd- ar frá bílastæði og aftur fyrir hús urðum við að keyra steypuna í hjólbörum upp halla, upp fyrir hús og sturta í mótin. Mér reiknast til að steypan hafi verið einir 16 rúmmetrar. Því er ekki að leyna að við vorum svolítið framlágir þarna um kvöldið þess- ir þrír eða fjórir sem vorum á hjólbörunum, já bara skrambi þreyttir. En kominn var heljar- innar kjallari undir viðbygg- inguna. Þótt Óli væri uppgefinn eftir steypuvinnuna var stutt í ánægj- una og orðin sem honum voru svo töm. Þau létu ekki á sér standa: „Engilbert, það er svo gaman að skapa eitthvað.“ Já það voru orð að sönnu og Óla líkt enda iðinn við endurbætur og nýframkvæmdir, alla tíð að framkvæma og skapa. Hann var ekkert að gera mikið úr verkunum, sagði gjarnan að það væri gott að hafa eitthvað til að „dudda“ sér við eins og hann orðaði það. Við hjálpuðum hvor öðrum þegar á þurfti að halda. Óli var manna fyrstur á staðinn þegar þakinu var lokað á bústaðnum okkar. Þetta var flókinn frágang- ur og ekki mátti rigna meðan á verkinu stæði, byrjað var eld- snemma á laugardagsmorgni og það passaði; þegar síðustu tjöru- pappametrarnir rúlluðust út seint um kvöldið, þá fór að rigna. Síðustu ár eftir að Óli veiktist og fékk inni á hjúkrunarheimilinu Eir „dudduðum“ við okkur við að skoða myndaalbúmið sem innihélt m.a. myndir af okkur við þak- smíðina. Þessu albúmi gátum við flett aftur og aftur og stöldruðum ögn lengur við þar sem mynd var af Óla. Ég talaði en Óli fletti, rödd hans var hljóðnuð en greinilegt var að hann tengdi við myndir af smíðavinnu, já vinnu þar sem var verið að skapa eitthvað. Um leið og Óla er þökkuð sam- fylgdin færum við Sigurbjörgu og börnum hjartanlegar samúðar- kveðjur og biðjum honum guðs blessunar á nýjum vegum. Engilbert Gíslason og fjölskylda. Ólafur S. Guðmundsson Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR S. GUÐMUNDSSON pípulagningameistari, lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni 16. apríl. Hjartans þakkir til starfsfólksins á Eir fyrir góða umönnun. Útför hans fór fram í kyrrþey. Sigurbjörg Smith Sigurbjörg E. Ólafsdóttir Jón Halldór Bergsson Axel Ó. Ólafsson Einar W. Ólafsson Birna Reynisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA GUÐLAUGSDÓTTIR, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, lést mánudaginn 27. apríl. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey. Svavar Ottósson Hólmfríður Pálsdóttir Georg Ottósson Emma R. Marinósdóttir Sólveig Ottósdóttir Jón Smári Lárusson Óli Kristinn Ottósson Auður Sigurðardóttir Sigurður Grétar Ottósson Katrín Birna Viðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER SIGURÐARDÓTTIR fulltrúi, Hólmgarði 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni föstudagsins 24. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hennar látnu. Arnar Arnarson Ósk Matthíasdóttir Helena Arnardóttir barnabörn og langömmubörn Hjartans þakkir fyrir alla samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GRÉTARS ÞÓRS SIGURÐSSONAR, Austurgötu 11, Keflavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæsludeildar og á deild 12E á Landspítalanum v/Hringbraut. Signý Hrönn Sigurhansdóttir Gunnar Þór Grétarsson Sólveig Gísladóttir Signý Jóna, Helena Rós, Daníel Bryndís Grétarsdóttir Hafsteinn Guðmundsson Hanna Guðný, Hafdís Magnea Grétarsdóttir Sigurður R. Magnússon Grétar Þór, Svava Rún, Sigurpáll Magni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.