Morgunblaðið - 30.04.2020, Síða 41

Morgunblaðið - 30.04.2020, Síða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist í Deildartungu í Reykholtsdal í Borgarfirði 1. mars 1931. Hún lést á Hrafnistu við Sléttuveg 13. apríl sl. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Hannesson, bóndi í Deildartungu, f. 15. desember 1885, d. 12. júlí 1953, og Sigurbjörg Björnsdóttir, f. 18. nóvember 1886, d. 12. janúar 1984. Systk- ini hennar eru Hannes, f. 5. jan- úar 1914, d. 15. september 2005, Björn, f. 28. júlí 1915, d. 13. mars 1978, Vigdís, f. 6. mars 1917, d. 11. júní 2008, Andrés, f. 11. maí 1919, d. 24. janúar 2008, Sveinn Magnús, f. 11. ágúst 1922, d. 1. október 1939, Soffía Guðbjörg, f. 24. desember 1925, d. 14. júní 1998, og Ragnheiður, f. 21. desember 1928. arverkfræði, f. 8. apríl 1937, d. 4. apríl 2000, kvæntur Elísabetu Einarsdóttur lífefnafræðingi, börn þeirra eru Svava, Helgi Þór og Einar Baldur, og Krist- ín, f. 1. september 1938, gift David Nickerson, embættis- manni í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna, dætur þeirra eru Kirstín Lydia og Louise Valgerður. Guðrún ólst upp í Deildar- tungu. Hún stundaði nám við héraðsskólann í Reykholti og útskrifaðist úr Samvinnuskól- anum í Reykjavík 1951. Hún starfaði um hríð á heimili ís- lenska sendiherrans í London og á skrifstofu Búnaðarfélags Íslands frá 1952 til 1954. Hún hóf störf hjá Sölusambandi ís- lenskra fiskframleiðenda 1955 og starfaði þar sem bókari og síðar gjaldkeri uns hún lét af störfum árið 1991. Síðustu árin hélt Guðrún heimili með Ragn- heiði systur sinni í Birkigrund 63 í Kópavogi. Útför Guðrúnar mun fara fram í kyrrþey. Minning- arathöfn verður haldin síðar. Sonur Guðrúnar er Jón Finnbjörns- son landsrétt- ardómari, f. 22. september 1957. Faðir hans er Finnbjörn Guð- mundsson stýri- maður, frá Sæbóli í Aðalvík, f. 7. júlí 1929, d. 24. októ- ber 2010. Eigin- kona Jóns er Erla S. Árnadóttir hæstarétt- arlögmaður. Dætur þeirra eru a) Guðrún Hrönn, f. 20. júní 1986, gift Ragnari Steini Ólafs- syni, þau eiga tvö börn, Emilíu Kristbjörgu og Árna Gunnar, b) Birna, f. 4. júlí 1990, í sambúð með Einari Inga Davíðssyni. Guðrún giftist hinn 11. des- ember 1971 Helga Þórarinssyni framkvæmdastjóra, f. 23. des- ember 1908. Hann lést 23. apríl 2001. Börn Helga eru Þor- steinn, prófessor í bygging- Mamma mín talaði ávallt um Deildartungu með gleði, virðingu og stolti. Hún var þar í sveit hjá Sigurbjörgu og hennar fjöl- skyldu. Dætur hennar; Dísa, Bogga, Agga og Gunna voru vin- konur mömmu. Þar var ævilöng og sterk vinátta. Síðustu árin fóru Agga og Gunna daglega í sund og ég var svo heppin að vera nágranni Sig- urbjargar, dóttir Boggu systur þeirra. Þar sem þær komu við á leið í sund og buðu mér með sér. Daglega komu þær á flotta Benz- inum hennar Gunnu og sóttu mig. Ég var svo stolt af sjálfri mér að hafa drifið mig með, synt eina/tvær ferðir og sat í pott- inum á meðan þær syntu heilu kílómetrana. Langar að minnst hve gaman mér fannst að sitja hjá þeim systrum og sjá og heyra hve mikla virðingu þær báru fyrir hvor annarri og hve vel þær töl- uðu hvor við aðra. Mig langar í fáum orðum að þakka Guðrúnu fyrir þann tíma sem hún gaf mér. Guðrún var alltaf í góðu skapi, alltaf svo létt. Hennar návist svo þægileg og hún sagði svo mikið í fáum orð- um, hún talaði svo fallegt mál. Hún sagði marga málshættina, svo sérstakt var hve mikla virð- ingu hún bar fyrir íslenskunni. Það var alltaf gott að tala við hana, því hún vissi allt og var ákveðin og skemmtileg. Mér leið ávallt vel í návist hennar. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir þann dýrmæta tíma sem þú gafst mér, kæra Guðrún Jónsdóttir. Blessuð sé minning þín. Helena Dóra. Það var engu líkara en Gunna hefði valið brottfararstundina sjálf. Aðfaranótt annars páska- dags, í miðju samkomubanni, þegar tíminn var næstum kyrr, engin dagskrá framundan. Guð- rún Jónsdóttir, tengdamóðir mín vildi ekki láta hafa mikið fyrir sér. Við hittumst fyrst fyrir nærri 40 árum, í eldhúsinu á Kapla- skjólsvegi þar sem ég, stelpa úr Breiðholtinu, hafði einhverjum vikum eða mánuðum áður hrifist af jólakökubakstri einkasonar- ins. Ég fann fljótt að þarna fór traust og áreiðanleg kona. Gunna var yngst systkinanna frá Deildartungu. Þar voru ræt- ur hennar þó hún væri að sönnu líka borgarbarn og heimsdama. Litla stórfjölskyldan var sam- heldin. Mörg þeirra höfðu búið í fjölskylduhúsinu á Ránargötu, fyrir mína tíð. Í fjölskylduboðum á Kaplaskjólsvegi voru m.a. Bogga, Ragnheiður, Björn og Bjössi, Vigdís og Teitur, Hannes og Dóri. Þarna var farið yfir mál- efni fjölskyldunnar og rifjaðar upp sögur úr Borgarfirðinum. Fastir punktar voru líka boð með fjölskyldu Helga, Þorsteini, El- ísabetu og börnum og síðar Kristínu, David og dætrum. Ég borðaði rjúpur í fyrsta sinn mat- reiddar af Gunnu á annan í jól- um. Þannig var það í mörg ár og Gunna stjanaði við okkur á þess- um stundum. Það var ómetan- legt að við Nonni gátum boðið Gunnu upp á rjúpur á aðfanga- dagskvöld á síðasta ári, síðasta skiptið sem hún kom á heimili okkar. Rjúpurnar voru þá mat- reiddar að hennar hætti, perur og rifsberjahlaup á sínum stað og hún naut stundarinnar þrátt fyrir að suðutíminn hefði að hennar mati verið helst til stutt- ur. Ég minnist fleiri samveru- stunda með Gunnu og fjölskyld- unni. Þau Helgi tóku þátt í, ásamt Öggu og Boggu og þeirra fjölskyldum, ræktun á kartöflum og grænmeti í landi Deildar- tungu. Ég dáðist að dugnaði fjöl- skyldunnar þegar ég kynntist þessari starfsemi, þetta stúss átti vel við mig og hefðin hefur haldist í fjölskyldunni. Gunna var líka iðin við garðyrkjustörf á Kaplaskjólsvegi en þær Bogga vörðu ófáum stundum í hreinsun á steinhæð á lóð fjölbýlishússins. Síðustu 20 árin tók við umhirða ásamt Öggu á stórum garði um- hverfis hús þeirra í Birkigrund. Berjatínsla var sameiginlegt áhugamál okkar, við fórum ófáar ferðir að tína ber ásamt Öggu, minnisstæð er helgarferð til Ísa- fjarðar þegar við tíndum tugi lítra af aðalbláberjum í Djúpinu. Gunna og Helgi ferðuðust einkum til Miðjarðarhafslanda, Spánar og Grikklands, þar sem Helgi var á heimavelli sökum starfs síns, en einnig til fjarlæg- ari staða eins og Brasilíu. Síðari árin fóru þau í árlegar ferðir til Miami í Flórída þar sem þau nutu sólar með Öggu og Birni. Eftir að Helgi og Björn féllu frá og Gunna og Agga fluttu í Birki- grundina fóru þær tvær til Spán- ar og Kanaríeyja, yfirleitt tvisv- ar á ári. Þessi ár voru þeim góð, þær nutu dvalarinnar í sólinni á vetrum en stunduðu sund hér heima á sumrin. Gunna og Agga ferðuðust líka um Dalina með skólafélögum Gunnu á þessum árum. Við Nonni fórum með þeim til Parísar og Kaupmanna- hafnar. Þær systur kunnu sann- arlega að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Gunna vildi hafa stíl yfir hlut- unum. Það gilti um máltíðir, fatnað, ferðalög og innanstokks- muni. Þegar við Nonni vorum með henni í London til að vera viðstödd brúðkaup Louise og Bob kynnti hún afternoon tea fyrir okkur á Park Hotel, þar hafði Helgi alltaf gist þegar hann var á ferð í London og hún stundum með í för. Tengdamóðir mín var skarp- greind, hún var sjálf það sem hún sagði um aðra og kallaði að vera klók. Hún var útsjónarsöm og fyrirhyggjusöm í öllu. Og hún var hrein og bein, sagði hlutina umyrðalaust. Hún var traust sín- um, tók mér strax afskaplega vel og bar aldrei skugga á okkar samband. Hún var ekki alltaf miðpunktur athygli á mannamót- um en kunni sannarlega á góðum stundum að segja sögur frá fyrri tíð og sá skoplegu hliðarnar á til- verunni. „Það er um að gera að hafa gaman“ var hennar orðtæki. Ég þakka tengdamóður minni samfylgdina, blessuð sé minning hennar. Erla S. Árnadóttir. Elsku amma mín. Símtalið sem ég vaknaði við að morgni annars páskadags var erfitt. „Gunna amma þín dó í nótt“. Samt vissi ég vel að það var bara tímaspursmál hvenær ég fengi þetta símtal. Ástand þitt var orð- ið krítískt undir lokin og síðustu ár voru þér erfið vegna veikinda. Þú varst nýflutt á nýja Hrafn- istuheimilið við Sléttuveg en ég náði ekki að heimsækja þig þangað sökum ástandsins sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Ég man auðvitað fyrst eftir þér og Helga á Kaplaskjólsveginum, í rauðu blokkinni í Vesturbænum, þar sem ég á margar góðar minn- ingar. Efst í huga eru allar sund- ferðirnar okkar þriggja í Sel- tjarnarneslaugina, en við systur fórum oft með þér í þá sundlaug. Þar kenndirðu mér að synda auk þess sem ég fór á nokkur sund- námskeið. Á Kaplaskjólsvegin- um áttum við margar notalegar stundir, þar sem við spiluðum og fengum ófáar brauðsneiðar með súkkulaðiáleggi, grjónagraut og ekki má gleyma að minnast á súkkulaði-kremkexið góða, sem ekki fæst lengur. Þú vissir alveg hvaða matur var í uppáhaldi hjá mér, grjónagrautur. Í eitt skiptið þegar mamma og pabbi fóru til útlanda og þú passaðir okkur systur á meðan sagðirðu að við skyldum hafa grjónagraut á hverjum degi. Ég hélt að þú vær- ir að grínast en svo var aldeilis ekki, grjónagrautur á hverjum degi var það. Eftir að þið Agga fluttuð úr Vesturbænum yfir í Kópavoginn haustið 2001 gat ég gengið til ykkar, og tók það ekki nema um tíu mínútur. Húsinu í Birki- grundinni fylgdi stór og mikill garður sem þið systur hugsuðuð einstaklega vel um. Eftir að Lísa kom til sögunnar árið 2005 geng- um við oft saman í Birkigrundina til að heimsækja ykkur. Ekki fannst henni verra að fá bita af pönnukökunum og ýmsu öðru góðgæti sem var oft laumað til hennar undir borðið. Þið systur sinntuð ekki einungis garðinum af mikilli natni, heldur hélduð þið oft glæsilegar veislur og matar- boð í Birkigrundinni. Þú kenndir mér ýmislegt, sem ég er þakklát fyrir. Til dæmis að taka lífinu ekki of alvarlega. Sagðir til dæmis að það gerði ekkert til þótt manni gengi stundum illa í einhverju prófi í skólanum. Þú tókst lífinu heldur ekki sem sjálf- gefnum hlut. Þegar ég var efins í fyrsta háskólanáminu mínu hvort mig langaði að halda áfram sagðirðu að þetta líf væri nú ekki svo langt og það borgaði sig ekki að halda áfram einhverju sem manni þætti leiðinlegt. Ég vil einnig meina að þú hafir kennt mér að njóta þess að liggja í sól- baði, en þið systur fóruð í ófáar sólarferðir til Spánar. Í eitt skiptið fór ég með ykkur, til Costa del Sol árið 2012. Ég hefði ekkert frekar viljað en að ná að heimsækja þig á Sléttuveginn áður en kveðjustundin rann upp. Ég veit samt að þú ert hvíldinni fegin eftir erfið veikindi. Við sjáumst bara seinna. Hvíldu í friði amma mín. Takk fyrir allt. Þín sonardóttir, Birna. Guðrún Jónsdóttir frá Deild- artungu sem nú er látin var ein af uppalendum mínum. Árið 1963 fluttum við mamma, Soffía Jóns- dóttir, til Reykjavíkur. Mamma fór rakleitt til Kaupmannahafnar á vegum Pálma í Hagkaup að læra að stjórna saumastofu, svo hægt væri að sníða og sauma Hagkaupssloppa á konur lands- ins. Á meðan var ég í fóstri á Ránargötu 6a hjá móðursystrum mínum Guðrúnu og Ragnheiði. Ég var átta ára og var send í Öldugötuskólann en Jón sonur Gunnu var í Landakoti. Gunna vann hjá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda í Morgunblaðs- húsinu og kom hlaupandi heim í hádeginu að gefa okkur Nonna að borða og síðan hljóp hún aftur til baka í vinnuna. Hannes móð- urbróðir minn bjó líka á Rán- argötunni þegar þetta var. Þær systur Agga og Gunna voru ekki sérlega líkar; Agga stjórnaði og ráðskaðist og átti það til að hvessa sig en Gunna var líkari mömmu. „Mamma þín og Gunna þær þögðu“ sagði amma við mig ein- hverju sinni. Á stóru sveitaheim- ili var öllum stöðugt haldið að verki en þær mamma og Gunna áttu það til að láta sig hverfa hljóðlega í skjól með bók. Gunna kom mér oft til bjargar þegar henni fannst Agga ströng við mig. Systkinin frá Deildartungu voru alin upp við að lestur væri ein af frumþörfunum og það var mikið lesið á Ránargötunni. Hannes keypti gjarnan bækur eftir nýja rithöfunda fyrir jólin og í kjölfarið var rætt og rifist og ekki síst hneykslast. Mér er þetta sérlega minnisstætt þegar bækur Guðbergs, Tómas Jóns- son metsölubók og Ástir sam- lyndra hjóna, komu út. Móður- systur mínar voru ekki gefnar fyrir að dásama fólk eða hæla því í hástert en Guðbergur var þeirra maður. Þegar ég fór að geta lesið dönsku og ensku deildum við Gunna ódrepandi áhuga á saka- málasögum. Í nokkur ár reyndi ég að komast á hærra menning- arstig og keypti kilju eftir nýlega nóbelsverðlaunahafa fyrir jólin. Prófaði fyrst að lesa sjálf alla vega nokkrar blaðsíður, gafst svo upp og gaf Gunnu í jólagjöf. Held hún hafi sagt stopp þegar hún fékk bók eftir Saul Bellow. Á seinna sambýlisskeiði þeirra systra, þegar þær voru orðnar ekkjur og bjuggu í Birkigrund- inni, fórum við aftur að deila les- efni. Ég bar í þær allt lesefni sem mér áskotnaðist og þær gáfu mér heimsbókmenntirnar og Guðberg. Elsku Nonni, Erla, Guðrún og Birna, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir. Guðrún Jónsdóttir ✝ HjörturGrímsson fæddist 11. mars 1943. Hann lést 22. apríl 2020. Foreldrar hans voru séra Grím- ur Grímsson sóknarprestur og Guðrún S. Jóns- dóttir fulltrúi. Systkini Hjart- ar eru Soffía, f. 13. febrúar 1940, og Jón, f. 22. ágúst 1950. Eftirlifandi eiginkona Hjart- ar er Sigurlaug Óskarsóttir, f. 29. apríl 1956. Hjörtur lætur eftir sig sex börn. Útförin fer fram í kyrrþey. Elskulegur bróðir minn er látinn. Hann kvaddi miðviku- daginn 22. apríl sl. eftir rúm- lega þriggja ára baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Hann fæddist í Reykjavík en flutti ásamt fjölskyldu sinni vestur í Sauðlauksdal í Rauða- sandshreppi árið 1954 þar sem faðir okkar, séra Grímur Grímsson, varð sóknarprestur næstu 10 árin. Prestssetrið hafði verið í eyði um nokkurt skeið og var mikið verk að vinna til að stofna þar bú með með viðeigandi bústofni. Þó að á þessum tíma hafi Hjörtur aðeins verið 11 ára gamall tók hann ótrauður til starfa við bústörfin af mikilli elju, sem reyndar einkenndi alla hans vinnu þar til heilsan brást fyrir nokkrum árum. Hann var þarna foreldrum sínum sínum stoð og stytta milli þess að sækja sveitaskóla eins og skylt var. Hjörtur var frumkvöðull að fyrstu vélvæðingu búskaparins aðeins 12 ára gamall er keypt var grá Ferguson-dráttarvél árið 1955. Fleiri tæki bættust í hópinn, heyvinnu- og jarð- vinnsluvélar. Þarna var lagður grundvöllur að áhuga Hjartar á tækjum og tólum og þegar hann stálpaðist starfaði hann sem jarðýtustjóri, ýmist hjá ræktunarsambandinu og öðrum verktökum um árabil. Hann þótti afbragðsgóður fagmaður alla tíð. Síðar festi hann kaup á stórri beltagröfu og rak eigið verktakafyrirtæki fram á miðjan 9. áratug síðustu aldar. Hjörtur var mikill útivistar- maður. Hann stundaði skíða- mennsku og hjólreiðar af kappi fram á efri ár. Hann hafði ríka kímnigáfu og frásagnargleði og var hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að alast upp með þessum góða dreng, þótt aldursmunur- inn hafi verið sjö ár, og man góðu æskustundirnar sem við áttum saman í Sauðlauksdal. Hann hafði alltaf tíma til að sinna mér þótt ungur ég væri. Hjörtur dvaldi langtímum við vinnu uppi á hálendi við virkj- unarframkvæmdirnar frægu við Búrfell, Hrauneyjar og Sigöldu. Þar vann hann á stórri Cater- pillar D7E-jarðýtu og þótti verklaginn og ávann sér vin- skap margra sem entist um áratuga skeið. Ég var svo heppinn að hann réð mig í vinnu er ég kom frá útlöndum árið 1974 og vann ég hjá honum í rúm tvö ár. Þar giltu ennþá hin gömlu bræðra- og vinabönd eins og ávallt. Ég leit alltaf upp til bróður míns og reyndi að hafa Hjört sem fyrirmynd mína allt frá bernskuárunum í Sauðlauksdal. Leiðir skildi þegar ég hóf störf erlendis 1982 og hittust við því sjaldnar eftir því sem árin liðu. Upp úr standa þó samveru- stundirnar á heimilinu sem yndisleg eiginkona hans, Sig- urlaug, bjó þeim í Barrholtinu. Það er hlýlegt og fallegt heim- ili. Í dag sakna ég alls þessa sárlega, og syrgi góðan bróður, sem alltaf var til taks þegar á bjátaði. Ég votta Sigurlaugu, systur okkar Soffíu, börnum hans og barnabörnum samúð mína á þessum erfiðu tímum. Jón Grímsson. Hjörtur Grímsson Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR GUNNARSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk annan páskadag, 13. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum þeim sem hafa minnst hennar og sýnt okkur samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Mörk, 3. hæð, fyrir kærleiksríka umönnun. Bragi Hannesson Ragnheiður Bragadóttir Bjarni Kristjánsson Ásdís Bragadóttir Grétar Halldórsson Bryndís Bragadóttir Ólafur Hallgrímsson barnabörn og barnabarnabörn Við þökkum innilega allar samúðar- og vinarkveðjur sem okkur hafa borist vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS SIGURÐSSONAR bæklunarlæknis og fv. ráðuneytisstjóra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Við biðjum Guð að varðveita okkur öll og blessa minningu Páls. Jónína Pálsdóttir Magnús Guðmundsson Ingibjörg Pálsdóttir Helgi Þórhallsson Dögg Pálsdóttir Sigurður Páll Pálsson Ásthildur S. Þorsteinsdóttir Jón Rúnar Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.