Morgunblaðið - 30.04.2020, Side 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
✝ Guðný Guð-finna Hrönn
Marinósdóttir
fæddist á Seyð-
isfirði 11. sept-
ember 1944. Hún
andaðist á heimili
sínu Löngumýri 34
á Akureyri 12.
apríl 2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Marinó Guðfinns-
son, f. á Seyðisfirði 27. des.
1905, d. 15. sept. 1985, og
Oddný Guðbjörg Guðmunds-
dóttir, f. 25. sept. 1902, d. 4.
júní 1960. Þau bjuggu á Seyð-
isfirði uns Oddný lést 1960 en
eftir það flutti fjölskyldan í Eg-
ilsstaði. Síðari kona Marinós
var Vilborg Sigfúsdóttir, f. 2.
janúar 1916, d. 25. desember
2005.
Albræður Guðnýjar eru:
Herbert, f. 6. júní 1942, og
Höskuldur, f. 11. ágúst 1946.
Báðir ókvæntir og barnlausir.
Eftirlifandi eiginmaður Guð-
nýjar er Rúnar Sigþórsson, f.
tók þátt í samsýningum. Hún
lagði einkum stund á mynd-
vefnað, gerð textílskúlptúra
með margvíslegum aðferðum
og textílverk út frá ljós-
myndum en fékkst einnig við
gerð collagemynda, teiknun og
málun og innsetningar.
Guðný var meðal stofnenda
Myndlistarfélags Fljótsdalshér-
aðs og um tíma í stjórn þess.
Einnig tók hún þátt í starfi
Myndlistarfélagsins á Akureyri.
Haustið 2010 hætti hún
kennslu og helgaði sig eftir
það listsköpun sinni.
Í desember 2019 gaf hún út
ljóðabókina Eins og tíminn líð-
ur.
Útför Guðnýjar verður frá
Akureyrarkirkju 30. apríl 2020
kl. 13.30. Í ljósi aðstæðna verð-
ur athöfnin í kyrrþey en
streymt verður úr kirkjunni á
facebooksíðunni: Jarðarfarir í
Akureyrarkirkju – Beinar út-
sendingar. Stytt slóð: https://
n9.cl/du7t. Einnig má nágast
útsendinguna á: https://
www.mbl.is/andlat/.
25. maí 1953. Þau
giftust 1976. Synir
þeirra eru: 1) Odd-
ur Már, f. 1976,
búsettur í Brighton
í Englandi. Eigin-
kona hans er Iona
Louie Morris. Dótt-
ir Odds af fyrra
sambandi er Alma
Rúna, f. 2009, og
Iona á af fyrra
sambandi börnin
Fox, f. 2005, og Ivy May f.
2007. 2) Heiðar Þór, f. 1978,
búsettur á Akureyri. Eiginkona
hans er Birna Málmfríður Guð-
mundsdóttir. Þeirra börn eru:
Álfrún Freyja, f. 2004, og Ask-
ur Bragi, f. 2010.
Guðný lauk kennaraprófi frá
Håndarbejdets Fremmes Sem-
inarium í Kaupmannahöfn 1970
og BA-prófi í textíllist frá
Middlesex University í London
2012.
Guðný starfaði lengst af við
kennslu en vann samhliða að
listsköpun í ýmsum myndum,
hélt nokkrar einkasýningar og
Góð vinkona, Guðný Marinós-
dóttir, hefur kvatt þetta jarðlíf.
Hún var einstök kona, hlý og ljúf
í framkomu.
Guðný, Rúnar og Garðar minn
heitinn kenndu öll við Hrafna-
gilsskóla. Guðnýju var annt um
nemendur sína og þeir báru góð-
um kennara í handavinnu gott
vitni. Heimili Guðnýjar og Rún-
ars í Brekkutröðinni stóð okkur
fjölskyldunni opið, hlýtt og nota-
legt og afar fallegt. Mér eru í
fersku minni sólríkir morgnar
þar sem við stóðum við gluggann
í fína og flotta vinnuherberginu
hennar, þaðan sem við gátum
fylgst með börnunum okkar við
leik í garðinum. Tónlist eftir
Mendelssohn ómaði um húsið að
hætti húsmóðurinnar og snjórinn
úti var hreinn og glitrandi punt-
strá stóðu upp úr hér og hvar.
Guðný var vel músíkölsk. Hún
átti gítar sem hún spilaði á og
söng með, oft lög og texta sem
hún samdi sjálf.
Við þessar tvær fjölskyldur
skemmtum okkur oft saman. Við
tókum saman slátur, skárum út
laufabrauð að ógleymdum bjórn-
um sem þeir bændur okkar
brugguðu. Við pössuðum börn
hvert annars og þau léku sér kátt
bæði úti og inni. Guðnýju féll
sjaldan verk úr hendi og ýmsir
ólíkir listmunir eftir hana voru
svo fallegir að unun var á að líta
og gladdi marga. Hún hélt sýn-
ingu á verkum sínum og ljóða-
bókin sem hún gaf út er afar fal-
leg og næm. Ljóðin lýsa henni
sjálfri vel.
Þegar fjölskyldan bjó á Eiðum
heimsóttum við þau í 26 stiga hita
eitt sumarið. Það var góður tími.
Ég minnist þess sérstaklega þeg-
ar við fórum öll saman á árabáti
út á vatnið, drógum silungsnet og
stigum í land á grasivöxnum
hólma í miðju vatninu og nutum
veðurblíðunnar. Þegar heim var
komið fengum við spriklandi nýj-
an fisk að borða.
Fjölskyldan flutti síðar til Ak-
ureyrar og gaman var að heim-
sækja þau þar, bæði á Oddeyrina
og Brekkuna. Stóru sólgulu boll-
arnir með heitu tei og nýbökuð
eplakaka var aldrei langt undan
þegar komið var í heimsókn til
Guðnýjar. Fölskyldan var örlát á
hlýju og það var eins og einhver
helgiblær væri yfir heimilinu og
allri listinni. Málverkin hans
Heiðars Þórs og tónlistina hans
Odds Más var gaman að sjá og
heyra, alls staðar sem þau
bjuggu var heimilið eins og fal-
legt listasafn.
Rúnar, Heiðar Þór og Oddur
Már, ég votta ykkur innilega
samúð mína og þakka ykkur fyrir
samfylgdina.
Steingerður Axelsdóttir
og fjölskylda.
Við sitjum við eldhúsborðið á
Reynivöllum, ilmurinn af teinu
fyllir upp í herbergið í bland við
girnilegan ilm af heimagerðri
heilsuköku, sem er alveg án allra
aukaefna. Innan úr stofu berst
vorsöngur finkanna sem flögra
þar um í ævintýralegu búrinu og
við hlið þeirra stendur tignarleg-
ur vefstóllinn. Gulu bollarnir eru
komnir á eldhúsborðið, teketill-
inn kominn undir tehettuna og
Guðný komin á flug í frásögn. Við
mæðgur hlustum á hana af að-
dáun og áhuga enda frásagnar-
stíll Guðnýjar litaður af lífsgleði,
listhneigð og innsæi. Umhverfis
okkur má svo finna fallega hluti
sem Guðný hefur valið af mikilli
natni til heimilisins og hafa allir
sem einn áhugaverða sögu að
segja. Þannig hefur hlý og yfir-
veguð nærvera Guðnýjar og fal-
lega heimilið þeirra Rúnars þau
áhrif að þaðan fer enginn nema
með bætta sýn á lífið.
Eftir að þau Rúnar fluttu í
Löngumýrina fluttust gulu boll-
arnir sem betur fer með og áfram
héldu notalegar heimsóknir og
samverustundir þar sem rætt var
um allt milli himins og jarðar. Þá
var gjarnan trítlað niður í kjall-
ara og skoðað hvað væri í vef-
stólnum hennar Guðnýjar sem
alltaf var með nýtt og nýtt verk-
efni í gangi í vinnustofunni.
Guðný var einstök og góð vin-
kona. Eldklár, vel lesin og list-
ræn. Traust og lét lítið fyrir sér
fara en hafði þrátt fyrir það afar
sterka og góða nærveru. Hún
hafði mikið og gott skopskyn, en
ekki síst hafði hún mikinn húmor
fyrir sjálfri sér. Guðný var lagin
við það að efla með fólki sjálfs-
traust, bjartsýni og trú á eigin
getu. Sennilega var það eitt af
hennar sterkustu persónuein-
kennum að tala alltaf vel um aðr-
ar manneskjur og upplifa þannig
heiminn og annað fólk á jákvæð-
an hátt. Hún var einkar lagin við
að sjá alltaf það jákvæða í fólki
enda munum við ekki til þess að
hún hafi sagt neitt neikvætt um
nokkra manneskju í okkar viður-
vist. Hún vissi sem var að það
gæfi betri raun að líta veröldina
jákvæðum augum. Það var því
einstakt og lærdómsríkt að fylgj-
ast með því hvernig Guðný tókst
á við sín erfiðu veikindi af mikilli
yfirvegun og æðruleysi.
Elsku Guðný, mikið eigum við
mæðgur eftir að sakna þess að
koma og fá te úr gulu bollunum.
Við þökkum þér fyrir allt sem þú
gafst okkur af þér og allt sem þú
kenndir okkur um lífið. Við varð-
veitum minninguna um þig og
kveðjum þig með söknuði. Það er
gott að vita að birtan sem alltaf
fylgdi þér mun umvefja þig
áfram þar sem þú ert núna.
Elsku Rúnar, Oddur, Heiðar
og fjölskyldur – við sendum okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum Guð að vera með ykk-
ur.
Þínar vinkonur,
Torfhildur (Tolla),
Jónína (Nína), Þórarna
og Rannveig.
Kynni okkar Guðnýjar hófust
sumarið 2003 þegar við vorum
báðar saman á Heilsustofnun
Náttúrulækningafélagsins í
Hveragerði og höfðum ekki alltaf
mikið við að vera eftir að ákveð-
inni dagskrá lauk. Ég var á bíl og
bauð henni með mér í ökuferðir,
sem var vel þegið af hennar
hálfu. Áður kannaðist ég reyndar
við bróður hennar sem hafði ver-
ið bekkjarfélagi minn í skóla á
Akureyri löngu áður. Mér líkaði
strax vel við Guðnýju, hún var
glaðvær og góður félagi og ein-
staklega fús að spjalla um alla
heima og geima. Hún var frábær-
lega minnug og átti allt til síðustu
stundar einstaklega auðvelt með
að rifja upp hvaðeina sem á daga
hennar hafði drifið.
Í ljós kom þarna 2003 að við
bjuggum báðar á Akureyri og því
var tilvalið að hafa áfram sam-
band. Það þróaðist svo með ár-
unum. Stundum fórum við í
gönguferðir, þó að erfið heilsa
hennar hin seinni ár gerði að
verkum að hún þyrfti að fara sér
hægt. Gagnkvæmar heimsóknir
áttu sér stað. Heimili hennar og
Rúnars manns hennar var mjög
fallegt og listrænt svo að af bar,
og þegar maður kom þar inn var
það eins og að ganga inn á lista-
safn, m.a. má segja að andi im-
pressjónistanna hafi svifið þar
yfir vötnum. Ekki spillti fyrir að
gestrisnin var einstaklega mikil.
Guðný var ótvírætt sannkölluð
listakona, og sérstaklega hafði
hún áhuga á textíllist, sem hún
hafði lært á sínum tíma, hún
stundaði vefnað og ýmislega
handavinnu. Nefna má að hún
hélt myndlistarsýningu á Egils-
stöðum fyrir fáum árum og var
fróðlegt að skoða hana á sínum
tíma. Hún hélt reyndar ýmsar
fleiri sýningar á verkum sínum.
Guðný var mjög hjálpfús og al-
úðleg og átti auðvelt með að leið-
beina öðrum. Margt mátti af
henni læra og undirrituð naut
þess í ríkum mæli, m.a. hjálpaði
hún mér við að prjóna peysur og
sjöl.
Á síðasta ári, 2019, kom út
ljóðabók Guðnýjar, Eins og tím-
inn líður. Þetta eru nafnlaus
prósaljóð um lífið og tilveruna,
mjög smekklega orðuð og fallega
gerð. Áður hafði hún birt sitthvað
af ljóðum í blöðum og tímaritum.
Á einum stað í bókinni segir hún:
Ég hugsa til allra
sem hafa áður markað spor í sandinn.
Hversu margir veit enginn
nema hafið.
Elsku vinkona!
Ég trúi því varla að þú sért
farin á æðra tilverustig. Nú get-
um við ekki spjallað framar um
neitt, og ég fæ ekki frá þér neinar
frekari ráðleggingar um prjón,
hekl eða saumaskap.
Við hjónin sendum Rúnari, af-
komendum þeirra Guðnýjar og
öðrum vandamönnum innilegar
samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu Guðnýjar Marinósdótt-
ur.
Anna G. Thorarensen.
Nýju kennararnir við Hrafna-
gilsskóla sendu á undan sér hluta
búslóðar. Þar á meðal var gítar
sem þótti boða gott. Þetta var
sumarið 1978. Er leið að hausti
birtust kennarahjónin, Rúnar og
Guðný, með tvo unga syni, Odd
og Heiðar. Þennan vetur voru
bundin bönd ævilangrar vináttu.
Í lífinu var Guðný í eins konar
sáttmálasambandi við móður
náttúru og fann þar fótfestu. Hún
var rólynd, réttsýn og leit á lífið
sem námstíma til að þroskast.
Hún ólst upp á Seyðisfirði, missti
móður sína á unglingsárum og
um hríð hélt hún heimili fyrir föð-
ur sinn og bræður.
Guðný þráði að mennta sig.
Hún fór til Danmerkur og stund-
aði þar nám í textílmennt í þrjú
ár. Síðar bjó hún í tvígang á Eng-
landi þegar Rúnar var þar við
nám. Í seinna skiptið hóf hún
nám í textílfræðum og listum
sem lauk með BA-gráðu.
Guðný var einstakur fagurkeri
og bar heimilið þess ríkan vott.
Hún var einstaklega vandvirk í
öllu sem hún tók sér fyrir hendur
og var afbragðs saumakona.
Brúðarkjóll Birnu tengdadóttur
hennar ber þess rík merki.
En skærast skein listamaður-
inn Guðný. Hún var fyrst og
fremst frumleg myndlistarkona
sem hafði ríka þörf til að tjá sig.
Hún notaði til þess mismundandi
form og efni. Hennar helsta leið í
listsköpun var textílvinna með
blandaðri tækni. Námið í Dan-
mörku reyndist góð undirstaða
fyrir tæknilegar úrlausnir.
Mörg verka Guðnýjar eru sem
óður til náttúrunnar. Henni lét
vel að sjá samhengi hlutanna og
staða kvenna var henni hugleik-
in. Guðný hafði varðveitt gamalt
puntstykki, saumað með kontór-
sting. Á stykkinu voru tvær kon-
ur í peysufötum. Guðný saumaði
áþekkt stykki en í stað peysufata
voru konurnar nú í búrkum.
Verkunum stillti hún upp hlið við
hlið. Minnisstæð var sýning
hennar á hringveginum. Hún
hafði handofið yfir 20 náttúru-
stemningar. Öll voru verkin jafn
stór og fengu eins ramma. Á
hverju verki hlykkjaðist látlaus
lína mjúklega þvert yfir hverja
mynd. Þar sem lína á einni mynd
endaði hægra megin tók við lína
vinstra megin á næstu mynd eins
staðsett. Á sýningu stillti Guðný
myndunum upp á fjóra veggi.
Saman mynduðu verkin hring-
veg. Verkin hafa síðar ratað á
ýmsa staði en þau minna okkur á
að við eigum samleið.
Óhætt er að segja að einhvers
konar ljóðræna hafi einkennt
verk Guðnýjar. Reyndar fór hún
ung að semja ljóð. Á síðasta ári
kom út bókin Eins og tíminn líð-
ur með ljóðum hennar. Guðný
tók þátt í samsýningum en hélt
einnig nokkrar einkasýningar
bæði á Akureyri og á Austfjörð-
um. Um hríð starfaði Guðný að
forvörslu en lengst af kenndi hún
textílmennt við grunnskóla.
Nú hefur Guðný kvatt eftir
baráttu við krabbamein. Um
tíma héldum við að vanheilsan
myndi víkja fyrir batanum en svo
var ljóst að kallið, sem við öll
þurfum að hlýða, myndi koma
fyrr en okkur hafði órað fyrir.
Með Rúnar sér við hlið sýndi
Guðný ótrúlegt æðruleysi í þess-
um þrengingum.
Yndisleg samferð okkar hjóna
með Rúnari og Guðnýju hefur
varað í 42 ár. Við kveðjum Guð-
nýju með þakklæti í huga.
Rúnari, Oddi, Heiðari og Birnu,
bræðrum Guðnýjar og barna-
börnum hennar sendum við sam-
úðarkveðjur.
Rósa Eggertsdóttir og
Gunnar Jónsson.
Litla stúlkan
sem lék sér í brekkunni
settist á stein
og horfði yfir spegilsléttan fjörðinn
Hún var lítil
og átti lífið fram undan.
Þetta ljóð er úr ljóðabók Guð-
nýjar Marinósdóttur sem út kom
á síðastliðnu ári. Ljóðin hennar
Guðnýjar eru ákaflega persónu-
leg og sýna inn í heim konu sem
var fremur dul og átti ekki mjög
gott með að tjá tilfinningar sínar.
Við gengum saman í Barnaskóla
Seyðisfjarðar og leiðir okkar
lágu því oft saman því hún átti
heima úti á Ströndinni en ég á
Búðareyrinni. Guðný var yndis-
leg vinkona, hlý, hugulsöm og
skemmtileg. Það kom snemma
fram hvað hún var mikill snill-
ingur í höndunum og það kom
ekki á óvart að hún gerði handa-
vinnukennslu að lífsstarfi. Guðný
lauk handavinnukennaraprófi frá
Håndarbejdets Fremme í Kaup-
mannahöfn og síðan BA-prófi í
textíllist frá Middlesex Univers-
ity í London. Guðný sinnti
kennslu en vann samhliða að
textíllist og hélt nokkrar einka-
sýningar, m.a. sýningu á Egils-
stöðum undir heitinu Sveitalíf
sem tengdist sögunni um líf í
sveit á Austurlandi á 20. öld.
Guðný var virk í tísku- og handa-
vinnuklúbbnum „Nýtt af nálinni“
og á vegum klúbbsins kenndi hún
á námskeiðum í fatasaum og á
prjónanámskeiðum á Egilsstöð-
um og á Eiðum. Hún var með-
limur í Myndlistarfélagi Fljóts-
dalshéraðs og í
Myndlistarfélaginu á Akureyri.
Í tilefni af 100 ára afmæli
Seyðisfjarðar gáfu þau hjónin
Guðný og Rúnar Sigþórsson fal-
legt veflistaverk sem heitir
Stofnar og var jafnframt gefið til
minningar um Gemmu og Harald
Johansen, dönsk hjón sem
bjuggu lengi á Seyðisfirði. Gjöfin
mun prýða bæjarstjórnarsalinn á
Seyðisfirði.
Það er kannski dæmi um
hversu dul hún var að ekki hafði
ég hugmynd um að hún ætti
ljóðastreng í hörpu sinni og það
kom því skemmtilega á óvart
þegar út kom í fyrra ljóðabókin
„Eins og tíminn líður“ gefin út af
Félagi ljóðaunnenda á Austur-
landi, en það félag hefur einmitt
gefið út margar ljóðabækur eftir
skáld á Austurlandi.
Í einu af síðustu ljóðunum
fjallar Guðný um þjáninguna
enda hefur meinið ekki gefið
henni nein grið:
Og þjáningin er dökk eins og myrkrið.
Ég vissi ekki að hún væri svona stór,
svo stór að hún hefur flutt sig úr
skápnum
og leggur undir sig sig besta herbergið
í hýbýlum sálarinnar.
Því miður náði gleðin og vorið
ekki að vinna bug á þjáningunni
og Guðný lést á páskadag síðast-
liðinn. Með þessum fátæklegu
orðum kveð ég þessa gömlu vin-
konu mína og sendi innilegar
samúðarkveðjur til eiginmanns
og fjölskyldu.
Blessuð sé minning Guðnýjar
Marinósdóttur.
Sigrún Klara Hannesdóttir.
Elsku besta Guðný mín. Mikið
þakka ég þér fyrir alla sam-
veruna, allan kærleikann og
hlýjuna í gegnum tíðina. Ég hef
þekkt þig frá því að ég man eftir
mér og á óteljandi minningar um
þig og fjölskyldu þína. Allt eru
þetta góðar minningar sem ylja
mér nú sem aldrei fyrr.
Í Brekkutröðinni var gott að
alast upp sem krakki. Ég og Odd-
ur vorum alltaf saman og leidd-
umst á leið í skólann í 0-bekk, al-
veg þangað til okkur var strítt á
því að vera kærustupar, þá leidd-
umst við bara hálfa leið. Yndis-
legur vinur. Það var alltaf svo
gott að vera á heimilinu ykkar og
mér leið eins og ég væri í æv-
intýraveröld þegar ég var í pöss-
un hjá þér. Allar stundirnar úti í
náttúrunni voru eins og kennslu-
stund, sem ég bý enn að í dag.
Síðar á lífsleiðinni lágu leiðir
okkar saman á ný þegar ég leigði
hjá ykkur Rúnari í Löngumýr-
inni. Það var alveg magnað hvað
við gátum rifjað mikið upp og tal-
að endalaust á meðan þú vannst á
vinnustofunni þinni, alveg eins og
þegar ég var lítil stelpa. Þetta var
mjög dýrmætur tími fyrir mig og
ég er ykkur eilíflega þakklát.
Rúnar, Heiðar og Oddur, ykk-
ur votta ég samúð mína og Guð
verndi ykkur.
Ykkar,
Vigdís.
Guðný Guðfinna
Hrönn Marinósdóttir
Innilegar þakkir fyrir hlýju og samúð í
veikindum og við andlát okkar elsku sonar,
bróður og mágs,
SIGURÐAR HALLDÓRS
SVERRISSONAR.
Starfsfólki Landspítalans verður seint
fullþakkað fyrir alúð og faglega umönnun við erfiðar aðstæður.
Fyrir hönd aðstandenda,
María H. Sigurðardóttir
Sverrir Gunnarsson
Inga María Sverrisdóttir Guðfinnur Einarsson
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Bjarni Bjarnason
Marteinn Sverrisson Margrét Halldórsdóttir
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
SIGURÐUR FJELDSTED
lést föstudaginn 24. apríl sl.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Sesselja Kristín
Sigurðardóttir
Sigurður Sigurðsson Jeab Panpaphon
barnabörn og barnabarnabörn