Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 rúman áratug hef ég verið í kær- leikum við Friðrik Pálsson sem í seinni tíð er kenndur við Hótel Rangá.“ Börn Láru og Karls eru 1) Solveig Karlsdóttir, f. 23.4. 1985, þjónustu- fulltrúi hjá Samskipum innanlands, búsett í Reykjavík. Maki: Adam Hoffritz, sérfræðingur í landupplýs- ingum hjá Skipulagsstofnun. Börn þeirra eru Magnús, f. 2012, Sigur- björg, f. 2013 og Heimir, f. 2016; 2), Þórður Roth, f. 9.8. 1986, tölvunar- fræðingur, búsettur í Reykjavík. Maki: Íris Katrín Barkardóttir, við- skiptafræðingur. Synir þeirra eru Styrmir Kári, f. 2012 og Þröstur, f. 2014. Dóttir Írisar og stjúpdóttir Þórðar er Matthildur Embla Hjálm- arsdóttir, f. 2008; 3) Karl Dietrich Roth, f. 30.9. 1989, matreiðslumaður, búsettur í Reykjavík. Systkini Láru: Hálfsystir er Hall- dóra Magnúsdóttir, sammæðra, dóttir Magnúsar Guðmundssonar kjötiðnaðarmans í Reykjavík, f. 9.8. 1954, fyrrverandi tölvunarfræðingur á Landspítalanum, búsett í Reykja- vík; Solveig Magnúsdóttir, f. 24.4. 1958, d. 19.9. 1982, ritari í sendiráði Íslands í Brussel; Þórður Magnús- son, f. 10.2. 1963, d. 16.5. 1985, bjó í Reykjavík. Foreldrar Láru eru hjónin Magnús Hjálmarsson, f. 9.3. 1933, fyrrverandi deildarstjóri tækni- deildar Ríkisútvarpsins Reykjavík, vann síðar við að færa allar gamlar hljóðritanir Ríkisútvarpsins yfir á stafænt form og bjarga þeim frá mögulegri eyðileggingu, og Ragn- heiður Þórðardóttir, f. 22.2. 1934, var lengi hjá Ríkisútvarpinu, á tón- listardeild, var gjaldkeri um tíma, sá um skrifstofu Rásar tvö þegar hún byrjaði og starfaði síðast á aðal- skrifstofu. Magnús og Ragnheiður eru búsett í Reykjavík. Lára Magnúsardóttir Ingibjörg Finnsdóttir húsfreyja á Hólmavík Magnús Halldórsson smiður á Hólmavík Solveig Magnúsdóttir húsfreyja á Hólmavík Hjálmar Sigvaldi Halldórsson póst- og símstöðvarstjóri á Hólmavík Magnús Hjálmarsson fv. deildarstjóri hjá RÚV Sigríður Halldórsdóttir húsfreyja á Tindi Halldór Hjálmarsson bóndi á Tindi í Tungusveit á Ströndum Ragnheiður Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík Magnús Magnússon skipstjóri í Reykjavík Halldóra Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari í Rvík Guðrún Brynjólfsdóttir húsfreyja á Kirkjubóli Eyjólfur Andrésson bóndi á Kirkjubóli í Hvítársíðu Úr frændgarði Láru Magnúsardóttur Ragnheiður Þórðardóttir fv. skrifstofumaður hjá RÚV Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Er ekki kjörið að grilla um helgina? Úrval af kjöti á grillið – Kíktu við! „æ, kommon læknir, láttu mig fá spegil.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... tveggja manna fjölskylda. HALLÓ! ÉG ER BENNI BLÖÐRUDÝR ÞÚ VIRÐIST SVOLÍTIÐ ÚTBLÁSINN SJÁLFUR KLAPPAÐU KAKTUSI VITRINGUR, ER ÉG NOKKUÐ AÐ TRUFLA ÞIG? ALLS EKKI! ÉG ÞOLI EKKI AÐ DREKKA EINN! „BÍDDU! HVERT ER AÐGANGSORÐIÐ INN Í TÖLVUNA ÞÍNA OG NOTANDANAFNIÐ?” „ Þessi vísa fannst á bréfmiða ogsögð eftir Einar Benediktsson en skrifað hefur Steingrímur Stef- ánsson: Einn stórríkan, fyndinn kappa jeg kveð um, sem knúsar hjörtun og gengur ljeðum í brókum. Eitt vandrandi lager af vittigheðum vitandi það sem hann hefur sjeð um í bókum. Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrr- verandi forseti Alþingis, sá í veð- urfréttum sjónvarpsins að sól yrði um allt land næstu daga og skrifaði á fésbókarsíðu sína: „Sólin hefur af sanngirni sinni ákveðið að dreifa geislunum jafnt yfir okkur lands- menn á morgun og miðvikudaginn (þótt hitinn verði dálítið misjafn). Sannar þetta ekki það sem fyrsti ís- lenski ráðherrann, Hannes Hafstein, sagði, að blessuð sólin elski allt?“ Sr. Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur og fyrrverandi al- þingismaður sendi honum þá með- fylgjandi kveðju: Heimsins gengi víst er valt en vert er því að flíka að blessuð sólin elskar allt og Einar Kristin líka. Fyrir rúmri viku skrifaði Pétur Stefánsson: „Gekk um bæinn í dag í ágætisveðri, endaði göngutúrinn með rölti upp Laugaveginn. Þar var tómlegt um að litast. Á leiðinni orti ég þennan hortitt“: Alls ótrauður arka ég einn og kauðalega. Lít hér auðan Laugaveg, laus við nauð og trega. Ármann Þorgrímsson skrifar í Leirinn: „Nú bera margir sig illa og er ástæða til. Ég hef marga súpuna sopið um ævina og hef þurft að bjarga mér sjálfur með það tjón sem ég hefi orðið fyrir. Fyrir sirka 30 árum varð þessi vísa til!“: Ég hef farið oft á hausinn óteljandi spörk í dausinn fékk ég meðan flatur lá fáir sýndu miskunn þá. Við banasár mér bregður ekki býsna marga dauða þekki, flokkinn bráðum fæ að sjá, farareyri nægan á. Gunnar Rögnvaldsson á Löngu- mýri í Skagafirði orti: Gróa vellir, golan hlý greikka jóar sporið. Leysir snjóa læki í lóan kom, – með vorið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Blessuð sólin og auður Laugavegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.