Morgunblaðið - 30.04.2020, Qupperneq 46
46 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
30. apríl 1967
Ármann J. Lárusson vinnur
Grettisbeltið eina ferðina enn
eftir að hafa lagt
alla andstæðinga
sína að velli í Ís-
landsglímunni á
Hálogalandi í
Reykjavík. Þetta
er hans fjórtándi
sigur í röð og sá
fimmtándi á sextán árum. Um
leið var þetta síðasti sigur Ár-
manns sem er sigursælasti
glímumaður Íslandssögunnar.
30. apríl 1980
Haukar fagna sínum fyrsta
bikarmeistaratitli í karla-
flokki í handknattleik þegar
þeir sigra KR-inga í hörku-
spennandi úrslitaleik í
Laugardalshöllinni, 22:20.
Andrés Kristjánsson fyrirliði
tekur við bikarnum í leikslok
en markahæstir Haukanna
eru Árni Hermannsson og
Ingimar Haraldsson með 5
mörk hvor.
30. apríl 2000
Kvennalandslið Íslands í
körfuknattleik
sigrar Lúxem-
borg, 66:47, á
alþjóðlegu móti
í Lúxemborg og
er komið með
fjögur stig eftir
að hafa unnið
Noreg líka í fyrsta leiknum.
Kristín Jónsdóttir skorar 21
stig og Anna María Sveins-
dóttir, sem leikur sinn 50.
landsleik, fyrst íslenskra
körfuboltakvenna, skorar 19
stig. Ísland vann síðan mótið
þrátt fyrir tap í lokaleiknum.
30. apríl 2005
Eiður Smári Guðjohnsen er
enskur meistari í knattspyrnu
með Chelsea sem vinnur sinn
fyrsta meistaratitil í 50 ár, á
fyrsta ári sínu undir stjórn
José Mourinho. Chelsea vinn-
ur Bolton, 2:0, á útivelli og er
með 14 stiga forskot þegar
þrír leikir eru eftir. Eiður end-
ar sem næstmarkahæsti leik-
maður liðsins með 12 mörk í
úrvalsdeildinni.
30. apríl 2005
Magdeburg sigrar Essen á
sannfærandi hátt, 30:22, í fyrri
úrslitaleik þýsku Íslend-
ingaliðanna um EHF-
Evrópubikarinn í handknatt-
leik. Sigfús Sigurðsson skorar
tvö mörk fyrir Magdeburg,
undir stjórn Alfreðs Gísla-
sonar, en Arnór Atlason missir
af leiknum vegna meiðsla.
Guðjón Valur Sigurðsson
skorar fyrir Essen sem á
seinni leikinn eftir.
30. apríl 2006
Ólafur Stefánsson á stórleik
með Ciudad Real þegar liðið
tryggir sér Evr-
ópumeistaratit-
ilinn í hand-
knattleik með
því að vinna
Portland San
Antonio, 37:28,
í seinni úrslita-
leik spænsku liðanna. Ólafur
skorar 7 mörk í leiknum og
leggur fjölmörg upp fyrir
samherja sína.
Á ÞESSUM DEGI
GUÐJÓN VALUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Þau tímamót urðu í íslensku íþrótta-
lífi í gær að fyrirliði landsliðsins í
handknattleik, Guðjón Valur Sigurðs-
son, tilkynnti á Instagram að hann
væri hættur handknattleiksiðkun.
Síðasta verk Guðjóns á löngum og
glæsilegum ferli var að vinna Frakk-
landsmeistaratitil með stórliðinu Par-
is St. Germain. Þegar kappinn lét nú
staðar numið, á fertugasta og fyrsta
aldursári, var hann enn að spila með
og á móti bestu leikmönnum í heimi.
Hvort heldur sem var í Meistaradeild
Evrópu eða með íslenska landsliðinu.
Þegar íþróttamaður í þessum
gæðaflokki lætur staðar numið er það
frétt víðar en á Íslandi. Fjölmiðlarnir
L’Equipe í Frakklandi, Marca á
Spáni, Handball-World í Þýskalandi
og TV2 í Danmörku birtu til að
mynda frétt um ákvörðun Guðjóns í
gær.
Áhugaverðar áskoranir
Þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við Guðjón í gær sagðist hann
vera ánægður með ákvörðunina.
Hann hefði haft nægan tíma til að
velta þessu fyrir sér í ljósi þeirra að-
stæðna sem eru uppi vegna kórónu-
veirunnar. Guðjón lék síðast fyrir
franska stórliðið Paris Saint Germain
í mars en fyrr í þessum mánuði var
ákveðið að liðið væri franskur meist-
ari 2020. Átján umferðum af tuttugu
og sex tókst að ljúka áður en samko-
mubann var sett á í Frakklandi og
víðar.
Guðjón segist af og til hafa velt því
fyrir sér að hætta allt frá því að
samningur hans við stórlið Barcelona
var að renna út árið 2016 en árið 2015
vann Guðjón Meistaradeildina með
Barcelona.
„Já já, ég hafði fyrst velt því fyrir
mér þegar ég hætti hjá Barcelona að
það væri kannski ekki mikið eftir hjá
mér í þessu. En svo lengdist í þessu
hjá Rhein-Neckar Löwen. Þegar
maður er íþróttamaður þá veit maður
að ferillinn tekur einhvern tíma enda.
Ég vissi alltaf að ég gæti hætt þegar
mig langaði til en ég hef yfirleitt feng-
ið tilboð sem hafa kitlað eða góð lið
hafa sýnt mér áhuga. Þegar manni
bauðst að spila í hæsta gæðaflokki þá
ýtti það undir löngunina að halda
áfram. Maður hefur fengið að spila
með mörgum af bestu hand-
boltamönnum í heimi og mörgum af
bestu liðunum. Áskoranirnar hafa því
verið áhugaverðar.
Ég átti alveg eins von á því að þetta
gæti orðið síðasta tímabilið hjá mér.
En þegar maður fer á stórmót þá er
maður hátt uppi og á slíkum tíma-
punkti er maður til í að gera þetta í
fjörutíu ár í viðbót. En eins og staðan
er núna í heiminum þá veit maður
ekkert hvenær boltinn fer aftur af
stað. Ég ákvað því bara að rýma mín-
ar stöður, segja þetta gott og vera
bara nokkuð ánægður með það,“
sagði Guðjón.
Spurður um hvort hann sjái fyrir
sér að vera viðloðandi íþróttirnar með
einhverjum hætti segist Guðjón ekki
sjá fyrir sér að hann geti svo auðveld-
lega sagt skilið við handboltannn eftir
öll þessi ár.
Þjálfarastarfið er líklegt
„Mér finnst nú mjög líklegt að ég
fari út í þjálfun og ég á ábyggilega
eftir að vera áfram viðloðandi hand-
boltann. Ég held að ég sé aðeins of
djúpt inni til að klippa alveg á þann
streng. Hvenær það nákvæmlega
gerist er ekki alveg komið á hreint.
Það er ýmislegt sem ég er að skoða.
Ég viðurkenni það alveg. Við eigum
eftir að sjá hvenær íþróttirnar fara af
stað aftur og í hvaða formi. Þá kemur
betur í ljós hvaða áhugaverðu kostir
verða í stöðunni. En ég get alveg
svarað þessu játandi að ég býst fast-
lega við því að vera áfram viðloðandi
handboltann,“ útskýrði Guðjón en á
honum má skilja að hefðu aðstæður
verið aðrar þá hefði hann mögulega
spilað hér heima.
„Já já, ég hugleiddi það alveg. En
eins og aðstæður eru núna þá er
spurning hvort maður myndi nenna
að koma sér aftur á þann stað sem
maður vill vera á sem leikmaður. Ég
ákvað því bara að nota tímann og
kalla þetta gott. Ég geng sáttur frá
borði og hef haft nægan tíma núna til
að hugsa málið.“
Kynslóðaskiptin í íslenska landslið-
Hraðaupphlaupin
verða ekki fleiri
Einn sigursælasti íþróttamaður
þjóðarinnar lætur staðar numið eftir
aldarfjórðung í meistaraflokki
EPA
Evrópumeistari Guðjón Valur Sigurðsson skorar í leik með Barcelona í
Meistaradeild Evrópu en hann vann keppnina með liðinu árið 2015.
BELGÍA
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Stórskrítið er fyrsta orðið sem kem-
ur upp í huga Ara Freys Skúlason-
ar, landsliðsmann Íslands í knatt-
spyrnu og leikmanns Oostende í
belgísku A-deildinni, þegar hann er
spurður út í ástandið í belgíska fót-
boltanum þessa dagana.
Þann 2. apríl síðastliðinn greindu
fjölmiðlar í Belgíu frá því að ákveðið
hefði verið að aflýsa tímabilinu þar í
landi og krýna Club Brugge meist-
ara. Club Brugge var með fimmtán
stiga forskot fyrir lokaumferð deild-
arkeppninnar og þá var einnig
greint frá því að ekkert lið myndi
falla úr deildinni.
Félögin í deildinni áttu svo að
kjósa um þá ákvörðun að fresta
tímabilinu um miðjan apríl en þeirri
kosningu var frestað til 24. apríl.
Henni var svo aftur frestað á dög-
unum og er nú stefnt að því að kjósa
um örlög tímabilsins í efstu deild
Belgíu hinn 4. maí næstkomandi.
„Þetta er stórskrítið allt saman,“
sagði Ari Freyr í samtali við Morg-
unblaðið í gær. „Það er enn og aftur
búið að fresta fundinum þar sem
kosningin átti að fara fram um
framtíð keppnistímabilsins. For-
ráðamenn deildarinnar hafa verið að
bíða eftir skýrum svörum frá stjórn-
völdum um það hvað sé best að gera
því það þurfa auðvitað að vera ein-
hverjar reglur eða tilmæli sem hægt
er að fylgja.
Þessi fundur félaganna mun fara
fram 4. maí, sama dag og einhverjar
tilslakanir á tilmælum stjórnvalda
munu eiga sér stað, og þá verða
reglurnar um framhaldið vonandi
skýrari. Eins og staðan er í dag þá
er bara gríðarlega mikil óvissa í
kringum fótboltann hérna og fram-
tíð deildarinnar.“
Sjálfskipuð sóttkví
Síðast var spilað í belgísku A-
deildinni 7. mars síðastliðinn en Ari
Freyr og fjölskylda hans hafa verið
í sjálfskipaðri sóttkví síðan 13.
mars. Landsliðsmaðurinn fer því lít-
ið út úr húsi nema til þess að sækja
allra helstu nauðsynjavörur.
„Við fjölskyldan erum búin að
vera í sjálfskipaðri sóttkví síðan 13.
mars og ég er sá eini sem fer út í
búð eða apótek, ef þess þarf. Það er
ekki beint eitthvert samkomubann í
Belgíu en það er mælst til þess að
fólk haldi sig heima. Einu búðirnar
sem eru opnar eru matvöruversl-
anir og apótek. Það er mælst til
þess að það séu alltaf tveir metrar á
milli manna hér og fólk virðir það.
Börnin mín hafa ekki farið í skól-
ann síðan 13. mars og ég og konan
mín erum því bara búin að vera að
kenna þeim hérna heima. Það hefur
aðeins verið í umræðunni hérna
hvenær skólahald hefst á nýjan leik
en ennþá hefur ekkert skýrt svar
borist sem er pirrandi. Við fullorðna
fólkið þraukum en það er erfiðara
fyrir krakkana að mega varla fara
út úr húsi og hitta vini sína.“
Æfir með börnunum
Oostende er í fimmtánda og næst-
neðsta sæti deildarinnar með 22 stig
þegar ein umferð er eftir af deildar-
keppninni, tveimur stigum frá fall-
sæti. Ari hefur ekki heimsótt æf-
ingasvæði liðsins síðan í byrjun
mars og ítrekar að hann sé heppinn
að geta æft heima hjá sér.
„Við fengum æfingaáætlun frá fé-
laginu til að byrja með en svo eftir
að þessum fundum var frestað trekk
í trekk varð þetta heldur óljóst.
Þetta voru mestmegnis þolæfingar í
bland við styrktaræfingar. Ég hepp-
inn að því leytinu til að ég er með
æfingasal heima hjá mér sem nýtist
vel núna.
Liðsfélagar mínir sem eru staddir
í Oostende hafa aðeins verið að æfa
og þá bara tveir og tveir á heilum
velli. Það er þá mest verið að æfa
sendingar og annað í þeim dúr. Þar
sem ég bý aðeins frá bænum er ég
ekki að leggja það á mig að keyra á
milli, bara til þess að sparka í bolta,
þegar ég get gert það með börn-
unum mínum í garðinum heima.
Ég get alveg viðurkennt það fús-
lega að það tekur virkilega á haus-
inn á manni að hvetja sig áfram
þegar maður veit í raun ekkert hve-
nær maður er að fara að æfa eða
spila með félögunum. Ég er hins
vegar búinn að vera mjög duglegur
þótt ég segi sjálfur frá og ég læt
börnin hjóla mikið á meðan ég hleyp
með.“
Innihaldslausar hótanir
Ari Freyr viðurkennir að það sé
pirrandi hversu langan tíma það
hefur tekið að fá skýr svör frá
knattspyrnuyfirvöldum í Belgíu um
framtíð tímabilsins. Þá hefur UEFA
hótað því að þær deildakeppnir sem
ekki verði kláraðar muni missa sæti
sín í Evrópukeppnum á næstu leik-
tíð en Ari Freyr hefur enga trú á
því að það verði raunveruleikinn.
„Það er skrítið hvernig staðið hef-
ur verið að þessu. Ef það á að slaufa
tímabilinu þá skilur maður alveg að
Club Brugge verði krýnt meistari.
Heppinn að geta æft heima
Stórskrítið ástand í belgíska fótboltanum segir Ari Freyr Skúlason Fjölskyldan hefur
verið í sjálfskipaðri sóttkví frá 13. mars Æfingasalurinn á heimilinu nýtist vel
Hvíta-Rússland
Bikarinn, undanúrslit, seinni leikur:
BATE Borisov – Slavia Mozyr ............... 2:0
Willum Þór Willumsson kom inn á sem
varamaður hjá BATE á 78. mínútu.
BATE sigraði 2:1 samanlagt og mætir
Dinamo Brest í úrslitaleik.