Morgunblaðið - 30.04.2020, Side 47

Morgunblaðið - 30.04.2020, Side 47
inu hafa verið til umræðu síðustu ár- in. Guðjón Valur var með á EM í jan- úar eins og íþróttaunnendur þekkja og fékk þar tækifæri til að spila á stórmóti með framtíðarmönnum eins og Hauki Þrastarsyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni svo þeir yngstu séu nefndir. Getum við verið bjartsýn á framtíð landsliðsins ef mið er tekið af þeim leikmönnum sem eru að taka við? „Eiga eftir að pluma sig“ „Ekki spurning. Það er alveg á hreinu að við getum verið það og eig- um að vera það. Ég er sannfærður um að þeir eiga eftir að standa sig vel og gera marga mjög góða og áhuga- verða hluti. Það hefur verið mikill heiður og mikið gaman að fá að taka þátt í því öllu. Ég er alveg viss um að þeir eiga eftir að pluma sig mjög vel án mín í framtíðinni,“ sagði Guðjón Valur og hló þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Gerði allt sem hann gat Eins og Víðir Sigurðsson nefnir í Bakverði hér til hliðar er ógerningur að gera ferli Guðjóns Vals tæmandi skil á þessari opnu. Um er að ræða svo langan tíma og afrekin eru svo mörg. Hvort sem horft er til árangurs landsliðsins eða félagsliða eða þegar horft er til einstaklingsafreka og við- urkenninga. Landsliðsmennirnir sem unnu til ólymp- íuverðlauna ár- ið 2008 eru búnir að koma sér vel fyrir í sögubók- unum enda voru verðlaunahafar þjóð- arinnar aðeins þrír þar til á leikunum í Peking. Guðjón Valur og Ólaf- ur Stefánsson eru hins vegar á sérstökum stalli vegna afreka sinna með fé- lagsliðum erlendis. Unnu Meistaradeild Evrópu og urðu meistarar í mörgum löndum. Ólafur teiknaði upp mynd af handboltamann- inum Guðjóni Val á Face- book í gær sem lýsir Guð- jóni vel þar sem Guðjón er íþróttamaður sem lagði geysi- lega hart að sér og bætti sig jafnt og þétt eftir því sem ferl- inum vatt fram. „Sá sem getur litið til baka og vit- að að hann gerði allt sem hann gat til að verða það sem hann gat orðið. Sá sem alltaf var/er opinn fyrir betri að- ferðum að verða betri og óhræddur að prófa,“ skrifaði Ólafur meðal ann- ars er hann lýsti Guðjóni og sendi honum kveðju og þakkir fyrir sam- fylgdina: „Takk Gaui. Til hamingju með allt þitt. Heiður að deila með þér gleði og tárum.“ Ólympíuleikar Guðjón Valur Sigurðsson fór þrisvar á Ólympíuleika og fékk silfurverðlaunin með íslenska landsliðinu í Peking 2008, ásamt því að vinna bronsið með liðinu á EM í Austurríki tveimur árum síðar. Hér skorar hann mark í leik gegn Bretlandi á ÓL 2012 í London. ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is 1995 – Byrjar meistaraflokksferilinn með Gróttu með 10 leikjum í efstu deild á fyrsta tímabilinu. 1998 – Skorar 100 mörk fyrir Gróttu/KR sem vinnur sér sæti í efstu deild. Gengur til liðs við KA. 1999 – Spilar fyrsta landsleikinn. 2000 – Leikur á fyrsta stórmótinu, EM í Króatíu. 2001 – Leikur á HM í Frakklandi. Gerist atvinnumaður hjá Essen. 2002 – Leikur á EM í Svíþjóð þar sem Ísland nær 4. sæti. 2003 – Leikur á HM í Portúgal. 2004 – Leikur á EM í Slóveníu. Leikur á ÓL í Aþenu. 2005 – EHF-Evrópumeistari með Essen. Leikur á HM í Túnis. 2006 – Íþróttamaður ársins. Markakóngur og leikmaður ársins með Gummersbach í Þýskalandi. Leikur á EM í Sviss. 2007 – Leikur á HM í Þýskalandi og er markakóngur mótsins. 2008 – Vinnur silfur með Íslandi á ÓL í Peking. Leikur á EM í Nor- egi. Hlýtur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Gengur til liðs við Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. 2010 – Vinnur brons með Íslandi á EM í Austurríki. 2011 – Leikur á HM í Svíþjóð. Gengur til liðs við AG í Danmörku. 2012 – Danskur meistari með AG. Leikur á ÓL í London. Leikur á EM í Serbíu. 2013 – Þýskur meistari með Kiel. Leikur á HM á Spáni. 2014 – Þýskur meistari með Kiel. Leikur á EM í Danmörku. 2015 – Evrópumeistari og spænskur meistari með Barcelona. Leikur á HM í Katar. 2016 – Spænskur meistari með Barcelona. Leikur á EM í Póllandi. 2017 – Þýskur meistari með RN Löwen. Leikur á HM í Frakklandi. 2018 – Leikur á EM í Króatíu. Slær met Peters Kovacs og verður markahæsti landsliðsmaður heims. 2019 – Gengur til liðs við París SG í Frakklandi. 2020 – Franskur meistari með PSG. Leikur á EM í Svíþjóð og spilar þar sinn 364. og síðasta landsleik og skorar sitt 1.875. og síðasta mark. Morgunblaðið/Golli Til að gera ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar full skil þyrfti sér- útgáfu af Morgunblaðinu enda einsdæmi að fylgjast með slíkum afreksmanni í fremstu röð í nán- ast aldarfjórðung. Þrátt fyrir öll hans afrek með landsliðinu og meistaratitlana með félagsliðunum er það fyrsti stóri titillinn hans sem er mér minnisstæðastur. Ég var sendur til Þýskalands í maí 2005 til að fjalla um uppgjör Íslendingaliðanna Essen og Magdeburg í seinni úrslitaleik þeirra um EHF-Evrópubikarinn. Magdeburg hafði unnið þann fyrri með átta mörkum. Essen sneri því við á drama- tískan hátt, varð Evrópumeistari, og var svo lýst gjaldþrota nokkr- um dögum síðar. Það er önnur saga. Eftir leik var ég búinn að bíða lengi fyrir utan búningsklefa Ess- en til að ná viðtali við Guðjón. Að lokum náði hann í mig, fór með mig inn í sturtuklefann og þar tók ég eftirminnileg viðtöl við hann og liðsfélagana Dmitri Tor- govanov og Oliver Roggisch. Sjaldan hef ég rætt við hressari menn eftir leik, enda sætur sigur í höfn og kverkarnar vættar með einhverju öðru en malti og appelsíni. Þeim lá ekk- ert á. Forvitnir geta flett upp Mogganum frá 9. maí 2005 og séð þá umfjöllun á mörgum síð- um. En ekki var mögulegt að birta allt sem þar var sagt! Ég hef oft velt því fyrir mér hverju ég missti af þegar Guðjón hringdi í mig um miðnættið sama kvöld og hvatti mig til að koma í gleðskap með þeim fé- lögum. Skynsemin var látin ráða enda flug heim til Íslands morg- uninn eftir. Fimmtán árum síðar: Takk Goggi! Farsæll ferill Guðjóns í aldarfjórðung Spánverjar hafa engan áhuga á að fara að dæmi nágranna sinna, Frakka, sem bundu í vikunni enda á sitt keppnistímabil í fótboltanum. Spænska 1. deildin í karlaflokki, La Liga, hefur fengið heimild frá yfirvöldum til að setja af stað áætlun um að hefja keppni á ný og hefur kynnt hana í fjórum liðum. Æfingar hefjast á mánudaginn kemur og leikmenn, þjálfarar og starfs- fólk liðanna fara í læknisskoðun daglega þar sem kannað verður hvort þau séu smituð af kórónuveirunni. Takmörkunum innan æfinga verður aflétt í þremur þrepum, uns allt liðið getur æft saman, og í framhaldinu á keppni í deildinni að hefjast um miðjan júní. Þar er í gangi hefðbundið einvígi Barcelona og Real Madrid um meistaratitilinn þar sem Börsungar eru með tveggja stiga forskot þegar ellefu umferðum er ólokið. Javier Tebas, forseti La Liga, segist ekkert skilja í Frökkum. „Ég átta mig ekki á því hvers vegna það ætti að vera hættulegra að spila fótbolta án áhorfenda, þar sem allar varúðarráðstafanir eru gerðar, en að vinna við færiband eða á fiskibáti,“ sagði Tebas. Spánverjar hafa farið illa út úr yfir- standandi faraldri en þar voru smit í gær rúmlega 236 þúsund og rúmlega 24 þúsund manns höfðu látist af völdum kórónuveirunnar. Spánverjar hissa á Frökkum Tim Meyer, yfirmaður heilbrigðismála hjá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, sagði í gær að það væri algjörlega raunhæft að hefja keppni á ný og ljúka tímabilinu 2019-20, sólarhring eftir að kollegi hans hjá FIFA mælti með því að allri keppni yrði frestað til haustsins. Michel D’Hooghe, heilbrigðissérfræðingur FIFA, sagði við Sky Sports í fyrradag að það væri ekki mögulegt að spila fótbolta fyrr en reglur um fjarlægð á milli fólks hefðu verið afnumdar og raunhæft væri því að hefja keppni í september. Meyer er á annarri skoðun og sagði í gær að raunhæft væri að undirbúa keppni á nýjan leik innan nokkurra vikna. „Þegar rætt er um að hefja aftur keppni í efstu deildum í fótbolta er heilsa leikmanna, allra sem nálægt leiknum koma og almennings algjört lykilatriði. Öll knattspyrnusambönd sem eru að skipuleggja endurkomu fótboltans munu leggja fram tilskildar reglur og sjá til þess að öllum kröf- um um hreinlæti og heilbrigði verði fullnægt. Með þessu, og í samræmi við lög og reglur í hverju landi fyrir sig, er algjörlega raunhæft að undirbúa áframhald keppnistímabilsins 2019-20,“ sagði Meyer í yfirlýsingu í gær. Nokkrar deildir í Evrópu hafa lagt grunn að því að hefja keppni í maí- mánuði og aðrar í júní. UEFA og FIFA ekki sammála Sjálfur hefur maður ekki hugmynd um það hvenær maður má byrja að æfa eða spila aftur því það hefur ekkert, nákvæmlega ekkert, komið fram um næstu skref og það er pirr- andi. Persónulega myndi það ekki koma mér á óvart ef við myndum klára deildakeppnina og svo yrði tímabilinu slaufað. Belgía hefur alls ekki komið vel út úr kórónuveirunni því miður og ég vona innilega að þeir taki ákvörðun fljótlega um af- drif tímabilsins með heilsu fólksins í landinu í huga. Vissulega eru miklir peningar í húfi en ástandið í heim- inum er bara hrikalegt og fótbolti er ekki lífið, þótt það sé stór hluti af mínu lífi. Hvað varðar Evrópukeppnir og annað á næstu leiktíð þá held ég að það sé ekki hægt að hóta Belgum að þeir missi einhver Evrópusæti á meðan Hollendingar og Frakkar eru nú þegar búnir að slaufa sínu tímabili. Maður sér það ekki gerast að liðum eins og Ajax og PSG verði meinaður aðgangur að Meistara- deildinni,“ bætti landsliðsmaðurinn við í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Eggert Reyndur Ari Freyr Skúlason sem verður 33 ára í maí er að ljúka sínu fjórða tímabili í belgíska fótboltanum. Hann lék sinn 72. landsleik gegn Moldóvu í nóvember en óvíst er hvenær næsta tækifæri gefst til að spila landsleik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.