Fréttablaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * — M I Ð V I K U D A G U R 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 01 9 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R
uppskera!
Ný íslensk
... hjá ok
ku
r
í
d
a
g
H
já
b
ó
nd
a í gær ...
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og eiginkona hans, Eliza Reid, tóku á móti góðum gestum í blíðviðri á Bessastöðum í gær, í tilefni af því að aðgengi fyrir þá sem notast við hjóla-
stól hefur verið bætt við húsið. Tveimur hjólastólalyftum var bætt við á Bessastöðum, til að tryggja aðgengi fyrir alla. Önnur lyftan er við inngang hússins og hin veitir aðgengi niður í
veislusal Bessastaða. Á staðnum var meðal annars Ingveldur Jónsdóttir, fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands, sem sést hér prófa aðra lyftuna, við mikinn fögnuð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
VIÐSKIPTI Forstjóri Norðuráls segir
fyrirtækið reiðubúið að ráðast í
fjárfestingu fyrir vel á annan tug
milljarða, ef það fæst nýr raforku-
samningur hjá Landsvirkjun til
mögulega allt að tuttugu ára þar
sem kjörin eru sambærileg meðal-
verði til stóriðjunnar á síðasta ári.
„Samkvæmt ársskýrslu Lands-
virkjunar 2019 var meðalverð til
stóriðju um 23 dalir á megavatt-
stund,“ segir Gunnar Guðlaugsson,
forstjóri álversins.
„Eitthvað í kringum þá tölu yrði
ásættanlegt fyrir Norðurál. Þó Nord
Pool-verðið sé lægra en það í augna-
blikinu, þá værum við reiðubúin að
ganga út úr núgildandi samningi
við Landsvirkjun [sem gildir til
2023] gegn því að fá nýjan samning
til lengri tíma,“ útskýrir Gunnar.
Hann segir að unnið hafi verið að
því í mörg ár að auka virði álfram-
leiðslunnar á Grundartanga.
„Við höfum horft til þess að fara
út í framleiðslu á svokölluðum
álboltum, en til þess að geta gert
það þurfum við að fara út í stóra
fjárfestingu sem gæti numið um 14
milljörðum.
Til að fara í slíka fjárfestingu
þyrfti Norðurál orkusamning til
tíu eða tuttugu ára. Við erum ekki
að biðja um afsláttarkjör eða niður-
greiðslu, við viljum bara fá sama
verð og meirihluti raforku er seldur
á núna á Íslandi,“ segir Gunnar.
Hann telur mögulegt að fara hratt
af stað með verkefnið, jafnvel innan
nokkurra vikna. „Þetta myndi taka
um það bil tvö ár og þarna yrðu til
80 til 90 störf á byggingartímanum
og svo 40 varanleg störf. Við teljum
okkur geta fjármagnað verkefnið,
en aðeins ef við fáum ásættanleg
kjör hjá Landsvirkjun og öðrum
raforkuframleiðendum til lengri
tíma.“ – thg / sjá Markaðinn
Boðar 14 milljarða fjárfestingu
gegn nýjum raforkusamningi
Forstjóri Norðuráls boðar fjárfestingu upp á 14 milljarða fáist nýr langtímasamningur hjá Landsvirkjun,
til tíu eða tuttugu ára, á sömu kjörum og meðalraforkuverð til stóriðjunnar í fyrra. Samningur álversins,
sem er í dag tengdur raforkuverði á Nord Pool-markaðnum, rennur út 2023. Hægt að fara hratt í verkið.
Gunnar
Guðlaugsson,
forstjóri
Norðuráls
LÖGGJÖF Eltihrellar geta átt von á
allt að fjögurra ára fangelsi, verði
frumvarp Áslaugar Örnu Sigur-
björnsdóttur dómsmálaráðherra
að veruleika. Til stendur að bæta
við ákvæði inn í hegningarlög um
umsáturseinelti.
Um 65 konur sem leituðu til
Kvennaathvarfsins í fyrra sögðust
hafa orðið fyrir slíku of beldi og er
í f lestum tilvikum um fyrrverandi
maka eða kærasta að ræða. Í ein-
staka tilfellum er um að ræða menn
sem konurnar þekktu mjög lítið.
Sigþr úður Guðmundsdóttir,
f ramk væmdastjór i Kvennaat-
hvarfsins, segir að eltihrellar nýti
bæði stafrænar og veraldlegar leiðir
til þess að áreita fórnarlömb sín og
ágangurinn geti verið mikill. Upp
hafa komið tilfelli þar sem þolendur
missi atvinnuna eða flýi af heimili
sínu í annað bæjarfélag eða jafnvel
til útlanda. Andlega ógnin sé mikil
og þrúgandi. – khg / sjá síðu 6
Ný lög gegn
eltihrellum