Fréttablaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 22
Við stefnum hátt og ætlum að vaxa hratt. Karl Ágúst Matthíasson, rekstrarstjóri DTE Það hefur komið mörgum á óvart að litlu fyrirtæki á Íslandi hafi tekist þetta. Áliðnaðurinn hefur beðið lengi eftir þessari tækni. Sveinn Hinrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri DTE Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Sprotafyrirtækið DT Equip-ment (DTE) fékk 5,5 millj-óna Bandaríkjadollara fjármögnun, jafnvirði um 760 milljóna króna, frá kanadíska vísisjóðnum Chrysalix Venture Capital og Brunni vaxtarsjóði sem fjármagn- aður er af lífeyrissjóðum og Lands- bankanum. Sveinn Hinrik Guðmundsson, annar stofnandi DTE og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að engum hafi tekist að þróa sam- bærilega lausn áður en margir hafi reynt. DTE þróar sjálfvirkrar efna- greiningarlausnir fyrir áliðnað og álendurvinnslu. Greina fljótandi málm „Við þróuðum tækni sem greinir f ljótandi málmsýni og við það styttist greiningartími á efnainni- haldi framleiðslunnar verulega. Það hefur komið mörgum á óvart að litlu fyrirtæki á Íslandi hafi tekist þetta. Áliðnaðurinn hefur beðið lengi eftir þessari tækni enda hafa fjölmörg fyrirtæki varið miklu fjármagni, tugum milljarða sam- tals, í að reyna að þróa sömu tækni. Okkur tókst að gera það fyrir til- tölulega lítið fjármagn,“ segir hann. Fram að þessu hafi greiningin kallað á að starfsmenn taki sýni úr allt að þúsund gráðu heitu fljótandi áli sem síðan sé steypt, verkað og loks efnagreint. „Þetta ferli getur tekið allt upp í nokkrar klukku- stundir sem hægir á framleiðslunni og ákvarðanatöku. Nú verður hægt að stilla framleiðsluferlið af jafn- óðum. Því fylgir mikill ábati fyrir álverin enda fá þau lægra verð fyrir ál sem ekki uppfyllir ákveðnar kröfur um efnisinnihald. Auk þess er þetta mun öruggara fyrir starfs- menn,“ segir Sveinn Hinrik. Karl Ágúst Matthíasson, hinn stofnandi DTE og rekstrarstjóri fyrirtækisins, segir að það hafi verið mikilvægt fyrir DTE að vinna náið með starfsmönnum Brunns vaxtarsjóðs varðandi fjármögnun- ina. „Þeir studdu við sókn í erlenda fjárfestingu og tengdu okkur meðal annars við Chrysalix Venture Capi- tal og aðra sjóði.“ Chrysalix Venture Capital er sérhæft í f járfestingum á sviði snjalllausna og skynjaratækni fyrir málm- og námuiðnað. Sjóður Chrysalix, RoboValley Fund, sem komið var á fót á síðasta ári, er 120 milljónir dollara að stærð, jafnvirði um 16,5 milljarða króna. Fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja í málmiðnaði lagði sjóðnum til fé. Vilja vaxa hratt Karl Ágúst segir að fjármunirnir verði nýttir til að framleiða tækja- búnað og hefja sölu á þjónustunni. „Við stefnum hátt og ætlum að vaxa hratt,“ segir hann. Í því skyni sé stefnt á að ráða fimm starfsmenn í ár en nú starfa tíu manns hjá DTE. Sveinn Hinrik segir að nú sé stefnt að því að semja við álverin þrjú á Íslandi og valda erlenda álfram- leiðendur til að ná betur utan um tæknilausnina og frekari þróun. DTE hefur þróað tvenns konar efnagreiningarbúnað. Annars vegar alsjálfvirkan búnað sem á að vera á lykilstöðum í steypuskálum og hins vegar lítinn færanlegan búnað til að greina álið í framleiðslukerjum í kerskála. „Það eru hundruð kera í hverju álveri,“ segir Sveinn Hinrik. Framleiðsluferli áls hefst í kerskála og færist yfir í steypuskála hvar það er steypt. „Í stað þess að þurfa að safna tugum eða hundruðum sýna úr kerjunum og greina á rannsókna- stofu má framkvæma efnagreining- una samstundis við hvert ker. Þann- ig gefst einnig möguleiki á að fjölga greiningum og bæta eftirlit með framleiðslunni,“ segir Karl Ágúst. Sveinn Hinrik segir að Norðurál, sem veitt hafi DTE mikinn stuðning í gegnum árin, hafi samið um inn- leiðingu á fyrsta sjálfvirka grein- ingartækinu. „Við erum einnig í viðræðum við Rio Tinto ISAL um greiningartæki fyrir kerskála og steypuskála. Jafnframt eigum við í viðræðum við nokkra stóra aðila í iðnaðinum, eins og til dæmis Norsk Hydro sem rekur tugi álvera um allan heim,“ segir hann. Tíu þúsund tæki Karl Ágúst segir að viðskiptavinir í áli séu tiltölulega fáir. Það séu innan við 300 álver í heiminum sem flest séu í eigu fárra samsteypa. Auk þess séu um þrjú þúsund álsteypuskálar í melmisblöndun og endurvinnslu. „Við munum ekki selja tækin í massavís heldur bjóða upp á verð- mæta þjónustusamninga. Að okkar mati er þó tækifæri fyrir um tíu þús- und tæki í áliðnaðinum í dag.“ Sveinn Hinrik segir að þegar fram í sækir sé til skoðunar að taka inn aukið fjármagn til að þróa sambæri- lega lausn fyrir stáliðnað og bendir á að ál sé einungis einn málmmark- aður af mörgum. Til að bræða stál þurfi, að sögn Karls Ágústs, hitastigið að vera allt að tvöfalt hærra en við bræðslu á áli. Það séu auk þess mun meiri óhrein- indi í stálframleiðslu. Sveinn Hinrik telur að í grunn- inn þurfi ekki að gera miklar breyt- ingar á tækjabúnaðinum. Efla þurfi kælinguna og tækin þurfa að þola hærra hitastig. „Aðferðafræðin er sú sama en það þarf líka að þróa öflugan hugbúnað sem getur efna- greint stálið sem er að sumu leyti f lóknari málmur að efnagreina.“ Karl Ágúst segir að DTE hafi nú þegar hafið samstarfsviðræður við leiðandi þjónustuaðila í stáliðnaði til að hefja þá vegferð. „Það var þó stefnumótandi ákvörðun sem við tókum að einbeita okkur fyrst um sinn að áliðnaði,“ segir hann. Kynntust álverum hjá Verkís Karl Ágúst og Sveinn Hinrik unnu áður hjá verkfræðistofunni Verkís við að veita íslenskum áliðnaði tæknilega aðstoð. Þar kynntust þeir því hve greiningarferlið á áli er seinlegt og flókið og sáu fyrir sér að hægt væri að f lýta þeirri vinnu umtalsvert. „Það var háleitt mark- mið á þeim tíma,“ segir Karl Ágúst. Árið 2013 stofnuðu þeir fyrir- tæki til að vinna að slíkri lausn og ári síðar tóku þeir þátt í viðskipta- hraðl inum Startup Energy Reykja- vík. Í kjölfarið fékk DTE þriggja ára styrk frá Tækniþróunarsjóði til að staðfesta að hægt væri að efna- greina fljótandi ál. „Þegar það var staðfest, árið 2016, fjárfesti Brunnur vaxtarsjóður í fyrirtækinu. Fjármagnið var nýtt til þess að hanna frumgerð af sjálf- virku vörunni og í kjölfarið hófst samstarf við Norðurál um prófanir. Það hefur verið ómetanlegt að hafa tök á því að gera slíkar prófanir í raunumhverfi,“ segir Karl Ágúst. Þá fékk DTE 1,5 milljóna evra styrk eða jafnvirði um 245 milljóna króna frá Evrópusambandinu til að þróa færanlega búnaðinn. Aðspurður segir Karl Ágúst að það hafi verið lærdómsríkt að ræða við alþjóðlega fjárfesta. „Það þurfti að finna réttu fjárfestana. Annars vegar varð að finna fjárfesta sem skildu tæknina og markaðinn sem við vinnum á. Hins vegar fjárfesta sem vilja fjárfesta í þróun á vélbún- aði. Við höfum rætt við fjölmarga og margir verið áhugasamir, til dæmis þeir sem starfa í stáliðnaði.“ Sveinn segir að þeir hafi að vissu leyti notið góðs af því að koma blautir á bak við eyrun að þróun hárnákvæmrar efnagreiningar- tækni. DTE hafi því nálgast verk- efnið með öðrum hætti en áður hafði verið gert. Hann segir jafnframt að ef það væri ekki áliðnaður á Íslandi hefði hugmyndin að fyrirtækinu aldrei kviknað. „Það hefði jú þýtt að við hefðum aldrei unnið fyrir álver.“ Karl Ágúst bætir við að án stuðn- ings frá íslenskum áliðnaði hefðu þeir aldrei komist jafn langt með tækniþróunina og raun ber vitni. Margar aðrar tilraunir á sama sviði séu því marki brenndar að vera „of rannsóknarstofulegar“ eða unnar án samstarfs við álver. Það hafi oft verið vísindamönnunum fjötur um fót. „Norðurál, Nýsköpunarmiðstöð og Rannís hafa allt verið ómetan- legir hlekkir í þessari keðju að þróa tækni DTE áfram,“ segir hann. Hann segir að fyrirtækið hafi fengið samtals á annað hundrað milljónir króna í formi styrkja frá Rannís og skattaívilnana vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar á undanförnum sex árum. Vel hægt á Íslandi Þeir segja að nýsköpunarumhverfið hérlendis hafi reynst þeim vel og DTE hafi notið góðs af aðstöðunni til tækniþróunar og -rannsókna hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Sveinn segir að það sé hægt að þróa tæknilega f lókinn búnað á Íslandi, eins og dæmin með Össur og Marel sýni. „Það væri gaman ef f leiri myndu horfa til tækifæra í nýsköpun í hátæknibúnaði. Það eru til dæmis mýmörg tækifæri í að auka sjálfvirkni í áliðnaði. Það þarf bara að fara á eftir þeim.“ DTE fær 760 milljóna fjármögnun Kanadískur vísisjóður og Brunnur leggja sprotanum til fé. DTE greinir fljótandi málmsýni í rauntíma. Engum hefur áður tekist að þróa sambærilega lausn en margir reynt. DTE mun nýta fjármagnið til að hefja framleiðslu á tækjabúnaði og sölu á þjónustunni.  Aflið samsvarar lítilli virkjun Tækni DTE byggir á litrófsgrein- ingu, þar sem öflugum leysigeisla- púlsi er skotið á yfirborð fljótandi málmbráðarinnar. Ljósafl ið í púlsinum er 20 megavött, sem samsvarar lítilli virkjun, en varir aðeins í örfáa milljarðshluta úr sekúndu. „Við þetta hitnar örlítill hluti yfirborðsins upp í allt að 30.000 gráður á Cels ius, margfalt hærra en hitastig á yfirborði sólar. Við svo hátt hitastig geislar hvert frumefni frá sér ljósi með ein- stakt fingrafar sem búnaður DTE greinir með nákvæmni og stöðu- leika sem ekki hefur verið sýnt fram á áður fyrir fljótandi málm. Með þessari aðferð má greina efnainnihald álsins á nokkrum sekúndum, jafnvel aðskotaefni sem aðeins eru til staðar í milljón- ustu hlutum,“ segir Sveinn. Karl Ágúst Matthíasson og Sveinn Hinrik Guðmundsson stofnuðu fyrirtækið DTE fyrir sjö árum. Sveinn Hinrik segir að ef það væri ekki áliðnaður á Íslandi hefði hugmyndin að fyrirtækinu aldrei kviknað. „Það hefði jú þýtt að við hefðum aldrei unnið fyrir álver,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.