Fréttablaðið - 02.09.2020, Side 24
Skuldir hins opinbera fara úr 30% af landsframleiðslu (VLF) í 64% á næstu þremur árum
samkvæmt nýrri fjármálastefnu.
Stjórnvöld þurfa að ákveða hvað
verður greitt inn á þegar skulda-
söfnun lýkur: COVID-skuldir eða
hagvaxtargetu þjóðarbúsins. Þetta
er umræða sem þarf að eiga sér stað
núna, ekki þegar fjárlagagatinu
hefur verið lokað. Gífurlega óvissa
einkennir alla ákvarðanatöku
heimila, fyrirtækja og markaðs-
aðila þessa dagana. Þó stjórnvöld
geti ekki ábyrgst framtíðarhag-
þróun er væntingastjórnun lykil-
atriði á óvissutímum.
Mikilvægt er að hafa í huga að hið
opinbera hefur í raun aldrei greitt
niður skuldir sínar. Upp úr 1970
jukust opinberar skuldir umtals-
vert við uppbyggingu velferðar-
kerfisins og voru tæplega 60% af
VLF árið 1995, ígildi 273 milljarða
króna. Tíu árum síðar var krónu-
talan nær óbreytt, 260 milljarðar
króna, en skuldahlutfallið rúm-
lega helmingi lægra, eða 24% af
VLF. Hagvöxtur og verðbólga gengu
á skuldastabbann. Sömu sögu er að
segja um mörg vestræn lönd á eftir-
stríðsárunum.
Erfiðara var þó fyrir f lest ríki
að lækka skuldir eftir alþjóðlegu
fjármálakreppuna 2008. Í einföldu
máli má bendla þann vanda við
lítinn hagvöxt og takmarkaða verð-
bólgu. Á Íslandi var þó aðra sögu að
segja. Skuldahlutfall hins opinbera
var á svipuðum stað í fyrra og 2007.
Hlutfallið lækkaði úr 90% af VLF í
30% á áratug. Hagvöxtur og verð-
bólga stóðu fyrir þriðjungi þeirrar
lækkunar. Tæplega f jórðungur
fékkst úr samningum við erlenda
kröfuhafa sem gáfu eftir hluta af
verðmætum sínum hér á landi.
Annað eins fékkst í formi fjárfest-
ingar í Landsbankanum sem var
greidd til baka á 10 árum í formi
arðgreiðslna. Fjórðungurinn sem
eftir stóð, eða um 170 milljarðar,
var vissulegu greiddur niður með
afgangi hjá hinu opinbera á árun-
um 2014-18. En þessi niðurgreiðsla
var í raun skuldatilfærsla á milli
f lokka: vanfjárfesting á vegum hins
opinbera nam um 180 milljörðum
króna á tímabilinu ef miðað er við
meðaltal frá 1980. Þessi skuld situr
enn eftir þó hún sé ekki bókuð.
Líkt og með almenna fjárfesta
þarf hið opinbera að huga að arð-
bærni f járfestingarákvarðana.
Vextir í dag endurspegla áfall, ekki
langtíma jafnvægi. Ef við trúum að
núverandi viðbrögð við COVID-
krísunni beini hagkerfinu áfram
í 2% vaxtargetu næstu árin með
verðbólgu í kringum 2,5% markmið
ætti það að endurspeglast síðar í að
minnsta kosti 4,5% vöxtum. Ríkið
getur aftur á móti sótt sér fjármagn
í dag til 10 ára á 2,8% vöxtum.
Umtalsverður vaxtamunur er því
til staðar sem hið opinbera gæti hirt
ef horfurnar teljast bjartar. Nær
væri að nota allan umfram aur sem
skapast eftir COVID-tímabilið til að
fjárfesta í tekjumyndun og tryggja
umrædda 4,5% arðsemi hagkerfis-
ins, með arðbærum útgjöldum eða
breyttri skattheimtu til að styðja
við einkaframtak, fremur en að
greiða inn á skuld á lægri vöxtum.
Ef vel tekst til lækkar skuldahlutfall
hins opinbera sjálf krafa þar sem
teljari (skuldir á 2,8%) vex hægar
en nefnarinn (hagkerfið á 4,5%).
Ríkissjóði virðist þó ekki liggja
á að festa þessa hagstæðu vexti.
Frá febrúarlokum hefur ríkið bætt
við sig um 200 milljörðum króna
í skuldum, þar af 80% í útgefnum
bréfum eða víxlum til eins árs eða
minna. Skammtímaútgáfa er eðlileg
þegar fjármögnunarþörfin er óljós.
En áætlanir um kostnað af COVID
næstu þrjú árin liggja nú fyrir í
grófum dráttum.
Miðað við verðbólgu í markmiði
endurspeglar núverandi vaxta-
stig á 10 ára óverðtryggðum ríkis-
bréfum horfur um 0,3% hagvöxt.
Skýr skilaboð felast í því að festa
ekki fjármögnunarkostnað ríkisins
til langs tíma f ljótlega: hagvöxtur
verður nálægt núlli næstu árin og
vextir því áfram jafn lágir og í dag.
Sú staða fæli í sér að arðbærni fjár-
festingar í hagkerfinu væri lítil
og því keppst við að greiða niður
skuldir þar sem landsframleiðslan
gengi ekki á skuldahlutfallið. Vænt-
ingar almennings um skattahækk-
anir og niðurskurð myndu eðlilega
fylgja með tilheyrandi áhrifum á
fjárfestingarákvarðanir.
Það er langt í að fjárhagssvigrúm
skapist hjá hinu opinbera sem finna
þarf farveg. En afstaða stjórnvalda
til COVID-skuldafjallsins í dag þarf
að vera skýr og ákvarðanir í takt við
bjartsýna orðræðu um framtíðar-
kraft þjóðarbúsins. Ef ríkið veðjar
ekki á viðspyrnuna, hvers vegna
ættu aðrir að gera það?
Veðjað á viðspyrnuna
Kristrún
Frostadóttir
aðalhag
fræðingur
Kviku banka
Kínverski herinn fjölgar kjarnaoddum
Kínverski herinn hyggst tvöfalda fjölda kjarnaodda í vopnabúri sínu úr um 200 í yfir 400 á næsta áratug. Landið stefnir að því að ef la herinn og
koma honum fyrir víðar um heiminn, í því skyni að keppa við bandaríska herinn. „Kína er þegar framar Bandaríkjunum á sumum sviðum,“ segir í
skýrslu bandaríska varnarmálaráðuneytisins til þingsins. Fyrir tuttugu árum sagði ráðuneytið að kínverski herinn væri gamaldags. MYND/EPA
Skotsilfur
Renna á blóðið
Áður en takmark
anir á landa
mærunum voru
hertar hafði
að mestu leyti
verið sátt um
þær sóttvarnaað
gerðir sem gripið var til. Andstæðar
skoðanir voru sjaldan viðraðar. Nú,
þegar hagkerfið stendur á brún
efnahagslegs hengiflugs, er sáttin
rofin. Umræðan breyttist á nánast
einni nóttu, og atvinnurekendur og
einyrkjar í ferðaþjónustu hljóta að
hugsa sig tvisvar um áður en þeir
kjósa flokk sem veitti fyrirtækjum
þeirra náðarhögg. Þetta skynja
Miðflokksmenn með Sigmund
Davíð Gunnlaugsson í fararbroddi
sem sækja nú hart að ríkisstjórninni
vegna stefnuleysis. Þeir virðast hafa
vit á því hvenær eigi að halda sig til
hlés og hvenær reiða til höggs. Á
meðan jarma Samfylkingarmenn
um atvinnuleysisbætur og Píratar
vita ekki hvað snýr upp eða niður.
Tveir skólar
Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri
sagði nýlega
það sem margir
hugsa þessa dag
ana, en það var
að til lengri tíma
litið gætu stjórnvöld
ekki haldið landinu lokuðu. Hann
sagði rangt að hópur hagfræðinga
gæti sest niður og búið til skýrslu
eða notað excelskjal til þess að
reikna sig niður á opnun eða lokun
landamæranna. Voru þessi ummæli
á skjön við málflutning sumra hag
fræðiprófessora, sem fullyrða að
ábatinn af opnun landamæra sé
ofmetinn. Degi eftir að ummælin
voru látin falla var tilkynnt um nýjan
starfshóp sem vinna mun reglu
legar greiningar á efnahagslegum
áhrifum valkosta í sóttvarnamálum.
Már Guðmundsson, fyrrverandi
seðlabankastjóri, er einn af þeim
sem skipa starfshópinn. Það á eftir
að koma í ljós hvort Már deili sýn
hagfræðiprófessoranna eða eftir
mannsins.
Sérstök nýlunda
Gerðardómur komst
í gær að ansi sér
stakri niðurstöðu
í kjaradeilu Félags
íslenskra hjúkrun
arfræðinga og
Bjarna Benedikts-
sonar ráðherra fyrir
hönd ríkissjóðs. Ríkið skal leggja
Landspítalanum til aukna fjár
muni, alls 900 milljónir, sem skal
ráð stafað til að bæta kjör hjúkrun
ar fræðinga. Fjárveitingarvaldið
hef ur hingað til verið hjá Alþingi. Ef
ráð herra hefur falið fólki úti í bæ að
ákveða fjárveitingar úr ríkissjóði er
það nýlunda og áhugavert væri að
sjá hvar lagastoð er fyrir því. Einn ig
væri áhugavert að vita hvort gerðar
dómurinn hafi umboð til að fjalla
um fjárhagsleg samskipti rík is ins
og Landspítalans. Stjórnmálamenn
eru nógu eyðslugjarnir fyrir. Þjóð
félagið er að sökkva í djúpt skulda
fen til þess að bregðast við mesta
samdrætti hagsögunnar og til að
komast upp úr feninu þurfa stefnu
fastir stjórnmálamenn að vinna
gegn öflum sem reyna að toga
þjóð félagið aftur niður. Að fjárveit
ingarvaldið sé að hluta komið til
gerðardóms hjálpar ekki.
2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN