Fréttablaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 26
Engar [aðrar Evrópuþjóðir]
virðast álíta það markmið
raunhæft, eða samrýmast hófsemd, að
reyna að skapa veirufrítt
svæði með því að stöðva
allar ferðir yfir landamæri.
Reimar Pétursson,
hæstaréttarlögmaður
29.08.2020
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 2. september 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
Helgi Vífill
Júlíusson
SKOÐUN
Hluti verkalýðsfor-ystunnar heldur fast við sinn keip. Jafnvel djúp
heimskreppa sem helgast af
víðtækum samkomutakmörk-
unum til að stemma stigu við
COVID-19 fær þau ekki til að sjá
Lífskjarasamninginn í nýju ljósi.
Sigurður Ingi Jóhannsson
samgönguráðherra vakti máls á
því um helgina að skynsamlegt
væri að fresta kjarasamnings-
bundnum launahækkunum
allra launþega um eitt ár í ljósi
aðstæðna í efnahagslífinu.
Þórunn Sveinbjarnardóttir,
formaður BHM, sagði að til-
laga Sigurðar Inga vekti furðu.
„Kjarasamningar standa og þeir
hafa verið gerðir til tiltölulega
langs tíma.“
Ummælin varpa ljósi á algert
skeytingarleysi gagnvart því að
þegar síðustu kjarasamningar
voru undirritaðir var ekki versta
kreppa í hundrað ár, eins og nú
er. Engu að síður töldu margir að
launahækkanirnar væru of ríf-
legar til að fjöldi fyrirtækja gæti
staðið undir þeim.
Þórunn kom mörgum í opna
skjöldu þegar hún sagði að
kreppan nú væri eftirspurnar-
kreppa og því þurfi hærri laun
til að knýja áfram eftirspurnina.
Það er röng nálgun. Núverandi
kjarasamningar geta þvert á
móti aukið kreppuna. Of hátt
launastig leiðir til þess að fleiri
fyrirtæki verða gjaldþrota, f leiri
bregða á það ráða að fækka
starfsmönnum og færri fyrir-
tækjum verður komið á kopp-
inn. Of hátt launastig getur auk
þess leitt til þess að fjöldi fyrir-
tækja getur ekki keppt alþjóð-
lega og því mun hagkerfið kólna
enn frekar. Niðurstaðan verður
að atvinnuleysi mun aukast enn
frekar. Það er því verið að tefla
djarft með afkomu launþega.
Það eru einfaldlega draum-
órar að hærri laun, þegar fyrir-
tækin geta ekki staðið undir
þeim, séu liður í að blása lífi í
hagkerfið.
Þórunn, sem áður var þing-
maður Samfylkingarinnar,
hefur horft til þess að Ísland
gangi í Evrópusambandið og
taki upp evru. Þeir sem hlynntir
eru því að tekin verði upp önnur
mynt verða að átta sig á að það
hefur í för með sér að launþegar
verða að vera reiðubúnir að
lækka í launum þegar á móti
blæs í efnahagslífinu. Það er
vegna þess að launin lækka ekki
í gegnum gengisfall og verð-
bólgu, eins og hér hefur tíðkast
í áratugi. Í ljósi þess að gengi
krónu hefur ekki sokkið eins
og steinn að undanförnu, eins
og vaninn er í kreppum, verður
formaður BHM að haga launa-
kjörum eins og hér hafi verið
tekin upp evra.
Það verður seint sagt rót-
tækt að frysta laun við þessar
aðstæður. Því miður er það
eflaust ekki nóg fyrir allar
atvinnugreinar.
Draumórar
REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR REYKJANESBÆR SELFOSS AKRANES
KLÁRAST UM HELGINA!
Hagnaður LOGOS, stærstu lög-mannsstofu landsins, nam 372 milljónum króna 2019 og dróst
saman um 97 milljónir frá fyrra ári
þegar hagnaðurinn var 469 milljónir.
Tekjur stofunnar námu 1.902 millj-
ónum og drógust saman um tæplega
níu prósent milli ára. Á móti lækkuðu
rekstrargjöld um þrjú prósent en þau
námu 1.317 milljónum á síðasta ári.
Að meðaltali störfuðu 60 starfsmenn
í fyrra samanborið við 75 starfsmenn 2018.
Námu launagreiðslur 780 milljónum.
Hluthöfum fjölgaði um einn í fyrra og
voru þeir í árslok 18 talsins. Miðað við það
nam hagnaður á hvern eiganda tæplega 21
milljón samanborið við 28 milljónir 2018.
Dótturfélagið Logos Legal Services held-
ur utan um starfsemina í Bretlandi. Áhrif
dóttur- og hlutdeildarfélaga voru nei-
kvæð um 18 milljónir miðað við jákvæða
afkomu upp á 54 milljónir 2018. – þfh
Hagnaður LOGOS dregst enn saman
Þórólfur
Jónsson, fram-
kvæmdastjóri