Fréttablaðið - 02.09.2020, Page 32
Fyrirmyndin kemur frá Design
museum í Danmörku. Ég fór út
og kynnti mér starfsemi hönn
unarskólans sem hefur verið við
það safn.
Ástkær eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
Lára Jónína Magnúsdóttir
Brúnavegi 9,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu,
Laugarási. Dánardagur var 10. ágúst og
hefur fjölskyldan þegar kvatt hana í kyrrþey.
Vilhjálmur Geir Þórhallsson
Heiðar Magnús Vilhjálmsson Sigríður Pétursdóttir
Huldar Einar Vilhjálmsson Svandís Erla Ingólfsdóttir
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Við erum með talsverða f lóru af námskeiðum, í tónlist, leiklist og myndlist, svona til að nefna dæmi. Haust ið 2019 fórum við fyrst af stað
með námskeið sem bar heitið Hönnunar
skólinn og er unnið í samstarfi við Hönn
unarsafn Íslands. Þar fá ungl ingar á aldr
inum þrettán til sextán ára að kynnast
ólíkum sviðum hönnun ar, segir Guðrún
Ýr Eðvaldsdóttir, forstöðu maður Klifs
ins, skapandi seturs í Garðabæ.
Guðrún Ýr segir höfuðvígi Klifsins vera
á Garðatorgi, þar sem Hönnunarsafn ið
er líka til húsa, en auk þess sé Klifið með
kennslu í Flataskóla og Sjálandsskóla.
Hún tekur samt fram að námskeiðin séu
ekki bara fyrir Garðbæinga, heldur séu
allir velkomnir á þau, óháð búsetu.
Hönnunarskólinn er skemmtileg
nýjung, að sögn Guðrúnar Ýr. „Það nám
skeið er kennt í nýju rými sem verið er
að taka í notkun í Hönnunarsafninu.
Fyrirmyndin kemur frá Designmu
seum í Danmörku. Ég fór út og kynnti
mér starfsemi hönnunarskólans sem
hefur verið við það safn undanfarin ár
og komin er góð reynsla á,“ lýsir Guðrún
Ýr og telur upp kennara námskeiðsins
í Hönnunarsafninu í Garðabæ. „Björn
Steinar Blumenstein kennir vöruhönn
un, Áslaug Snorradóttir matarhönnun
og Halla Hákonardóttir fatahönnun.
Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðukona
Hönnunarsafnsins, er vöruhönnuður að
mennt og hún kemur líka að kennslu.“
Klifið er að hefja tíunda starfsár sitt
og Guðrún Ýr segir að haldið hefði verið
upp á afmælið ef landið væri veiru
laust. Kennarar á námskeiðunum eru
ávallt valdir af metnaði, að hennar sögn.
„Klifið hefur verið einstaklega heppið
með kennara á hverju sviði fyrir sig. Svo
eru þeir, í bland við okkur, duglegir að fá
hugmyndir að nýjum námskeiðum sem
við gefum byr undir vængi og því er oft
um nýsköpun að ræða.“
Hönnunarskólinn hefst 30. septem
ber í ár og kennt er einu sinni í viku, á
miðvikudögum frá 17.30 til 19.30, að
sögn Guðrúnar Ýr. Hún segir gjaldið
vera 39.900 krónur og tekur fram að
hægt sé að nota frístundastyrkina sem
bæjarfélög veita, til að niðurgreiða nám
skeiðin. Önnur námskeið hefja göngu
sína í septembermánuði og skráningar
standa yfir. gun@frettabladid.is
Unglingar fá að kynnast
ólíkum sviðum hönnunar
Klifið, skapandi setur í Garðabæ, er að hefja tíunda starfsárið. Það heldur námskeið
í hinum ýmsu skapandi greinum fyrir börn jafnt sem fullorðna. Eitt þeirra er í sam-
starfi við Hönnunarsafnið á Garðatorgi og er ætlað fólki á aldrinum 13 til 16 ára.
Guðrún segir að tíu ára afmælishátíð hefði verið haldin í Klifinu ef landið væri veirulaust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
María Jóhannsdóttir
Suðurgötu 57,
Siglufirði,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þann
21. ágúst síðastliðinn. Útför fer fram á
Siglufirði, laugardaginn 5. september, klukkan 13.00.
Vegna samkomutakmarkana verða aðeins boðsgestir við
útförina, en henni verður streymt á Facebook-síðunni:
„María Jóhannsdóttir útför“.
Sigurður Þór Haraldsson
Jóhann St. Sigurðsson Eyrún Björnsdóttir
Ómar Freyr Sigurðsson og Margrét Jónsdóttir
Birkir Þór Sigurðsson og Svava Ingimarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ósk Óskarsdóttir
lést 30. ágúst á hjúkrunarheimilinu
Lögmannshlíð, Akureyri.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 7. september kl. 10.30.
Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu ættingar og vinir
viðstaddir en útförinni verður streymt.
Óskar Vignir Ingimarsson
Una Þóra Ingimarsdóttir Þór Engilbertsson
Þorkell Ingi Ingimarsson Sigrún Inga Hansen
Hafdís Elva Ingimarsdóttir Guðmundur Rúnar
Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Jón Víglundsson
bakarameistari,
Hraunbæ 105,
áður til heimilis að Vorsabæ 2,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
mánudaginn 31. ágúst.
Steinunn V. Jónsdóttir
Víglundur G. Jónsson Guðbjörg H. Sigurðardóttir
Valbjörn J. Jónsson Hafdís Alfreðsdóttir
Vilma Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Fallegi og hjartahlýi eiginmaður minn,
faðir okkar, afi, sonur og bróðir,
Ævar Örn Jónsson
Suðurgötu 20,
Sandgerði,
lést á heimili sínu sunnudaginn 30. ágúst.
Sigrún Erla Hill
Ívar Aron Hill Ævarsson
Kristján Helgi Olsen Ævarsson Ellý María Hermannsdóttir
Ísak John Hill Ævarsson Andrea Ósk Júlíusdóttir
Þórunn Hafdís Hill Ævarsdóttir Thomas Þór Þorsteinsson
Aron Rúnar Hill Ævarsson
Valdís Tómasdóttir
Ísak Leifsson Nanna Baldvinsdóttir
Anton Karl Þorsteinsson Hanna Valdís Garðarsdóttir
Björg Jónsdóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
Inga G. Magnúsdóttir
dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Höfða, Akranesi,
lést miðvikudaginn 26. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju, föstudaginn
4. september klukkan 13. Athöfninni verður streymt á
www.akraneskirkja.is. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfða, Akranesi.
Fríða Sigurðardóttir Þórður Þ. Þórðarson
Kristinn Jakob Reimarsson
Guðrún Kristín Reimarsdóttir Aðalsteinn Víglundsson
Inga Snæfells Reimarsdóttir
Linda Reimarsdóttir Sveinn Ómar Grétarsson
Pétur Reimarsson Hera Sigurðardóttir
Gréta R. Snæfells
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Merkisatburðir
1845 Heklugos hefst með öskufalli.
1876 Kveikt er á götuljósi í Reykjavík í fyrsta sinn, stein-
olíulugt á stólpa í Bakarabrekku.
1967 Vígð er brú yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi.
1990 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gengur í gildi.
1972 Menntaskólinn við Hamrahlíð byrjar kennslu sam-
kvæmt áfangakerfi, fyrstur framhaldsskóla á Íslandi.
1991 Bandaríkin viðurkenna sjálfstæði Eystrasalts-
ríkjanna.
2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT