Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.09.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 12.09.2020, Qupperneq 2
Veður Norðlæg átt í dag, 8-15 m/s, en austlægari syðst, hvassast NV til. Lítils háttar væta eða skúrir. Hiti 3 til 12 stig, svalast á Vestfjörðum. Frystir sums staðar fyrir norðan í kvöld. SJÁ SÍÐU 40 Valið er erfitt á góðum markaði Margir hafa lent í hremmingum í heimsfaraldrinum. MYND/GETTY COVID-19 „Fyrst eftir að kóróna­ veiru faraldurinn skall á dróst að­ sókn til sálfræðinga verulega saman því fólk hélt sig heima. Víða voru viðtöl beinlínis felld niður nema yfir fjarbúnað,“ segir Sóley Sunna Davíðsdóttir, forstöðusálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni. Í lok ágúst greindi Fréttablaðið frá því að færri leituðu á sjúkrahús í faraldrinum og að hjartaþræðing­ um og kransæðavíkkunum hefði fækkað umtalsvert. Í sama mánuði var greint frá því að fjöldi þeirra sem leitaði til geðlækna í faraldr­ inum hefði aukist. Fjöldi þeirra sem leita til sálfræðinga hefur aukist gríðarlega síðustu vikur. „Aðsókn hefur aukist stórlega til okkar á Kvíðameðferðarstöðinni og líkast til annars staðar líka.“ Þá segir Sóley að fólk sem þjáist af miklum kvíða vegna faraldursins sé farið að leita til stöðvarinnar í aukn­ um mæli, fólk sem ekki treystir sér til að fara út fyrir hússins dyr vegna óttans við að smitast af COVID­19. „Það hefur kvíðavandi tekið sig upp aftur hjá sumum sem áður höfðu náð góðum árangri, til dæmis hjá þeim sem glímt hafa við smit­ og sýklafælni og heilsukvíða,“ segir Sóley. Að sögn Sóleyjar hafa margir beðið lengi með að fá hjálp við kvíða, jafnvel upp undir tuttugu ár. „Þó er fólk farið að leita sér aðstoðar fyrr en áður og því ber að fagna. Það má ná góðum árangri þótt fólk hafi glímt við vandann svo áratugum skiptir, og þá sér fólk stundum eftir því að hafa ekki leitað aðstoðar fyrr,“ segir Sóley. Í júlí á þessu ári samþykkti Alþingi lagabreytingu sem felur í sér að al menn sál fræði þjónusta og önnur klínísk við talsúr ræði falli undir greiðslu þátt töku kerfi Sjúkra ­ trygginga og verði þannig á sömu for sendum og önnur heil brigðis ­ þjónusta. Breytingin á að taka gildi um næstu áramót en þeim fylgdi ekki fjárheimild. Sóley segir það myndi skipta sköpum fyrir stóran hóp, verði sálfræðimeðferð niðurgreidd eða gjaldfrjáls. „Því miður er sorglega staðreynd­ in sú að ekki geta allir sem á þurfa að halda leyft sér að sækja meðferð til sálfræðings, til dæmis öryrkjar. Oft eru það einmitt þeir sem síst hafa efni á að koma, sem þurfa hvað mest á því að halda,“ segir Sóley. Margir sæki færri tíma en þörf sé á. „Árangurinn er þá eftir því, líkt og sýklalyf sem tekin eru til hálfs.“ Sóley segir biðlista ekki hafa myndast vegna aukinnar aðsóknar. „Fólk getur yfirleitt fengið tíma fljótlega hjá sálfræðingi, það getur þó myndast örfárra vikna bið. En ef málið þolir enga bið er oft hægt að koma fólki að fyrr.“ birnadrofn@frettabladid.is Aðsókn til sálfræðinga sprakk með COVID-19 Sóley Sunna Davíðsdóttir, forstöðusálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni, segir aðsókn hafa aukist stórlega að undanförnu. Margir finni fyrir auknum kvíða í kjölfar COVID-19 og sumir geti ekki leitað aðstoðar vegna fjárhags. Núverandi stefna borgarinnar er að hafa lágt húsnæðisverð í Örfirisey. REYK JAVÍK Fulltrúar Sjálfstæðis­ f lokksins í borgarstjórn leggja til að gerð verði breyting á aðalskipu­ lagi til að heimila íbúðabyggð bæði á Keldnalandinu og í Örfirisey. Vilja þeir með því fylla upp í fjögur þús­ und íbúða gat í húsnæðisáætlun borgarinnar þar sem ólíklegt sé að byggt verði í Vatnsmýrinni. Í greinargerð tillögunnar, sem lögð verður fyrir á fundi borgarstjórnar næstkomandi þriðjudag, segir að íbúafjölgun í Reykjavík sé hlutfalls­ lega mun minni en í öðrum sveitar­ félögum á borð við Mosfellsbæ, Garðabæ og Kópavog. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for­ maður Skipulags­ og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að Keldna­ landið þurfa að byggjast upp á sama tíma og seinni áfangi Borgarlínu. Núverandi umferðarkerfi þoli ekki uppbyggingu nema Borgarlínan fylgi, er gert ráð fyrir því árið 2030. Varðandi Örfirisey segir Sigur­ borg það svæði vera komið að þol­ mörkum varðandi bílaumferð, nú sé stefnan að vera með lægra hús­ næðisverð á því svæði, fyrir fyrir­ tæki. – ab Vilja byggja íbúðir á Keldum og í Örfirisey Samkvæmt núverandi stefnu þarf að klára seinni áfanga Borgarlínu áður en byggt er í Keldnalandi. Bókamarkaðurinn er búinn að opna á ný og það í Hörpunni. Útbreiðsla kórónaveirunnar á Íslandi gerði það að verkum að aðsóknin og salan var lítil, þegar markaðurinn fór fram fyrr á þessu ári. Ungir sem aldnir voru að glugga í bækur og skoða það sem í boði var, þegar ljósmyndari Frétta- blaðsins átti leið hjá og gætti þessi ungi drengur þess vel að velja góða bók til að hafa inn í haustið. Sjá nánar á síðu 38 FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI BANDARÍKIN Hálf milljón manns er á f lótta í Oregonfylki eftir að hafa verið skipað að yfirgefa heimili sín vegna skógareldanna sem geisa á vesturströnd Bandaríkjanna þessa dagana. Staðfest er að minnst 24 eru látnir, þar af 20 í Kaliforníu, en yfirvöld í Bandaríkjunum óttast að fleiri lík finnist á næstu dögum. Eldar geisa á 38 mismunandi svæðum á vesturströnd Banda­ ríkjanna og ná eldtungurnar til rúmlega 325 þúsund hektara land­ svæðis, frá Kaliforníu til Washing­ tonfylkis. – kpt Hálf milljón á flótta í Oregon Því miður er sorglega staðreynd- in sú að ekki geta allir sem á þurfa að halda leyft sér að sækja meðferð til sálfræðings. Sóley Sunna Davíðsdóttir, forstöðusál- fræðingur Hjólhýsabyggð í logum. MYND/GETTY 1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.