Fréttablaðið - 12.09.2020, Qupperneq 6
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Ódýrt
Þessi gula
króna ...
Ódýrt
SPARAR þÉ
R
A
U
R
IN
N
Ód
ýrt
Ódý
rt
Ódýrt
Ef vara er merkt
ódýr þýðir það að
þetta sé ódýrasta
varan í þessum
vöruflokki
Pssst ...
elt’ana
BRETLAND Hlé hefur verið gert á
réttarhöldunum sem skera úr um
það hvort Julian Assange verði
framseldur til Bandaríkjanna eða
ekki. Starfsmaður úr lögfræðiteymi
hans veiktist og dómari ákvað að
fresta þinghaldinu fram yfir helgi á
meðan COVID-19 próf verður gert.
Réttarhöldin hafa staðið yfir í viku
og búist er við því að þau takið þrjár
vikur til viðbótar.
Verði Assange framseldur bíður
hans ákæra í 18 liðum fyrir njósnir
tengdar gögnum bandaríska hersins
sem birt voru á síðunni Wikileaks.
Alls er um að ræða 750 þúsund
skjöl og myndbönd, aðallega tengd
hernaðinum í Írak og Afganistan.
Uppljóstrarinn og fyrrverandi her-
maðurinn Chelsea Manning var
handtekin árið 2010 og dæmd til 35
ára fangelsisvistar árið 2013. Banda-
ríkjaforsetinn Barack Obama mild-
aði dóminn yfir Manning niður í sjö
ár í janúar árið 2017, sem var eitt af
hans síðustu embættisverkum.
Verði Assange dæmdur fyrir öll hin
meintu brot gæti hann átt yfir höfði
sér allt að 175 ára fangelsisdóm.
Stuðningsmenn og verjendur Ass-
ange hafa lagt mikla áherslu á heilsu
hans sem sé bágborin, bæði líkam-
lega og andlega, eftir áralangar
ofsóknir og f lótta. Sumarið 2012
fékk hann hæli í sendiráði Ekva-
dors í Lundúnum, en þá hafði hann
einnig verið kærður fyrir nauðgun
í Svíþjóð. Í þrjú ár vaktaði breska
lögreglan sendiráðið. Þetta hæli
missti hann sjö árum seinna og var
hann þá handtekinn í sendiráðinu.
Sænska kæran var hins vegar látin
niður falla þar sem hún þótti ekki
líkleg til sakfellingar.
Af ljósmyndum að dæma virðist
sá maður sem gekk inn í sendiráðið
2012 mun heilsuhraustari en sá sem
var dreginn út úr því árið 2019. Ass-
ange var engu að síður mjög virkur
í baráttu sinni í sendiráðinu og
eignaðist bæði unnustu og börn.
Aðstandendur hans halda því
fram að vist hans í breskum fang-
elsum gæti hæglega orðið honum
að aldurtila, sérstaklega í ljósi þess
að COVID-19 faraldurinn hafi þar
blossað upp. Þá er því einnig haldið
fram að ef hann verði framseldur
Prófsteinn á fjölmiðlafrelsi heimsins
Julian Assange gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi fyrir njósnir verði hann framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld um framsals-
kröfu fara nú fram í London. Lögfræðingar Assange halda því fram að málið snúist um fjölmiðlafrelsi og segja kærurnar pólitískar.
Tímalína aðgerða
Julian Assange
Árið 2010 – Gögn Manning birt
hjá Wikileaks.
Ágúst 2010 – Tvær konur kæra
Assange fyrir nauðgun.
Maí 2012 – Breskur dómstóll
úrskurðar að Assange skuli
framseldur til Svíþjóðar.
Júní 2012 – Assange biður um
pólitískt hæli í sendiráði Ekva-
dor í London.
Ágúst 2013 – Manning dæmdur
í 35 ára fangelsi.
Janúar 2017 – Obama styttir
dóm Manning.
Apríl 2019 – Assange hand-
tekinn í sendiráðinu.
Maí 2019 – Assange kærður í
Bandaríkjunum.
Júní 2019 – Bandaríkjamenn
biðja um framsal.
Nóvember 2019 – Sænsk stjórn-
völd fella niður nauðgunarmál.
September 2020 – Framsals-
réttarhöldin hefjast.
Assange gæti átt von á
175 ára fangelsi verði hann
framseldur og síðan dæmd-
ur í Bandaríkjunum.
til Bandaríkjanna væri það í raun
dauðadómur, því óttast er að þar
yrði hann pyndaður.
Málstaður lögfræðinga Assange
í réttarhöldunum sjálfum byggist
hins vegar aðallega á að sýna fram
á að kærurnar séu af pólitískum
toga. Einnig að málið sem slíkt sé
prófsteinn á fjölmiðlafrelsi og upp-
lýsingar almennings. Kallaðir hafa
verið til sérfræðingar og fræði-
menn til að styrkja þennan málstað,
svo sem Paul Rogers, fyrrverandi
prófessor við Bradford háskóla,
sem benti á mikilvægi gagnanna
í að sýna heiminum fram á þann
skaða sem hernaðurinn hefði
valdið hinum tveimur áðurnefndu
löndum. Rogers benti einnig á að
vel hefði verið hægt að rétta yfir
Assange án þess að hann væri við-
staddur. Það að Bandaríkjamenn
vilji hafa hann á staðnum sýni fram
á að kærurnar séu af pólitískum
toga og það henti núverandi stjórn-
völdum í Bandaríkjunum vel.
Annað sérfræðivitni, Trevor
Timm hjá blaðamannasamtökun-
um Freedom of the Press Founda-
tion, varaði við því að framsal
og síðar réttarhöld yfir Assange í
Bandaríkjunum hefðu verulega
slæm áhrif á fjölmiðlafrelsi á heims-
vísu. Annað fjölmiðlafólk muni ótt-
ast að fá sömu meðferð og Assange.
Bandaríkjamenn byggja hins
vegar sitt mál á því að Assange hafi
skipulega og með aðstoð netglæpa-
manna, eða hakkara, komist yfir
gögnin á ólöglegan hátt, auk þess að
hafa gert samsæri með bandaríska
uppljóstraranum Chelsea Manning.
Assange hafi lokkað þá til sín, suma
barnunga, á ráðstefnum í Asíu og
Evrópu. Með því að opinbera nöfn í
skjölunum hafi hann ógnað öryggi
fólks og þjóðaröryggis.
Búist er við að aðalmeðferðinni
ljúki í byrjun október. Þá mun dóm-
ari taka sér vikur eða mánuði til að
úrskurða í málinu. Þar með verður
málinu þó sennilega ekki lokið því
nær öruggt er talið að sá aðili sem
tapar því muni áfrýja til hærra dóm-
stigs. kristinnhaukur@frettabladid.is
Julian Assange, stofnandi Wikileaks var orðinn annar maður eftir sjö ár í sendiráði Ekvador í London. MYND/GETTY
1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð