Fréttablaðið - 12.09.2020, Page 8
Húsnæði í Víðinesi
með 30 herbergjum
Nánari upplýsingar eru á reykjavik.is/leiga
Reykjavíkurborg býður til leigu Víðines á Álfsnesi, sem eru þrjú samtengd hús með um 30
stórum herbergjum, ásamt þjónusturýmum og eldhúsi. Eitt húsið er á tveimur hæðum en hin
eru á einni hæð, alls rúmir 2.000 fermetrar.
Leigutími verður ótímabundinn með 12 mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti.
Boðið er til á skoðunarferðar um eignina miðvikudaginn 23. september, kl. 15-16.
Tilboðum um leiguverð ásamt upplýsingum um fyrirhugaða nýtingu hússins skal skila í lokuðu
umslagi merkt „Víðines leiga“ í afgreiðslu þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14
fyrir kl. 13.00 miðvikudaginn 9. október 2020.
Hús til leigu
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu í listakosningu í VR við kjör fulltrúa félagsins
á 44. þing Alþýðusambands Íslands 2020.
Kjörnir verða 91 fulltrúar og 30 til vara. Framboðslistar, með
fyrirliggjandi samþykki allra sem á listunum eru, ásamt
meðmælum 300 fullgildra félagsmanna VR, þurfa að hafa borist
kjörstjórn á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7,
fyrir kl. 12 á hádegi 21. september næstkomandi.
Kjörstjórn VR
VR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK SÍMI 510 1700 WWW.VR.IS
HEILBRIGÐISMÁL Ekki hefur tekist
að ráða fagfólk í transteymi Barna-
og unglingageðdeildar Landspítal-
ans, BUGL, þrátt fyrir að búið sé að
auglýsa stöður. Teymið hefur ekki
verið starfrækt frá áramótum þó að
kveðið sé á um það í lögum.
Birna Björg Guð munds dóttir,
einn stofn enda Trans vina, hags-
muna sam taka for eldra og að stand-
enda trans barna og ung menna á
Ís landi, segir að lítið hafi gerst frá
því í febrúar er samtökin afhentu
heil brigðis ráð herra, for stjóra Land-
spítalans og land lækni undirskriftir
þar sem krafist var aukins fjármagns
og að nýtt teymi yrði skipað.
„Við höfum fundað með BUGL,
þau eru öll af vilja gerð en það
sækir enginn um, ef einhver sækir
um, þá vantar þau aukna menntun
eða sætta sig ekki við launin,“ segir
Birna. „Þetta er dagvinna, sem þýðir
að það eru engar álagsgreiðslur eða
hlunnindi. Það eru dæmi um að
hjúkrunarfræðingar vilji ekki sækja
um vinnu á deildinni þar sem þeir
myndu lækka svo mikið í launum.
Þetta er hræðileg staða.“
Í fyrra voru um 500 börn í þjón-
ustu hjá BUGL, rúmlega 50 af þeim
eru trans. Sá hópur fær áfram
þjónustu á BUGL, en án fagþekk-
ingar. Birna segir ástandið hræða
hana mikið. „Þetta er hópur sem
þarf virkilega á þjónustu teymisins
að halda. Það er hræðilegt þegar
þessi börn þurfa að fara í gegnum
rangan kynþroska, sjálfsvígstíðnin
er há, það vill enginn strákur byrja
á blæðingum.“
Linda Kristmundsdóttir, forstöðu-
maður kvenna- og barnaþjónustu á
aðgerðasviði Landspítala, segir að
auglýst verði áfram eftir starfsfólki.
Frá því um áramótin hafa trans
börn fengið þjónustu á göngudeild
BUGL. „Þar er vel haldið utan um
málin þeirra með almennu starfs-
fólki göngudeildar, þó að það sé ekki
sérstakt transteymi,“ segir Linda.
Er BUGL einnig í samstarfi við
innkirtlalækna á Barnaspítala, sem
hafa þekkingu á hormónalyfjum
og fleiru. „Það hefur tekist að halda
þjónustunni eins góðri og hægt er
miðað við kringumstæðurnar.“
Samkvæmt upplýsingum frá
starfsfólki BUGL hefur starfsmanna-
veltan verið mjög mikil meðal fag-
fólks. Fáir hafa sérþekkingu á mál-
efnum trans barna.
„Önnur teymi BUGL, þar á meðal
átröskunarteymi og taugateymi,
eru í sama vanda, það hefur gengið
aðeins betur þar sem það eru fleiri
sem hafa þekkingu á því. Það eru
mjög fáir með þekkingu á málefnum
trans barna,“ segir Linda.
Dóttir Birnu þarf sem betur fer
ekki á þjónustu BUGL að halda.
„Ég finn svo til með hinum foreldr-
unum, þeim sem þurfa að sitja sjálfs-
vígsvaktina. Við foreldrar viljum
bara að börnin okkar lifi, um það
snýst þetta. Við viljum heldur ekki
ala upp sjúklinga.“
arib@frettabladid.is
Fá ekki fagfólk
í transteymið
Transteymi BUGL hefur ekki verið starfrækt frá
áramótum. Ekki hefur tekist að ráða fagfólk í
teymið. Foreldri trans barns segir stöðuna slæma.
Rúmlega 500 börn voru í þjónustu hjá BUGL í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þetta er hópur sem
þarf virkilega á
þjónustu teymisins að
halda.
Birna Björg
Guð munds dóttir,
einn stofn enda
Trans vina
REYKJAVÍKURBORG Borgarlögmaður
telur að Minjastofnun gæti hvorki
að stjórnsýslulögum né meðalhófs
varðandi áform um að friðlýsa
svæði við Þerneyjarsund, þangað
sem Björgun ehf. er ætlað að flytja.
Þá hafi stofnunin ekki kannað
hvort vægari úrræði en friðlýsing
komi til greina. Friðlýsing sé ekki
nauðsynleg því fyrirhugað athafna-
svæði muni ekki raska menningar-
sögulegum minjum. Hagsmunir
minjaverndar séu hverfandi, miðað
við þá fjárhagslegu og samfélagslegu
hagsmuni sem búa að baki athafna-
og hafnarstarfsemi á svæðinu.
Þetta kemur fram í áliti Ebbu
Schram borgarlögmanns á undir-
búningi tillögu um friðlýsinguna.
Segir þar að fyrirætlanirnar leiði til
að notkunarmöguleikar svæðisins
takmarkist verulega. Sama gildi
um möguleika varðandi lagningu
Sundabrautar. Í því ljósi sé mikil-
vægt að Minjastofnun gæti meðal-
hófs. Brýnt sé að fá álit Vegagerðar-
innar. Sömuleiðis um Sorpu, en
sigvatni frá svæði Sorpu í Álfsnesi er
leitt í gegnum hreinsivirki og lagnir
út í Þerneyjarsund.
Reykjavíkurborg veitti Björgun
vilyrði um lóðina í fyrrasumar
eftir mikla undirbúningsvinnu.
Minjastofnun hefur verið á móti
þeirri ákvörðun frá fyrstu tíð og
því hyggst stofnunin freista þess
að friðlýsa svæðið til að koma í veg
fyrir áformin. – bþ
Takmarkar Sundabraut
Ebba Schram,
borgarlögmaður
1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð