Fréttablaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 18
ÞAÐ HAFA ALLIR UPP- LIFAÐ DEPURÐ OG HÆÐIR OG ÞESS VEGNA ER ORÐ- RÆÐAN OFT SKÖKK, ÞAÐ ER SAMA SÁLIN Í OKKUR ÖLLUM OG HÚN HEGÐAR SÉR Á ALLS KONAR HÁTT. Högni Tó n l i s t a r m a ð u r i n n Högni Egilsson hefur verið opinskár um upplifun sína af geð-hvörfum allt frá því hann greindist, 27 ára gamall, fyrir átta árum. Anna Tara hefur hingað til forðast að ræða sína reynslu opinberlega, en hún greindist í kringum 23 ára aldur- inn, eftir að hafa horft upp á móður sína kljást við sama sjúkdóm. Móðir hennar var íslensk en faðir hennar breskur ævintýramaður sem strandaði í Nepal. Þar ólu þau hjónin upp sín börn, í frumskógum Nepals í návígi við tígrisdýr og nas- hyrninga. Þegar móðir Önnu Töru svo veiktist af geðhvörfum sundr- aðist fjölskyldan. Anna Tara lifði í skömm með sinn sjúkdóm í 20 ár, það mátti ekki tala um geðhvörf. En þegar Högni steig fram opinberlega og ræddi sín geð- hvörf varð það henni innblástur til að gera að sama og efna til geð- heilsuumræðu í Nepal. Ég á þrettán fíla í Nepal Anna Tara: „Ég hef alltaf sagt nei við viðtölum enda finnst mér erfitt að opna mig um sjálfa mig.“ Högni: „Ég á mjög auðvelt með það.“ Anna Tara: „Þess vegna erum við svo góð saman,“ segir hún og hlær. Þann 24. september næstkomandi verður heimildarmyndin Þriðji póllinn eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur frumsýnd sem opnunarmynd RIFF. Í myndinni fylgja kvikmyndagerðarmenn þeim Önnu Töru og Högna eftir, alla leið til Nepal, á æskuslóðir Önnu Töru. Anna Tara: „Ég leitaði Högna uppi á já.is og hringdi í hann. Við áttum langt samtal þar sem ég sagði honum meðal annars frá hug- mynd minni um að halda tónleika í Nepal.“ Högni: „Þú sagðir einfaldlega: Ég á þrettán fíla í Nepal, viltu koma í heimsókn?“ Anna Tara: „Ég náði þér þannig,“ segir hún og þau hlæja bæði. Högni: „Já, það er ekki á hverjum degi sem einhver hringir í mann og segist eiga fílabúgarð í Nepal og langa að halda tónleika þar með mér og um leið standa að vakningu fyrir geðheilbrigði. Svo ég sagði bara já á staðnum.“ Anna Tara: „Ég sagði þér að ég hefði lesið viðtöl við þig þar sem þú talar um reynslu þína af geðhvörf- um og það hefði haft áhrif á mig.“ Dropi í hafið Ástæða Nepalfararinnar var verk- efni sem Anna Tara setti af stað, tónleikar og blaðamannafundur til að vekja athygli á stöðu geð- heilbrigðismála í landinu og opna umræðuna um málefnið. Anna Tara: „Það var þörf á vakn- ingu þar eins og annars staðar. Heil- brigðiskerfið er lélegt og sem dæmi um það er einn barna- og unglinga- geðlæknir í öllu landinu sem telur um 30 milljónir íbúa og aðeins nokkrir almennir geðlæknar. Það er því lítið um lausnir í boði fyrir fólk sem er að kljást við geðsjúkdóma, en margir heimamenn sækja sér hjálp til sjamana.“ Högni: „Anna Tara er mjög hóg- vær þegar hún segir þessa sögu en í krafti sinna áhrifa í Nepal lét hún gott af sér leiða í þessum efnum. Fjölskylda hennar byggði á sínum tíma upp ferðaþjónustuveldi í land- inu. Faðir hennar var brautryðjandi á þessu sviði og fékk ferðamenn alls staðar að til að heimsækja landið og skoða frumskóginn. Í dag starf- rækir fjölskyldan vistvænt hótel, er brautryðjendur fyrir velferð fíla og rekur skóla fyrir fátækustu börnin í þorpinu við hótelið.“ Anna Tara: „Það sem ég gerði var ekkert byltingarkennt og aðeins dropi í hafið, en það tókst að skapa smá umræðu um geðsjúkdóma. Ég var svo heppin að frægasti leikari Nepal, Rajesh Hamal, samþykkti að halda fyrirlestur og hjálpaði mér að skipuleggja stóran blaðamanna- fund sem var vel sóttur. Það hafði að ég held mikið að segja að þjóð- þekktur einstaklingur, sem allir hlusta á, var í forgrunni.“ Ekki til orð yfir þunglyndi Högni og innlendir listamenn komu fram á þrennum tónleikum, auk þess sem haldinn var stór blaða- mannafundur til að vekja athygli á málefninu og þangað kom, meðal annarra, áhrifafólk í Nepal. Ætl- unin var tala um alvarleika geðsjúk- dóma og jafnframt að vekja athygli á nýopnaðri neyðarlínu vegna sjálfsvíga og kom Anna Tara þar að sem ráðgjafi. Högni: „Það var magnað að sjá Önnu Töru hrista þetta allt fram úr erminni og fá áhrifafólk til að tala um geðheilbrigði, í landi þar sem ekki er einu sinni til orð yfir þung- lyndi en alltof margir falla fyrir eigin hendi. Það var áhrifamikið að verða vitni að þessum slagkrafti sem hún skapaði og í raun stóð fyrir,“ segir Högni og slær þann varnagla að sessunautur hans muni hrista hausinn yfir hrósinu en hún tekur því vel. Anna Tara: „Viðbrögðin voru mjög góð og umræða skapaðist og svo spannst þessi heimildarmynd inn í. Högni á í rauninni hugmynd- ina að henni.“ Þessi mynd snýst ekki um okkur Högni: „Þegar Anna Tara stakk upp á þessari ferð hugsaði ég strax að þetta gæti verið magnað tækifæri til að skapa heildræna og sanngjarna frásögn frá sjónarhorni okkar, um róf mennskunnar og hugans. Mér fannst enginn betur til þess fallinn að skrásetja það ævintýri en Andri Snær Magnason og hafði samband við hann. Ég hafði séð efni eftir kvikmyndagerðarkonuna Anní Ólafsdóttur svo ég hafði jafnframt samband við hana og paraði þau saman. Það var ekkert eðlilegt við tilboð mitt um að koma með til Nepal að gera kvikmynd, enda var bara vika í ferðina,“ segir Högni og hlær. „Þetta átti ekkert endi- lega að verða neitt stórt en hefur í raun orðið að eins konar trölli, nú, fjórum árum síðar.“ Anna Tara: „Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í. Enda áttaði ég mig í fyrstu ekki á því að ég yrði miðpunktur heimildarmyndar og hefur það nú valdið mér þriggja ára magasári. Þetta varð aðeins stærra en mig óraði fyrir.“ Þau eru sammála um að hafa vilj- að aflétta skömm sem ríkir í sam- félaginu eins og á mörgum öðrum stöðum. Högni: „Þetta er auðvitað mjög berskjaldandi enda við að segja okkar sögur. Ég samdi svo tónlistina við myndina, ég er því búinn að sjá hana og hef ekki nokkrar áhyggjur af þessu. Þetta er dramatísk saga en líka draumkennd stúdía um hug- ann og sálina.“ Anna Tara: „Mér finnst vonin líka vera sterkt af l í myndinni. Það er einhvern veginn alltaf von í öllum þessum dimmu dölum. Það hefur alltaf hjálpað mér að vita að það er til von þegar maður er staddur í svartnætti. Það er hægt að lifa góðu lífi og gera f lotta hluti þó maður sé greindur með geðröskun. Það er ekki dauðadómur og skilgreinir ekki hver maður er. Við erum mannfólk í þroskaferli Anna Tara Edwards og Högni Egilsson eiga það sameiginlegt að hafa greinst rúmlega tvítug með geðhvörf. Það varð til þess að fyrir fjórum árum ferðuðust þau saman til Nepal, heimaslóða Önnu Töru, til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Högni Egilsson opnaði sig opinberlega um geðhvörf fyrir átta árum og varð Önnu Töru innblástur til að gera það sama og efna til geðheilsuumræðu í Nepal, landinu þar sem hún ólst upp. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.