Fréttablaðið - 12.09.2020, Síða 28
www.abelheilsuvorur.is
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga
Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656,
Friðrik Agni er 32 ára en hefur átt viðburðaríka ævi. Hann er forvitinn, tilfinninga
næmur og skapandi enda hikar
hann ekki við að elta drauma
sína og láta þá rætast. Hann hefur
haldið fyrirlestra undir heitinu
Þín eigin leið, þar sem hann deilir
með öðrum uppbyggilegum frá
sögnum, segir frá því hvernig hann
lætur draumana rætast og spyr
spurninga með verkefnavinnu. Í
fyrstu hélt hann fyrirlestra fyrir
fólk í atvinnuleit. Þeir þróuðust
áfram fyrir alla sem áhuga höfðu
á þeim. Út frá því verkefni urðu
til hlaðvarpsþættir undir sama
nafni þar sem Friðrik ræðir við
áhugavert fólk um lífsspeki þess.
Nýlega ræddi hann við Haffa Haff
en það samtal vakti mikla athygli.
Þátturinn er aðgengilegur á Spot
ify og öðrum hlaðvarpsmiðlum.
„Ég fæ mikinn innblástur frá þeim
sem ég ræði við, sérstaklega þeim
sem fara eigin leiðir í lífinu og hafa
sjálfstrú,“ segir hann. Friðrik Agni
kennir zumba hjá World Class og
Kramhúsinu ásamt því að starfa
sem verkefnastjóri hjá Listahátíð
í Reykjavík. Hann situr því ekki
auðum höndum.
Friðrik Agni lærði ungur að
dansa samkvæmisdansa og er
margfaldur Íslandsmeistari,
auk þess að hafa lent í úrslitum í
Norðurlandadanskeppni og náð
langt í öðrum mótum erlendis.
Friðrik lærði dans hjá Adam og
Karen Reeve. Adam er ástralskur
og kemur úr þekktri dansfjöl
skyldu þar í landi. Þegar Friðriki
bauðst að fara til Ástralíu til að
dansa og kenna hjá fjölskyld
unni hikaði hann ekki, heldur
hætti í menntaskóla til að fylgja
draumum sínum. Þá þegar hafði
hann eignast kærasta á Íslandi,
Davíð Rósenkrans Hauksson, og er
giftur honum í dag. Friðrik hefur
búið í Ástralíu, Svíþjóð, á Ítalíu
þar sem hann lauk námi í list
rænni stjórnun og í Dúbaí. Hann
lauk meistaranámi í menningar
stjórnun frá Háskólanum á Bifröst
með dúxeinkunn. „Það má segja
að ég hafi farið óhefðbundna leið í
námi,“ segir hann.
Ættleiddu götubarn
Friðrik er fæddur í Reykjavík en
saga móður hans, Mayu Jill Einars
dóttur, er afar sérstök. „Mamma
var götubarn í Mumbai á Indlandi
og var fyrsta ættleidda barnið frá
Asíu sem kom til Íslands. Þetta
var árið 1969 og ættleiðingar frá
útlöndum nánast óþekktar hér
á landi,“ útskýrir Friðrik. Þegar
hann er spurður um söguna á
bak við ættleiðinguna, svarar
hann: „Amma mín var hjúkrunar
fræðingur frá Þýskalandi sem
starfaði hjá nunnunum á Landa
kotsspítala. Þangað barst bréf frá
munaðarleysingjahæli á Indlandi
með myndum af þremur stúlku
börnum sem höfðu fundist á
götunni í Mumbai. Spurt var hvort
einhver á Íslandi gæti tekið við
Friðrik hefur
aldrei komið
til Indlands en
það er á dag-
skrá að fara
þangað. Hann
hefur hins vegar
búið í Ástralíu,
á Ítalíu, Svíþjóð
og í Dúbaí.
Friðrik Agni og
móðir hans,
Maya Jill, á
góðri stundu.
Friðrik Agni ásamt eiginmanni
sínum, Davíð Rósenkrans.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
þessum börnum til ættleiðingar.
Amma mín og afi, sem er íslenskur,
voru barnlaus og ákváðu að taka
eitt barnið að sér. Þetta var eigin
lega svona úllen dúllen doff val,“
greinir Friðrik frá. „Saga móður
minnar og ömmu er afar merkileg,“
bætir hann við. „Amma býr núna
í Ungverjalandi og ég heimsótti
hana í sumar. Amma og afi skildu
árið 1976 og hún flutti þá aftur til
Þýskalands. Það kom í hlut afa að
ala móður mína upp, en hún fór
oft í heimsókn til Þýskalands og er
altalandi á þýsku. Það er magnað
að hlusta á ömmu segja sögu sína
frá Íslandi, en það var aldrei á
dagskrá hjá henni að eignast barn.
Hún spurði nokkur hjón hvort þau
vildu ættleiða barn frá Indlandi
en það var enginn áhugi fyrir því á
þessum tíma. Indland var eitt
hvert land sem var langt í burtu
og fjarri fólki að taka barn þaðan.
Það er mjög fyndið að heyra sögur
frá þessum tíma. Móðir mín var
tveggja ára þegar hún kom til
landsins og íslensk börn héldu að
hún væri dúkka úr súkkulaði. Börn
með dökka húð sáust almennt ekki
á Íslandi árið 1969. Amma og afi
þurftu að fá undirskrifað bréf frá
forseta Íslands, Kristjáni Eldjárn,
með leyfi fyrir ættleiðingunni.
Það má því segja að ég sé til út af
einhverju úllen dúllen doff,“ segir
Friðrik og hlær. Amma hans eign
aðist ekki önnur börn í Þýskalandi
svo Maya er einkadóttir hennar og
þær halda góðu sambandi.
Friðrik Agni hefur ekki farið á
slóðir móður sinnar í Indlandi en
stefnir á það. „Þótt ég hafi farið
víða á ég eftir að fara til Mumbai.
Ég hef fundið aukna þörf fyrir að
fara þangað á síðustu árum. Mér
finnst ég alltaf hafa þurft að berjast
fyrir því að vera viðurkenndur
Íslendingur sem ég er fyrst og
fremst þótt ég sé hálf indverskur.
Mamma fór til Indlands í fyrsta og
eina skiptið eftir að hún kom til
landins þegar hún varð fimmtug.
Hún fór í skipulagðri hópferð og
það var mikil upplifun fyrir hana.
Mamma hefur enga hugmynd um
hverjir ættingjar hennar eru og
mun sennilega aldrei komast að
því, þar sem hún fannst á götunni.
Það er mjög sérstakt að vita ekkert
um uppruna sinn,“ segir Friðrik.
Flakkað um heiminn
Foreldrar Friðriks skildu þegar
hann var sautján ára en hann á
tvö systkini. „Ég var byrjaður að
Framhald af forsíðu ➛
dansa áður en ég fór að labba.
Foreldrar mínir sendu mig því
snemma í dansskóla. Það var rétt
ákvörðun. Ég var dansandi alla
mína barnæsku. Eftir að ég byrjaði
í menntaskóla fann ég að ástríða
mín var ekki í stærðfræðitímum.
Ég tók þá ákvörðun að hætta í skól
anum og helga mig dansinum. Það
leiddi mig og dansdömuna mína til
Ástralíu þar sem við dönsuðum og
kenndum dans. Leið mín lá síðan
til Ítalíu þar sem ég lærði listræna
stjórnun en þá lagði ég dansskóna
á hilluna. Ég hef ekki stundað sam
kvæmisdansa síðan en helgað mig
zumbadansinum í staðinn,“ segir
hann.
Friðrik segist hafa opnað sig
gagnvart samkynhneigðinni þegar
hann var fimmtán ára. „Ég var
aldrei í neinum skáp heldur var
ég alltaf opinn fyrir sjálfum mér.
Ég var í stuðningsríku umhverfi
og það var ekkert mál þegar ég
tilkynnti mömmu að ég væri
skotinn í strák. Ég þurfti aldrei
að glíma við mótlæti varðandi
kynhneigðina. Hins vegar glímdi
ég við átröskun sem unglingur og
þurfti sálfræðihjálp til að komast
yfir það. Átröskunin var hluti af
fullkomnunaráráttu sem fylgir
mér. Þetta er huglægur sjúkdómur
og snýst mikið um að ná tökum
á hugsunum sínum. Ég er mikil
tilfinningavera. Það er gott að vera
opinn fyrir því að skoða sjálfan sig.
Fólk sem er listrænt og skapandi er
oft líka tilfinningaríkt.“
Ævintýri í Dúbaí
Eiginmaður Friðriks, Davíð, er
verkfræðingur. Hann fór með
honum til Ítalíu á sínum tíma en
flutti síðan til Stokkhólms þar
sem hann fékk vinnu. Friðrik fór
þangað eftir námið í Mílanó. „Ég
hélt að það yrði auðvelt að fá vinnu
í Stokkhólmi en það reyndist erfitt
þangað til ég gekk inn á líkams
ræktarstöð og spurði hvort ég
mætti kenna zumba. Ég kynntist
mörgum og áður en langt um leið
var ég farin að kenna zumba víðs
vegar allt að þrettán tíma á viku.
Meðal annars á skemmtiferðaskipi
og á risastórri ráðstefnu á Flórída.“
Mágkona Friðriks starfaði sem
arkitekt í Dúbaí og þeir Davíð fóru
í heimsókn. Dúbaí heillaði Friðrik
gjörsamlega upp úr skónum, sem
endaði með því að hann leitaði
að vinnu þar og fékk starf hjá
nýju tískufyrirtæki sem listrænn
stjórnandi, en Davíð varð eftir í
Svíþjóð. „Þetta reyndist rosalega
mikil vinna og ég keyrði mig gjör
samlega út. Ég gafst upp eftir hálft
ár. Þetta var spennandi ævintýri
sem ég lærði mikið af. Frá Dúbaí lá
leiðin aftur heim til Íslands, sem
kallaði á mig á þessum tíma. Við
Davíð höfum verið hér í fimm ár
og höfum fest rætur. Ég hef kynnst
fjölda fólks í gegnum störf mín
hér. Á Íslandi hef ég tækifæri til
að blómstra. Það er mikilvægt að
fylgja eigin sannfæringu. Að skapa
sér vettvang til að njóta og læra.
Hér eru mér allir vegir færir,“ segir
Friðrik Agni.
Mamma hefur
enga hugmynd um
hverjir ættingjar hennar
eru og mun sennilega
aldrei komast að því, þar
sem hún fannst á
götunni. Það er mjög
sérstakt að vita ekkert
um uppruna sinn.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R